Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. Álit Ratsjárstöðvanefndar væntanlegt f Ijótlega: „Ljóst að um 10 manns munu vinna við hvora stöð” Bókaklúbbur AB10 ára: Álit ratsjárnefndar vamarmála- deildar er væntanlegt fljótlega en nefndin hefur unniö aö athugun á öll- um þáttum nýrra ratsjárstööva sem fyrirhugað er aö reisa á Vestfjörðum og Langanesi. Hefur nefndin starfaö viö þaö undanfarið ár. Dr. Þorgeir Pálsson, talsmaöur nefndarinnar, sagöi í samtali við DV aö starf nefndarinnar heföi aðallega beinst að því að kanna tæknilegar hliðar ratsjárstöövanna og rekstur þeirra. Hann kvaö þaö ekki rétt sem komiö heföi fram í fjölmiðlum aö undanfömu um fjölda íslendinga sem fengju störf ef stöövarnar yröu settarupp. „Þaö er ljóst aö um þaö bil 10 Islend- ingar munu fá störf viö rekstur hvorrar stöövar,” sagöi Þorgeir. Þá er ótalin sú vinna sem skapast viö byggingu stöövanna en hún veröur einnig í höndum Islendinga. Þorgeir Pálsson: „Gætu komið skipaeftirliti tilgóða". Flugið nýtur góðs af „Eitt af því sem nefndin kannaöi var notkun ratsjárstöðvanna fyrir íslenska flug- og skipaumferö. Stöövamar koma fluginu til góöa, þaö er enginn vafi á því,” sagöi Þorgeir. Hann benti á aö Flugmála- stjórn heföi þegar not af ratsjárstöö- inni viö Sandgerði og hefði haft um 12 ára skeið, bæði fyrir innanlands- og millilandaflugiö. „Búnaöur þeirrar stöövar er aö vísu oröinn gamall en hann verður væntanlega endurnýjaöur,” sagði Þorgeir. „Það er líka ljóst aö stöðvamar gætu komiö skipaeftirliti til góöa þótt heppilegra væri aö hafa í þeim sér- stakar skiparatsjár. Þetta er ekki eins vel skilgreint og flugiö.” Þorgeir vildi einnig taka þaö fram aö margt af því sem sagt hefur verið um stöðvarnar í fjölmiðlum væri misskilniningur og í sumum tilfellum beinlínis rangt. -FRI Kristján Jóhannsson afhendir Simoni Steingrímssyni, fyrir hönd sjúkrahúsanna, bækurnar frá Bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri fylgist með. dv-mynd: S. Vegagerðarmenn keppast við að lagfæra skemmdirnar. D V-mynd Ari Libermann Grundará: Vegurinn hrundi Sá atburður átti sér staö fyrir skömmu að vegurinn aö brúnni yfir Gmndará í Grundarfirði hrundi. Haföi vatnselgurinn grafiö í sundur jarðveg- inn smátt og smátt án þess aö menn yröu þess varir. Fór því svo aö lokum aðvegurinngaf sig. Aö sögn Sigurbergs Ámasonar, byggingafulltrúa í Grundarfiröi, var útbúiö vaö í ána og bílar ferjaðir yfir á meöan viögerð á brúnni fór fram. Sagöi hann einnig aö nú stæði fyrir dyr- um að byggja tvær nýjar brýr í Grund- arfjarðarbotni. Ný brú myndi því væntanlega leysa gömlu brúna yfir Gmndará af hólmi áður en langt um liöi. „Brúargerð og eftirlit er slæmt af hálfu vegageröarinnar,” sagöi Sigur- berg, „þaö erum viö allir sammála um.” -EH Veröhækkanir: Bíómiðinn 20 krónum dýrari I dag hækkar verö á bíómiöum, flugfargjöldum innanlands og flutningstöxtum langferöabíla. Á fundi Verölagsráös var ákveðið aö heimila 11,5 prósent hækkun á far- gjöldum í innanlandsflugi. Flugmiöi fram og til baka til Akureyrar frá Reykjavík kostaöi 3140 krónur og mun kosta um 3500 krónur sam- kvæmt þessari hækkun. Þá var einnig heimiluö hækkun á aögöngumiðum kvikmyndahúsa og hækka þeir í dag um 20 krónur. Miðamir kostuöu áöur 90 krónur en kosta nú 110 krónur. Loks var ákveðið aö heimila hækkun á flutningstöxtum langferöa - bíla. Þeir hækka um 7—18 prósent, mismunandi eftir töxtum. Hækkunin er aö meðaltali um 12 prósent. -APH. Laun kjaradeilunefndar vekja forvitni á þingi Fyrirspum til fjármálaráðherra hefur borist frá Helga Seljan, þing- manni Alþýöubandalagsins á þingi. Hann vill fá skriflegt svar frá Albert Guömundssyni um kostnað vegna kjaradeilunefndar. Þingmaöurinn vill fá aö vita hver kostnaður hafi verið af störfum kjaradeilunefndar í nýafstaöinni kjaradeilu ríkisins og BSRB. Hann spyr bæði um beinan launakostnað og annankostnaö. I fjölmiðlum hafa veriö nefndar háar fjárhæðir um tilkostnaö og laun nefndarmanna. Því má reikna meö aö fleiri hafi áhuga á svari fjármálaráð- herra en fyrirspyrjandinn þegar þaö liggur fyrir. -ÞG. Gáfu 2600 bækur — til 26 sjúkrahúsa Bókaklúbbur Almenna bókafélags- ins varö 10 ára þann 26. september síöastliðinn. I tilefni af afmælinu hefur klúbburinn ákveöiö aö gefa hverju af hinum 26 sjúkrahúsum í landinu 100 bækur. Forráöamenn klúbbsins afhentu fulltrúum sjúkrahúsanna bækurnar á samkomu á Hótel Holti í gær. Alls eru þetta 2600 bækur sem metnar eru á eina milljón króna. A þeim 10 árum sem bókaklúbbur- inn hefur starfaö hefur hann gefiö út nærri 400 bækur og 160 hljómplötur, auk listaverkatilboöa og utanlands- ferða. Félagar í klúbbnum eru nú orðnir rúmlega 17000. I tilefni af afmælinu býöur klúbburinn félögum sínum listaverkiö Heimdall eftir Hall- stein Sigurösson. Fyrsta félaga klúbbs- ins, Svavari Gests, var fært listaverkið aö gjöf á samkomunni á Hótel Holti. Þá var leitaö til félaganna um efni í bók. Hefur hún verið gefin út undir nafninu „Haukur i homi”. Þar eru saman- komnar 16 smásögur eftir félaga klúbbsins. Til aö kóróna höföingsskap- inn á afmælisárinu býöur klúbburinn félagsmönnum sínum 50 prósent af- slátt af flestum bókum sínum. GK Seðill i orgelsjóð — safnað fyrir orgeli í Hallgrfmskirkju Nú stendur yfir fjársöfnun til orgel- kaupa handa Hallgrímskirkju. Söfnunin er meö nokkuð nýstárlegu sniöi þar sem áhugamenn um mál- efniö skora hver á annan um framlag aö upphæö 1000 krónur. Söfnunin er því keöjuverkandi. Þaö voru fimm einstaklingar sem hrundu fjársöfnuninni af staö. Þeir eru Sigurbjöm Einarsson biskup, Guörún Helgadóttir alþingismaöur, Salome Þorkelsdóttir alþingismaöur, Ingólfur Guðbrandsson forstjóri og Knut Ddegárd forstjóri. Nöfn gefenda veröa birt vikulega í dagblööum og síöan færö inn í sér- staka bók sem varðveitt verður í Hallgrímskirkju. Þeim sem taka áskorun veröa sendir gíróseölar. Miöstöð söfnunarinnar er í Hallgríms- kirkju. Níu lánveitingar frá Húsnæðismálastjórn: Rúmar260 milljónir til húsnæðislána Húsnæöismálastjórn hefur sam- þykkt aö hleypa af stokkunum níu lánveitingum, samtals aö fjárhæö 262 milljónir króna. Koma þær til greiðslu í desember. Lánveiting- arnar fara fram meö þeim hætti er hér greinir: 1. Seinni hluti og 2. hluti til þeirra, sem fengu fyrri hluta og 1. hluta greidda eftir 25. mars 1984, skulu koma til greiöslu eftir 3. desember 1984 ( 92 m. kr.). 2. 3. hluti til þeirra, sem fengu 1. hluta greiddan eftir 5. október 1983, skal koma til greiðslu eftir 3. desember 1984 (19 m. kr.). 3. Seinni hluti til þeirra, sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 15. apríl 1984, skal koma til greiðslu eftir 5. desember 1984 ( 8. m.kr.) 4. G-lán til þeirra, sem sóttu um fyrir 1. apríl 1984 og eru aö skipta um íbúð, skulu koma til greiöslu eftir 10. desember 1984 (58 m. kr.). 5. 1. hluti til þeirra, sem geröu fokhelt í júní 1984, skal koma til greiðslu eftir 10. desember 1984 (13 m.kr.). 6. Fyrri hluti til þeirra, sem geröu fokhelt í september 1984 og eru aö eignast sína fyrstu íbúö, skal koma til greiðslu eftir 12. desember 1984 ( 23. m.kr.). 7. 1. hluti til þeirra, sem gerðu fok- helt í júlí 1984, skal koma til greiöslu 15. desember 1984 (19 m.kr.). 8. Seinni hluti til þeirra, sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 20. maí 1984, skal koma til greiöslu eftir 15. desember 1984 (10 m.kr.). 9. 3. hluti til þeirra, sem fengu 1. hluta greiddan eftir 5. nóvember 1983, skal koma til greiðslu eftir 17. desember 1984 ( 20 m.kr.).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.