Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: Sl'ÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr, Hglaarhlað28 krj_ Kraftleysi stjórnarinnar „Það er ekki nógur kraftur í stjórninni,” sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra í viðtali við DV í gær. „Kannski eru menn þreyttir eftir kollsteypuna,” sagði hann. „Ef menn eru sannfærðir um, að breytingar á ríkisstjórninni hafa verulega þýðingu til þess að hún nái sér á skrið, og þær breytingar nást ekki fram, er ekki nema eðlilegt, að menn hugleiði alvarlega kosningar næsta vor,” sagði Ölafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, í viðtali við DV í fyrradag. Þarna hafa tveir af helztu forystumönnum í stjórnar- liðinu lýst því, hve máttvana ríkisstjórnin er um þessar mundir. Steingrímur ræðir um kollsteypu og á við afleiðingar kjarasamninganna á veröbólgu og vanda sjávarútvegsins. Margir stjórnarliðar tala um, að ríkis- stjórnin sé ónýt orðin. Þó ræða fáir enn um möguleikann á stjórnarslitum. Ekki hefur fundizt grundvöllur til að taka aðra flokka inn í stjórnarbræðsluna, þött rætt hafi verið um skeið. Því er mjög á döfinni í umræðu manna á meðal, hvort formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, gæti tekið ráðherrasæti. Þetta virðist vaka fyrir Ölafi G. Einarssyni. Því beitir hann þrýstingi. Sjálfstæð- isflokkurinn er nokkuð oddvitalaus í stöðunni nú með máttlausa ríkisstjórn og valdalítinn formann. Umræðan hefur breyzt talsvert síðan í sumar. Þá var lengi rætt, að „auðvitað” tæki formaður Sjálf- stæðisflokksins sæti í ríkisstjórn, þegar hann vildi. Nú virðist formaðurinn vilja. Nú virðist ríkisstjórninni ekki veita af andlitslyftingu, þó ekki væri nema til að endur- heimta hugsanlega eitthvað af töpuðu fylgi. Ríkisstjórnin þarf að sjálfsögðu miklu meira en and- litslyftingu. Þeir sem hlýddu á stefnuræðu forsætis- ráðherra, hljóta að álíta, að ríkisstjórnina skorti fyrst og fremst stefnu. Áhugamenn um ráðherradóm Þorsteins Pálssonar hafa að undanförnu eygt nokkra möguleika, sem síðan hafa brugðizt. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra var talinn standa höllum fæti eftir BSRB-deiluna. Mundi hann víkja fyrir Þorsteini? Svo reyndist ekki vera. Albert hafði mörg líf. Þá var rætt, hvort Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra mundi láta sæti sitt. Geir hefur haft nokkra forystu í ráðherraliðinu. Sagt var, að hann mundi tilleiðanlegur til að flytja sig yfir í Seðlabankann. Nú er minna rætt um þessa breytingu. Geir situr. Stuðningsmenn Þorsteins töldu, að Matthías Bjarna- son mundi fást til að standa upp fyrir Þorsteini Pálssyni. Þetta breyttist. Matthías fékk sér aðstoðarráðherra og treystist í sessi. Auk þess barst liði sjálfstæðismanna dagskipun frá blaði sínu, Morgunblaðinu. Blaðið sagði í leiðara, að breytingar á ríkisstjórninni yrðu að gerast með friði og sátt. Það þýðir, að Þorsteinn Pálsson verður ekki ráð- herra, nema einhver ráðherrann standi upp, spakur og fús. Auðvitað kæmi til greina að Þorsteinn yrði ráðherra án ráðuneytis (!) og honum bætt í liðið og kannski fram- sóknarmanni að auki. En samanlagt sýnir þessi frásögn, að stjórnarliðið á bágt með að hressast. Ráðherrar eru líklega þreyttir eins og forsætisráðherra segir. Breytingar á ríkisstjórn dygðu kannski til andlits- lyftingar. En jafnvel andlitslyftingin kann að vera stjórnarliðinu um megn. Haukur Helgason. Kjallarinn Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: „Þetta plagg. . . hlaut enga afgreiðslu á flokksráðsfundinum. . . og telstþvi á engan hátttil samþykkta fundarins eða Alþýðubandalagsins." Skjalafals í sjónvarpi Hvemig er sá maöur sem fæddur er í jötu Alþýöuhússins á Isafirði, al- inn upp í bæ karls föður síns, Alþýðu- blaöið segir að sé Héðinn endurbor- inn og Jón Baldvinsson vitjaði nafn hjá? Maöurinn sem örlögin ákváðu honum aö verða formaður Alþýöu- flokksins? Maðurinn sem óblauöur gekkst undir sinn skapadóm og lærði til forsætisráðherra? Við þekkjum að vísu Jón Baldvin, því að hann er ekki nýr maður í ís- lenskri pólitík. En þennan mann sem skapaöi af sér nýja fjölmiðlamynd fyrir formannskjör í Alþýðuflokkn- um þekktum við ekki svo gjörla. Þaö var þó ljóst að hann hlaut aö vera spennandi, og umfram allt vandaður til orðs og æðis með alla sögu Alþýðu- flokksins og óumflýjanleg örlög á bakinu. Spennandi var hann á köflum og skemmtilegur í sjónvarpsþætti sl. þriðjudagskvöld. En svo óvandur var hann að meðulum í málflutningi sínum að hann bró fyrir sig skjala- falsi í sjónvarpinu. Þaö er lenska að hallmæla stjórnmálamönnum, en ekki verður um þá sagt að þeir tíðki athæfi af því tagi sér til framdráttar í umræðum. Þrátt fyrir allt halda þeir nefinu upp úr sh'kri lágkúru. Jón Baldvin vitnaði þrisvar eða f jórum sinnum í sjónvarpinu til sam- þykkta flokksráðsfundar Alþýöu- bandalagsins sem haldinn var dag- ana 16.—18. þessa mánaðar. 1 því sambandi veifaöi hann og las upp úr plaggi sem ber heitið: „Samstarf vinstri manna? — Greinargerð til hliðsjónar í umræðu, tekin saman af framkvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins.” Þetta plagg, sem er upp á tíu síður auk fylgiskjala, hefur aö geyma samantekt staðreynda og hugleiðinga sem ég ber persónulega ábyrgö á. Það hlaut enga afgreiöslu á flokksráðsfundinum, enda tilgang- ur þess augljós af yfirskriftinni, og telst það því á engan hátt til sam- þykkta fundarins eða Alþýðubanda- lagsins. Hins vegar er ýtarlega fjall- að um samstarf vinstri manna í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar og hefði Jóni Baldvini verið í lófa lagið að vitna til hennar, ef hann á annaö borð vildi fjalla um sam- þykktir á vegum Alþýðubandalags- ins. Ekkert „leyndó" Formaður Alþýðuflokksins spurði aö því, er ég óskaöi honum til ham- ingju meö sigurinn á flokksþinginu, hvort umrætt plagg væri eitthvert „leyndó”. Eg sagði svo ekki vera enda heföi því verið dreift til frétta- manna og lét formanninum það í té aö bragði. Nýkjörinn, formaður Al- þýðuflokksins er ekki búinn að venjá sig af því að nota fyrstu persónu ein- tölu þegar hann talar í nafni Alþýðu- flokksins. Það verður að virða hon- um til vorkunnar að hann skuli ekki enn hafa vanist formannsfötunum. Hitt ætti jafn fundavanur maður og Jón Baldvin að vita að það er regin- munur á fundargögnum og sam- þykktum flokksþinga. búnaðarmálum og vaxtamálum, hefur haft nokkur áhrif á aðra flokka.” Um kvennalistann í kafla um Samtök um kvennalista segir: „Kvennalistinn byggir styrk sinn á vakningu meðal kvenna og þeirri undirstöðu í jafnréttisbaráttunni sem Alþýðubandalagið átti stóran hlut í að móta. Drifkraftur kvenna- listanser kominn frá þeim konum sem á undanförnum árum hafa einu sinni eða oftar verið í hópi fylgis- manna og stuöningsmanna Alþýðu- bandalgsins. Kvennalistinn rdíur fé- lagsmálastefnu Alþýðubandalags- ins, mælir eindregið gegn utanríkis- stefnu núverandi ríkisstjórnar og á sterka sameiginlega tóna með Al- þýöubandalaginu í friðarbaráttunni. Kvennalistinn leggur áherslu á inn- anflokkslýðræði og hefur á sumum sviðum sýnt af sér ný vinnubrögð. Hann höfðar að verulegu leyti til sömu þjóðfélagshópa og Alþýðu- bandalagið. Kvennalistinn hefur tekið eindregna afstöðu gegn stór- iðju.” Alþýðubandalagið 1 kafla um Alþýöubandalagiö segir: „Alþýöubandalagiö er langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þaö hefur 40% fylgi vinstri hreyfingar- innar en 17% af heildarfylgi í landinu 1983. Fylgislega er þaö þó eftir síð- ustu kosningar, að loknu nær fimm ára samstarfi við aöra flokka um stjóm landsins, í sömu sporum og 1967. Flokkurinn hefur sýnt að hann getur náð víðari skírskotun eins og t.d. 1978 og margt bendir til að for- ystusveit hans og dyggustu kjósend- ur líta á það sem framtíðarhlutverk hans aö starfa líkt og sósíalistaflokk- arnir í Mið- og Suður-Evrópu og krataflokkurinn íSvíþjóö.” Virðing þeirra beggja? Eins og áöur sagði eru þessar til- vitnanir birtar fyrir þá sem enn bera virðingu fyrir skrifuðum textum og gera þá kröfu að rétt sé farið með þá. Það hefur margsinnis komið fram að Jón Baldvin Hannibalsson er mikill áhugamaður um sögu Alþýöubanda- lagsins og vinstri hreyfingarinnar, enda hefur hann verið hluti hennar í áratugi. Ef sögulegar skírskotanir hans og túlkanir byggja almennt á slíkum blekkingum og leshætti sem hann viöhafði í sjónvarpinu er ljóst að lítiö mark er á honum takandi. Sagt er að falskir menn vinni fyrsta leik. I þeim málshætti felst forspá um að heiðarleiki borgi sig þegar til lengdar lætur. Það er ósk mín Alþýðuflokknum til handa að Jón Baldvin verði vandari aö meðul- um sínum framvegis og ríði ekki á brott með virðing þeirra beggja, svo notuð séu orð Brúsa prests í íslend- inga sögu. Reykjavík 28. nóv. ’84 Einar Karl Haraldsson. Ef formaður Alþýðuflokksins hefði greint satt og rétt frá þvi hvaöa plaggi hann var að veifa í sjónvarp- inu var honum aö sjálfsögðu heimilt að vitna í þaö eins og honum þóknaö- ist. Hins vegar var það afar óvið- felldið upp á að horfa þegar hann bætti gráu ofan á svart með því aö lesa upp úr greinargeröinni annað en í henni stendur. Vegna lesblindu for- mannsins í sjónvarpinu má ég því til EINARKARL HARALDSSON FRA MKVÆMDA S TJÓRI ALÞÝDUBADIDALAGSiniS. með að birta hér þrjá kafla úr henni svo að áhugamenn um stjórnmál geti borið saman það sem skrif að stendur og það sem upp úr Jóni Baldvin kom um hermálið, kvennalistann og fylgi Alþýðubandalagsins. Um „status quo" Um Alýðuflokkinn segir m.a.: „Enda þótt flokkurinn hafi ekki mikið fylgi eru ýmsir forystumenn í verkalýðshreyfingunni enn á ' hans snærum. Á því sviði hefur verið tals- verö samvinna milli alþýöubanda- lagsmanna og alþýðuflokksmanna. Á síðari árum hafa A-flokkarnir svo- kölluðu nálgast hvor annan í mál- flutningi og sýn til málefna. Þar kemur margt til. Alþýðubandalagið hefur orðið meiri „stjórnarflokkur” en áður, og sem slíkur orðið að sætta sig við „status quo” í hermál- inu. Jafnframt hefur Alþýðu- flokkurinn tekið undir ýmislegt í utanríkis- og friðarmálaumræðunni sem Alþýöubandalagið hefur átt frumkvæði að síðustu ár. Alþýðu- flokkurinn hefur tekið vaxandi þátt í starfi Alþjóðasambands jafnaðar- manna og flutt stefnumótun þess, m.a. í málefnum Mið-Ameríku og þróunarlanda, inn á vettvang Alþing- is. Alþýðuflokkurinn hefur átt í veru- legum erfiðleikum með að halda fram séreinkennum sínum, en er þó engan veginn áhrifalaus. Stefnumót- un hans í efnahagsmálum, t.d. í land-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.