Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Side 26
34 DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. Guðveig Stefánsdóttir lést 13. nóvember sl. Hún fæddist í Málmey í Skagafirði 12. júlí 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Pétursson og kona hans Dýrleif Einarsdóttir. Guðveig giftist Agli Egilssyni en hann lést áriö 1982. Þeim varð ekki barna auðið. Utför Guðveigar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Hólmgeir G. Jónsson lést 16. nóvember sl. Hann fæddist í Reykjavík 6. septem- ber 1910. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. Ungur hóf Hólmgeir að vinna að verslunarstörfum fyrir réttum 60 árum. Fyrst. ann hann hjá versluninni Vaðnesi og síðar í Kiddabúð og fleiri verslunum. Sl. 28 ár starfaði hann hjá Hörpu hf, sem yfirmaður í vöruaf- greiöslunni. Hólmgeir var giftur Unni Guöfinnu Jónsdóttur er lést í janúar sl. Þau hjónin eignuöust tvær dætur. Út- för Hólmgeirs verður gerð frá Nes- kirkjuídagkl. 13.30. Otti Vilberg Jónsson reiöhjólasmiöur, Dalseli 6, lést í I>andakotsspítala að- faranótt 22. nóvember sl. Þórunn Guðbrandsdóttir frá Ix)ftsöl- um, Mýrdal, andaðist 21. nóvember. Guðný Magnúsdóttir frá ívarshúsum, Dvalarheúnilinu Höfða Akranesi, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 18. nóvember, veröur jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 24. nóvemberkl. 11.30. Guðmundur Heigason, Túngötu 18 Keflavík, sem lést 14. þ.m., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 14. Vigfús Jónsson, Ásbraut 13 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Guðmundur Jónsson, Grímsey, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 19. nóvember sl., verður jarösung- inn frá Miögarðskirkju, Grímsey, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Tilkynningar Út er komið almanakshapp- drætti Landssamtakanna Þroskahjálp fyrir árið 1985. Almanakið hefur komið út árlega á undanfömum árum en er nú með mjög breyttu sniði, bæði hvað varðar útlit og vinninga. Að þessu sinni prýða almanakið grafíkmyndir eftir 13 íslenska listamenn, ein fyrir hvem mánuð, auk forsíðu, og birtist hér árangur samvinnu Landssamtakanna Þroskahjálp og félagsins Islensk grafík. Myndimar sjálfar, þ.e. frummyndirnar, verða til sölu fyrir milligöngu skrifstofu Þroskahjálpar. I vinninga em: Fiat Uno, sem dreginn veröur út 31. janúar nk., og eitt Sharp-lit- sjónvarpstæki hvem mánuö frá febrúar— desember. Almanakið, sem er meginfjár- öflunarleið Landssamtakanna Þroskahjálp, er gefið út í 16 þúsund eintökum sem seld verðaá200kr. hvert. Félag ráðgjafarverkfræðinga Dagana 6.-7. september héldu stjórnarmenn félaga ráðgjafarverkfræðinga árlegan sam- ráðsfund, svokallaðan RINORD-fund, að hótel Esju í Reykjavík. Margt bar á góma. Einna forvitnilegust verður þó afstaöa danskra stjórnvalda til ráðgjafarverk- fræðinga að teljast. Dönskum rannsóknar- stofum sem njóta fjárveitinga af opinbem fé er t.d. óheimilt að taka að sér verkefni sem venja er að vinna á almennum verkfræði- stofum nema ganga úr skugga um að þær geti eða viiji ekki taka að sér verkefnið. Hinu danska félagi ráðgjafarverkfræðinga er iöulega boðið að eiga fulltrúa í viðskiptasendi- nefndum til þróunarlanda. Samkomulag er um það milli danska félagsins og nokkurra opinberra stofnana að útflutningur verkfræöi- ráðgjafar sé í höndum einkafyrirtækjanna en þau geti aftur á móti fengið lánaða starfsmenn hinna opinberu stofnana sem búa yfir þekk- ingu á þröngu sviöi. Að frumkvæði danska ráðgjafarverkfræðingafélagsins hefur danska þingið veitt fé tíl undirbúnings því að hugbúnaður vegna notkunar tölva í byggingariðnaði verði samræmdur. Danska félagið hefur með höndum skipulagningu þessa verkefnis og býst við áframhaldandi fjárveitingum til þess næstu árin. Hin Norður- löndin geta ekki státað af svo mikilli velvild og skilningi stjórnvalda sem í Danmörku og Svíar kvarta jafnvel undan andúð stjórnvalda á einkarekstri verkfræðistofa. Auk fundarstarfa heimsóttu fundargestir og makar þeirra forseta Islands aö Bessa- stöðum og ferðuðust nokkuð um Suður- og Vesturland. Námskeið fyrir starfsfólk á uppeldis- og viststofnunum Irski uppeldisfræöingurinn dr. Roy McConkey er væntanlegur til Islands á vegum nokkurra kennslustofnana og félagasamtaka í byr jun desembermánaöar nk. Dr. McConkley hefur um áratugi fengist við rannsóknir á kennslu vangefinna, bæöi viö Hester Adrian stofnunina í Manchester og St. Michaels House stofnunina í Dublin. Hann er kunnur sem höfundur bókanna: ,,Let me play”, „Let me speake”, ,,Teaching the handicapiæd child” og „Breaking barriers”. Einn megintilgangurinn meö komu McConkeys er aö kynna starfsfólki á uppeldis- og viststofnunum þar sem vangefnir eru, svo og foreldrum og ööru áhugafólki, þrjú vídeónámskeiö sem hann hefur nýlega gert ásamt samstarfsmönnum sínum í Dubíin. Námskeiöin eru þessi: 1. Let’s Play sem fjallar um þaö hvernig hag- nýta má leik á kerfisbundinn hátt í uppeldis- starfinu. 2. Putting two words together sem fjallar um hagnýtar aðferðir til málörvunar vangefinna. 3. Community Attitude to Retarded Adults sem er kynning á lífi fullorðinna vangefinna, prógrameraö sem 5 kennslustundir í fram- haldsskóla. Dr. McConkey mun flytja erindi í Kennara- háskóla Islands þriöjudaginn 4. desember kl. 16.00. Heiti erindisins er: Teaching the mentally handicapped. Sama dag kl. 20.30 flytur hann erindi á vegum Félags ísl. sér- kennara og Félags talkennara og talmeina- fræðinga sem nefnist „Teaching language to mentally handicapped”. Á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefinna flytur dr. McConkey erindi í Norræna húsinu miðviku- daginn 5. desember kl. 20.30. Erindið nefnist „How to change the community attitude to mentally retarded people”. Fimmtudaginn 6. desember heldur McC'onkey námskeiö í Borgartúni 6 sem einkum er ætlaö kennurum sérskóla og starfs- liöi viststofnana þar sem vangefnir dvelja. Þar mun hann fjalla um videonámskeiöin „Let’s play” og „Putting two words together”. Uppskeruhátíð Breiðabliks í Háskólabíói Næstkomandi laugardag, 24. nóvember, heldur knattspyrnudeild Breiðabliks upp- skeruhátíð í Háskólabiói. Hátíðin hefst klukkan 14.00 og mun Skólahljómsveit Kópa- vogs taka á móti gestum með lúðrablæstri frá kl. 13.45. A uppskeruhátíöinni verður tilkynnt um val leikmanns hvers flokks og jafnframt um val á flokki ársins. Hinum útvöldu verða afhent verðlaun og sömuleiðis mun 2. flokkur félagsins fá afhent verðlaun sín fyrir árangur i Islandsmótinu si. sumar. Formaður knatt- spyrnudeildar heldur ávarp og ekki er ólík- legt að fleiri góðir menn muni troða upp. Uppskeruhátíðinni lýkur svo með kvik- myndasýningu fyrir alla fjölskylduna og er vonast til þess að foreldrar muni fjölmenna meö börnum sinum til samkomunnar, eldri félagsmenn og aðrir velunnarar láti sig ekki vanta og að sem allra flestir sjái sér fært að fagna góðum árangri yngri flokkanna á sl. sumri og gera uppskeruhátíöina sem myndar- legasta. Jólamarkaður Jólamarkaöur félags cinstæöra foreldra verður í Traðarkotssundi 6 laugardaginn 1. desember nk. Fólk er beöiö aö koma munum á skrifstofuna fyrir 30. nóvember í síöasta lagi. Jólakveðja með vinningsvon Gigtarfélag Islands efnir nú til óvenjulegs happdrættis. Hver happdrættismiði er um leið jólakort. Vinningar eru 8 ferðavinningar eftir vali. Það er von félagsins að þessu korti verði vel tekið. öilum ágóða veröur varið til að greiða kostnað við Gigtlækningastöðina sem nú er I gærkvöldi í gærkvöldi í ELDHÚSINU Þaö er vel til fundiö hjá ríkisfjöl- miölunum að útvarpa stefnuræöu forsætisráöherra og umræöum um hana á fimmtudagskvöldi. Ef aðrir dagar væru notaöir til þessara eld- húsumræðna á kostnaö annarra dag- skrárliöa yröi forsætisráöherra svo og ríkisstjórnin öll aö segja af sér. Svo leiðinlegt er þetta. Enda sat Sverrir Hermannsson og las enska pappírskilju í ráðherra- stól sínum á meðan. Sýndist hún vera eftir Theresu Charles. Annars er alltaf gaman aö sjá lif- andi svipmyndir frá alþingi. Nýju þingmennirnir eru taugaóstyrkir og þaö má alltaf búast viö aö þaö líöi yfir þá í ræöustólnum og gömlu þing- mennirnir hafa elst frá því síöast. Eg sá þingmenn Bandalags jafnaöar- manna bora í nefiö og ekki var annað aö sjá en einn kommi og þingmaður af Kvennalista væru aö rugla saman reitum sínum. Þessar eldhúsdags- umræöur voru spennandi á köflum. Stjómarandstaöan beindi spjótum sínum aöallega aö Seðlabanka- byggingunni og harmaöi í leiðinni aö allar kjarabætur hefðu verið teknar af fólki meö einu pennastriki. Stjórnarþingmenn voru aftur á móti meö Gallup-könnun upp á vasann sem sýndi svo ekki varö um villst aö Islendingar væru hamingjusamir, trúgjamir en blankir. Þaö var skemmtileg tilviljun að hinn nýi formaður Alþýöuflokksins skyldi taka til máls næstur á eftir forsætisráöherra. Með því móti fékk þjóöin góöan samanburö á því sem er og hinu sem koma skal. Þaö liggur viö aö Jón Baldvin sé myndarlegri en Steingrímur og hann á örugglega eftir að veröa forsætisráðherra ef hann lætur klippa sig og raka og byrjar aö nota gleraugu. Megum viö biöja um meira af svona útvarps- og sjónvarpsefni. En helst bara á fimmtudögum — og þá fyrir hádegi. -EUt. örnólf ur Thorlacius: Slæmt málfar auglýsinga i sjonvarpi r ■ r Það eina sem ég hlusta reglulega á í útvarpinu eru fréttir og veðurfregn- ir. Eg er ekki meö útvarp í vinnunni þannig aö ég hlusta helst á kvöldin á annað efni sem vekur áhuga minn. Rás 2 hef ég þar af leiðandi ekki hlustað á svo aö neinu nemi enda er ekki FM bylgja á útvarpstækinu mínu. 1 sjónvarpi horfi ég yfirleitt á frétt- ir ef ég er kominn heim frá vinnu. í kjölfar þeirra koma svo alltaf auglýsingar meö sínu miður góöa málfari. Þaö sem er mér hvaö mestur þyrnir í augum þessa stund- ina er hin mikla ofnotkun á orðinu gæöi þegar talaö er um ýmsar vöru- tegundir. Þetta mætti lagfæra. Af ööru efni sjónvarps horfi ég á ýmiss konar fræðsluþætti og einstaka fram- haldsþáttum fylgist ég einnig með. Nýi myndaflokkurinn um Indland, sem sýndur var á sunnudaginn, var t.d. alveg ágætur. I heild er ég sáttur viö dagskrá ríkisfjölmiðlanna þó að í dagskrá bæöi útvarps og sjónvarps sé margt sem mér fellur ekki í geð. Það er líka ógjörningur aö hafa dagskrá þessara fjölmiðla þannig að öllum líki. komin í fullan gang. Kortin fást hjá Gigtar- félagi Islands, Ármúla 5, og hjá félags- mönnum víða um landiö. Stjórnin. Sérfræðingur í kennslu al- varlega fatlaðra barna staddur hér á landi Andreas Fröhlich, yfirkennari skólans fyrir fatlaða í Landstuhl í V-Þýskalandi, dvelur hér á landi dagana 22.-28. nóvember í boði For- eldra- og kennarafélags Safamýrarskóla og Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. A. Fröhlich mun halda námskeið fyrir starfslið þjálfunarskóla ríkisins á Kópavogs- hæli og Safamýrarskóla en auk þess mun hann flytja erindi fyrir almenning í Borgar- túni 6 mánudagúin 26. nóvember kl. 20.30. 1 erindi sínu mun hann segja frá niðurstöðum þróunarstarfs sem fram fór í skólanum í Landstuhl á árunum 1976—1982 til þess að frnna og þróa þjálf unar- og kennsluaðferöir til að beita við ofurfötluð böm. Erindið verður túlkað á íslensku. Jólabasar Vinahjálpar Jólabasar Vinahjálpar veröur haldinn aö Hótel Sögu (Súlnasal), sunnudaginn 25. nóv. ’84, kl. 2 e.h. Glæsilegt hapjxirætti. Kaupiö jólagjafirnar hjá okkur um leiÖ og þiö styrkið gott málefni. Árlegt símahappdrætti lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra efnir nú til hins árlega símahappdrættis, en eins og al- kunna er gilda símanúmerin jafnframt sem númer happdrættismiðanna. I þessu sérstæða happdrætti er því ekki um það að ræða að gefa út ótakmarkaðan miðafjölda, heldur miðast fjöldi útgefinna miða algerlega við skráö símanúmer. Vinningar í símahappdrættinu að þessu sinni 'eru mjög glæsilegir: 5 mismunandi tegundir vinsælla bifreiða frá TOYOTA að verðmæti rösklega 2 milljónir króna. Verði happdrættismiðanna er stillt í hóf og kosta þeirkr. 150,00. Að sögn Sigurðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Styrktarfélagsins, er síma- happdrættinu alltaf tekið með vinsemd af símnotendum í öllum þeim aragrúa happ- drætta og fjáraflana sem jafnan eru í gangi. Þannig ættu símnotendur góöan þátt í upp- byggingu og eflingu félagsins. Jafnframt er ástæða að leggja á það áherslu að drætti er aldrei frestað. Avallt dregið á Þorláksmessu og vinningsnúmer birt opinberlega daginn eftir og einnig er hægt strax á aðfangadag að hringja í símsvara sem tilgreindur er á miðunum og fá þannig upplýsingar um vinningsnúmer. Heiisugæsla Heilsugæslustöðin á Seltjarnamesi hefur frá 1. október sl. tekið upp kvöld- og helgarvaktir fyrir þjónustusvæði sitt, sem er Seltjarnames og vestasti hluti Reykjavíkur. Kvöldvakt er alla virka daga frá kl. 19.30— 22.00. A laugardögum, sunnudögum og al- mennum frídögum er bakvakt frá 09.00—12.00 og frá 17.00—22.00 síðdegis. Sími bakvaktar er 19600 (Landakot). Ferðalög Ferðafélag Islands Dagsferð sunnudaginn 25. nóvember: Kl. 13, varðaða leiðin á Hellisheiði—Hellis- skarð—Kolviðarhóll (gamla gönguleiðin). Þetta er létt og skemmtileg gönguleiö. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Verð kr. 350,- Skák Skákþing UMSK Skákþing UMSK verður haldið 24. og 25. nóvember nk. í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalamesi. Hefst taflið kl. 13.00 báða dagana. Tefldar veröa 6 umferðir eftir Monradkerfi í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Umhugsunarfrestur er 45 min. á mann. Vegleg verðlaun era í hvoram flokki sem gefin eru af sveitarfélögunum á Kjalamesi og íKjós. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem eru félagsbundnir í einhverju af aðiidarfélögum UMSK eða eiga lögheimih á sambands- svæðinu, sem er: Bessastaðahrippur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnames, Mos- fellssveit, Kjalames og Kjósarhreppur. Þátttökugjald er kr. 50 fyrir yngri flokk og kr. 100 fyrir eldri flokk. Frestur til að skrá inn keppendurá mótið rennur út þann 22. nóv. nk. Hægt er að tilkynna þátttöku og afla nánari upplýsinga á skrifstofu sambandsins að Mjölnisholti 14 í síma 16016 og hjá Kristni G. Jónssyni Brautarholti í síma 666044. Sovétmenn með örugga f orystu I fjóröu umferö ólympíuskákmóts- ins í Saloniki tóku Ungverjar sig á, eftir 0—4 tapið f yrir Sovétrík junum, og unnu Puerto Rico með sama mun. Helstu úrslit í fjóröu umferð eru þau aö Israelsmenn og Júgóslavar skildu jafnir, meö 2 vinninga hvor, og sama er aö segja um Svía og Frakka og Finna og Indónesa. Tékkar unnu Zimbabwe, 4—0, en flestum öörum viö- ureignum erólokiðog t.d. fóru allar fjórar skákir Bandaríkjamanna og Filippseyinga í bið. Sovétmenn eru í efsta sæti meö 13 vinninga og 3 biðskákir, Englendingar eru í ööru sæti meö 12 v. og 1 bið. Síðan koma Tékkar meö 11,5 og Islendingar og V-Þjóðverjar meö 11 vinninga og 1 biöskák og í 6.-8. sæti eru Júgóslavar, Israelsmenn, Ungverjar og Svíar, með 11 vinninga. Eftir fjórar umferöir í kvenna- flokki er sveit Búlgara efst meö 11 vinninga, Indverjar og Kínverjar næstir meö 9 v. og Rúmenar og sovésku stúlkurnar meö 8,5 og eina biö. Siglingar HULL/GOOLE: LENINGRAD: Dísarfell 19/11 Patria 4/12 Dísarfell 3/12 Dísarfell 17/12 LARVIK: Jan 26/11 ROTTERDAM: Jan 10/12 Dísarfell 20/11 Dísarfell 4/12 GAUTABORG: Dísarfell 18/12 Jan 27/11 Jan 11/12 ANTWERPEN: Dísarfell 21/11 KAUPMANNAHÖFN: Dísarfell 5/12 Dísarfell 19/12 Jan 28/11 Jan 12/12 HAMBORG: Dísarfell 23/11 SVENDBORG: Dísarfell 7/12 Jan 28/11 Dísarfell 21/12 Jan 13/12 HELSINKI: ÁRÖSAR: Patria 30/11 Jan 29/11 Hvassafell 14/12 Jan 13/12 LUBECK: GLOUCESTER, M- Arnarfell 29/11 ASS.: Skaftafell 19/11 FALKENBERG: Skaftafell 18/12 Arnarfell 1/12 Hvassafell 17/12 HALIFAX, KANA- DA: Skaftafell 19/12 BELLA Ég er orðin þreytt á því hvað Hjálmar á erfitt með að ákveða sig. . . nú er ég búin aö spyrja hann 14 sinnum hvað ég eigi að fara í í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.