Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984. 19 upp úr með það að nýi 626 væri besta Mazdan f ram að þessu. Billinn er hreint risastökk frá gamla 626 með afturdrifinu, nákvæmari, létt- ari og sneggri í stýri, með sportlega og skemmtilega aksturseiginleika. Með því að breyta yfir í framdrif og þver- stæða vél hefur rými innan i bílnum stóraukist. Fjöðrunin er sportleg en ekki nógu löng og hávaði frá vegi var í meðallagi. 1 fimm dyra bílnum var fulllágt til lofts en hins vegar hærra til lofts á skottbílnum. Hér hafa Mazda og Toy- ota farið aðra leið en Honda sem er með fimm dyra bílinn (Shuttle) mun hærri en hinar gerðimar. Það sýnist manni vera eðlilegra, því að þeir sem vilja fimm dyr sækjast líklega fremur eftir góðu rými en þeir sem kaupa hinar gerðirnar. f skottbílnum sem leigubílstjórar nota er ágætt rými fyrir fjóra og vel nægilegt fyrir fimm, Coupé-gerðin er skemmtileg, með 102 hestafla, 1998 cc vél, sem gefur hressandi spymu. 1 bilnum er búnaöur sem spilar lag ef eitthvað hefur gleymst, t.d. að loka dyrum. Þetta lag fer fljótlega að verða leiðigjamt, svona svipað eins og stúfurinn sem leikinn var sem eina hljómlistin í Ríkisútvarpinu i BSRB-verkfallinu. 1 Mözdunni, 'eins og í Camry, var spar- neytnismælir sem var í mestum tengsl- um við snúningshraða og sýndi því í grófum dráttum hvort ekið var í rétt- um gír, miðað við æskilega sparneytni. 1 Toyota er hins vegar spameytnis- mælir sem hefur fylgni við það álag sem sett er á vélina meö beitingu bensíngjafarinnar. Hvorugur „mælirinn” er einhlitur til þess að sýna sparneytni. Á Mözdunni getur maður staðiö í botni án þess að „mælirinn” gefi eyðslufrekt aksturs- lag til kynna en á Toyotunni er hægt að þeyta bílinn á hámarkssnúningi í of lágum gír, án þess að „mælirinn” hviki frá því að sýna grænt, að allt sé í fína lagi. Sem sagt: bezta Mazdan hingaö til, Kostir Mazda 626 fram yfir Toyota Camry: Sportlegri aksturseiginleikar. Nákvœmari i stýri. öruggari hegðun i beygjum við fulla hleðslu. Kostir Toyota Camry f ram yf ir Mazda 626: Rúmbetri. Mýkri fjöðrun. Hljóðlátari ó malarvegi. miðað við verð, skemmtilegir aksturs- eiginleikar, gott rými en fulllágur frá jörðu og með takmarkaða f jöðmn. Toyota Camry Sé gott rými í Mazda 626 er það enn betra í Toyota Camry. Þetta er ein- hver rúmbesti bíllinn í sinum stærðar- flokki, einkum skottbillinn, en eins og á Mazda 626 er lægra til lofts í fimm dyra bilnum. I Camry róa þeir hjá Toyota á svipuð mið og Mazda með sínum 626. Báðir leita að lagi sem gefur minni loftmótstöðu, undir 0,40, og hefur Mazda tekist betur, ef marka má upp- gefnar tölur. Vélar em 1,6, 1,8 og 2ja lítra, álika aflmiklar og á Mazda 626. Camry er 9 sentímetrum lengri á milli hjóla. Hann er örlítið þyngri en einnig heldur rúmbetri en 626. Hins vegar fannst mér aksturseiginleikarnir ekki alveg eins sportlegir og örvandi og á 626. Camry er að vísu mjög auðveldur í akstri, léttur og sæmilega nákvæmur í stýri, en fjöðmnin er mýkri en á Mazda 626. Það gefur þægilegri akstur við venjulegar aöstæöur en á 626 en á vondum, holóttum malarvegi lemur fjöðrunin í botn og reynist ófullnægj- andi ef bíllinn er hlaðinn. Þá verður einnig mjög lágt undir hann. Camry er mjög hljóðlátur eins og fleiri Toyotur, einkum á malarvegi; nokkrum desí- belum hljóðlátari á mölinni en Mazda. Enda þótt vélin vinni mjög vel og sé viljug, heyrist grófur tónn í henni á köflum við að þeyta hana. Ef til vill er þetta meira áberandi fyrir þá sök hve hljóölátur billinn er að öðm leyti; þá sker vélarhljóðið sig meira úr en ella. Bæði Camry og Mazda 626 hafa fengið allgóða dóma austan hafs og vestan. í vali bílablaðamanna Evrópu á „bíl ársins” fékk Mazda 626 fleiri stig en nokkur japanskur bíll hefur fengið i þessu vali og bandariska timaritið Consumer Guide taldi Camry vera bestu kaupin í sínum flokki. Helsti ókostur þeirra beggja á vondum, íslenskum vegum er ófullnægjandi fjöðrun og litil hæð frá jörðu þegar þeir emfullhlaðnir. Mazda hefur þó boöið upp á búnað, þar sem breyta má mýkt höggdeyfa á ferð, sem er þörf nýjung og kemur sér vel, þegar vegur og hraði eru misjöfn. Bílamir hneigjast til að verða ofstýrðir (leita út að aftan) i kröppum beygjum og er þetta einkum áberandi á Camry. Báða þessa bíla er hægt að fá sjálf- skipta og er hægt að finna mun á skiptingunum sem f ellur í sama farveg og annar mismunur bílanna að öðm leyti: Skiptingarnar milli hraðastiga á Toyotunni eru mýkri en á Mazda, en hins vegar gefur skiptingin á Mazda sportlegri spyrnu, til dæmis þegar gefið er í og hraðinn aukinn. Niðurstaða Eins og oft vill verða er erfitt að taka annan bilinn fram yfir hinn eftir stutt kynni. Þar ráða smekkur og þarfir hvers og eins mestu. Mazda 626 höfðar meira til akstursglaðra manna meö sportlegum eiginleikum sínum án þess að fómað sé neinu sem nemur hvað snertir rými. Ein gerð hans er með forþjappaðri vél (turbo), sem af- kastar ca 125—130 DIN-hestöflum. (Hún er 145 japönsk hestöfl.) Það er 25 hestöflum meira en Camry hefur flest. Hins vegar er Camry búinn öllu kraftmeiri disilvél en 626. Camry höfðar meira til þess að gera sem flest- um til hæfis, vera hljóðlátur, sérlega rúmgóður, þægilegur og skemmtilegur í akstri án þess að fórna mýkt svo að neinu nemur. Þessir tveir bílar standa báðir vel að vígi í sinum verð- og stærðarflokki þar sem er mjög mikið úrval. Nægir aö nefna Nissan Blue- bird, Mitsubishi Galantinn og Honda Accord, svo að aðeins séu nefndir þeir helstu japönsku. NOKKRARTÖLUR: MAZDA626 TOYOTA CAMRY Þyngd 945-1080 kiló 990-1125 kíló lengd 4,43 m 4,40 m breidd 1,69 1,69 hæð 1,36-1,39 1,37-1,39 hjólhaf 2,51 2,60 sporvídd 1,43 1,47/1,42 vélar 81,102,135 hö 90,105 hö. innan- disil: ca 65 hö. disil: 73 hö rými 8752 mm 9045 mm eyðsla (102 hö) 6,3/8,2/9,8 (105 hö) 5,9/7,9/9,5 þvermól beygjuhrings 10,8 11,6 hámarkshraði (102 hö) 185km/klst (105 hö) 180 km/klst. Setíð aftur i Mazda 626. Fjárhagsáætíun Reykjavíkurborgar 1985 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1985. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 15. desember nk. Borgarstjórinn í Reykjavik, 14. nóvember 1984. Auglýsing frá Laimasjóði rithöfunda. Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1985 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðu- blaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðar- mál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1984 til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 15. nóvember 1984. Stjórn Launasjóðs rithöfunda Vetrarvörn ESSO býr bílinn þinn undir veturinn -ókeypis!* Nýr þjónustuþáttur Vetrarvörn ESSO er nýr þjónustuþáttur hjá benslnstöðvum ESSO sem miðar að því að búa bflinn þinn sem best undir komandi vetur. Þessi þjónusta er framkvæmd ákveðna daga og verður staður og stund auglýst sérstakiega hverju sinni. Skipuleg athugun Vetrarvörn ESSO felur I sér eftirfarandi atriði: 1. mæla rafgeymi og athuga viftureim 2. mæla loft (dekkjum 3. mæla frostlög 4. mæla olíuhæð 5. ath. frostvara á rúðusprautu 6. ath! rúðuþurrkur 7. ath! ísvara I benslni 8. setja Silikon á gúmmlkanta (svo bflhurðir frjósi ekki). 9. setja rakavörn á rafkerfi 10. setja lásaúða á læsingar * Þessi skipulega athugun er framkvæmd þér að kostnaðarlausu, þú greiðir aðeins það efni sem þarf. Láttu Vetrarvörn ESSO hjálpa þór yfir það versta f vetur. Cssój OUUFELAGID HF Þjónustubraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.