Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIDJUDAGUR 20. NOVEMBER1984. Hvaða íslenskan leikara heldur þú mest upp á? Kristjana Guðlaugsdóttir húsmóðlr: Það er tvimælalaust Sigurður Sigur- jónsson. Eg hef séö hann bæði á sviði og i sjónvarpi og finnst hann alveg frábær. Linda Róbertsdóttir húsmóðir: Það er Róbert Amfinnsson. Eg hef séð hann í mörguin leikritum, þ.ám. i Amadeus þar sem hann stóð sig mjóg vel. SteUa Kristjánsdóttir gangavörður: Minn uppahaldsleikari er Árni Tryggvason. Eg hef séð hann bæði á sviði og heyrt í honum í útvarpi og finnst hann alveg dýrðlegur. Guðmundur örn smiður: Það er Arnar Jónsson. Hann er frábær leikari og mér er hann minnisstæður í hlutverki Galdra-Lofts í Iðnó fyrir nokkrum árum. Björg Þórarinsdóttlr húsmóðir: Sú leikkona sem ég held mest upp á er Þóra Friðriksdóttir. Hún hefur leikið mörg góð hlutverk, t.d. var hún frá- bær í leikritinu Ertu nú ánægð, kerl- ing? Jón Arnason skrlfstofumaður: Uppá- haldsleikarinn minn er Sigurður Sig- urjónsson. Eg sá hann núna síðast i Dalalif i og þar var hann alveg frábær. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur BSRB-verkfall og far- sæll fjármálaráðherra Launþegiskrifar: Kannski verður aldrei ofmetlð það tjón sem öll þjóðin varð fyrir þegar hið langa verkfaU opinberra starfs- manna var nærri þvi búið að ganga af þjóðarbúinu dauðu. Hitt var þó verra, að þröngur hópur eiginhagsmunahyggjandi for- sprakka opinberra starfsmanna skyldi geta fengið því framgengt aö ekki var gengið til samninga á forsendu skattalækkana. Nú er borin von að opinberir starfsmenn nái nokkurn tíma upp þeim launamissi sem þeir urðu fyrir í verkfallinu. — Og til hvers var þá öll baráttan? En eitt skyldu opinberir starfs- menn þakka fjármálaráðherranum okkar og það er að hann skyldi hafa þá framsýni tU að bera að ákveða í byrjun aö greiöa ekki laun f yrirfram þegar séð varð að stefndi í langt verkfall. Hvernig stæðu opinberir starfs- menn nú ef þeir hefðu fengið októberiaun sin greidd fyrirfram eins og þeir kröfðust? Þá hefðu þeir ekki fengið nein laun nú, fyrirfram vegna nóvember, því þeir hefðu að sjálfsögðu þurft að greiða október- launin til baka og stæðu því uppi að' loknu verkfalli með tvær hendur tómar. „Albort Guðmundsson er farsæll maður í starfí," segir launþegi m.a. igrein sinni. Auðvitað kom fyrirhyggja fjár- málaráðherra opinberum starfs- mönnum þeim vel að þessu leyti. Og það er fleira sem þeir opinberir starfsmenn mega þakka þessum ráðherra þótt þeim finnist hann ef til vill hafa verið fylginn sér í verkfalls- baráttunni, eins og honum bar sem f orsvarsmanni rikisf jánnála. Eða hver getur áfellst ráðherrann fyrir að gæta þess sem hann er settur yfir? Og það merkilega er að þrátt fyrir þá aðstöðu sem fjármála- ráðherra var í, er eins og hann komi ávallt sterkur út úr þeim málum sem áhonumbrenna. Það er kannski ekki neinn alls- herjarskoðanavettvangur, þar sem útvarpsstöðin rás 2 er en sýnir þó hvernig straumar liggja. Stöðin gerði könnun á því hver væri vinsælasti maður októbermánaðar, verkfallsmánaðarins mikla. Og kemur þá ekki í ljós að það er fjár- málaráðherrann sjálfur sem þar er efsturáblaði. Einhver heföi nú haldið að einhver hinna verkfallsglöðu verkalýðs- . rekenda færi þar fremstur, t.d. for- maður bókagerðarmanna eða sjálfur „aUatoUinn" í BSRB! - Nei, fólkið hafði vegið og metið allar aðstæður. Það er ekki neinum ofsögum sagt af því að Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er farsæll maður i starfi og leik og það er þess vegna sem hann á skiliö fylgi og hann fær þaðlflca. Aukatekjur kennara Sjómaður skrifar: Mig langar hér að leggja orð i belg varðandi laun kennara sem mjög eru til umræðu nú. Það gætir mjög mikils ósamræmis i öilum málflutningi um þetta mál og það er ekki óeðlilegt þvi þau eru mjög misjöfn. Uti á landi hafa kennarar t.d. fjögurra mánaða sumarfri og þetta hefur enginn minnst á, ekki einu sinni fjármála- ráðherrann. Maður sem hefur unnið í 20 ár eða lengur við kennslu úti á landi kennir ekki nema 28 tíma á viku. Þessi ákveðni maður, sem ég hef í huga, byrjar til sjós i endaðan mars og sá rær eftir hádegi þegar hann getur því hann vinnur ekki nema til tólf. Eg spurðlst fyrir um þetta mál hjá fræðslustjóra í Borgarnesi, hvernig stæði á því að maðurinn gæti stundað sjósókn samhliða kennslunni. Hann gaf mér þá það svar aö engin stétt hefði náð jafngóðum kjörum og kenn- arar. Svo er annaö sem mætti bæta við þetta. Það er vert að athuga hversu margir rfkisstarfsmenn, bæði lög- reglumenn og kennarar, hafa f engið úr hlutatryggingarsjóði sjómanna. Eg veit um ríkisstarfsmenn sem hafa fengið þaðan peninga. Skýrslur um slfkt hljóta að liggja fyrir hjá Fiski- félaginu og þar væri hægt að finna út hvaða menn þetta eru. Þetta þarf að athuga áður en þessir ríkLsstarfsmonn ætla sér að gleypa bæði himin og jörð. Meira um reið- hjólaþjófnað Móðir hringdi: Mig langar að koma því á framfæri við forráðamenn barna og unglinga aö þeir fylgist vel með því hvaða hjólum börn þeirra eru á. Eg hef orðiö fyrir þvi tvívegis á undanfömum mánuðum að reiðhjólum barnanna minna hefur verið stolið. Virðist í því sambandi engu skipta hvort hjólin eru læst eða ekki. I fyrra skiptið fannst hjólið aftur langt frá heimtti okkar, eöa i Hafnarstræti, en hitt hjóUð höfum við ekki fundið þrátt fyrir mikla leit. Það var af vinsælU tegund, BMX, og við höfum farið tU lögreglunnar en það hefur ekki komið þangað inn. Hjá lögreglunni var reyndar aflt yfirfullt af reiðhjólum þannig að það sýnir að hjólaþjófnaðir erutíðirhér. Eg vU því beina þeim tilmæium til foreldra að þeir athugi hvort börn þeirra hafi í fórum sinum illa fengin reiðhjól. Skaði þeirra sem verða fyrir því að hjólum er stolið er nefnilega tUfinn- anlegur. Þakklæti til lækna Sjúklingurhringdl: Eg vU bera fram þá áskorun til lækna að breyta þessu skriffinnskuveldi hjá sér þvi þeir eru orðnir svo kaffærðir i slíku að þeir geta varla lengur sinnt sjúklingum. Ef allir læknar taka sig saman þá er auðveldlega hægt að breytaþessu. Annað atriði vU ég einnig benda á. Ég hef verið sjúklingur í ein 25 ár og öðrum eins mönnum og læknum hef ég aldrei i minu Ufi kynnst. Það er því mikU ósanngirni þegar verið er aö ráöast á læknastéttina með alls konar skitkasti því það er mikið sem þessir menn verða að þola í sínu starfi. I minu tilfelU er það svo að þeir læknar sem ég hef leitað tU haf a jafnvel neitað að taka við greiðslu fyrír störf sin. I þessu sambandi vil ég þó undanskUja tannlækna. Læknar almennt og hjúkrunarkonur af gamla skólanum hafa reynst mér mjög vel i veikindum mínum og er ég mjög þakklát fyrir það. Þeír ftokkrásarmenn, Skúli og Snorrí. Poppunnandi var m/ög ánægOur með umfíöllun þeirra um hljóm- svoitína Stranglers. Góð kynning á Stranglers Poppunnandi hringdi: Eg vU hér þakka umsjónar- mönnum Rokkrásarinnar kærlega fyrir góðan þátt um hljómsveitina Stranglers sem var á dagskrá á fimmtudaginn var á rás 2. Eg hcf haldið rnikið upp á hljómsveitina allt frá þvi hún kom fyrst tU Islands og þáttur þeirra félaga gerði tónUst þeirra mjög góð skU og gaf góða heUdarmynd af því sem hún hefur verið að gera í gegnum árin. Mér hefur einnig gefist öðru hverju kostur á að hlusta á þætti þeirra f élaga um ýmsar aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn og finnast mér þessir þættir yfirleitt mjög áhuga- verðir. Eg vona að þeir félagar haldi áf ram á sömu braut. Fallhraði hluta Nemiskrifar: Þann 14. nóvember sl. birtist grein frá bifvélavirkjum á Akranesi á les- endasíðunni. Þar er þyngdarlögmáUð gert að umræðuefni og ég ætla að leit- ast við að svara beim spurningum sem þar var varpað fram. Lofttæmi: Sé byssukúlu skotið lóðrétt upp með einhverjum upphafshraöa minnkar hraði hennar jafnt og þétt vegna aðdráttarkrafts frá jörðu og að því kemur að hraðinn verður núll. Hve hátt kúlan fer er háð þyngd hennar og upphaf shraða. Þegar kúlan hefur faUið í þá hæð sem henni var upphaflega skotið úr hefur fallhraði hennar vaxið og er nákvæmlega hinn sami og upphafshraðinn. Vlð loftmótstöðu: Imyndum okkur að sömu kúlu sé skotið og i fyrra dæminu nema nú vinna tveir kraftar gegn hreyfingu kúlunnar, þ.e. loftmót- staða og þyngdarkraftur. Afleiðingin er sú að kúlan missir ferð sína upp á viö mun hraðar og kemst því ekki jafnhátt upp og áður. Þegar kúlan hefur náð hámarkshæð byrjar hún að falla á ný. Þyngdarkraftur jarðar dregur hana niður en nú vinnur loft- mótstaðan gegn hreyfingu hennar og því verður lokahraðinn minni en upphafshraðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.