Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. j Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON oglNGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 480611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI •27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaai blað 28 kr,', Aldraðir eru afskiptir Með stjórnarfrumvarpi hefur veriö lagt til að menn, sem láta af störfum fyrir aldurs sakir, geti dregið að fullu frá skattskyldum tekjum sínum hreinar launatekjur síðustu tólf starfsmánuðina. Þetta er mikið réttlætismál. Skattar eru greiddir eftir á eins og kunnugt er, og það þýðir, að þeir sem verða að hætta vinnu bera næsta árið skattbyrðar, sem mörgum eru um of. Að undanförnu hefur veriö réttur til frádráttar á helmingi hreinna launa- tekna síðustu tólf starfsmánuðina. Menn fjalla um, að hér á landi séu í raun tvær þjóðir. Sumir eru vellauðugir á okkar mælikvaröa, aðrir blá- fátækir. Þessi munur hefur vaxið. Margir komu ár sinni vel fyrir borð, þegar verðbólgan var mest í fyrra, og komust undan kjaraskerðingunni miklu. Aðrir urðu undir. Mikill hluti lífeyrisþega er í þeim hópnum, sem varð illa úti, undirstéttar„þjóðinni”. Við búum illa að okkar gamla fólki miðað við það sem gerist á öðrum Norður- löndum. Gamla fólkið á sér enga skipulagða málsvara. Þeir gömlu menn, sem sitja í ráðherrastólum, hafa komið sér vel fyrir og eiga litla samleiö með hinum. I ráðherra- hópnum eru menn, sem sjá fram á auknar tekjur, þegar þeir hætta störfum, menn sem hafa sterka sjóði á bak við sig. Stjórnarmálaflokkarnir sinna hinum öldruðu lítið. Þeir sem starfa í flokkunum eru yfirleitt á bezta aldri, og þeir ráða ferðinni í kröfugerð. Hið sama á við um verkalýðs- félögin. I þeim er að sjálfsögðu starfandi fólk, sem telur sig enga ábyrgð bera á hinum öldruðu. Reynslan sýnir þetta gleggst. Stór hluti þeirrar kynslóðar, sem nú er á miðjum aldri, átti kost á aö byggja íbúðir sínar á svo lágum vöxtum miðað við verðbólgu, að um mikið gjafafé var að ræða. Hverjir borguðu brúsann? Að miklu leyti var gróði unga fólksins þá daga tekinn af sparifé hinna eldri meðal annars þeirra sem nú eru á lífeyri. Þá daga gengu þeir ungu, sem réðu lífeyrissjóðunum, svo hart fram í kröfum um ódýr lán úr sjóðunum, að gjaldþrot sjóðanna blasti við. Lítið var eftir til hinna raunverulegu verkefna lífeyrissjóðanna, að greiða hinum öldruðu lífeyri. Allra síðustu ár hefur fengizt meira réttlæti á vaxta- markaðnum, en það hefur staðið skammt og er enn í hættu. Á meðan hefur kaupmáttur lífeyris hins vegar drabbazt niður. Við hefur bætzt mikil verðhækkun lyfja og læknisþjónustu, sem bitnar hart á þessum hóp. Lands- feðurnir hafa því enn vegið í þann knérunn. Stjórnarfrumvarpiö um skattafrádrátt til handa þeim sem verða aö hætta vinnu fyrir aldurs sakir er tilraun til að bæta úr fyrri misfellum. Ríkisstjórnin þarf að fylgja því eftir með frekari aðgerðum. Þannig verður sérstaklega að vernda kaupmátt lífeyris, nú þegar gengisfelling sker kaupmáttinn niður. Þetta verður aðeins gert með hækkun lífevris umfram almennu kauphækkanirnar. Ríkisstjórnin á ennfremur að hrinda í framkvæmd margræddum hugmyndum um al- mennar skattalækkanir, sem munu gera ýmsar lágar tekjur skattfrjálsar, sem enn eru skattlagðar, þótt þær dugi í raun ekki til mannsæmandi framfærslu. HaukurHelgason. Einfaldleikinn kostar peninga Þá eru þríhelgar hálfnaöar, Maríu- messa búin og því rétt rúmlega mán- uður til jóla, en jólafastan hefst fyrsta sunnudag í aðventu. Samt var veðrið svo undarlega milt á Samlagssvæðinu, og blóðilmur var af jörðinni, næstum því eins og það væri að koma vor aftur og viö virtum fyrir okkur gengissigið landið og fjallahringinn undir mjólkur- hvítum himni, þar sem skýin byrgðu ekki útsýni, en stálblettir lágu á Sel- vogsheiði, Sveifluhálsi og Undirhlíð- um. Og ef Móskarðshnúkar og Hengillinn hefðu ekki verið komnir í hvítt og eins Esjan, hefði ný- vaknaöur maður talið sig vera að ganga inn í vorið. Og svo unaðslegt hefir haustið verið að blóm standa víða enn í görðum, einkum þó í hver- um heldri manna og hjá þeim sem nostra við blóm og garða og það var ekki fyren í seinustu viku, sem opin skip voru tekin á land í Reykjavík, standa þú nú ýmist á kambi ellegar í innkeyrslum hjá þeim, sem rými hafa við heimahús fyrir sína út- gerð. Og ef til vill er það eitt af sér- kennum þéttbýlis á Isiandi, aö hákarlaskip og skemmtiskip standa víða við hús að vetrarlagi. Hafa þar uppsátur, jafnvel mílur frá sjó. Og þótt bátar og skip undirstriki ýmist velmegun eða þjáningu hér á landi, þá lífga þessi hafbúnu smáskip tölu- vert upp á borgina og íbúöahverfin. Oft má líka sjá ljós á þeim lengi á kvöldin, einkum þegar líður á vetur, en þá vitum við aö það fer að styttast í hrokkelsið og vorið. Bensínmaðurinn og sleggjan Á laugardag svaf dagurinn út, enda fer ekki aö birta á þungbúnu fyren klukkan aö ganga tíu. Bensin- maðurinn var hneysklaður, og sagði, að nú ríkti kyrrð á Bitruhálsi, því hann fullyrti að búið væri að stúta þessum 700 spónaplötum, sem not- aðar voru sem umgjörð um Landbúnaðarsýninguna, og að sögn hans var búið að greiða reikninginn fyrir þessa umgjörð um þjáninguna og hljóðaði hann upp á sjö milljónir króna. — Hugsaðu þér, sagði hann. Sjö milljónir króna fyrir spónaplötur, grind, 700 spónaplötur og málningu, aðeins fyrir nokkra daga, og svo er bara gengið á allt klabbíð meö sleggju. Og súrmetisóperunni miklu var síðan ekið á öskuhaugana i Gufu- nesi, aðmér skildist. Það hefði verið nær, sagði hann, að leyfa fólki að nýta þetta, því 700 spónaplötur og grind má endurnota við aö byggja f jölmargar íbúðir. Og ég reyni að róa hann með þvi aö segja honum að Töfraflautan hefði kostað 800 milljónir gamlar hjá sænska kvikmyndastjóranum Ingimari Bergmann, eða svo að segja upp á krónu það sama og Þor- lákshöfii kostaði, þegar hún var g jörð eftir gos. Og þegar kvikmynda- fræðingar voru spurðir, hvers vegna filman hefði orðið svona dýr, var svarið: — Það geriT einfaldleikinn. Hann kostar peninga. 1 vissu samhengi séð, virðist það sóun, ef gengið er með sleggju á leiktjöld súrmetisóperunnar miklu, er hún er tekin ofan. En sýningar af. þessu tagi eru þó nauðsynlegar, því landbúnaður er annaö og meira en þjáning, þótt svo gæti virst þegar maöur les blöðin. Hitt var aftur á móti verra, aö sýningin var haldin í fjölmiðlaverkfalli, þannig að ég veit að hún fór fram hjá mörgum mann- inum, og landbúnaðurinn fékk ekki þá umf jöllun, sem vert hefði verið af þeim sökum. Einkum þegar tillit er tekið til þess að viss tímamót virðast nú vera í búskap. Hinar hefðbundnu búgreinar eru á undanhaldi. Geta ekki keppt við nútímalega matvæla- framleiðslu, og sem dæmi um það, þá er slátur- og heildsöiukostnaöur á hefur það eitt umfram aðra góða mjólk, að fyrir hana fæst aðeins brot af verði, þrátt fyrir það að sama vinna liggi að baki, og samskonar reikningur og sexmannanefndin sendi frá sér í haust, seinast þegar kaup bænda hækkaöi í samræmi við lög. Hjá útgerðinni er ástandið að því leyti til betra, að menn geta selt, eða fært með öðrum hætti kvóta milli skipa, en það getur bóndinn á hinn bóginn ekki. Búmarkiö er bundið við jörðina og ekki getur hann heldur siglt með aflann, eöa unniö hann heima, eins og útgeröin, svona eftir hentugleikum hverju sinni. Og má því segja að hart sé í þeim heimi að lifa, þar sem mönnum er refsaðfyrir atorku. Margir snerust hatramlega gegn kvótakerfinu og einkarétti og hreppa og sveitarfélaga til ákveðinna veiöa, tegunda og hafsvæða. En þótt kvóta- kerfið hafi vissulega agnúa, þá hefur það eigi að síður, eins og búmarkið, skilað ýmsu góðu. Fiskhúsin hafa fengið betri fisk og mjólkur- stöðvarnar þurfa ekki að verðfella mjólkurvörur í útsölu sem unnar eru úr verðfelldri gæðamjólk, Reksturinn gengur því betur í vinnslubúunum, sem framleiða einkum gjafavöru fyrir erlendan markað og búa við þröngan kost, þar eö aðeins eru til 526 milljónir króna til útflutningsbóta í ár samkvæmt bótarétti, en útflutningsbótaþörfin mun á sama tima vera um 616 milljónir króna i ár (1984). Tímar mikilla þinghalda Nú standa yfir stórar ráðstefnur, svo að segja um hverja helgi. Við framsóknarmenn höfum haldið miö- stjórnarfund, kirkjuþingi er lokið og nú um helgina þinguðu alþýðuflokks- menn og kommúnistar. Það helsta sem skeö hafði, var að Alþýðuflokkurinn hefur kosið nýjan formann. Hafa þá allir gömlu flokk- amir yngt upp hjá sér í brúnni á fáumárum. Það gladdi marga að lesa það i helgarblöðunum að Valtýr Pétursson fékk starfslaun Reykjavíkurborgar, en þessi gamli og sterki listmálari hefur ekki fengið launaumslag síöan 1947, að mér skilst, en þá var hann í byggingavinnu. Valtýr er af kynslóð þeirra „klessumálara” er gáfu Islendingum ný augu eftir strið og við samgleöjumst öll — ja, nema Þjóðviljinn, sem vakti athygli á því að málarinn væri ekki kommúnisti, og því vart marktækur, Já, svona hátt flýgur Alþýðubandalagið nú. Stalin var 1,60. Jónas Guðmundsson rithöfundur. JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR íslensku lambakjöti í dag kr. 36,36 á kílóið, meöan heUdsöluverð á lamba- kjöti er innan við 40 Ikr. í London (sbr. Financial Times). Á sama tímá er heildsöluverð á dilkakjöti á Islandi kr. 153,01 og svo búðarveröið eftir því, en niðurgreiðslur eru nú tæpar 20 krónur á hvert kUó. Það er útaf þessu, sem nú eru timamót hjá islenskum landbúnaöi, og verið er að finna nýtt. Kvótakerfið og þjáningin En þaö er ekki aðeins það, að nú sé að liöa að jólum; áramót eru einnig á næsta leiti. Flest betri skip eru nú bú- in með kvóta sinn, aðrir búnir að færa hann á mUU og selja. Og ef ég man rétt, þá munu um 200 tUfærslur hafa orðið á kvóta íslenskra veiði- skipa í ár. Um kvóta í landbúnaði veit maður minna, en þó mun öröugt vera á mörgum bæjum og mér til dæmis sagt, aö á stórbýUnu ölfus- holti hefði verið búið að mjólka upp í kvótann, eða búmarkið einhvem timann i júni og verður þvi búið að sæta verðfelUngu meira en hálft árið, þannig að hart er nú í sveitum, því ekki mun ástandið vera betra á öðrum bæjum eftir kafgresið í sumar. A forníslensku hefði verið talið að þarna væri verið að refsa mönnum fyrir dugnað. En stjórnun er stjórn- un og menn verða að sætta sig viö verðfelUngu á mjólk, sem höfð er til þess aö hindra offramleiðslu og til þess að jafna framleiðslunni niður á árið. En hvað um það, drauglestaðir mjólkurbílar koma tvisvar, þrisvar í viku og losa verðfellda mjólk, sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.