Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 40
Jk. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i OV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. - FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984. Eigandi trompmiðans nýlátinn: Fimm milljónir á óendumýjaðan miða Hæsti vinningurinn í Happdrætti Háskólans, saratals 5 milljónir króna, kom upp á miða sem ekki haföi verið endurnýjaður vegna frá- falls eigandans. A þriðjudag var dregið í Happ- drætti Háskólans. Hæsti vinningur- inn, ein milljón króna, kom upp á svokallaðan trompmiöa auk f jögurra heilmiða, allra með sama númeri, sem samtals nífalda vinninginn. Þessa miða áttu þrír Reykvíkingar, einn átti trompmiðann, sem fimm- faldar vinninginn, annar þrjá heil- miöa og sá þriðji einn. Reykvíkingurinn, sem átti tromp- miðann og átti þvi að fá milljónirnar fimm, féll frá fyrir aöeins rúmum mánuði. Hafði hann átt miðann í 25 ár, alltaf endurnýjað með skilum en aldrei fengið vinning. Ættingjar mannsins höfðu í mörgu að snúast eftir fráfall hans og gleymdist því að endurnýja miöann. Höfðu þeir sam- band viö Jóhannes L. L. Helgason, framkvæmdastjóra Happdrættis Há- skólans vegna þessa máls og sagöi hann að fyrst miðinn hefði ekki verið endurnýjaður yrðu milljónimar ekki greiddar út. I samtáli við DV í fyrra- dag sagði Jóhannes hins vegar að vinningurinn hefði fallið i skaut þriggja Reykvíkinga. En þegar DV hafði samband við hann í gær sagöist hann ekkert vita um þetta mál enda heföi hann í nógu öðru aö snúast en að kanna það. „Ef miðinn hefur ekki verið endur- nýjaður rennur vinningurinn til okkar,” sagði Jóhannes. — Varþessimiðiendurnýjaður? „Egveitþaðekki.” — Þegar menn hafa átt miða svona lengi endurnýjast þeir þá ekki sjálfkrafa? „Aldrei.” — Engin undantekning þar á? „Nei,” sagði Jóhannes L. L. Helgason. -KÞ. Útvarpslögin ísaltyfir jólin Nýtt frumvarp til útvarpslaga veröur ekki afgreitt úr menntamála- nefnd neöri deildar Alþingis fy rir jól. Þar hefur það verið til umfjöllurtar um skeið. Margir hafa verið kallaðir á fund nefndarinnar og umsagna víðaleitað, Nú á síöustu fundum hafa margar breytingartillögur og „hugmyndir” borist frá stjórnarandstæðingum sem ekki hefur unnist tími til að vinna úr. Veikindi hafa einnig tafiö afgreiðslu frumvarpsins úr nefndinni. Annað útvarpslagafrum- 5^ varp hefur verið lagt fram á Alþingi, frá Sigríðu Dúnu Kristmundsdóttur, Samtökum um kvennalista. -ÞG Mikiö fyrír Ktíð /HIKUG4RDUR Mjög mikið hefur verið um árekstra á götum Reykjavikur síðustu tvo daga. Voru yfir 30 bókaðir érekstrar i fyrradag og annað eins i gær. Má reikna með að vel á annað hundrað bílar hafi skemmst i þessum árekstrum og sjálfsagt annað eins i árekstrum þar sem ekki er kallað á lögregluna. Hér er mynd af einu óhappinu i gær. í þessu tilfelli ók ökumaðurinn á umferðarljós við Hringbraut. Var hann ekki i bilnum þeg- ar lögreglan kom á staðinn en gafsig fram við hana skömmu siðar og kom þá í Ijós að hann var réttinda- laus. -klp- D V-m ynd S. Vaxtabreytingar: Beðið eftir Seðlabanka- skýrslunni Vaxtaskýrsla Seðlabankans sem ríkisstjórnin bað um í síðustu viku var ekki komin á borð viðskiptaráð- herra í gær. Hún á meðal annars að skýra tillögu seðlabankamanna um vaxtabreytingar nú. Einnig á í henni aö gera grein fyrir stööu viðskipta- bankanna. Af tækniiegum ástæðum er vöxtum breytt á vissum mánaðardögum. Næsti liklegi dagur er 21. desember. Ríkisstjórnin mun tæplega fjalla frekar um vaxtamálin fyrr en á þriöjudag sem er 18. desember. I samtaii við AlexanderStefánsson félagsmálaráðherra sagði hann það skoðun sína að þær vaxtahækkanir á óverðtryggðum inn- og útiánum sem seðiabankamenn vildu væru ekki timabærar. Og „hækkun á afurða- lánum úr 18 í 25% er alveg f ráleit” að mati ráðherrans. HERB Fiskverð: Útgerðin þarf 20% verðhækkun „Þaö þarf að minnsta kosti 20% fiskverðshækkun til að vega upp á móti kostnaðarhækkunum vegna gengisbreytinga og olíuverðshækk- ana,” sagði Kristján Ragnarsson, fulltrúi seljenda í Verðlagsráöi sjávarútvegsins, um tilboð fiskkaup- enda um 10% fiskverðshækkun sem lagtvar framígær. Fiskkaupendur telja að í þeirra til- boði felist að skilinn verði eftir iítils háttar tekjuafgangur hjá fiskvinnsl- unni í heild. Kristján Ragnarsson sagði liins vegar: „Þeir gerðu sér ljóst að þetta tilboð er ekkert sem við gætum sætt okkur við. Þeir eru bara að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti.” Hann sagði aö 20% hækkun að meðaltali þyrfti til að vega upp i kostnaðarhækkanir út- gerðarinnar og síöan þyrfti eitthvað tii viðbótar ef bæta ætti stööu henn- ar. Hversu mikið það væri myndi skýrast um helgina þegar út- reikningar Þjóðhagsstofnunar um afkomu útgeröarinnar lægju fyrir. ÖEF Geir og Shultz ræddu um kjamavopn á íslandi — ef ni viðtalanna ekki til umræðu í f jölmiðlum, segir Geir LOKI Ég gef skít í Bifreiðaeftir- litiðl „Ég hef rætt þetta mál við Shulzt (utanríkisráðherra Bandaríkjanna) og aðra, en efni okkar viðtala er ekki til umræðu í f jölmiðlum,” sagöi Geir Hallgrímsson utanrikisráðherra í samtali viö DV í gær er hann var spuröur um hvort hann hefði fengið staðfestingu á skjali því sem banda- ríski fræðimaðurinn William Arkin kynnti honum og forsætisráðherra í síðustu viku. Geir Hallgrímsson er nú staddur í Briissel þar sem fram fer fundur utanríkisráðherra aöildarrikja Atlantshafsbandalagsins. Upp- lýsingar um skjal þetta ættu því að vera nærtækar. En sem kunnugt er stóð í skjali þessu að forseti Banda- rikjanna hefði heimilað að sendar yrðu 48 kjamorkudjúpsprengjur hingað til lands á ófriðartímum. Skjalið var frá árinu 1974 en Arkin taldi sig hafa heimildir fyrir því að þessar heimiidir hefðu verið framlengdar ár frá ári síðan þá. Þessi heimild, að flytja hingað k jam- orkuvorp, stangast á við varnar- samning íslands og Bandaríkjanna og ítrekaðar yfirlýsingar margra utanríkisráðherra Islands. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við DV í gær að hann hefði fengið munnlegar upplýsingar um þetta mál. Hann vildi ekki segja hvort staðfesting heföi fengist á hvort þetta skjal væri ófalsað eða hvort slíkar heimildir hefðu veriö gefnar út. Hann sagðist eiga von á skriflegri skýrslu og gæfi því engar frekari upplýsingaraðsvokomnumáli. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.