Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bítlamir fá sigur gegn plötuútgáfunni Bítlarnir eins og þeir litu út á uppgangsárum sinum. Þó þeir bati ekki spilað sam- an í mörg ár þá njóta þeir enn góðs af höfundarréttargreiðslum fyrir þann ara- grúa laga sem þeir sömdu á ferli sínum. Bítlamir höfðu sigur í gær fyrir dóm- stólunum í máli gegn breska hljóm- plötufyrirtækinu EMI vegna vangold- inna höfundarlauna. Urskurðaði dómarinn að margt þyrfti rannsóknar meö í samningum Bítlanna og fyrir- tækisins á árunum þegar Bítlamir vom aö vinna sér f rægð. Það var Apple-fyrirtæki þeirra Paul McCartney, Ringo Starr, George Harrison og Yoko Ono (ekkju Johns Lennons), sem höfðaði máliö. Tals- maður fyrirtækisins sagði að Bítlamir mundu nú gera milljónakröfur á hend- ur EMI. Er talað um að þeir eigi hjá EMI 2,3 milljónir sterlingspunda í van- goldnum höfundarlaunum. Nolan berst fyrir lífinu Schröder með gervihjartað nokkrum dögum eftir aðgerðina, þegar hann var tek- inn að braggast, en honum sló niður aftur. Gervihjartaþeginn fékk hjartaáfall Poppstjarnan Mike Nolan í hljóm- sveitinni Bucks Fizz berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í London. Hann er tengd- ur við vél sem heldur í honum lífinu. Hinn 30 ára gamli söngvari lenti í árekstri í rútu hljómsveitarinnar á þriðjudag. Hann kastaðist í gegnum framrúðuna á bílnum. Læknar reyna nú að fjarlægja blóðhnút úr heila hans. I slysinu meiddust 15 aðrir, þar af þrir meðlimir hljómsveitarinnar. Læknar sögðu í gær að líðan Nolan væri örlitlu betri en áöur en samt slæm. Gervihjartaþeginn William Schroed- er fékk í gær hjartaáfall á sjúkrahús- inu í Louisville í Bandarikjunum. Hann var aö boröa þegar kona hans tók eftir þvi aö hann var hættur aö boröa og var orðinn sinnulaus. Hann mun vera á bataleið. Ekki halda læknar að plast- og álhjartaö í honum hafi bilað, heldur stafi hjarta- áfallið af sykursýki hans. Schroeder hafði jafnaö sig furöu vel eftir hjartaígræösluna. I fyrradag tal- aöi hann við Reagan Bandaríkjafor- seta í síma og kvartaöi yfir því aö þaö ætlaði aö taka langan tíma aö fá greidda læknismeöferöina úr almannatryggingum. Stuttu síðar kom féö meö sérstökum sendimanni. I j I 1 I I “ l I SPENNANDI - SPENNANDI - SPENNANDI Theresa Charles Treystu mér, ástin mín Alida eriir blómstrandi öryggisíYrirtœki eítir mann sinn, sem haíði stíað henni og yngri írœnda sínum sundur, en þann mann heíði Alida getað elskað. Hann var samstarismaður hennar og sameigin- lega œtla þau að íramíylgja skipun stoínandans og eyöileggja þessi leynilegu skjöl. En ileiri höíðu áhuga á skjölunum, og hún neyðist til að leita til írœndans eítir hjálp. En gat hún treyst irœndanum...? Treysíu mén ástinmín H\RU\K\ , ■ g,artland Ávaldi ástarinnar Barbara Cartland Á valdi ástarinnar Laíði Vesta íerðast til ríkisins Katonu til aö hitta prinsinn, sem þar er við völd og hún heíur gengiö aö eiga með aöstoð staögengils í London. Við komuna til Katonu tékur myndarlegur greiíi á móti henni og segir henni að hún veröi að snúa aítur til Englands. Vesta neitar því og gegn vilja sínum tekur greiíinn að sér að íylgja henni til prinsins. Það veröur viðburðarík hœttuíör, en á leiöinni ' laðast þau hvort að öðm. En hver var hann, þessi dularíulli greiíi? Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland hafa um mörg undanf arin ár verið í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauöu ástarsögurnar haía þar íylgt f ast á eítir, enda skrif- aöar aí höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höíunda eru enn íáanlegar í flestum bókabúöum eða beint írá forlaginu. Else-Marie Nohr Ábyrgö á ungum heróum i < $fáb**n*____ Else-Marie Nohr ÁBYRGÐ A UNGCJM HERÐGM Rita beist hetjulegri og örvœntingaríullri baráttu viö að vernda litlu systkinin sín tvö gegn manninum, sem niödimma desembernótt, - einmitt nóttina, sem móðir hennar andast - leitar skjóls í húsi þeirra á flótta undan lögreglunni. Hann segist vera laðir barnanna, kominn heim írá útlöndum eítir margra ára vem þar, en er í rauninni hœttulegur aíbrotamaður, sem lögreglan leitar ákaít, eftii flótta úr íangelsi. Erik Nerlöe Hamingjustjarnan Annetta verður ástíangin af ungum manni, sem saklaus hefur verið dœmdur í þunga iefsingu fyrir afbrot, sem hann heíur ekki framiö. í fyistu er það hún ein, sem trúir fullkomlega á sakleysi hans, - allir aörir sakfella hann. Þrátt fyrir það heldur hún ötul baráttu sinni áfram til að sanna sakleysi hans, baráttu, sem varðar lífshamingju og íramtíöarheill þriggja manna; Hennar sjálírar, unga mannsins, sem hún elskar, og lítillar þriggja ára gamallar stúlku. EpikNerlöe HAMINGiJU s™rmn Eva Steen Hún sá þaö gerast Rita er á örvœntingarfullum flótta í gegnum myikrið. Tveir menn, sem hún sá íremja hrœðilegt afbrot, elta hana og œtla að hindra að hún geti vitnað gegn þeim. Þeir vita sem er, að upp um þá kemst ef hún nœr sambandi við lögregluna og skýrir frá vitneskju sinni, og því em þeir ákveðnir í aó þagga niður í henni í eitt skipti íyrir öll. Ógnþrungin og œsilega spennandi saga um aíbrot og ástir. CJ»SbK!«9í»_ F.va Stecn HÚNSA GE ÞAÐ RAST mM SKLIOGSJÁ Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.