Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984. Utlönd Utlönd Útlönd Utlönd Hann sker sig jafnan úr hvar sem hann er á ferð. Hávaxínn, hermann- legur, háleitur, meö þykkt skegg og óskert hár sem þó er falið undir fimm metra löngum linda er hann vefur upp í snyrtilegan, sérkennileg- an túrban. Eitt nafnanna, sem hann tekur sér, er „Singh" sem þýðir ljón. Hann notar ekki tóbak og leggur sér ekki annað kjöt til munns en af skepnu sem drepin hefur verið í einu höggi. Trúarinnar vegna ber hann ávallt „ká"-in sín fimm. Þau eru „kes", sem þýðir sítt hár, „kach", sem þýðir hnébrækur, ,,kara", sem er stálarmband boriö á hægri úlnlið, „kangha", sem er hárgreiðsla, og „kirpan", sem er íbjúgur rýtingur eða sax. Athafnasemina hefur hann ¦ að lífsljósi, enda var honum innrætt frá blautu barnsbeini ,,að meö eigin hendi skalt þú móta framtið þína". Því er hann jafnan harðduglegur bóndi, djarfur kaupsýslumaður eða fullkomlega óttalaus stríðsmaður. Þannig lýsir Pico Iyver í tímarit- inu „Time" sikkanum á Indlandi, þessum sértrúarflokki sem verið hef- ur töluvert í fréttum síðustu árin fyr- ir öfgastefnu í kröfum til sjálfstjóm- ar í Punjab-ríki og nú síðustu vikur á forsíðum allrar heimspressunnar, eftir að tveir þeirra urðu Indiru Gandhiaðbana. 15 milijónir Af fréttaskrifum hefur margur kannski fengið á tilfinninguna að sikkar séu einhver minnihlutahópur sértrúarsafnaðar. Það er þá enginn smásöfnuður og ekki ýkja lítill minnihluti, þvi aö sikkar eru 15 milljónir. En þessar 15 milljónir eru þó ekki nema 2% af hinum marg- brotnu íbúum Indlands. Og þessi 2% hafa verið allfyrirferðarmikil í ind- versku þjóðlífi. Um 15% af Indlands- her eru sikkar og ámóta margir opin- berra starfsmanna. Dugandi sikka- búhöldar eiga mestan þátt í því að Punjab, heimafylki þeirra, er auðug- asta ríkið í Indlandi. Það er mest- megnis Punjab að þakka að Indland, sem áður var undir skugga hungur- vofunnar, getur nánast brauðfætt þjóðina. Forseti Indlands, Zail Singh.ersikki. Umfram allt er einkennandi fyrir sikkana hvaö þeir eru samheldnir, fjölskylduböndin sterk, félagsleg samhygö mikil. Þeir standa fast á rétti sínum og eru reiðubúnir að verja hann fram i rauðan dauðann, þéttir á velli og fastir fyrir. Trúræknir en efnishyggjumenn Þeir standa vörð um móðurmál sitt og bókmenntir og rækta vel sína trú og truarsiði. Margt er þar í stríðsmannsanda. Nýliði er vigður inn i söfnuðinn með skirn i sykruðu vatni sem hrært er upp í j árnskál og í stað þvöru er notaður tvíeggja rýt- ingur. Sikkar standa allir jafnfætis við bænagjörð í „gurdwaras" (hof- um) sínum sem nötrar undan sam- hljóma bænalestri upp úr hinni helgu bóksemkölluðer „GranthSahib". — Þetta er stéttlaust samfélag, reist á trúarbrögðum sem sameina ýmsa grundvallarþætti úr hindúatrú og íslam, hafnar stéttaskiptingu hindúa og eingyðisdýrkun múhameðstruar- manna með grímulausa efnishyggju og hermennsku að leiðarljósi. Helgastur allra helgra staða i aug- um sikkans er Gullna hofið í Amrits- ar, höfuðstaö Punjab. Það varð mið- depill sjálfstæðisbaráttu þeirra þeg- ar öfgasinnaðir aðskilnaöarsinnar gerðu hofið að aöalstöðvum sínum, vopnabúrí og höfuðvígi. Eftir að þeir höfðu haldið þaðan uppi hryðju- verkaárásum til áherslu sjálfstæðis- kröfunum sá Indira Gandhi sig til- neydda að senda herinn til innrásar í hofið f yrir f imm mánuðum. Umburðarlyndir gagnvart öðrum trúarbrögðum I augum sikkans (nafnið þýðir lærisveinn) eru öll skurðgoð fals- guðir en þeir sækja sinn guðlega inn- blástur til tiu kennimanna eða „guru". Það virðist kaldhæðnislegt, en sá fyrsti þessara kennimanna, sem lagði grundvöllinn að trúar- brögðum sikka — svo stríösmanns- Sikkar, auOþekktir af vefíarhöttum sínum. Sikkarnírá Indlandi: Samheldnir og fastir fyrir leg sem þau þykja í dag — var spek- ingur sem predikaði mildi og frið. Guru Nanak lýsti því yfir að það væri enginn hindúi og enginn múhameðstrúarmaður og markaöi braut milli þessara trúarbragða. Hann laðaöi aö sér fólk úr báðum flokkum í Punjab í lok 15. aldar. Tveim öldum síðar urðu róttæk um- skipti frá því trúarlega umburöar- lyndi sem guru Nanak haföi kennt. Fyrir þessum breytingum stóð tíundi og siðasti kennimaður sikka, Gobind Singh, sem auk andlegra hæfileika var leikinn hestamaður og vaskur stríðsjaxl, eiginleikar sem sikkar kunna vel að meta. Um þær mundir voru sikkar hrjáðir af ræningjahöfð- ingjum mógúla, og myndaði Gobind bræðralag „striðsmanna guðs" sem gengu undir nafninu „Khalsa" (Hinir hreinu). Hreystimenni Eftir því sem sikkar hölluðust meir að striösmannslegri forsjón Gobinds tók að f ara af þeim orð fyrir hreysti og grimmd í bardögum. Þeir stráfelldu Afgana í orrustunni um Attock 1813 og 1849 báru þeir sigur- orð af Bretum í orrustunni við Chillianwala. Sex vikum síðar urðu þeir þó að lúta í lægra haldi f yrir bet- ur vopnuðu herliöi Breta (byssum Umsjón: Guðmundur Pétursson I dag er meirihluti sikka dæmigerö ímynd sómakærrar millistéttar. En litill hópur öfgasinna hefur alið á undiröldu aðskilnaðarkröfunnar og hugmyndum um stofnun sjálfstæðs ríkis sem kallast skuli Khalistan. Síðustu mánuði hefur sá mál- staður fengið byr undir báða vængi frá sikkum erlendis. „Við erum að visu ekki á Indlandi," sagði Amarjit Singh Dhillon, framkvæmdastjóri þjóðræknisfélags sikka í London, „en við erum baráttumönnunum heima á Indlandi það sama sem Sinn Fein á Irlandi er Irska lýðveldishernum." — Um 250 þúsund sikkar eru búsettir í Bandaríkjunum (80 þúsund í New York) og um 400 þúsund í Bretlandi. Túrbanar í London Þegar sikkar fluttust úr landi reyndu þeir í upphafi að sem ja sig að siðum hins nýja heimalands, lögðu niður túrbaninn og rökuðu skegg sitt, en eftir því sem þeir hafa orðið öruggari um sig i nýju heimkynnun- um hafa þeir grafið upp sínar gömlu rætur og eru jafnstaðfastir og sikk- arnir, sem eftir sátu heima, í að við- halda gömlum skikk. 1969 buðu sikka-almenningsvagnastjórar birg- inri samgönguyfirvöldum, sem bann- að höfðu starfsmönnum aö bera túrban í vinnunni, og höfðu sikkar Jarnail Singh Bhindranwale, leiðtogi öfgasinnaöra sikka, sem kallaöur var helgur maOur. Hann féil iáhlaupi hersins á Gullna hofíO, þegar hann og félagar hans neituOu aO leggja niOur vopnln og vörOust til siOasta manns vonlausri baráttu gegn ofurefíi UOs. Gullna hofiO iAmritsar, helgastallra helgistaOa sikka. búnu). Upp úr þvi urðu sikkar ein- hverjir traustustu liðsmenn Ind- landshers Breta. I uppreisninni á Indlandi 1857 má heita að stuðningur þeirra hafi bjargað lífi „Raj" smá- konungsins á Indlandi. En eftir fjöldamorðin i Amritsar 1919, þar sem Bretar drápu um 400 óvopnaða borgara, gamalmenni, börn og konur — og þar á meðal marga sikka — söðluðu sikkar um, sameinuðust krossförunum í sjálfstæðisbarátt- unni og lögðu sitt af mörkum til að bytta rajinum. Siðan og fram til þessa dags hafa sikka-dátar og sikka-lögreglumenn, trölltryggir, staðið vörð til verndar samlöndum sinuin, hindúum, hvarsemvará Ind- landi. Aðskilnaðarhreyfingin 1947, þegar skaginn öðlaðist sjálf- stæði og aðskilnaðurinn varð, fengu hindúar Indland, en múhameðstrú- armenn fengu Pakistan. Sikkar lentu þar mitt á milli. Heimafylki sikka, Punjab, var skorið niður í þriðjung þess sem var. Margir sikkar flosn- uðu upp og landlausir gerðust þeir kennarar, læknar og vélameistarar. sitt f ram. Sami mótþróinn kom f ram þegar sikkar þverskölluðust við lagaskyldunni um að hafa öryggis- hjálma, þegar þeir ferðuðust á vél- hjólum, og héldu fast við túrbaninn. Og það var ekki lengra síðan en á síð- asta ári sem sikki, faðir þrettán ára skóladrengs, er krafðist þess að son- urinn bærí túrban i skólanum, hætti ekki fyrr en hann hafði beygt skóla- stjórnina, sem meina vildi það, undir sinn vilja hjá dómstólunum. Þeir úrskurðuðu að skólastjórnin hefði gert sig seka um kynþátta- mismunun. Dómararnir komust þar eiginlega að kjama málsins varðandi sikkana. Þeir eru ekki aðeins einhver sér- trúarsöfnuður. Þeir eru sérstakur kynþáttur, sérstök þjóð sem aldrei hef ur verið feimin við að útmála sér- stöðu sina í heiminum. Þvert á móti eru þeir stoltir af sérstöðu sinni. Einn fræðaþula sikka skrifaði ein- hverju sinní: „Hvar sem er einn sikki er og verður einn sikki. Hvar sem eru tveir sikkar er samkoma dýrlinga. Hvar sem eru fimm sikkar, þarersjálfurguð." (ÞýttúrTime.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.