Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 32
40 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eltlri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fuilra 16 ára. 65—74 ára geta losað innistæður með 6 mánaða fyrir- vara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrir- vara. Reikningamir eru verðtryggðir og bera 8% vexti. Þriggja stjörnu reikninga er hægt að stofna með minnst 500 þúsund króna innleggi. Upp- hafsinnleg og hvert viðbótarinnlegg er bundið í tvö ár. Reikningamir em verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inni- stæður eru óbundnar og nafnvextir em 24%, ársávöxtun 24%. Þessi bók er óverðtryggð. Sérbókin fær strax 23% nafnvexti. 2% bæt- ast við eftir hverja þrjá mánuði sé innistæða óhreyfð. Arsávöxtun getur þannig orðiö 28,6%. Bókin er óbundin en óverðtryggð. Búnaðarbankinn Sparibók meö sérvöxtum er óbundin meö 28% nafnvöxtum og 28% ársávöxtun, sé inni- stæöa óhreyfö. Vextir eru færöir um áramót og þá bomir saman viö vexti af 6 mánaöa verötryg^öum reikningum. Reynist þeir gefa meiri ávöxtun er mismun bætt á Sparibókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda va^taleiöréttingu. Sparibókin skilar því ekki aröi nema innistæöa standi í minnst tvo mán- uöi óhfeyfð. Iðnaðarbankinn A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaöa sparireikning með 23,0% nafnvöxtum og verðtryggðan reikning með 6 mánaða uppsögn og 3,5% nafnvöxtum. Bónusinn er 3,0% í báðum tilvikum. Fullur bónustimi er hálft almanaksáriö. Hann tekur þó gildi strax og reikningur er stofnaður og gildir til loka viðkomandi miss- eris, sé ekki tekið út. Síðan verður reikningur- inn að standa án úttektar allt næsta misseri til þess að bónusréttur haldist. Arsávöxtun á óverötryggða reikningnum með f ullum bónus er 27,7%. Hægt er að breyta í verðtryggingu með sérstakri umsókn. Landsbankinn Kjörbók er óbundin meö 28% nafnvöxtum og 28% ársávöxtun sé innistæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga. Reynist hún vera hærrier mismun bættá Kjörbókina. Af hverri úttekt dragast 1,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skiiar þvi ekki arði nema innistæða standi í minnst tvo mán- uði óhreyfð. Samvinnubankinn Innlegg á Hávaxtareikningi ber stighækk- andi vexti. 17% fyrstu 2 mánuöina, 3. mánuö- inn 18,5%, 4. mánuðinn 20,0%, 5. mánuðinn 21,5%, 6. mánuöinn 23,0%, eftir 6 mánuði 24,5%, og eftir 12 mánuöi 25,5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils þaö næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er27,l%. Vextir eru færöir hvert misseri og bornir saman viö ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðra reikninga. Sé hún betri færist munurinn á Há- vaxtareikninginn. Útvegsbankinn Vextir á reikningi með Abót eru 17% nema þá heila almanaksmánuðl sem innistæða er óhreyfð. Þá reiknast hæstu vextir i gildi í bankanum á óverðtryggðum reikningum, nú 24,7%, sem gefur 26,2% ársávöxtun sé inni- stæða óhreyfö aiit áriö. Mánaðarlega er ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs sparireíknings borin saman við óverötryggðu ávöxtunina. Reynist hún betri færist munurinn með vöxtum á ábótina í árs- lok. Verslunarbankinn Kaskó er óbundin sparisjóðsbók meö 17% nafnvöxtum. 31. desember ár hvert er bætt við uppbót sem jafngildir hæstu ávöxtun inn- lána eins og hún hefur verið í bakanum það ár. Uppbótartímabil eruþrjú, janúar — apríl, maí — ágúst og september — desember. Uppbótarréttur skapast við stofnun reikn- ings og stendur út viðkomandi tímabil sé ekki tekið út. Rétturinn gildir siöan hvert heilt tímabil, enda sé ekki tekið út. Ef tekið er út gilda sparisjóösbókarvextirnir allt viðkom- andi tímabil. Sparisjóðir A Trompreikningi færast vextir sé inni- stæða óhreyfð. 17% fyrstu 3 mánuðina, 4.-6. mánuö 20,0%, eftir 6 mánuöi 24,5% og eftir 12 mánuðí 25,5%. Hæsta ársávöxtun er 27,1%. Ef innistæða er óskert í 6 mánuði er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings. Sé hún betri færist munur- inn á Trompreikninginn. Ríkissjóður Spariskírteini ríkissjóös eru aö nafnveröi 1.000,10.000 og 100.000 krónur. Þau eru bundin til 12.11.1987, verötryggö meö8% vöxtum. Sölustaðir eru Seölabankinn, viðskipta- bankar, sparisjóðir og veröbréfasalar. Ríkisvbriar eru ekki boðnir út í desember. Útlán lífeyrissjóða Um 90 hfeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuöir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir iengra starf og á- unnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Iánin eru verðtryggö og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtimi eftir lánum er mjög misjafn, breýtilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verðurþá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á 24,0% nafnvöxtum og verðurinni6tæöani lok þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun i því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innistæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæö reiknast 12% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þann- ig kr. 1.254.40 og ársávöxtuninn 25,4%. Dráttarvextir Eftirfarandi reglur gilda nú um dráttar- vexti í reikningsviðskiptum: Þegar kunngerðir skilmálar eru fyrir hendi er hámark dráttarvaxta frá eindaga til greiðsludags 2,75% á mánuði eða fyrir brot úr mánuöi. Vaxtavextir reiknast ekki neina van- skii standi lengur en 12 mánuði, þá 2,4% á mánuði. Sé dagvöxtum beitt miðast þeir vtð 33,0% áári. Af verðtryggðum og gengistryggðum skuid- bindingum eru dráttarvextir 5% á ári til við- bótar samningsvöxtum þegar verðtryggingu eða gengistryggingu er haldið á skuldinni sjálfri. Þegar sérstakir skilmálar eru ekki fyrir hendi er heimilt að reikna dráttarvexti jafn- háa og vexti á 12 mánaða sparireikningum. Vísitölur Lánskjaravísitala mælir í flestum tilfellum verðbætur á verðtryggð lán. Hún var lOOstig í júní 1979.1 desember 1984 er Iánskjaravísital- an 959 stig, 2,24% hærri en í nóvember. Byggingarvísitala fyrir síðasta ársfjórðung 1984 er 168 stig miðaö við lOOstig í janíiar 1983. VEXTIR BANKA GG SPABISJÚÐA (%) INNLÁN MED SÉRKJÖRUM SJA sérlista 5 fl x S i II t| tí 11 Lands bankmn | !| ! i h Ú innlAn úverðtrvggo sparisjOosbxkur öbundm innstæða 1700 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 20.00 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 2000 2000 20.00 5 mánaóa uppsogn 2450 26 00 2450 24.50 23.00 2450 23.00 25.50 24.50 12 mánaða uppsogn 25.50 27.00 2550 24.50 25.50 24.70 18 mánaða uppsogn 27 50 29.40 27 50 SPARNA0UR lANSREHUR Sparað 3 5 mánuði 20.00 21.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 20.00 innlAnsskírteini Sparað 6 mán. og mexa 2300 24.30 23.00 20.00 2300 2300 23.00 tekkareikningar Til 6 mánaóa 24.50 26 00 24.50 2450 24.50 24.50 24.50 24.50 24.50" Avisanareánmgar 15.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 Hlaupareiknmgar 900 12.00 12.00 12.00 9.00 12.00 12.00 12.00 innlán verðtrvggd SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn 4.00 3.00 3.00 2.00 4.00 2.00 3.00 2.00 4.00 6 mánaóa uppsogn 6.50 5.50 6.50 3.50 6.50 5.00 6.00 500 6.50D INNLAN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadolarar 950 9.50 9.50 9.50 9.50 8.00 9.50 9.50 950 9.50 Slerlmgspund 950 9.50 9.50 9.50 9.50 8.50 9.50 9.50 9.50 9.50 Vestur þýsk mork 400 4.00 4.00 4.00 400 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 Danskar krónur 9.50 950 9.50 9.50 950 8.50 9.50 9.50 9.50 9.50 útlAn óverðtrvggð ALMENNIR VlXLAR (forvextx) 24.00 23.00 2300 24.00 23.00 23.00 24.00 24.00 24.00 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvexú) 24.00 24.00 2400 24.00 ALMENN SKULOABRÉF 26 00 26.00 25.00 26.00 25.00 26.00 2690 26.00 26.00 VIÐSKIPTASKULOABRÉF 28.00 28.00 28.00 2800 28.00 HLAUPAREIKNINGAR Ylvdráttur 26.00 25.00 24.00 26 00 24.00 25.00 26.00 26.00 2500 útlAn verðtryggð SKULOABRÉF Aó 2 1/2 ári 700 7.00 7.00 7.00 7.00 7.00 700 7.00 7.00 Lengri en 2 1/2 ár 600 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 8.00 800 8.00 útlAn TIL FRAMLEIÚSLU VEGNA INNANLANOSSOlU 18.00 18.00 1800 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 18.00 VEGNA UTFLUTNINGS SDR re*nimynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 975 úrattarvextir 2.75% Á MÁNUOI 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 3300 33.00 1) Sparáfóduí Hafnadjaröar. Sparsjóóur Vutmannaeyja og SpatBjóóur Bolufigarviltur bjóóa 25.50% nafnvexti meó hæstu ársávortun 27.10%. 2) Sparisjóóur Bohjngarvíkur býóur 7% nafnvexti. . I gærkvöldi I gærkvöldi „TEENY-BOP’ & „MORDBRÉF’ Sigurður Guðmundur Tómasson færist hægt og bítandi í aukana í þátt- um sínum um daglegt mál. í gær- kvöldi (og í morgun) var enginn ann- ar en Þórbergur Þórðarson munstr- aður á skútuna og undireins drifinn upp á dekk. Vitaskuld lét hann hend- ur standa fram úr ermum; kenndi einum, benti öðrum. Það vakti athygli mína að þau dæmi um lág- kúrulegar klisjur, sem Þórbergur nefndi upp úr minningargreinum, er nú helst að finna á íþróttasíðum dag- blaðanna. Hvernig getur staðið á því? Eftir þáttinn um daglegt mál heyrði ég, mér til furðu, vinsældalist- ann á rás tvö. Það var nú meira „teeny-bopiö”. Og kannski ekki að undra eins og listinn er valinn. En annars nenni ég ekki að agnúast út í það. Undir miönætti hlýddi ég svo á þátt frá deild Ríkisútvarpsins á Akureyri, Milli stafs og hurðar. Hann var í um- sjón Olafs H. Torfasonar og Hildu Torfadóttur og ku eiga að vera á dag- skrá einu sinni í mánuði. I blöðunum les ég að þátturinn eigijið fjalla um fólk sem „lent hefur milli stafs og hurðar í kerfinu” og í fyrsta þættin- um í gærkvöldi var „morðbréfamál- iö” tekið fyrir. Þetta var afskaplega áheyrilegur þáttur og uppbygging hans að ýmsu leyti skemmtileg og athyglisverð. Stuttum atriðum, aðal- lega viðtölum, úr ýmsum áttum var skeytt saman frjálslega. Ég er reyndar ekki frá því að þátturinn hafi veriö helsti laus í reipum, og tónninn var stundum svolítiö skrýt- inn, en á heildina litið var þetta áhugaverður þáttur. Um málið segi ég ekki eitt einasta orð. . . Qlugi Jökulsson. Ingibjörg Jörundsdóttir lést 6. desem- ber sl. Hún fæddist 30. september 1896. Inigbjörg giftist Salomóni Mosdal Sumarliðasyni en hann lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn, en tveir drengir þeirra létust í fæðingu. Utför Ihgibjargar verður gerð frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins í dag kl. 13.30. Ástvaldur Eydal lést í San Francisco 26. nóvember. Minningarathöfn um hann fer fram í Laugarneskirkju mánudaginn 17. desember kl. 13.30. Sigmar Benjamínsson, Mörk Kópa- skeri, lést 8. desember. Utförin fer fram frá Snartastaöakirkju laugar- dagínn 15. desember. Þorsteinn Pjetursson, Akurgerði 39, fyrrum starfsmaður fulltrúaráös verkalýösfélaganna í Reykjavík lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 12. desember. Steinunn Valdemarsdóttir, Sólbrekku 10 Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 15. desemberkl. 14. Tilkynningar _______v___ Myndlistarsýningar á sjúkra- húsinu á Akureyri Nú standa yfir tvær myndlistarsýningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Ragnar Lár listmálari sýnir í borðstofu nokkur olíu- málverk og gvassmyndir. Ennfremur hefur myndum eftir Iðunni Agústsdóttur listmálara verið komið fyrir í setustofum og á göngum. Báðar munu sýningamar standa fram á næsta ár. Jólatrésafhending Föstudaginn 14. desember kl. 17.00 verða tendruð ljós á jólatré því sem Kristiansand, vinabær Keflavíkur í Noregi, gefur Kefl- víkingum. Bjöm Eiden, 1. sendiráðsritari norska sendi- ráðsins, afhendir tréð en Hilmar Pétursson, formaður bæjarráðs, veitir því viðtöku. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur undir stjórn Jónasar Dagbjartssonar og kór Keflavíkurkirkju syngur jólalög undir stjóm Siguróia Geirssonar. Að lokum koma jólasveinarí heimsókn. Ályktun um verðtryggingu launa A fundi miðstjómar ASI 6.12. sl. var eftirfar- andi ályktun samþ. samhljóða: Miðstjóm Alþýðusambandsins vekur sér- staka athygli á þeim hluta kjaramálaályktun- ar ASl-þings sem fjallar um verðtryggingu launa. Miðstjórnin lýsir þeirri eindregnu skoðun, að það eigi að vera samningsatriði milli samtaka launafólks og atvmnurekenda hvernig kaupmáttur launa er tryggður. Stjómvöld hafa með lögum afnumið verð- bætur á laun, en vísitölubinding er við lýði áfram á fjölmörgum sviðum. Lán eru flest að fullu verðtryggö og fjölmargir hópar sækja tekjur sinar með sjálfvirkum framreikningi kostnaðarþátta sem efnislega er ekkert annað en verðtrygging. Enn má minna á að ýmsir tekjustofnar ríkisins eru vísitölubundnir, t.d. bensíngjald. Launainönnum er einum ætlað að bera verðhækkanir án bóta. Af háifu verkalýðshreyfingarinnar snúast kjarasamningar um kaupmátt en ekki kaup- tölur. Tryggiæ kaupmáttur er forsenda kjara- samninga til lengri tíma. I því efni koma ýms- ar leiðir til greina og má þar minna á hug- myndir verkalýðshreyfingarinnar í nýaf- stöðnum kjarasamningum. Miðstjórn ASI skorar á rikisstjórnina og löggjafann að leggja á hilluna hugmyndir um framlengingu á banni gegn verðtryggingu launa. Það er ekki aðeins rangt heldur einnig óskynsamlegt að torvelda þannig eðlileg sam- skipti aðila vinnumarkaðarins og hindra samninga til lengri tíma. 50 ára afmælishóf Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið I Atthagasai Hótel Sögu föstu- daginn 14. desember nk. og hefst með borð- haldi kl. 19. Verð aögöngumiða kr. 1.000. — Miðasala og borðpantanir hjá formanni og framkvæmdastjóra. Tryggið ykkur miða í tíma þar sem húsrými er takmarkað. -JOLó-iæ.vsur JOLA-stof&n ; JOLA-fondur iilÓLPfefe Jólablað Lopa og bands komið út Níunda tölublað Lopa og bands er nú . nýkomið út. Að þessu sinni er blaöið helgað jólahaldi. Það færist nú í vöxt að jólagjafir séu gerðar í heimahúsum og kemur blaöið til liðs við þá sem það vilja gera og birtir uppskriftir að ýmsum fallegum prjónavörum af hentugri stærð. Glæsilegar samkvæmispeysur skipa veg- legan sess í blaöinu og fylgja þeim vandaðar uppskriftir. Blaðið gægist í áhugaverðan heim íslenskra hagleiks- og hugmyndasmiða. Eggert feld- skeri og þær systur, Helga og Þórunn Egilson, segja frá starfi sínu í skemmtilegum viðtölum og blaðið birtir athyglisverðar myndir af framleiðslu þeirra. Ekki má gleyma jólahaldinu sjálfu. Gildi hf. hefur nú tekið við rekstri Grillsins á Hótel Sögu og franski matreiðslumeistarinn þeirra, Francois, staöfærir fyrir islenska sælkera franskan jólamat með leiðbeiningum í máii og myndum sem koma öllum í jólaskap. Borðskreyting í tilefni jólanna og nýstárleg jólatrésskreyting er unnin af ungum innan- hússarkitekt, Guðrúnu Margréti. Hún hefur líka ýmislegt til málanna að leggja um jóla- pakkana, sem oft vefst fyrir fólki að gera, svo og ýmsar aðrar fallegar jólaskreytingar. Margt fleira skemmtilegt má finna í jóla- blaöi Lopa og bands, má nefna jólaföndur fyr- ir böm, sem oft vilja leggja hönd á plóginn við jólaundirbúninginn, vefnað, fatagerð úr mokkaskinnsafgöngum, dúkku og fleira. Prjónablaöiö Lopi og band fær æ betri viötökur hjá lesendum og er síðasta tölublað uppselt hjá útgefanda. Jólablaðið kostar 184 krónur í lausasölu, áskriftarverð er 151 króna. Forseta íslands afhent trúnaðarbréf Nýskipaður sendiherra Kenya, hr. Ernest Cheruiyot arap Lang’at, afhenti 27. nóv. sl. forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstödd- um Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Síðdegis jiáði sendiherrann boð forseta Is- lands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Kenya hefur aðsetur í Stokk- hólmi. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni heldur opið hús, jólagleði, í kvöld, föstudags- kvöld, í félagsheimilinu, Hátúni 12. Barnagæsla KSS A morgun, iaugardaginn 15. desember, stend- ur KSS (Kristileg skólasamtök) að barna- gæslu í húsi KFUM að Amtmannsstíg 2b frá kl. 13.00 til 18.00.. Gefst þar foreldrum tækifæri til aö koma börnum sínum í gæslu á meðan þau gera jóla- innkaupin. Fyrir bömin verður margt aö gerast, farið í leiki, dansað kringum jólatré, jólasveinar kíkja í heimsókn, föndrað og margt fleira. Verðið er vægt og rennur ágóðinn beint til kristniboðsins. Gallerí Borg Brian Pilkington sýnir um helgina myndir sem eru í nýrri bók sem komin er út á vegum Nýs-lífs manna. Norræn jól og kvikmynda- sýning í Norræna húsinu Sunnudagínn 16. des. kl. 16.00 í 'undarsal: Norræn jól — upplestur, Lúsía og þemur hennar, söngur o.fl., dagskrá fyrir börn og fullorðna. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 19.00: Kvikmyndasýning — danska sakamála- gamanmyndin Kassinn stemmir sýnd á vegum kvikmyndaklúbbsins Norðurljósa. Dregið hefur verið í jóla- dagatala-happdrætti Kiwan- isklúbbsins Heklu, fyrir dagana 1,—14. des. 1984. Upp komu eftirtalin númer: l.des. 1592 8. des. 1891 2. des. 708 9.des. 1245 3. des. 698 10. des. 2312 4. des. 1519 11. des. 1168 5. des. 227 12. des. 2120 6. des. 814 13. des. 1976 7. des. 1874 14. des. 43 Litlu jólin hjá KFUM og KFUK Sunnudaginn 16. desember kl. 15 verður efnt til jólahátíðar fyrir alla fjölskylduna í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík. Dagskrá verður fjölþætt, jólaþáttur, helgi- leikur, barnakór, hugvekja, gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heim- ^ókn með góðgæti í pokum sínum. Vegna veitinga verður aðgangseyrir kr. 50.- Allir eru velkomnir. Um kvöldið kl. 20.30 verður almenn sam- koma á sama stað. Þá talar Astríður Haralds- dóttir, tónlistarfulltrúi KFUM og KFUK. Villi Þór í Ármúlanum I samantekt um jólaklippinguna á neytendasíðu DV í gær var sagt að Hársnyrting Villa Þórs væri í Síðu- múla. Það er ekki rétt. Hún er í Ármúla 26. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.