Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. 25 þróttir fþróttir fþróttir fþróttii íþróttir örk gegn ttalíu i gærkvöldi i Polar Cup í landsleik. skoruðu þessir leikmenn: Þorbergur Aðalsteinsson 5, Páll 5, Kristján 5/2, Jakob Sigurðsson 4, Atli 2, Bjami Guðmundsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1 og Júlíus 1/1. Jens Einarsson varði markið í fyrri hálfleik og varði sex skot, þar af eitt vítakast. Hinn ungi Haraldur Ragnars- son varði markið í seinni hálfleik og varði einnig sex skot og vítakast. Rúmenskir dómarar dæmdu leikinn — og voru þeir lélegir. -SK/-SOS. Ámi Sveinsson til St. Niklaas Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manni DV í Belgíu: Ég ræddi við þjálfara belgíska liðsins St. Niklaas í gær og hann sagði mér að íslenski landsliðs- maðurinn Ámi Sveinsson væri væntanlegur til liðsins næstu daga, myndi æfa með liðinu um tíma og ef um semst gerast leikmaður hjá því. Saint Niklaas er frekar lítið félag og leikur í 1. deild. Er þar í fallbar- Ámi Sveinsson. áttunni og í þriðja neðsta sæti. Að sögn þjálfarans er félagið einnig að leita að miðherja. Saint Niklaas er lítil borg í hinum flæmska hluta Belgíu, 10 km frá Lokeren og því einnig skammt frá Beveren og Antwerpen. Islenskir knattspyrnu- menn eru þekktir á því svæði og það var greinilegt á þjálfara St. Niklaas að hann beiö spenntur eftir Árna Sveinssyni. -KB/-hsím. Bjarna boðið til Japans! — þar sem allir sterkustu júdómenn heims mæta til leiks. Bjarni má ekki keppa næstu sex vikurnar vegna meiðslanna sem hann hlaut á NM í Osló — Ég fór í myndatöku í gær og þá kom í ljós að tognað hefði á vöðva við viðbein þannig að ég verð að taka mér smáhvíld frá æfingum, sagði Bjarni Á. Friðriksson júdókappi, sem meidd- ist á Norðurlandamótinu í júdó í Osló. Bjarni sagði að það hefði komið fram í myndatökunni að viðbein hægra megin væri brotið — hefði brotnað 1978 er hann meiddist. Þetta leggst vel í mig — segir Páll Ólafsson Frá Stefáni Kristjánssyni, Drammen. „Þó við reiknuðum með sigri vanmátum við ekki ítalina. Það var mjög mikil þreyta í mönnum eftir löng og ströng ferðaiög. Liðið er að komast í betri og betri æfingu með hverjum leik og leikirnir hér í Noregi leggjast vel í mig,” sagði Páll Ólafsson eftir leikinn við Italíu í gærkvöld í Polar-Cup. SK/hsím. „Kominn tími til að ísland sigri á alþ jóðlegu móti” — segir Jón H jaltalín Magnússon, formaður HSÍ — Ég mun reyna að byrja að æfa eins fljótt og ég get því að mér hefur verið boðið í júdókeppni í Tokýo í Japan í janúar, sagði Bjarni sem má ekki taka þátt í keppni næstu sex vik- urnar. Mót þetta í Japan er boðsmót þar sem allir sterkustu júdómenn heims mæta til leiks — verðlaunahafar á Evrópumóti, heimsmeistaramóti og ólympíuleikunum. — Eg mun sjá strax • Bjarni Á. Friðriksson sést hér með bronspeninginn sem hann hlaut á OL í Los Angeles. í byrjun janúar hvernig ég verð og hvort ég verð klár í slaginn í Japan, sagði Bjarni. -sos Sjö mánaða bann! Hollenski knattspyrnumaðurinn Kees Bregman, félagi Janusar Guðlaugssonar hjá Fortuna Köln, hlaut í gær þyngsta dóm sem v- þýska knattspyrnusambandið hefur kveðið upp. Hann var dæmdur í sjö mánaða keppnisbann vegna ofbeldis við dómara í leik Fortuna Köln og Saarbruecken þegar hann mótmælti marki sem hann taldi ólöglegt vegna rang- stöðu. Bregman réðst þá að dómaranum Norbert Brueckner’s og sparkaði í fætur hans. Bregman, sem er 37 ára, segir að þetta séu lokin á knattspyrnuferli sinum. -SOS. Frá Stefáni Kristjánssyni, blaðamanni DV á Polar-Cup. „Ég er ánægöur með leik islenska liðsins, sérstaklega markvörsluna. Liðið lék vel, átti sinn besta lcikkafla síðari hluta fyrri hálfleiks og sigurinn hefði getað orðið stærri. Bogdan hvildi hins vegar nokkra lykilmenn og gaf yngri mönnunum tækifæri. ítalska lið- ið heidur slakt og ekki eins vel þjálfað og ísl. liðið,” sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ, eftir leikinn við italiu. Hann kom til móts við ísl. liðið í gær. ,,Eg held að við eigum góða mögu- leika gegn Austur-Þýskalandi í kvöld og það á sigri. Það veröur þó erfiöur leikur því Austur-Þjóðverjar eru að venju með sterkt Uð. Það er hins vegar langt síöan ísland hefur sigrað á al- þjóðlegu móti og kominn tími til að á því veröi breyting. Að því stefnum við hér í Noregi,” sagði Jón Hjaltalín enn- fremur. -SK/hsím. Frábærar móttökur Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni D V í Drammen: — Þegar íslendingar mættu til leiks gegn ítölum i Tönsbergi í gærkvöldi var þeim ákaft fagnað og fengu leik- menn islenska liðsins hreint frábærar móttökur. Það var eins og týndi sonur- inn væri loksins kominn hcim. -SK/-SOS Éinar Þorvarðarson. I Fyrirliði Noregs | I vill til íslands I I Frá Stefáni Kristjánssyni, fréttamanni | IDV í Drammen: ■ — Gunnar Pettersen, fyrirliði norska ( Ilandsliðsins, sem hefur leikið 101 lands- ■ leik og skorað 296 mörk í þeim, lýsti því | yfir hér í gærkvöldi að hann væri tílbúinn | | að koma til Islands næsta vetur og leika I Iþar eitt keppnistímabil. Gunnar, scm I leikur með Skiens Ball, sagði að hann ef-1 _ aði það ekki að hann myndi læra mikið á | | þ ví að lcika á tslandi. -SK/-SOSj Ánægður með mark- vörsluna — sagði Einar Þorvarðarson Frá Stefáni Kristjánssyni, Drammen. „Báðir ísl. markverðirnir stóðu sig vel og ég er ánægður með sigurinn en viö verðum af leika mun betur — af meiri grimmd — gegn A-Þjóðverjum ef okkur á að takast að sigra þá,” sagði aðalmarkvörður ísl. liðsins, Einar Þor- varðarson, eftir leikinn en hann var hvíldur í gærkvöld. „Það verður spennandi aö sjá hvernig okkur gengur á þessu móti. Leikurinn gegn Norðmönnum verður einnig mjög erfiður, sigur þar getur fallið hvoru liðinu sem er í skaut. Ég var óánægður með mína frammistöðu í Icikjunum við Dani en þó markvarsla hafi þar ekki vcrið cins góð og verið hefur hafði það ekki áhrif á leik isl. liðsins. Það var fyrir mestu,” sagði Einar. SK/hsím. • Bjarni Sígurðsson. Bjarnier hjá Brann Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Drammen: — Bjarni Sigurðsson, landsliðsmark- vörður í knattspyrnu, er nú staddur hér í Noregi þar sem hann er að kanna aðstæður og ræða við forráðamenn 1. dcildartiðsins Brann. Bjarni hefur hug á að stunda nám á Norðurlöndum næsta ár og jafnframt að leika knatt- spyrnu með náminu. -SK/-SOS Stórþvott- * ur í Köben Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Drammen: — Það er óhætt að segja að það hafi verið stórþvottur hjá fararstjórum landsliðsins þegar komið var inn á hót- el það í Kaupmannahöfn, sem landsliö- iö bjó i aðfaranótt fimmtudagsius. Fararsljórarnir þurftu að skola úr landsliðspeysum þeim scm leikið var í <- gcgn Dönum í Horsens. Síöan voru ofn- arnir í hcrbcrgjum leikmanua og far- arstjórnar notaöir til að þurrka peys- urnar. -SK/-SOS Boðið upp á herbergi með konu! Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Drammen: — Það átti sér stað skemmtilegt at- vik hér í Drammen þegar íslensku landsliðsmeunirnir voru að skrá sig inn á hótelið. Bogdan landsliðsþjálfari var fyrstur til að fá lykil sinn — hann hvarf á braut og hélt upp á herbergið sitt. Hann kom svo fljótlega niöur aftur og sagði að það hefðu átt sér stað mis- tök — það væri kona inni á herberginu hans. Þegar að var gáð kom í ljós að Bogdan hafði fengið rangan lykil. Landsliðsmennirnir höfðu mjög gaman að þessu og einn sagöi að það væri ekki á hverjum degi sem menn fengju svona góöa þjónustu: ,,Að boðið væri upp á herbergi meðkonu í.” -SK/-SOS íslendingar — hafa verið erfiðastir fyrir Dani Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Drammen: — ísleudingar eru önnur þjóðin á þessu ári sem nær þremur stigum út úr tveimur landsleikjum gcgn Dönum í Danmörku. Heimsmcistarar Rússa náðu þeim árangri fyrr á árinu. • Danir voru ekki yfir sig hriínir yfir hvern- ig leikirnir gegn Islendingum fóru en þeir vifturkenndu þé ai) Islcudingar væru vel aft árangri sínum komnir — þeir vœru meft sterkt landslift. -SK/-SOS þróttir íþróttir íþrótt íþrótt íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.