Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985. ELLEFU HÆÐA HÚSVH) SKÚLAGÖTUNA „Þaö sjá allir einhvers staöar út á sjó. Það er klárt mál,” sagði Olafur Sigurðsson arkitekt sem ásamt Guð- mundi Kr. Guðmundssyni hefur skipu- lagt byggð viö Skúlagötuna; Skúla- götuskipulagiö eins og það er nefnt. Nú hafa þeir félagar skilað frá sér líkani sem sýnir fyrirhugaða byggð á svæði því þar sem nú standa Völundar- húsið og skemmur Eimskipafélagsins. Er það aðeins lítill hluti heildarskipu- lagsins á þessu svæði sem nær frá < ■ -------- ----m. Þannig mun Skúlagatan lita út aftir afl mannshöndin hefur unnifl sitt verk. DV-mynd: KAE. Ingólfsstræti upp að Hlemmi og frá Hverfisgötu niður að sjó. Eins og málum er komið nú er ráð- gert aö hæsta húsið við Skúlagötuna verði heilar 11 hæðir, á horni Klappar- stígs og Skúlagötu. En þrátt fyrir það eiga allir þar fyrir aftan að hafa útsýni út á sjó eins og fyrr sagði. Einhver hús verða látin víkja af Lindargötunni en önnur fá að standa innan um nýbygg- ingarnar. „Þetta eru fyrstu hugmyndir og ná aðeins yfir hluta svæðisins. Nú á eftir að skoða þetta og breyta eftir ráðum bestu manna,” sagði Olafur Sigurðs- son arkitekt en hann og Guðmundur Kr. Guðmundsson hafa unnið að þessu verkefni í hálft ár. -EIR. Heimsmeistaraeinvígið: Peðsfómin leiddi til jafntef lis — Átján skákir síðan Karpov vann sína fimmtu skák Fertugasta og fimmta einvígis- skákin í Moskvu einkenndist af til- færslum á báða bóga þar til aö því kom að Kasparov leiddist þófið og fórnaöi peði. Peðsfórnin var djúphugsuö, því ekki kom í ljós fyrr en sjö leikjum siðar hvaö bjó að baki. Þá náði Kasparov að leppa riddara heimsmeistarans, sem gat sig hvergi hrært út af mátógnun í borðinu. I kjölfarið urðu uppskipti og upp kom hróksendatafl með jafnmörg peö báöum megin. Karpov reyndi í nokkra leiki aö vinna en síðan sættust þeir á jafntefli. Sikileyjarvöm tefldu þeir, sama af- brigði og í síðustu skák þar sem Karpov haföi hvítt. Nú breytti hann út af og Kasparov eyddi mfldum tíma á næstu leiki sína. Ekki er hann þó með öllu ókunnur stöðunni sem upp kom, því fýrir tveimur árum kom út eftir hann bók um afbrigðið. Eftir 18 leiki- hafði hann notað 1 klst. og 25 minútur en nánast alla leikina er að finna í bókinni. Kannski er það þetta sem skilur meistarana frá minni spá- mönnunum — Hinir siöarnefndu trúa í blindni á bækurnar en meistaramir trúa ekki einu sinni sínum eigin bók- um, hvað þá annarra. Eftir þetta jafntefli eru átján skákir síöan Karpov vann sína fimmtu skák og þurfti þá aöeins einn sigur til viðbótar til aö ljúka einvíg- inu. I millitíðinni vann Kasparov eina en taugastríöið hlýtur að fara að taka sinn toll. Átján úrslitaskákir í röð er meira en lagt verður á nokk- ummann. Það vakti athygli í gær að úrslita- taflan i skákhöilinni féll niöur. Kannski ekki nema von, því hún hefur fylgst meö einvíginu síðan 10. september og hlýtur að vera búin að fá nóg eins og aðrir. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0 Be7 8. f4 0-0 9. Khl Dc710. a4 Síðast valdi Karpov „hvössu leiðina”, 10. Del en nú teflir hann eins og í 5. skákinni. 10. — Rc611.Be3He8 Það er athyglisvert að Kasparov hrópmerkir 11. — Hd8 í bók sinni um Scheveningen-afbrigðiö en velur sjálfur aðra leið. Textaleikurinn er mun algengari, því svartur hefur þurft aö óttast eftir 11. Hd8 framhaldiö 12. Del Rxd4 13. Bxd4 e5 14. Bgl! exf4 15. a5 sem reynst hefur hvítum vel. 12. Bf3 Jón L. Ámason Biskupinn stendur raunar ekki vel á f3, því hann stíflar upp í f-línuna. En 12. Bd3 hefur einnig sína galla og 12. Bgl!? sem Karpov hefur leikið áður er aftur að fara úr tísku. 12. — Hb813. Dd2 Rxd4 Enn er ekkert nýtt undir sólinni en Kasparov hugsaði í hálfa klukku- stund um þennan leik og stundar- fjóröung um 16. leikinn. 14. Bxd4 e515. Ba7 Ha816. Be3 Bd7! ? Athyglisverð tilraun, því 16. — Be6 svarar hvítur meö 17. f5 og nær betri stöðu og 16. — exf4 17. Bxf4 Be6 18. Hadl er talið gefa hvítum betra tafl. Raunar virðist sú leið vel teflandi á svart ef hann leikur 18. — Hed8! og síðan Re8 og Be7 — f6 — hugmynd Portisch i áþekkri stöðu. 17. a5 Hac818. Be2!? Sannarlega óvæntur leikur og ekki á hvers manns færi aö láta sér detta hann í hug. Sjá athugasemd við 12. leikhvíts. 18. —Bc619. Dd3!? En hann hættir viö! Allir áttu von á 19. Bd3 en eftir 33 minútna um- hugsun kom þessi. 19. — Dd8 20. Hfdl exf4! Byggt á nákvæmum útreikning- um. Kasparov hlýtur að hafa séö fyrir stööuna eftir 27. leik. 21. Bxf4 Bf8 22. Bf3De7! abcdefgh Fái svartur ráörúm til leikur hann næst Hcd8 og má þá vel við una. Karpov þiggur peðið en með skemmtilegri fléttu heldur Kasparov sínu. 23. Bxd6 Dxd6 24. Dxd6 Bxd6 25. Hxd6 Rxe4 26. Hxc6 Hxc6 27. Rxe4 Hce6! Þar lá hundurinn grafinn. Ridd- arinn má ekki víkja vegna mátsins í borðinu og eftir 28. Hel? £5 29. Rf6+ Kf7! stendursvarturbetur. 28. Kgl Hxe4 29. Bxe4 Hxe4 30. Hdl g5 31. Hd5 h6 32. c3 He6 33. Kf2 Kg7 34. g4 b6 35. h3 Kg6 36. Kf3 h5 Og hér sættust þeir á skiptan hlut. LAUGAVEGI2, SÍM111112, P.O. BOX 536. . ne^osOLU SWSAfi Útbúum stór þorrablót. Fagleg og persónuleg þjón- usta. Bóndadagurinn á morgun ÞORRABAKKI MEÐ 17 TEGUNDUM LUNDABAGGAR HRÚTSPUNGAR BRINGUR HVALUR HANGIKJÖT SMJÖR SÍLD HARÐFISKUR HÁKARL FLATBRAUÐ RÓFUSTAPPA RUGBRAUÐ SVIÐASULTA SVÍNASULTA SALAT LIFRARPYLSA BLÓÐMÖR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.