Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. (Jtlönd Útlönd Útlönd Útlönd A-þýskirhættir aðnotaflísa- byssumar Innanríkisráðuneytiö í Bonn greindi frá því í gær að austur-þýsk yfirvöld hefðu nú fjarlægt af landa- mærunum síðustu flísabyssu sína í norðurhluta landanna. Um var aö ræöa sjálfvirkar dauöagildrur sem austantjaldsyfirvöld komu fyrir viö landamærin. Um 60 þúsund flísabyssur af gerðinni Sm—70 voru við landamærín þegar mest lét. Bandaríkin og Sovét- ríkinsammála Bandaríkin og Sovétríkin tóku höndum saman í fjárlaganefnd Sameinuðu þjóðanna og gær og spyrntu gegn því að staðaruppbæt- ur og risna starfsfólks Sameinuöu þjóðanna yrði hækkuö, en þeir telja þaö oflaunað. Fjárlaganefndin, skipuð fulltrú- um 159 aðildarríkja, samþykkti aö fella niður fyrirhugaða 9,6% hækk- un á staðaruppbótum starfsfólks S.Þ. í New York (sem hefði orðið skattfrjáls). Fíkniefni fyrir 66 milljónir punda Breskir tollþjónar slógu öll eldri met í fyrra þegar þeir lögðu hald á fíkniefni fyrir 66 milljónir sterlingspunda. Obbann tóku þeir við tolleit á Heathrov-flugvelli, og kom meiri- hlutinn af kókaíninu frá Suður- Ameríku en heróínið aðallega frá Indlandsskaga og þá meðal annars frá Pakistan. Af alls 1248 manns sem dæmdir voru fyrir brot á fikniefnalögunum voru 826 dæmdir í allt aö 13 ára fangelsi. Næstmesta smygliö, sem toll- gæslan komst yfir, var klámefni, bækur, tímarit og kvikmyndir. Flugræninginn vildi tala við mömmu! Tvítugur flugræningi gafst upp í Bandaríkjunum í dag. Hann rændi litilli þotu í Atlanta og tók tvo gísla. Hann hótaði að sprengja þotuna í loftupp. Alríkislögreglan sagði aö flug- ræninginn hefði gefist upp eftir fjögurra tíma samningaviöræður. Hann vildi fá að tala við móður sína og embættismann sem var að hjálpa honum aö vinna bug á fíkni- efnavandamáli sínu. Dýrkuðu eldinn og grófu upp silfur Sovéskir fornleifafræðingar hafa fundiö leifar 1.000 ára gamallar silfumámaborgar í Pamír-fjöllunum nálægt Kína og Afganistan. Borgin var í fjögurra kílómetra hæð. Líklegt er að silfur- námurnar hafi verið ennþá hærra uppi* Fornleifafræöingarnir fundu út- h'nur borgarstræta og rústir eld- musteris. Ibúar borgarinnar dýrk- uðu að öllum líkindum eldinn. Fræöingarnir hafa einnig fundið skjöl, verkfæri og djásn. Ibúar borgarinnar seldu silfriö til Kína og annarra Austurlanda. Samningurinn aðgengilegur Hong Kong-stjórn sagöi í gær að samningurinn sem Bretar gerðu við Kínverja um framtíö eyjunnar væri í grundvallaratriðum að- gengilegur. Skýrsla stjórnarinnar sagði þó aö mikið væri um mjög mismunandi sjónarmið í ný- lendunni. Sumir væru fullkomlega fylgjandi samningnum. Aðrir væru algerlega á móti honum. Samkvæmt samningnum fá Kínverjar yfirráð fyrir eyjunni 1997, en þjóðfélagsumgjörö Hong Kong á ekki að breyta. Barnaklám gífurlega útbreitt: „Böm seld á upp- boöi i Amsterdam” Bandaríkjaþing hyggst efla mjög baráttuna gegn barnaklámi eftir að hafa heyrt vitnisburö sérfræöinga um gífurlega útbreiöslu hvers kyns af- brigða þess. Fulltrúi samtaka til varnar börnum sagði þinginu að mark- aðurinn fyrir bamaklám væri al- þjóðlegur. Hann sagði frá filippískum drengjum sem heföu veriö teknir til Astralíu undir því yfirskini aö þaö ætti að ættleiöa þá. Tilgangurinn hefði hins vegar verið að nota þá til ólöglegrar framleiðslu á klámi. Börn væru seld á uppboði í Amsterdam. Barnavændis- ferðir væru skipulagðar í Bandaríkjun- um, Vestur-Þýskalandi, Japan og Hol- landi. Ferðamennirnir færu til Sri Lanka, Thailands, Filippseyja og fleiri landa til þess aö eiga mök við börn. Hann sagði að fleiri en 2000 drengir undir lögaldri stunduðu vændi í Colombo á Sri Lanka. Dómsmálaráðuneytiö í Hollandi hefur aftekið meö öllu aö börn séu seld á uppboöi í Amsterdam. Tollþjónustumaður sagði þinginu að um 85 prósent af barnaklámi í pósti til Bandaríkjanna kæmi frá Hollandi, Danmörku og Svíþjóð. Eitt tímaritið heföi sýnt samfarir við um 18 mánaða gamalt barn. Hann sagöi að toll- þjónustan hefði leitað uppi heimilis- föng sem birt væru í tímaritunum og handtekiö framleiðendur barnakláms, og viðtakendur. Hann sagöi að vegna þess aö hæsti- réttur hefði gefiö tollinum vald til aö opna póst sem kemur frá útlöndum væri nú auðveldara en áður að finna slíkt efni. Richard Gere Gere gerðist ekki svo grófur, sögðu vitnin. Vændisferðir, tímarit sem sýna samfarir við 18 mánaða böm og klámuppboð á böraum: þetta tíðkast allt. Námamenn fá peningana aftur Réttur í Lúxemborg leyfði í gær útdrátt á 4,38 milljónum sterlings- punda í eigu verkalýðsfélags breskra námuverkamanna. Peningamir höfðu veriö f rystir aö beiöni bresks dómstóls. Rétturinn í Lúxemborg ákvað þó að bankinn þar sem peningarnir eru skuli halda eftir 200.000 sterlingspundum sem verkalýðsfélagið skuldar breskum dómstólum, auk 50.000 punda til að borga hugsanlegan kostnaö vegna málaferla. Námamenn fluttu peninga sína úr landi þegar hklegt þótti aö hald yrði lagt á sjóði þeirra í Bretlandi. i málaferlum Dómari í New ,York vísaöi á bug kærum um líkamsárás og ofsóknir sem bornar höfðu verið á kvik- myndaleikarann Richard Gere. Bíl- virki á viögerðarverkstæði einu í N.Y. hafði kært Gere fyrir hótanir og líkamsárás þar sem Gere átti að hafa tekið bílvirkjann kverkataki og slegið hann, í júlí í sumar. Þrjár manneskjur báru því vitni að Gere hefði ekki ráöist á bílvirkj- ann, eins og hann hafði haldið fram, og læknar vitnuðu um að hann bæri enga áverka. Þegar Gere (34 ára) yfirgaf réttinn var honum samt birt stefna í 1,25 milljón dollara skaðabótamáli sem bílvirkinn ætlar að höfða gegn honum. — Leikarinn vinsæh ætlar að stefna bílvikjanum á móti fyrir meiðyröi og ærumeiðandi máls- sóknir. SJÓMENNIRNIR SEGJAST SAKLAUSIR AF SMYGLI Sex breskir sjómenn kváðust í gær vera saklausir af að smygla 36 tonnum af marijúana til Bandaríkjanna. Þeir voru handteknir fyrr í þessum mánuði eftir að fíkniefniö fannst í skipi þeirra undan Nýja Englandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum telja aö skip þeirra kunni aö hafa verið móðurskip í víðtæku smygli á eiturlyfj- umtillandsins. Mönnunum sex er haldið í Boston. Gert er ráö fyrir að mál þeirra fari fyrir rétt í janúar. Verögildi marijúanafarmsins er um 1,2 milljarðar íslenskra króna. Skipið sem þeir voru á, Ramsland, var með breskan fána og norska pappíra. Hvorki Norðmenn né Bretar segjast kannast við skipiö. DOU „DINOSARAR” UT AF GEISLAEITRUN? Risaeðlur fornaldar, „dínósárarnir” svonefndu, kunna aö hafa dáið út vegna geislaeitrunar er niðurstaða sovéskra vísindamanna sem birt var í gær. Geislaeitrunin telja þeir að hafi fylgt aukningu úraníuminnihalds uppistöðu- vatnanna þar sem risaeðlumar lifðu. Sergei Nerucherv jarðfræðingur skrifar um þessar niðurstöður ítarlega grein í „Moskvu-tíðindin”, og eru þær byggðar á rannsóknum sem gefa til kynna að á þessu þróunarstigi jarðar hafi náttúrulegt úraníum í klettum og vatni vaxið mjög en líffræðingar telja aö frumur hafi dregið í sig úraníum og það hafi átt sína meginsök á því að risaeðlurnar dóu út. Neruchev segir að kenninar hans byggist á rannsóknum á stein- gervingum (dínósára) sem hafi sýnt óeðlilega mikið magn úraníums. — Af þessum rannsóknum er helst að sjá að úraníuminnihald náttúrunnar hafi verið í hámarki á 30 til 40 milljón ára fresti. m— ------------► Geislarnir urðu eölunum að falli, segir Sovétmaðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.