Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Page 34
34 DV. ÞREXJUDAGUR20. NOVEMBER1984. Kraftlyftingamót KR: ,Eg er ekki með neina kjúklinga fæ tur’ Þaö virðist vera föst regla að þegar haldin eru kraftlyftingamót hérlendis séu sett íslandsmet, Norðurlandamet, Evrópumet og jafnvel heimsmet. Það má því ljóst vera aö íslenskir kraft- lyftingamenn eru fræknastir allra íslenskra íþróttamanna. Jafnvel þó þeir séu að keppa á smámótum, eins og hinu opna innanfélagsmóti KR, sem haldið var um helgina í Réttarholts- skóla, geta þeir ekki setið á sér og salla niður metum. Einna merkilegastur er árangur Torfa Olafssonar í réttstöðu- lyftunni en þar lyfti hann 340 kg og var það 20 kg meira en gildandi unglinga- heimsmet í yfirþungaflokki. Metið var hins vegar ekki gilt þar sem einungis einn af þremur dómurum keppninnar var með alþjóðleg dómararéttindi. I hnébeygjunum setti Torfi nýtt Islands- met unglinga í yfirþungaflokki er hann lyfti 3221/2 kg. I 125 kg flokki var það Hjalti Áma- son sem setti Islandsmetin en Hjalti keppti í unglingaflokki eins og Torfi. I kraftlyftingum teljast menn vera Jón Páll Sigmarsson, næststerkasti maður í heimi, sigraði í KR-keppninni að þessu sinni. Hér einbeitir hann sér að því að lyfta 340 kg í hnébeygju og svignar stöngin undan þunganum. „Eg er ekki með neina kjúklingafætur, setjið þið 325 kg á stöngina,” sagði Hjalti Ámason eftir að hann hafði lokið við að lyfta 302 1/2 kg og setja með því nýtt glæsilegt íslandsmet. Hér sést Hjalti með 325 kilóin á herðunum, aðstoðarmenn- irair og áhorfendur öskraðu á lóðin með honum en það dugði ekki til og urðu aðstoðarmennirair að grípa inn L Torfi Ólafsson býr sig hér undir að lyfta 340 kílóum og það gerði hann reyndar auðveldiega. Ef allir dómararnir í keppninni hefðu verið með alþjóðleg réttindi hefði hann sett nýtt heimsmet í yfirþyngdarflokki unglinga því gild- andi met er „aðeins” 320 kg. DV-myndir Jóhann Kristjánsson. ungiingar fram að 24 ára aldri enda segja lyftingamenn að íþróttin virki svo vel á þá að þeir verði ungir fram eftir öllum aldri. Hjalti setti Islands- met í bekkpressu, þar lyfti hann 175 kg, og í hnébeygju en í henni lyfti, Hjalti 302 1/2 kg. I hnébeygjunni lyfti Hjalti hvorki meira né minna en 40 kg meira en sigurvegarinn í heimsmeistara- keppninni, sem haldin var sl. sumar, lyfti en ástæðan fýrir því að Hjalti tók ekki þátt i heimsmeistarakeppninni var sú að keppnin fór fram í Ástralíu. Hins vegar segist Hjalti ekki ætla að láta sig vanta á næsta heimsmeistara- mót sem haldið veröur i Þýskalandi næsta sumar. Olafur Sveinsson stóö sig best í 75 kg flokki en hann lyfti samanlagt 502 1/2 kg sem er nýtt isl. unglingamet. Jón Páll Sigmarsson reyndi að setja nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu og glímdi þar við 372 1/2 kg en varð að láta í minni pokann að þessu sinni. Næsta kraftlyftingamót verður haldið i sjónvarpssal í beinni út- sendingu 1. desember næstkomandi og er næsta öruggt að þá fáum við að sjá nokkur ný met. Hjalti Ámason f uilyrðir að bæði hann og Jón Páll muni bæta samanlagöan árangur sinn um 100 kg en þeir hafa undanfarið æft vaxtarræktaræfingar, pumpað mikið, en munu stunda þungar kraftiyftinga- æfingar fram að mótinu 1. des. I mótinu í sjónvarpssal verða einungis fimm keppendur en það verða allir stærstu og sterkustu kraftlyftinga- menn Islands. Urslitin í KR-mótinu urðu þau að Jón Páll sigraöi þar í heildarstiga- keppninni en hann náði hlutfallslega bestum árangri. Torfi Olafsson varð í öðru sæti og Hjalti Árnason í þriðja sæti. Þeir verða allir meðal keppenda í sjónvarpssal. Urslitin i einstökum flokkum uröu sem hér segir: 75kgflokkur: OlafurSveinsson, lyfti samanlagt 5021/2 kg 82kgflokkur: AlfreðBjömsson, lyfti samanlagt 560 kg 90 kg flokkur: Flosi Jónsson, lyfti samanlagt 640 kg 125 kg flokkur: Jón Páll Sigmarsson, lyfti samanlagt 900 kg. Yfirþungavikt: Torfi Olafsson, lyfti samanlagt 842 kg Jóhann A. Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.