Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Page 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER1984,
15
Örlagadagar á Indlandi Örlagadagar á Indlandi
Örlagadagar á Indlandi Örlagadagar á Indlandi
átakanlegt ástand
í flóttamanna-
búðunum
Flóttamannabúðirnar, sem sikkar
söfnuðust í, voru ljót sjón. Þama var
þúsundum manna komið fyrir í léleg-
um skólahúsum. Fyrstu næturnar voru
verstar. Indverskar vetramætur geta
verið kaldar og lítið var um teppi.
Flestir urðu að láta sér nægja að sofa á
köldu gólfinu.
Það var ekki fyrr en eftir tæpa viku
að yfirvöld fóru að útvega teppi og
mat. Þá höfðu velviljaðir sikkar og
hindúar þegar bmgðist við og vom
byrjaöir að dreifa mat, fatnaöi og
hjálparlyfjum.
Það var neyðarleg sjón að sjá þama
fjölda manns með klippt hár. Þeir
höfðu annaöhvort orðið fyrir þeirri
niðurlægingu að skrfllinn klippti af
þeim hárið eöa þeir klippt það sjálfir
til að komast lifandi í búðirnar. Eg
hey rði sögur af hindúanágrönnum sem
hefðu skotið skjólshúsi yfir sikka en
lagt hart að þeim að skera hár sitt til
að ekki væri hægt að auökenna þá.
Margir skildu eftir myndarlegt yfir-
skegg til að fullkomna gervið.
I búðunum hitti ég fólk sem haf ði séð
böm sín eða foreldra sína brennd lif-
andi til dauða. Morðingjarnir höföu
stundum hellt steinolíu ofan í fólk og
síðan kveikt í. Aðrir voru barðir til
dauða eða óbóta. Allir höfðu frá
átakanlegum lífsreynslusögum að
segja.
Samt fannst mér undarlegast hve
allir voru rólegir á yfirborðinu. Fimm
dögum eftir óeirðimar gengu sikkar
um götur borgarinnar eins og ekkert
hefði í skorist. Ef ekki hefðu verið
brennd bilflökin og sviðin húsin hér og
þar hefði ókunnugur getað gengið um
götur borgarinnar og ály ktað að ekkert
hefði gerst sem hefði truflað ró manna
nokkrum dögum áður.
SIBHRT
IMÝ HÁRSIMYRTISTOFA
Veitum alla hársnyrtiþjónustu
• DÖMU-, HERRA- OG BARNAKLIPPINGAR
• DÖMU- OG HERRA PERMANENT
• LITANIR - STRfPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR
IMÆG BÍLASTÆÐI
SMART
Nýbýlavegi 22 - Kópavogi -
Sími 46422.
tilK
y(WNlNG
FRÁ
TCM
EIGUM
TIL
AFGREIÐSLU
STRAX
NÝJA
GAFFAL-
LYFTARA
l. RAFMAGNSLYFTARAR,
lyftigeta 2,5 tonn, þrískipt,
opið mastur, lyftihæð 5,40
m, snúningsgaffall, hliðar-
færsla á gaffli ,,full free lift"
tvöföld dekk að framan,
varadekk á felgu að framan
og aftan, rafgeymar 935 A
og hleðslutæki.
TÖGGURHF.
SAAB UMBOÐIÐ
Bíldshöfða 16 — Símar 81530
lyftigeta, 1,5 tonn, tvískipt, opið mastur,
lyftihæð 3,5 m, hliðarfærsla á gaffli,
varadekk á felgum að framan og aftan,
rafgeymar 560 A og hleðslutæki.