Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Evrópubandalagið: Sameiningarmál á dagskrá Ef þú keyrir áleiöis til Frakklands frá Þýskalandi og tekur allt í einu eftir því aö vegvísar sem voru bláir eru orðnir grænir að lit þá máttu vita aö þú ert kominn yfir til Frakklands. Landamæraveröir eru nær hættir aö stöðva bíla og í myrkri er auðvelt aö keyra fram hjá varðstöðvum þeirra án þess aö hafa hugmynd um að maður sé kominn til annars lands. Þetta er eitt af áþreifanlegri dæm- unum um sameiningarviðleitni Evr- ópuríkja. Þaö eru Frakkar sem hafa hvað mestan áhuga á aukinni stjórn- málasamvinnu ríkja Evrópubanda- j lagsins — sem einu sinni var þekkt sem Efnahagsbandalag E vrópu. Framtíðardraumar Mitterrand Frakklandsforseti hef- ur undanfarið eitt og hálft ár lagt geysilega áherslu á sameiningar- stefnuna. Hann hefur þótt ótrúlega fús til aö gefa eftir í ágreiningi um fjárframlög Breta til bandalagsins og í ágreiningi um landbúnaöarstefn- una. Einn norskur blaðamaður heldur því fram að Mitterrand sé í raun eini leiötogi bandalagsins sem eigi sér framtíöardrauma um sameiningu Evrópu. Hann vill aö samkomulag- inu, sem liggur til grundvallar bandalaginu, verði breytt þannig aö ákvarðanir Evrópubandalagsins fái meira gildi. Evrópuþingið fái raun- verulegt vald til að vera meira en kjaftaklúbbur. Samkvæmt núgild- andi reglum getur hvaöa ríki sem er beitt neitunarvaldi gegn hvaða sam- þykkt sem er á grundvelli þess aö um brýna hagsmuni landsins sé aö tefla. Frakkar vilja veikja þennan mögu- leika til aö beita neitunarvaldi. Fríverslun En ekki eru allir sannfærðir um ágæti sameiningarstefnunnar. Helsti andstæðingur hennar er Thatcher, forsætisráöherra Breta. Henni finnst nóg að bandalagiö haldi áfram aö vera efnahagsbandalag — eins konar fríverslunarbandaiag — án þess að nokkuö sé unnið að því að sameina löndin á stjórnmálasviöinu eða utan- ríkisstefnu þeirra. Það er deilumál sem búist er við að muni liggja eins og skuggi yfir bandalagsþinginu þriöja desember sem haldið veröur í Dublin. Nú hefur flestum bráðaðsteöjandi peninga- vandamálum verið bægt frá í bili og því þykir líklegt að framtíðarstefnu- mál þessa 10 þjóða bandalags muni vera ofarlega á dagskrá. Margir stjórnarerindrekar telja að lausn þessara vandamála hafi breytt valdajafnvæginu innan Evrópu- bandalagsins Bretum í hag. Bretar hafa þegar gefiö sterklega í skyn að nú sé mikilvægast að gera bandalag- ið að sönnum sameiginlegum mark- aði. Þetta eigi að gera með því að i brjóta niöur múra sem enn hefta við- skipti milli landanna. Þetta hefur orðið til þess að einn stjórnarerindrekinn hefur sagt: „Evrópubandalagið er dautt. Lengi lifi Efnahagsbandalagið.” Hagsmunir En hinir sex upprunalegu meðlim- ir bandalagsins — Frakkar, Þjóð- verjar, Italir, Belgar, Hollendingar og Lúxemborgarar — eru ekki reiðu- búnir að sjá þingið verða að einni samfelldri deilu um efnahagsmál. Þeir hyggjast halda fast fram hinum upprunalega draumi um sameiningu Evrópu. En Bretar vilja aö það séu hags- munir hinna einstöku þjóða en ekki bandalagsins sem heildar sem skipti mestu við ákvarðanatöku. Þeir hafa þrýst á aðgerðir gegn óeðlilegum fjáraustri bandalagsins og niður- skurði á niöurgreiðslum til landbún- aðarmála. Þeir vilja auka sam- keppni innan bandalagsins og brjóta niður alla tollmúra. „Tveggja gíra stefna" Til að svara þessu hafa sumir stjórnarerindrekar á meginlandinu lagt til aö mörkuö verði svokölluð Kýpurbúar drepa helming inn af farfuglum Evrópu Sælkerar á Kýpur eru farnir að höggva grimmilega í fuglastofna víðast í Evrópu og sömuieiöis í austurhluta Afríku. Milljónir farfugla, sem flytjast milli þessara heims- hluta, eru drepnar, á meöan þeir hafa viðkomu á Kýpur til þess eins að matgoggunum hlotnist sá unaöur að smjatta á einni ákveðinni tegund. Viðkomustaður farfugla Um Kýpur liggur ein af þrem aðal- leiðum farfugla yfir Miöjarðarhafið. Þetta eru farfuglategundir sem annars gista Evrópu á sumrin allt austur til Kákasusfjalla og vestur til Bretlandseyja en halda sig á vetuma í Afríku á svæðinu frá stóru vötnun- um til Eþíópíu. I þessum hópi ferðalanga er svart- höfðaþrösturinn sem Svíum þykir mikið augnagaman og þeir komast naumast í sumarskap ef þeir heyra ekki sönginn í honum. Því miður þykir Kýpurbúum hann mesta hnoss- gæti. Veiða 20 milljón fugla Með fuglabyssum og fuglalími voru Kýpurbúar vanir að veiða um 5 milljón fugla á ári. En eftir að fugla- veiðimenn fóru að nota net fyrir svona tíu árum, hefur veiðin aukist umtalsvert. Nú eru árlega veiddar um 20 milljónir smáfugla á Kýpur. Tveir breskir fuglafræðingar sýndu 1968 fram á hvaö drápiö væri mikið. Þeir unnu að athugunum sínum í Paralimni-héraði sem er suður af Famagusta. A níu vikna bili að vorlagi rannsökuðu þeir 25.253 fugla sem veiðst höfðu með fugla- lími. Þetta voru um 100 tegundir. Ekki voru nema um 4000 þeirra svarthöfðar. Mikið bar á smærri fuglum í aflanum og þar á meðal næturgölum. — Vegna þess hve fast er sótt í svarthöfðakjöt er grunur margra sá að75% þeirra svarthöfða, sem bornir eru á borö, séu í reynd- inni aörir spörfuglar. Allt upp í 3/4 veiddir Fuglafræðingum á Kýpur reiknast nú svo til að allt frá helmingi og upp í þrjá fjórðu þeirra farfugla sem leið eiga um Kýpur lendi í klóm veiði- manna. (Þá eru ekki reiknaðar með endur eða sjófuglar.) Þróunin er sögð versna með hverju árinu. Það eru sem sé fuglanetin sem eru svona mikilvirk. Það er ætlað aö ekki færri en 40 þúsund net séu í notkun í Paralimni-héraöi einu. Hvert net er um 10 til 12 metra langt. Kýpurbúar flytja þessi net inn. Nýleg neta- sending heföi spannað 20 milur ef netin hefðu verið lögð við endann hvert á öðru. Stefnir í verra Fyrir þrem árum mælti veiðimála- stofnun Kýpur með því að bannaöur yrði innflutningur á þessum netum. Hið opinbera hreyfði sig þó ekki til þess. Þvert á móti hefur verið út- hlutað sérstökum skotleyfum sem heimila veiöimönnum að skjóta svarthöfða og aðra spörfugla allan ársins hring. Fleiri veiðileyfi eru gefin út en nokkru sinni fyrr. Kýpur hefur undirritað en ekki staðfest Bernarsáttmálann frá 1982 um dýravernd en í honum er ákvæði sem bannar fuglanet. I fyrra hét Kýpurstjórn Evrópuráðinu að því banni skyldi framfylgt „í náinni Svarthöföi á grein. framtíð”. I verki stefnir hún í hina áttina. Vilja að ferðafólk sniðgangi Kýpur Alþjóðlega fuglaverndunarráðið hefur nú hvatt ríkisstjórnir, ferða- skrifstofur og fjórar milljónir meðlima sinna í Evrópu til þess að beita sér fyrir því að ferðamanna- slóðir á Kýpur verði sniðgengnar. Afkoma Kýpur á mikið undir ferðamannaiðnaðinum og svo vill einmitt til að Paralimni-hérað er mjög vinsæll orlofsstaður fyrir ferðafólk frá Norðurlöndum og Vestur-Þýskalandi. Hótanir um að þetta ferðafólk muni sniöganga land, sem drepur takmarkalaust sumar- fugla þeirra og heggur þannig stór skörð í villta náttúru og fuglalif, gæti komið Kýpurstjórn til að hugsa sitt ráð og jafnvel taka í taumana. Umsjón: Þórir Guðmundsson „tveggja gíra stefna”. Frakkland, Italía og Benelúx-löndin myndu þannig vinna að samruna sín á milli. Þýskaland myndi fylgja ekki ýkja langt á eftir. Bretar gætu þá hins vegar haldið sér í lággír ef þeir vilja og látiö sér nægja samvinnuna í tollamálum. Stjórnarerindrekar segja að Bretar hafi illan bifur á þessari stefnu. Þeir haldi því fram að þeir séu góðir Evrópumenn og séu hræddir um að einangrast veröi hún ofaná. Thatcher vill tollfrelsi, Mitterrand vill alvöru bandalag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.