Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Spurningin Er mark takandi á draumum? Sigríður Sigurðardóttir af- greiðslustúlka: Já, ég trúi þvi þó að mig dreymi sjálfa mjög lítið. Eg held að til sé fólk sem dreymt getur fyrir daglátum. Áslaug Árnadóttir húsmóðir: Eg hef bara enga skoöun á því. Mig dreymir mjögsjaldan. Pétur Guðmundsson skrifstofumaður: Já, það tel ég því ég tala af eigin reynslu. Mig dreymir töluvert mikið og margir af þeim draumum koma fram. Dídí Kristjánsdóttir húsmóðir: Já, ég tek mark á draumum. Mig dreymir oft og það kemur margt af því fram. Björn Guðmundsson leigubilstjóri: Nei, ég tek ekkert mark á draumum. Það er kannski vegna þess að mig dreymir sjálfan mjög lítið. En ég held að almennt sé ekkert að marka þetta. Laufey Þórðardóttir húsmóöir: Já, ég held að það hljóti að vera að marka drauma. Maður hefur h'ka heyrt um mörg tilfelli þar sem draumar hafa komiö fram. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Hjálpum sveltandi fólki í Eþíópíu” Lesandi hringdi: Mér finnst að allir Islendingar ættu nú að taka höndum saman meö Hjálparstofnun kirkjunnar til hjálpar sveltandi fólki í Eþíópíu og víðar í Afríku. Samanborið við öll jólainnkaupin þá getur engan munað um 100—200 kr. til hjálparstarfsins. Af sjónvarpsmyndum og þeim frá- sögnum sem fjölmiölamir hafa fært okkur er ástandið svo hrikalegt að við Islendingar getum ekki setið hjá aögerðalausir. Við erum þekkt að því aö vera skjót til hjálpar, um þaö vitnar okkar eigin saga, og oft höfum við sjálf verið hjálpar þurfi og þurft að reyna þjáningu og fátækt vegna náttúruhamfara. Má í því sambandi minna á móöuharðindin. Ég treysti orðum Hjálparstofnunarinnar um aö aðstoð á hennar vegum komist til skila en mér skilst að henni sé fylgt „ við erum þekkt að því að vera skjót til hjálpar." eftir af fulltrúum stofnunarinnar. Mér finnst hugmyndin um að senda íslenska flugvél með hjálpargögn og hjúkrunarfólk til Eþíópíu stórkostleg og lýsa áræði og eindregnum vilja til hjálpar. Við eigum öll að styðja þetta átak. Væntanlegt vín? Sigurður skrifar: Nú að undanfömu hafa veriö fáanleg á nokkrum vínveitingastööum rauðvín, hvítvín og rósavín sem heita Siglo. Þessar víntegundir eru mjög góðar að mínu mati og hef ég margoft beðið um þær í verslunum ATVR. Þaö hefur komið mér á óvart að þessar víntegundir hafa ekki verið fáanlegar í áfengisútsölum að rauðvíninu undan- skildu. Nokkrir afgreiðslumannanna hafa sagt mér að þaö sé mikið spurt um þessar víntegundir. Mig langar því að fá upplýsingar um hvemig á þessu standi og jafnframt spyrja hvort ekki sé von á Siglo hvítvíni og rósavíni í á- fengisútsölurnar. Svava P. Bernhöft, innkaupastjóri ÁTVR: „Það er rétt að hvítvín og rósavín af þessari tegund hafa ekki fengist í verslunum ÁTVR. Ástæðan er sú að okkur hafa ekki borist neinar sér- stakar óskir um að þessar ákveðnu víntegundir verði settar á markað. Aö svo stöddu get ég því ekki sagt um hvort þessar víntegundir eru vænt- anlegar á útsölustaði ÁTVR. ” Jenný, Eydís og Guðný skrifa: Okkur varð litið í grein DV sem bar heitið „Tiilögur um breytingar á rás 2”. Viö viljum þvertaka fyrir það að gefa skemmtilegustu mönnunum frí, þ.e.a.s. Páli Þorsteinssyni, Ásgeiri Tómassyni, Jóni Axel svo og Valdísi Gunnarsdóttur. Við erum alveg sam- mála því að Þorgeir Astvaldsson og Helgi Már Barðason séu góðir útvarps- þulir og viljum alls ekki missa þá úr þeirra stöðum. Einnig finnst okkur umsjónarmenn næturútvarps mjög góðir og upplífgandi. Okkur er spum: Hvemig haldið þið að rás 2 yrði ef ekki væru svona hressir og upplífgandi menn að störfum þarna? Hún yrði nákvæmlega eins og rás 1, algerlega líflaus. Við viljum taka mjög gott dæmi um skemmtilegan þátt sem kom manni í þetta rosa stuð. Þessi þáttur var á dagskrá 7. des. og hét „Léttir sprettir”. Stjómandi hans var Jón Olafsson. Við viljum hvetja Jón til að halda áfram á sömu braut. I lokin ætlum við að gefa ykkur les- endum gott ráð. Það er með útvarpið eins og sjónvarpið. Maður slekkur bara ef manni líka r ekki efnið. Starfsfólk rásar 2. Bréfriturum finnst liðið mjög svo upplífgandi og hresst. Góðir útvarpsmenn á rás 2 LÖGREGLUMANNA ÞJÁLFUN Ingimar Kr. Skjóldal, formaður Lög- reglufélags Akureyrar, skrifar: Um alllangt skeið hefur DV varið mikilli prentsvertu og rúmi til að níða niður löggæslu þessa lands. Svo iangt hefur þetta gengið að stundum jaðrar viö ofstæki og nægir að minna á skrif þess um svokallað Skaftamál. Þaö er því ekki aö undra þó að það færi mjög fyrir brjóstið á ráða- mönnum DV er í ljós kom í nýlegri skoöanakönnun aö almenningur i landinu hefði mjög gott traust á lög- reglunni. Virðist því að fólk hafi ekki tekið skrif blaðsins alvarlega enda kom í ljós í sömu könnun að traust f ólks á blöðunum var miklu minna. Ekki var það þó ætlun mín að fjalla um kannanir þessar heldur nýjustu skrif DV, þ.e. grein Dagfara 3. des. sl. I grein þessari er f jallað á mjög svo furðulegan hátt um atburð sem nýlega varð er nokkrir lögreglumenn meiddust á æfingu hjá Lögregluskóla ríkisins. Greinar- höfundur telur líklegt að með æfing- um þessum hafi umræddir menn verið aö sanna karlmennsku sína með því að stökkva niður af palli og gera fleiri æfingar. öllum ætti að vera ljóst aö til aö geta sinnt starfi sínu sómasamlega verða þeir að búa sig undir það með tilheyrandi skóla- göngu og þjálfun sem kemur þeim best að notum í því starfi. Mér þykir trúlegt að t.d. blaða- menn séu þjálfaðir í að skrifa góðar greinar og gott mál. Þeim nýtist hins vegar lítiö i starfi sínu að læra að stökkva í sjóinn eftir mönnum eða bjarga fólki út úr brennandi húsum. Þjálfun lögreglumanna miðast að sjálfsögðu við þeirra starf og er því nokkuð á annan veg en margra ann- arra stétta. Það hlýtur að vera erfitt að finna menn sem eru á móti þjálf- un lögreglumanna. Hún hlýtur ætíö að vera til góðs bæði fýrir þá sjálfa og svo fyrir þá borgara er til hennar þurfa að leita, oft við þær aöstæður að mikið reynir á þrek og snarræði. Hefði maður frekar skilið ef hvatt hefði verið til aukinnar þjálfunar frekarenhitt. Svo sem um aðra erfiða þjálfun mun seint vera hægt að útiloka það að menn meiðist og hingað til hefur ekki þótt frásagnarvert þó að menn hlytu meiðsli á æfingum enda ekki fátítt, t.d. hjá íþróttamönnum. Hins vegar er skiljanlegt að menn sem vinna á skrifstofu eigi erfitt meö að skilja þetta. Ekki er gott að segja í hvaöa tilgangi greinarhöfundur hefur samiö ritsmiö þessa en ekki er ósennilegt aö hann hafi ætlað að vera fyndinn og auka með því sölu blaðsins. Hitt þykir mér þó lfklegra aö hann hafi tekiö upp háttu mannýgs tarfs sem hnoöar moldar- barð til að fá útrás fyrir skapvonsku sína. „Stuðmenn aftur á skjáinn, "er beiðni aðdáanda Skonrokks. ,Endur- sýnið Stuðmenn í Skonrokki’ Aödáandi Skonrokks skrifar: Mig langar til að beina þeim til- mælum til sjónvarpsins hvort ekki sé hægt að sýna aftur Skonrokksþáttinn sem Stuðmenn komu fram í. Það er mjög sjaldan sem islenskar hljóm- sveitir koma fram í Skonrokki og auk þess seinkaði þessum þætti svo mikið miðað við dagskrána að margir misstu eflaust af honum. Ef ekki er hægt að sýna þáttinn allan finnst mér tOvalið að sýna bara Stuðmenn og Mezzoforte sem komu fram í sama þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.