Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Muhammad Ali i málaferíum út af herskyldunni Muhaminad Ali, fyrrum heims- meistari í hnefaleikum, hefur höföað 50 milljón dollara skaðabótamál vegna dómsins sem hann hlaut 1967 fyrir aö neita að gegna herþjónustu í Víetnam- stríðinu. Einnig krefst hann þess að honum verði úrskurðaður heimsmeist- aratitillinn frá árinu 1967 til 1971. Kröfur sínar byggir Ali á því að hiö opinbera hafi brotið á honum rétt til þess að hlýða trúarlegri sannfæringu sinni og samvisku og neita að gegna herskyldu. Ali segist hafa verið klerkur í múhameðstrúarsöfnuði sínum en hiö opinbera heldur því fram aö ástæður hans fyrir því að neita herskyldunni hefðu verið pólitískar og kynþáttaleg- ar en ekki trúarlegar. 3.500 ÁRA GAMALT HOF Fundist hefur í Uzbekistan í Asíuhluta Sovétríkjanna elsta hof elddýrkenda sem sögur fara af. Hofiðsem var 45X65 metrar fannst á Shwrabad-steppunni og er taliö 3.500 ára gamalt. 1 miðju þess munu hafa verið fjögur altari til- einkuð náttúruöflunum fjórum eldi, vatni, lofti og vatni. Annar hluti hofsins var ætlaður til smíði trúarlegra gripa og vínframleiðslu. tm Sanyo HiFi system 234 ^SANYO er með á nótunum O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða í vönduðum skáp með reyklituðum gler- hurðum. O 2x40 watta magnari með innbyggðum 5 banda tónjafnara. O Priggja bylgju stereo útvarp með 5 FM stöðva minni. O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð- ir, með „soft touch" rofum og Dolby suðeyði. O Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif- inn plötuspilari. Allt þetta fyrir aðeins kr. 29.900.- stgr Gunnar Ásgeirsson hf. Siióurlandsbraut 16 Simi 9135200 ÞREKHJÓL \ FRÁ KETTLER VÞÝSKALANDI • Vönduð og traust þrekhjól • Fjórar mismunandi gerðir • Verðfrá kr. 4.888 • Sendum í póstkröfu • Kreditkortaþjónusta Varahluta- og viðgerða- þjónusta Ferslunin^^H /VMRKlÐ Suðurlandsbraut 30 — Sími 35320 Hin geysistóra skipasmíðastöð i Uddevalla verður nú lögð niður og 2400 manns missa vinnuna. DV-mynd Jóhannes Reykdal. Svíþjóð: ASÍULÖND SKUTU SKIPASMÍÐASTÖD- INA í KAF Hin geysistóra skipasmíðastöð í Uddevalla í Svíþjóð mun hætta störf- um og með henni 2400 starfsmenn stöðvarinnar. Þetta var ákveöið á þriðjudag eftir að ljóst varð að engin leið er til að fá stöðina til aö bera sig. Það er samkeppni frá Japan, Suður- Kóreu og Kína sem verður stöðinni aö falli. Asíulöndin geta boðiö lágt verð vegna lítils launakostnaðar. Þetta verö geta Svíar ekki keppt við. Augljóst hefur verið að hverju stefndi undanfarin ár. Fyrir 10 árum unnu hjá fyrirtækinu 10.000 manns. Fordæma ofbeldi gegn diplómötum Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, hvetur til tafarlausra aðgerða til þess að draga úr ofbeldi gegn diplómötum. Minntist hann sérstaklega á tvo banda- ríska embættismenn, sem flugræningj- ar myrtu í Teheran á dögunum, og sömuleiðis breskra og jórdanskra diplómata. „Mérsýnist ljóst aöallar ríkisstjórn- ir og fólk allt þurfi aö gefa þessu gaum til þess aö halda í skef jum þessari vax- andi ógnun við siðmenntaö samfélag,” sagði framkvæmdastjórinn í gær- kvöldi. — Allsherjarþingiö hafði þá í undirbúningi ályktun til fordæmingar ofbeldi gegn diplómötum og sendiráð- um. Flyja Bhopal Lögregla og hermenn eru í viðbragðsstöðu í Bhopal þar sem 100 þúsund borgarbúa hafa yfirgefið heim- ili sín á meðan sérfræðingar reyna að gera skaölaust eiturgas sem orðiö hef- ur 2.500 manns að bana. Fólk tróðst um til þess aö komast með lestum, bifreiðum eða uxakerrum burt úr borginni eöa sem lengst frá Union Carbide-verksmiöjunni. Þar eru 15 tonna birgðir enn af eitraða gasinu. Hið opinbera segir enga hættu stafa af því aö verksmiðjan verði sett í gang til þess að búa til skordýraeitur úr þessum birgðum. En fréttin um að svo skyldi gert fældi fólk burt úr borginni. Fylkisstjórnin hefur sett upp ellefu búðir við útjaðar borgarinnar til þess að taka viö 125 þúsund manns. Fjögur þúsund manna liðsauki hefur verið sendur lögreglunni í borginni sem er eins og draugabær. Samkomulag í sjónmáli Bjartsýni ríkir nú varðandi fyrirhug- aðan fund leiðtoga þjóðarbrotanna tveggja á Kýpur í janúar. Taliö er aö Rauf Denktash, leiðtogi Tyrkja á eynni, hafi samþykkt málamiðlunar- tillögu aöalritara Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar. Leiðtogi Grikkja, Spyros Kyprianou, mun þó hafa fyrirvara á ýmsum atriðum í þeimpakka. Talið er að málamiðlanirnar gangi út á að tyrkneski minnihlutinn muni hafa neitunarvald í 10 málum, svo sem utanríkisstefnu, varnarmálum, flutn- ingamálum, bankamálum og öðru. Tyrkneski herinn, sem heldur þeim þriðjungi eyjarinnar þar sem menn af tyrknesku bergi brotnir búa, mun hverfa á brott, samkvæmt hinu fyrir- hugaða samkomulagi. Tyrkir, sem halda 37 prósent eyjarinnar, munu gefa eftir eitthvert landsvæði. Sam- komulagið fyrirhugaða gerir ráð fyrir aö stofnaöar verði tvær þingdeildir: í annarri fengju Tyrkii' 30 prósent þing- sæta og í húini 50 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.