Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984.
* '<!
Haförninn var hálfræfilslegur þegar ijósmyndari DV heimsótti hann á
Náttúrufræðistofnun igær enda bæðistressaður og með niðurgang.
DV-mynd: KA£.
Stressaður
haföm
— í vörslu Náttúruf ræðistof nunar
Hann sat eins og dæmdur á kassa,
var með niðurgang og titraði allur og
skalf. Þetta er lýsingin á hafeminum
sem fannst í vikunni ósjálfbjarga í
fjörunni við Patreksfjörð og var
fluttur í vörslu Ævars Petersens hjá
Náttúrufræðistofnun þar sem hann
dvelur nú.
„Hann er svo stressaður, greyið,”
sagði Ævar um fuglinn. Þótt haförn-
inn sé ekki nema um 6 mánaða er
hann engin smásmíði, vængjahafið
hvorki meira né minna en tveir metr-
ar.
„Við ráðum aldurinn af því að nef
fuglsins er dökkt en það verður skær-
gult þegar fuglinn eldist. Þá er haus-
inn á honum og stélið einnig dökkt en
verður ljóst með aldrinum, stélið
reyndar alhvítt,” sagði Ævar.
Hann sagði að emir á borð við
þennan gætu orðið margra áratuga
gamlir. Sá elsti sem hann vissi um
hefði orðiö 60 ára, að vísu hefði sá
dvaliö í vemduöu umhverfi í dýra-
garði. Hafernir teljast fullorðnir við
sex ára aldur en þá eru þeir reiðu-
búnir að auka kyn sitt.
„Það er ekkert aö þessum fugli,”
sagði Ævar. „Hann hefur útbíað sig í
grút, annaðhvort úr selshræi eða aö
menn hafa kastað úrgangi einhvers
staöar. Þegar búiö er að hreinsa
hann höfum við hann hér í nokkra
daga til aö fylgjast meö honum og fá-
um svo inni fyrir hann þar sem hann
hefur betra pláss. Þar munum við
láta hann vera í svona eina til tvær
vikur.”
— Hvaðsvo?
„Þá verður honum sleppt. Það er
ekki víst hvar, kannski gera Vest-
firðingar tilkali til hans þar sem
hann fannst í þeirra sveit. Þá slepp-
um við honum þar, annars hér fyrir
utan bæ. Svona ungir fuglar flakka
svo um landið að það er eiginlega
sama hvar honum verður sleppt.”
—A hverju nærist svona fugl?
„Hann er nú ekkert farinn að
borða hjá okkurennþá en viðmunum
gefahonumfugla.”
—Hvar fáiðþiðþá?
„Það er ekkert vandamál, viö eig-
um fulla frystikistu af þeim,” sagði
Ævar Petersen.
-KÞ
Ólympíuskákmótið Þessalóníku:
Kínverjar sleipir
Islendingar gátu í gær loksins stillt
upp sínu besta liði á ólympíuskák-
mótinu í Grikklandi, en kvefpest
hefur angraö mannskapinn síðustu
daga. Þeir tefldu við Kínverja og
eftir fyrstu setu hafði Jón L. unnið
sína skák á fjórða borði en aðrar
skákirfóruí biö.
Þegar aftur var tekið til við þær
seint í gærkvöldi þrálék Jóhann á 3.
boröi og samdi jafntefU. Skákir
Helga Olafssonar á fyrsta borði og
Margeirs Péturssonar á öðru boröi
fóru hins vegar í bið í annað sinn og
voru tefldar áfram nú í morgun.
Stendur Helgi ögn skár að vígi en
Margeir að sama skapi verr, þó
ólíklegustu úrslitin séu jafntefli á
báðum boröum. Utlit er því fyrir
sigur meö minnsta mun.
Skákir gærdagsins voru aUar
skemmtilegar og þrungnar
möguleikum eins og endranær þegar
Islendingar og Kínverjar tefla
saman. Á fyrsta boröi hafði Helgi
hvítt gegn Jinghsuang og tefldu þeir
kóngsindverska vörn. Kínverjinn
varöist fimlega fyrstu byrjunarleikj-
um Helga og náöi að jafna taflið.
Helgi reyndi sitt ýtrasta til aö ná
frumkvæðinu aftur í sínar hendur
meö því að flækja tafhö en staða
hans varð einungis verri fyrir
bragðið. Utlitið var því dökkt hjá
Helga lengi framan af en rétt fyrir
lok setunnar náði hann laglegum
hnykk á andstæðinginn og stóð uppi
með vænlega biöskák. Eftir bið valdi
hann framhald sem gaf honum
síðasta mann Kínverjans og hefur
nú, þegar skákin er aftur farin í bið,
riddara á móti peöi en ekki er víst að
það nægi til vinnings.
Biðstaða Helga er þessi:
Pólifíska samtryggingin á ASÍ-þingi rof naði loks:
Karl Steinar féll
úr miðstjórn ASÍ
Karl Steinar Guðnason, varafor-
maður Verkamannasambandsins og
þingmaður Alþýðuflokksins, var felld-
ur sem varamaður í miöstjórn ASI á
þinginu í gær. Karl Steinar, sem verið
hefur varamaður frá 1976, var á lista
kjörnefndar í samræmi við samtrygg-
ingu stjórnmálaflokkanna í þessum
efnum, en féll fyrir alþýðubandalags-
konunni Valdísi Kristinsdóttur frá
Stöövarfiröi.
„Þetta er hrikaleg staða,” sagði
Karvel Pálmason, þingmaöur Alþýðu-
flokksins, sem sæti á í miðstjórn ASI.
„Það er augljóst aö þarna hefur sam-
komulag brugðist. I ljósi þessa verðum
jvið að taka þessar samstarfsreglur til
endurskoðunar.” Karl Steinar vildi
hins vegar ekki tjá sig um málið.
Guömundur J. Guömundsson, þing-
; maöur Alþýðubandalagsins og formað-
ur Verkamannasambandsins, vildi
ekki tjá sig um hvers vegna þetta hefði
gerst. En hann sagði að þetta væri
hörmulegt því sem formaöur eins
stærsta verkalýðsfélagsins og varafor-
maður Verkamannasambandsins ætti
Karl Steinar fullt erindi inn í mið-
stjórnina sem varamaður.
Ymislegt er talið hafa stuðlaö að því
að hin flokkspólitíska samtrygging'
brást með þessum hætti. Hluti af skýr-
ingunni er talin vera samstaöa kvenna
um að fjölga kvenfulltrúum i mið-
stjórninni. Þá mun svokölluð órólega
deild í Alþýðubandalaginu hafa lagst
gegn Karli Steinari og vikið út af
flokkslínunni og í þriðja lagi mun vera
einhver andstaða gegn Karli Steinari
innan Verkamannasambandsins þar
sem hann gegnir varaformannsemb-
ætti.
Sem varamenn í miðstjórn ASI voru
kosnir Bjarni Jakobsson, Iðju, Reykja-
vík, Guðmundur M. Jónsson, Akra-
nesi, Halldór Björnsson, Dagsbrún,
Hrafnkell Jónsson, Eskifirði, Ingibjörg
Oskarsdóttir, Hellissandi, Karítas
Pálsdóttir, Isafirði, Sigrún Clausen,
Akranesi, Ulfhildur Rögnvaldsdóttir,
Akureyri, og Valdís Kristinsdóttir,
Stöövarfiröi.
Lægstu atkvæöatölu af kjörnum
fulltrúum hlaut Hrafnkell Jónsson,
37.050, en Karl Steinar Guðnason hlaut
36.150. Hrafnkell er reyndar boðinn
fram sem fulltrúi krata þótt hann hafi
verið kosinn bæjarfulltrúi á Eskifirði í
síðustu bæjarstjórnarkosningum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Konur mega því vel við una því þær
hafa nú 5 af 9 varamönnum í miö-
stjórn. ÖEF
Rás2eins
ársámorgun:
„Þetta hefur verið mjög ánægju-
legur tími sem ég hefði ekki viljað
missa af fyrir nokkurn pening,”
sagði Þorgeir Ástvaldsson, útvarps-
stjóri á rás 2, er viö spurðum hann
hvernig þetta fyrsta ár hans á rás 2
hefði verið.
Rásin á eins árs afmæli á morgun
og verður næstum eins mikið um að
vera þá og þegar hún tók formlega til
starfa 1. desember í fyrra.
„Þetta er aö vísu ekki hár aldur
en maður hefur lært og séð ýmislegt
á þessum tíma,” sagði Þorgeir. „Það
sem ég hafði mestar áhyggjur af,
áður en við fórum af staö, aö yrðu
mestu vandamálin reyndust ekki
vera þau. Aftur á móti voru það
minni mál, sem maður hélt að yrðu
ekki neitt, sem urðu erfiðust við-
fangs þettafyrstaár,”sagðihann.
„Þetta hefur gengið eins vel og
jafnvel betur en ég átti von á. Það
hafa orðið markvissar framfarir
bæöi hvaö dagskrárgerð og f járhags-
lega afkomu varðar. Að sjálfsögöu
hafa komið fram gagnrýnisraddir —
eins og á málfar fólks á rásinni og
flausturslega gerð þátta.
Aukið landnám og
lenging dagskrár
Starfsf ólk rásar tvö í nýjum peysum.
Anægjulegasti atburöurinn á
þessu ári held ég að sé mjög jákvæð-
ar viðtökur sem rásin fékk í hlust-
endakönnuninni. Hún bæöi sýndi mér
og sannaöi þá hluti sem ég hélt fram,
semsé að mjög mikið væri hlustað á
rás2.
Það sem er framundan hjá okkur
núna er lenging á dagskránni á
fimmtudögum. Hefur þegar veriö
samþykkt að senda út á fimmtudags-
kvöldum frá klukkan átta til tólf.
Einnig verður lenging á dagskránni
á laugardögum. Þá verður sent út
frá tvö til sex á daginn. Viö byrjum á
því á afmælisdaginn, á morgun. Þar
kemur fram nær allt þaö fólk sem
hefur starfað á rásinni þetta fyrsta
ár hennar svo og margir gestir.
Varöandi aukið landnám rásar-
innar, það er að segja útsendingu
sem nær til fleiri landsmanna, er það
ekki spurning um mánuöi eða ár
hvenær þaö kemur til framkvæmda.
Nú er það aðeins spurning um nokkr-
ar vikur,” sagöi Þorgeir aölokum.
-klp-
Helgi hefur hvítt og lék biðleik,
hann gáf eina klukkustund af
umhugsunartíma sínum til þess að
geta sett skákina í bið, en þaö gat
hann gert vegna þess hversu hratt
hann hafði leikið.
Á öðru borði tefldi Margeir dreka-
afbrigðið af sikileyjarvörn gegn Li
Zuniang og hefur frá upphafi skákar-
innar átt í vöm. Skákin hefur tví-
vegis fariö í bið og er staöan nú
þannig aö Kínverjinn hefur eitt peö
en Margeir ekkert auk þess sem
hrókar og biskupar eru inni á
borðinu.
Jóhann Hjartarson fékk á 3. boröi
snemma nokkurt frumkvæöi í bar-
áttu sinni við Liang og virtist standa
betur með rýmra tafl eftir fyrstu
setu. Viö skoöum biðskáka kom þó í
ljós að jafntefliö yröi ekki umflúiö.
Jóhann þrálék því strax eftir bið.
Rétt er að renna lauslega yfir
skák Jóns L. á 4. borði en hún gæti
verið eina vinningsskákin í viðureign
okkar við Kínverja að þessu sinni.
Andstæðingur Jóns eyddi strax í
upphaf i skákarinnar miklum tíma og
sá síðan ekki við Jóni í miðtaflsflækj-
unum og féll á tíma. Staða hans var
þá töpuð.
Hvítt: Ching Hung
Svart: JónL. Árnason
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Bb4+
5. Bd2 Bxd2+ 6. Dxd2 Ba6 7. b3 c6 8.
Bg2 d5 9. 0-0 0-0 10. Dc2 Rbd7 11.
Rbd2 c5 12. Hacl Hc8 13. Db2 Hc7 14.
Hfdl.
Kínverjinn hugsaði sig um í hálf-
tíma fyrir þennan eðlilega leik. Jón
ákvað því aö leika leik sem hann
hefði ekki hugsað um:
14. —Db8!?15.e3.
Herbragð Jóns heppnaðist! And-
stæðingurinn hugsaöi á ný í hálftíma.
15. — Hfc8 16. Re5 Bb7 17. Rxd7
Hxd7 18. Rf3 dxc419. Re5 c3 20. Dxc3
Hdc7 21. Bxb7 Dxb7 22. Db2 cxd4 23.
Hxc7 Dxc7 24. Dxd4Rd5.
Svartur hefur nú örlítið betra tafl.
Hinsvegar er hvítur í miklu tíma-
hraki og þaö gerir gæfumuninn.
25. Rc4 b5 26. Re5 h6 27. Rf3 Rc3 28.
Hd2 Db7 29. Dd7 Hc7 30. Dd8+ Kh7
31. Dd3+ g6 32. Rd4 e5 33. Re2 og
hvítur féll á tíma um leið og hann lék
þessumleik.
Framhaldið sem Jón haföi í huga
var: 33. - Re4 34. Hdl (ef 34. Hc2
þá 34. - Hd7) Rg5 35. h4 Rh3+ og
vinnur.
I gærmorgun gerðust þau undur á
mótinu að Bandaríkin unnu sovésku
sveitina með 2 1/2—1 1/2 og var þaö
mest aö þakka frábærri taflmennsku
fjárhættuspilarans Dzindzichasvili
gegn Beljavskí á fyrsta boröi.
Gárungamir segja að hann hafi
stjómast af spilafíkn vegna þess að
hverjum meðlimi bandarísku sveit-
arinnar sé heitiö 5000 dollurum ef
Bandaríkjamenn verða ólympíu-
meistarar!
Staðan á mótinu er eins og
venjulega óljós vegna fjölda
biðskáka en ljóst er aö íslenska sveit-
in verður einhversstaðar í kringum
8. sætið eftir biðskákir.
Sovétmenn eru hins vegar eftir en
þeir unnu Búlgaríu í gær meö 3—1.
Þrátt fyrir að margar sveitir séu á
milli þeirrar sovésku og íslensku em
nú miklar likur fyrir því að þær muni
einmitt tefla saman í dag, vegna
þess aö Sovétmenn hafa teflt við
allar þær sveitir sem á milli eru.
Fari svo aö við eigum að tefla viö
Rússana mega þeir aldeilis heldur
beturfaraaðvarasig!