Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 20
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984. íþróttir íþróttir sig vel — en Sunderland tapaði engu að síður, 79:104 „Þetta gekk ekki nægilega vel hjá okkur að þessu simii því við íöpuðum, 79—104, fyrir Solent en þeir urðu meistarar í fyrra," sagði Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður i samtali við DV í gærkvöldi en hann leikur sem kunnugt er með enska lið- inu Sunderland i vetur. Pétri gekk sjálfum nokkuð vel i leiknum og hirti um 20 fráköst og skor- aði 25 stig. Leikmenn Solent náðu snemma forustunni í leiknum, i leik- hléi var munurinn orðinn 17 stig. í síðari hálflelk breikkaði bilið enn og leikmenn Sunderland fengu ekki við neittráðið. -SK. Færþjálfari vill þjálfa hér Sænskur kuattspyrnuþjálfari, Per Myrbiick, hefur lýst því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að koma til ís- lands og þjálfa. Myrback þessi hefur þjálfað i 13 ár og auk þess spilað með sem þjálfari í 2 ár. Hann lék lengst af með örgryte í Svíþjóð og þyklr mjög snjall þjálfari. Hann er 42 ára gamall og þeir sem áhuga hafa á að spyrjast fyrir um kappann geta hringt i shna 73997. PerMyrback. Jafntefli á City Ground Ástralska landsliðið í knattspyrnu, sem er á keppnisferðalagi um Bret- iandseyjar, gerði jafntefii, 0—0, við Nottingham Forest á City Ground á sunnudaginn og geta Ástralíumenn þakkað markverði sínum fyrir jafn- teflið—hann varði mjög vel. • Astraliumenn leika næst gegn Glasgow Rangers — í Glasgow á morg- un. -SOS (þróttir íþróttir Iþróttir Ómar Rafnsson fer til Húsavíkur Skagamenn hafa augastað á Friðrikí Friðrikssyni ðmar Rafnsson, bakvörðurinn knái úr Breiðabliki, hefur ákveðið að ganga tii liðs við Völsung á Húsavík. Það þarf ekki að f ara mðrgum orðum um það að Ömar mun koma til með að styrkja Húsavikurliðiðmikið. Skagamaðurinn Sigurður Halldórs- son, fyrrum landsliðsmiðvörður, þjálf- ar og leikur með Völsungi og eins og DV hefur sagt frá hefur Jón Leð Rik- harðsson frá Akranesi einnig gengið til liðs við Völsung. Aftur á móti er Jón Áskelsson frá Akranesi hættur við að faratilHúsavikur. Loftur til Þróttar? Sá orðrómur er nú uppi að Loftur Ólafsson, sem lék sem miðvörður með Breiðabliki sl. keppnistímabil, sé á • Ómar Rafnsson. Guðbjörn er í Noregi — til að kanna aðstæður hjá Start. Breytingar í herbúðum Skagamanna Guðbjörn Tryggvason, miðvallar- spilari frá Akranesi, er nú i Noregi þar sem bann er að kanna aðstæður hjá norska félaginu Start sem hefur sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. Það verður mikil blóðtaka fyrir Skagamenn ef Guðbjörn, sem hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins undanfartn ár, fer frá þelm. Guðbjðrn verður næsta mánuð i Noregi h já Start. Það er ljóst að rniklar breytingar verða á Skagaliðinu. Sigurður Hall- dórsson og Jón Leó Rikharðsson fara til Húsavíkur. Hörður Jóhannesson hefur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna og þá er enn óvist hvað Sveinbjörn Hákonarson gerir en hann vinnur nú við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. • Sigurður Lárusson hefur verið orðaður við Þór á Akureyri og telja Þórsarar að það sé korninn tími til að Sigurður snúi heim eftir að hafa „róið" nokkrar knattspyrnuvertíðir frá Akranesi. • Sigurður Jónsson hefur hug á að fara í atvinnumennsku eins og hefur komið fram. • Bjarni Sigurðsson, markvörður- inn snjalli, hef ur hug á að f ara utan til náms. A þessu sést að margir snjallir leik- menn eru á förum eða farnir úr herbúðumlslandsmeistaranna. -SOS • Guðbjörn Tryggvason. Billy Bremner — hver er það? Það vakti mikla kátinu i herbuð- um Úlfamia þegar hinn ungi mið- vallarspilari, Paul Ðougherty, vlssi ekki hvort hann ætti að vera glaður eða ánægður þegar honum var líkt við Billy Bremner, Astæð- an fyrir því var að hann hafði aldrei heyrt talað um Bremner. Það var svo Tommy Docherty,- framkvæmdastjóri Olfanna, sem sagði honum að Bremner hefði ver- ið ehm snjaliasti knattspyrnumað- ur Skotlands — lykdmaöur með Leeds á velgengnisárum félagsins og skoskur landsliðsmaður. -SOS Knattspyrnu- punktar leiðinni til Þróttar. Jóhannes Eðvalds- son hefur veríð ráðinn þjálfari Reykja- víkurliðsins. Tekur Friðrik stöðu Bjarna? Bjarni Sigurðsson, landsliðsmark- vörður i knattspyrnu frá Akranesi, hef- ur ákveðið að halda utan til náms og jafnframt til að leika knattspyrnu og þá helst á Norðurlöndunum. Skaga- menn eru nú á hö'ttum eftir markverði' til að taka við af Bjarna og eru uppi há- værar raddir um að þeir hafi augastað á Friðriki Friðrikssyni, fyrrum mark- verði Fram, sem lék með Breiðabliki sl. keppnistímabil. -SOS • Gunnar Gisiason. Gunnar bestur hjáKR Gunnar Gíslason, landsliðsmaður í I knattspyrnu, hefur verið útnefndur besti leikmaður KR-Iiðsins 1984 og f ékk hann sæmdarheitið „Varta-leik- maður" ársins. Gunnar hefur leikið mjög vel með vesturbæjarliðinu í sumar en aldrei eins vel og gegn Liver- pool — þá skoraði hann bæði mörk KR- ingaíjafnteflisleik,2—2. -SOS Þrír á sölulista Það hefur verið mikill érði i herbúð- um Aston Villa og eru nú þrír leikmenn félagsins komnir á sólulista. Það eru þeir Steve Foster, Alau Curbishley og Paul Rideout en Arsenal hefur sýnt áhuga á að fá Rideout til liðs við sig. Þess má geta að hann valdi Aston Villa frekar en Llverpool á sinum thna. Þessir þrir leikmenn hafa kostað Villa 800 þús. pund. -SOS ÞorgOs Ottar Mathiesen og f élagar í íslenskt * landsliðshópur íhandki Bogdan, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, hefur valið landsliðshóp þann sem heldur utan um næstu helgi til að leika sex lands- leiki í handknattleik, tvo leiki gegn Dönum og síðan verður tekið þátt í Polar Cup keppninni. Þátttöku- þjóðir þar verða auk okk- ar: Noregur, ísrael, Austur-Þýskaland og ítalía. Bogdan valdi eftir- Flaska ekkiá manni Dómur kveðinn upp í „flc viðleikCeltici Forráðamönnum Rapid Vín varð ekki að ésk sinnl, að Celtic yrði dæmt úr leik i UEFA-keppninni vegna þess að áhangendur þess köstuðu tveimur flöskum inn á völlinn. Forráðamenn Rapid sbgðu að ein flaskan hefði lent á leikmanni félagsins. Það var ekki rétt því að forráðamenn Celtic lögðu fram myndband en á því kom fram að íþróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.