Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 1
i í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Hefur misst út 900 milljóna sparifé Ríkissjóður hefur heldur betur orðið fyrir barðinu á samkeppninni um sparifé landsmanna. Á árinu hafa verið leyst út spariskírteini fyrir 1.400 milljónir. Ekki hefur tekist að selja ný skírteini fyrir nema 500 milljónir. Sparifjáreigendur hafa' því tekið út 900 milijónir hjá ríkinu. I fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1984 var gert ráð fyrir að inn- lausn spariskírteina á árinu myndi nema 170 milljónum króna. En inn- lausnin er orðin um 1.230 milljónum meiri. Ætlunin var að selja ný skír- teini fyrir 200 milljónir og önnur verðbréf fyrir 358 milljónir króna. En verðbréfasalan er sem fyrr segir orðin um 500 milljónir alls. Etin skuggalegri horfur eru fram- undan takist ríkissjóði ekki að ná nýrri fótfestu á sparifjár- markaðnum. Á næsta ári verða laus til innlausnar spariskírteini ríkis- sjóðs að upphæð nærri 2.500 milljónir króna. I lánsfjárætlun fyrir 1985 er reiknaö með að skírteini fyrir 600 milljónir verði innleyst. A móti er áætlað að selja ný skírteini fyrir sömu upphæð. Alger óvissa ríkir um það hvernig fer með þær 1.900 milljónir í lausum spariskírteinum ríkissjóðs sem þama ber á milli. Verði einhver eða verulegur hiuti þeirra innleystur, hvað þá allt saman, þýðir það að líkindum auknar lántökur erlendis. -HERB. Opinber heimsókn Olof Paime, forsætisráöherra Svíþjóðar, hófst kiukkan 9 i morgun i Stjórnarráöinu hjá Steingrími Hermannssyni. Klukkan 11 var haidið i Stofnun Árna Magnússonar og upp úr hádeginu beið málsverður á Bessastöðum iboði Vigdísar Finnbogadóttur. Siðdegis heldur Palme og fylgdarlið á fund skáldsins á Gijúfrasteini þar sem dvalið verður um stund. Þaðan verður haldið aftur til Reykjavikur og Olof Palme heldur fyririestur, er nefnist Norðuriönd og heimurinn.i há- tiðarsal Háskóla íslands klukkan 17. Heimsókninni lýkur svo með kvöid- verðarboði i Súlnasal Hótei Sögu. Olof Palme og Lisbet eiginkona hans fijúga utan á miðnætti i nótt. -EiR/D V-mynd KAE. Ríkisstjórnin taki sér hvíld — segirforseti bæjarstjórnarí Vestmannaeyjum „Reynslan sýnir að þegar Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eru í stjórn saman þá laða þeir fram það versta í báöum flokkum.” Þessi ummæli viðhafði Sigurður Jónsson, forseti bæjar- stjómar Vestmannaeyja og vara- formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- f lokksins þar, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn. Fjörugar umræðiy urðu á fundinum um atvinnumál og voru menn ekki á eitt sáttir hverju það sætti að fjármagn sogaðist frá lands- byggöinni til Reykjavíkur á siðustu mánuðum. Sigurður Jónsson sagði að stjómvöld ættu sinn þátt í þessu. Þetta færi svona þegarfrjálshyggju- postulamir réðu öllu í Sjálfstæðis- flokknum. Þvi væri best aö þessi ríkisstjóm tæki sér hvíld og færi frá semfyrst. Sigurður Jónsson ítrekaði þessi ummæli í samtali við DV í gær. Hann sagðist hafa oröið var við að fylgið hryndi af Sjálfstæðisflokknum og því hefði hann látið þessi orð falla. -OEF. Bifreiðaskoð- unarmenn að drukkna í skít „Það er sama hvar maður setur niður hönd, það er drulla og skitur út um allt. Þetta húsnæði er ekki mannabústaður, lofthæð alltof lítil, engir giuggar, hvað þá loftræsting,” sagði einn trúnaðarmanna i Bifreiða- eftirlitinu á Bíldshöfða í samtali við DV. „Hér eru menn ákaflega slappir og oftar veikir en gerist og gengur. Þá hafa nokkrir fengiö húðsjúk- dóma.” Húsnæði það er hér um ræðir er kjallarinn undir Bifreiðaeftirlitinu í Bildshöföa þar sem skoöunarmenn hafa aðsetur, alls 10 manns. I rigningum flýtur vatn um öll gólf og þrátt fyrir að Vinnueftirlit ríkisins hafi þegar árið 1981 gert kröfu um að þetta yrði lagað hefur ekkert gerst. „Þetta er ófullnægjandi húsnæði og við höfum þrýst mjög á um endur- bætur. En dóms- og kirkjumálaráðu- neytið ber ábyrgð á þessum vinnu- stað og þeim seinagangi sem verið hefur í þessu máli,” sagði Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftir- litsins. -EIR. Fanginngaf sig f ram Fanginn frá Litla-Hrauni, sem slapp úr höndum lögreglunnar fyrir utan Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg á dögunum, er nú kominn þar inn fyrir dyr aftur. Hann haföi samband við lög- regluna um miðjan dag í gær og gaf sig fram. Var liann sóttur skömmu síðar og settur í Hegningarhúsið, þar sem hann fékk að vera í nótt. Fanginn, sem kominn er yfir fertugt, átti að ljúka afplánun á Litla-Hrauni eftir þrjá mánuði. Getur orðið bið á því að hann losni og samkvæmt reglunni verður hann í einangrun í a.m.k. einn mánuö vegna þessa stroks. -klp. Lánsfjárlög hátt í tíu milljarðar Frumvarp að fjárfestingar- og lánsf járáætlun fyrir 1985 verður lagt fram á Alþingi eftir helgina. Láns- fjáröflun á næsta ári mun áætluö nærri 9,5 milljaröar. Þar af um 7,2— 7,4 milljarðar í erlendum lánum en um 2,0 milljarðar í lánum innan- lands. Innlenda lánsféö á aðallega að fást hjá lífeyrissjóðunum, 1,2 milljarðar, sem er 200 milljónum meira en í láns- fjáráætlun þessa árs, og með sölu spariskírteina upp á 600 milljónir. Eins og undanfarin ár fer stór hluti allrar lánasummunnar til þess að greiða eldri lán og vexti af þeim. Um þrír milljarðar af áætluðum lánum eru vegna A- og B-hluta ríkis- sjóðs. Um tveir milljarðar vegna fyrirtækja sem ríkið á. Lítils háttar er vegna sveitarfélaganna og af- gangurinn vegna fyrirtækja og ein- staklinga. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru nú rétt innan við 62% af þjóðarfram- leiöslu ársins. Áætlaö er að þetta hlutfall lækki til loka næsta árs niður undir61%. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.