Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd MILUÓNA RMÆRINGA R VEIDDIR í PÓLLANDI Vissi ekki um fölsun dagbókanna Einn aðalritstjóri tímaritsins Stern bar á móti því fyrir rétti í Hamborg í gær aö hafa vitað um það að „dagbækur Hitlers”, sem blaöið keypti til birtingar, hefðu verið falsaðar. Thomas Walde, sem bar ábyrgö á því aö útdrættir úr „dagbókun- um” voru birtir, kvaðst þó ekki treysta sér til að útiloka að aðrir starfsmenn tímaritsins hefðu vitað um sannleikann í málinu. En eng- inn hefði þó sagt honum af því. Bíllársins, OpelKadett Opel Kadett var valinn bíll árs- ins í París í gær og sló þar við Ren- ault 25 og Lancia Thema þegar tal- ið var úr skoðanakönnun 51 blaða- manns hjá bílatímaritum í 16 Evr- ópulöndum. Kadettinn fékk 326 punkta. Ren- ault-inn 267 punkta og Lancia 191 punkt. Honda Civic lenti í fjórða sæti með 178 punkta og varð þar með efstur japönsku bílanna í 13 efstu sætunum. Þessi könnun var fyrst gerð 1963 en þá varð Rover 2000 efstur. Sigur- vegarinn í fy rra var Fiat Uno. Ólympíumót í skák 4. hvertárí Grikklandi Miðstjórn alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE) ákvaö í gær að þiggja boð Grikkja um að halda ólympíuskákmótið fjóröa hvert ár. Campomanes, forseti FIDE, sagði að skáksambandiö hlyti að þiggja þetta örláta boð með þökkum. — Samþykkt miðstjórnarinnar verð-' ur að leggjast fyrir allsherjarþing heimssambandsins sem kemur saman íSaloniki á sunnudaginn. Gettygefur námamönnum milljónir Bandaríski milljónamæringur- inn John Paul Getty hefur gefið breskum námaverkamönnum sem svarar tæpum fimm milljónum króna til að þeir geti haldið upp á jólin. Getty býr í hálfgerðri einangrun í hinu fína Chelséa hverfi i London. Hann er talinn þéna persónulega um 800 milljónir íslenskra króna á ári. Kona Tarsans skilur við baróninn Denise Thyssen barónessa, f jórða eiginkona eins af auðugustu mönnum heims, fékk í gær fyrir rétti í London skilnað frá Heini Thessen baróni sem játaði á sig ótryggð og framhjáhald í hjóna- bandinu. Dómarinn kvaöst sannfærður um að hjónabandið hefði farið út um þúfur vegna sambands barónsins viö fyrrum fegurðardrottningu Spánar, Carmen Cervera, sem er ekkja Lex Parkers, leikarans sem lengi lék Tarsan. Þau hjónin eru bæöi svissneskir ríkisborgarar en fengu ekki málið tekið fyrir hjá svissneskum dóm- stólum, sem taldir eru mundu hafa úrskurðaö konunni hærri hlut af 300 milljón sterlingspunda eignum barónsins. — Ekki var uppgefið hve mikið kom til skipta konunnar. Pólsk yfirvöld þykjast hafa flett ofan af 700 ólöglegum milljónamæringum í PóUandi sem samtals hafi lumað á 5 miUjörðum zlotya (1600 milljónum íslenskrakróna). Þeir eru sagðir hafa flestir auðgast á skattsvikum, þjófnuðum, sölu á stolnu góssi, gjaldeyrisbraski eöa smygh. I hópnum eru taldir kaupsýslumenn og „verkamenn ríkisfyrirtækja”. Pólska stjórnin hóf fyrr á árinu her- ferö gegn „efnahagsglæpum”. Pólland telur þar fyrir utan fjölda „heiðariegra miUjónamæringa”, eins og sagt er í fréttum þess opinbera, og þar eru meðtaldir 942 sérhæfðir starfs- menn í Varsjá sem höfðu yfir 640 þúsund krónur í árslaun í fyrra. (Meðalárslaun í PóUandi eru tæpar 70 þúsund krónur.) MISSTU EKKIVIKU UR LIFI ÞINU ASKRIFTARSlMINN ER 27022 isim Mjög þunn, snertitakkar. Verð kr. 1090,- Veggklukka. Verð kr. 1430,- M§;0£3l3!3E3E3:©iai_ p ifc * jvtj 4* ♦ > * i * * ♦ TírSiT II 11« r. —:—r-t ■ ■ ■ CASIO pb'-ioo ÉiBB 1 rr I j-jl i í pi-f— i í. |< r BI-~ B 3 S BDOB 0fiöSfiípóá5sBDBi ipsaéaiiiáá öié] Éi n mm Ódýr basictölva. Verð kr. 2500,- Frábært hljómborð kennir þér að spila með aðstoð Ijóss. Verð kr. 4450, tiiiiit »"»«* c cTl %*% * » » I * W W £. %, V Ú. C C C. FX-750P, sam byggð basictöhra og reiknivél með 68innbyggð III □ BBÓ ÉBÉiasieatiB aööo o0onmmmm•**aaas f *»“ ÖOBrtOnDO p li D 11 ® Opnnaa stærðfræðiföll og 10 eðlisfræðikonstanta. Tvö hólf fyrir minnisplöt- ur (4k hver) sem geyma forrit eða upplýsingar í eða utan við tölv- una. Verð kr. 5910,- Þegar gæðin eru á gjafverði. Umboðið Bankastræti, s. 27510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.