Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER1984. 5 Margir bæjarstjórar með ráðherralaun, jafnvel mun meira: Kjörum bæjarstjóra og bæjarritara í Kópavogi var breytt á bæjarráðs- fundi þar á þriðjudag um leið og gerð var ný samþykkt um kjör f jármála- og hagsýslustjóra bæjarins. Líklegt er að heildarþóknun bæjarins til þessara yfirmanna hækki talsvert. Þeir munu hins vegar hafa verið meö mun lægri laun en gerist og gengur fyrir sömu störf í öðrum bæjarfélögum. Samkvæmt heimildum DV er aigengt að bæjarstjórar á höfuðborg- arsvæðinu og í stærri bæjum annars staðar séu með 80—90 þúsund krónur á mánuöi með öllum sporslum taliö. Bæjarstjórinn á Akureyri mun raunar vera með talsvert meira. Hann situr í stjómum nokkurra fyrirtækja sem bærinn þar á aðild að. Bæjarstjórinn í Kópavogi var aftur á móti ekki með nema um 60 þúsund á mánuði með öllu talið. Og bæjarritari minna. Á bæjarráðsfundinum í Kópavogi á þriðjudag var sem f yrr segir gerð sam- þykkt um ný kjör fjármála- og hag- sýslustjóra.Frá því hann var ráðinn hefur hann haft hluta af tekjum sínum vegna kennslu í Tækniskóla Islands en hættir því í náinni framtíð. Ákveðið var, samkvæmt heimildum DV, að nýr kjarasamningur hans viö bæinn fæli í sér sambærileg laun og hann hafði fyrir með kennslunni. Þar með var hann kominn upp fyrir bæjarstjóra og bæjarritara í launum. ' Það mun vera ein ástæða þess að kjörum þessara tveggja yfirmanna bæjarins var breytt um leiö, auk þess að meirihluti bæjarstjómar telur að hún hafi „staðið sig illa gagnvart þess- Karl Fr. Kristjánsson (t.h.) tekur á móti viðurkenningu fyrir hönd Ultima frá Þórkatli St. Ellertssyni, formanni Dúfnaræktarfélags ísiands. Dúfurí firmakeppni N ú um helgina voru afhent verðlaun í firmakeppni Dúfnaræktarfélags Islands. Verðlaunin voru afhent á árs- þingi félagsins sem haldið var að Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík. Keppnin fór þannig fram að hvert fyriríæki fékk dúfu til að keppa fyrir sína hönd. Dúf- unum var sleppt samtímis við Hvera- dali og flugu þær þaöan til bæjarins. Sigurdúfan keppti fyrir verslunina Ul- tíma í Reykjavík. Alls tóku 82 fyrirtæki þátt í keppninni. Afnám tog- veiðibanns Hafrannsóknastofnunin kannaði í þessari viku hólf út af Húnaflóa og hólf á Hombanka og Strandagrunni þar sem togveiðar hafa verið bannaðar síðan 11. október 1983 og 20. júní 1984. Við þessa könnun kom í ljós að hlut- fall smáþorsks var undir viðmiöunar- mörkunum og að þama fékkst einnig góðýsa. Ráðuneytið hefur því, að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveðið að fella úr gildi reglugerðir um bann við togveiðum út af Húnaflóa og um bann við togveiðum á Hombanka og Strandagrunni frá og með 1. desember nk. TOPPARNIR í KÓPA- VOGITOSAÐIR UPP um mönnum”, að sögn Ragnars Snorra Magnússonar, formanns bæjar- ráðs. Það var meirihlutinn einn sem stóð að kjarabreytingunni, framsókn- armenn, alþýðubandalagsmenn og al- þýðuflokksmenn. Gagnrýni minnihlutans Fulltrúar minnihlutans, sjálfstæðis- manna, bókuðu sérstaka gagnrýni vegna þess aö auk fastra mánaðar- launa og yfirvinnu samkvæmt stimpil- klukku fengju þessir þrír yfirmenn bæjarins full laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna. Um leið félli niður gömul regla um greiðslu fyrir fasta yfirvinnutíma. Samkvæmt nýju kjörunum fá yfir- mennimir yfirvinnu greidda „samkvæmt stimpilkortum og vinnu- skýrslu með áritun næsta yfirmanns”, nema bæjarstjóri „meö árritun for- manns bæjarráðs”. Ragnar Snorri Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við DV að alveg væri óvíst hvort hin nýju kjör hækkuðu heildartekjur viökomandi starfs- manna. En ætlunin væri að greiða þeim fyrir þá vinnu sem þeir legðu fram. Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagöi hins vegar að engan þyrfti að undra þótt bæjar- stjóralaunin færu að nálgast 199 þúsund á mánuði og að laun hinna tveggja hækkuðu í takt viö það. „Þetta eru athyglisverðar tilfæringar í eina kaupstaðnum þar sem nú er hreinn vinstri meirihluti,” sagði Richard. HERB <■ > I dag, föstudaginn 30. nóvember, opnum við nýja matvöru verslun KRON að Furugrund 3, Kópavogi. Hið glæsilega nýja verslunarhús er hannað með áherslu á að allur aðbúnaður sé sem bestur - að vel fari um viðskiptavini, starfsfólk og fjölbreytta matvöru. Um leið og við bjóðum ykkurvelkomin í þessa nýju verslun vonum við að hún eigi eftir að þjóna ykkur vel og lengi. M Rúmgott og vel skipulagt húsnæði____________________ Glæsilegt kjöt- og fiskborð Við bjóðum sérlega hagstœtt kgnningamrð á fjölda vörutegunda vegna opnunarinnar Allar mjólkurvörur í kæliskápum 2 djúpfrystar fullir af matvælum Avaxta- og grænmetisborð Greið aðkeyrsla M Malbikuð bílastæði með hitalögnum Opnunartími: 9-18 mánudaga til fimmtudaga 9-20 föstudaga 9-16 laugardaga AUGLÝSINOAPJÓNUSTAN FURUGRUND3 KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.