Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985. t 9 Útlönd Útlönd Útlönd Josef Mengele, lœknirinn sem leiddi þúsundir gyflinga til daufla sfns, er nú talinn búa f Paraguay. Seldu Bretar Chile vopn fyrir aðstoð- Bretar fengu aö nota flugvelli í Chile á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð, að sögn tímarits á Bretlandi. Blaðið New Statesman sagði að í staðinn fyrir afnotin af flugvöllunum hefði Breta- stjórn lofað stjóm Pinochets í Chile að selja Chile hvaða flugvél sem hún not- aði í stríðinu gegn Argentínumönnum áFalklandseyjumi. Bretar fengu líka að senda njósnara inn í Argentínu frá chilesku landsvæði, samkvæmt samningnum, að sögn blaösins. I greininni segir að Bretar hafi fengiö not af Punta Arenas flugvellin- um. Þaöan hafi þeir sent njósnavélar með chileskum merkingum yfir Argentínu. New Statesman segir að samkvæmt samningnum hafi Bretar lofað að selja Chilemönnum Hawker Hunter flug- vélar. Einnig hafi Bretar lofað að vinna gegn rannsókn Sameinuðu þjóðanna á mannréttindabrotum í Chile. Talsmaður vamarmálaráðuneytis- ins breska segir að árið 1980 hafi bann á vopnasölu tii Chile verið afnumið, og síðan hafi talsvert magn vopna verið selt þangað. Falklandsey jastríðið fór fram 1982. Ráðuneytið neitaði því að samið hefði verið um vopn í staðinn fyrir aðstoð í Falklandseyjastríðinu. VIKIV ÍHVERRI VIKU Hjálpuðu Bandaríkjamenn Mengele undan réttvísinni? Nasistaveiðarar Simon Wiesenthal stofnunarinnar sögðu í gær að þeir myndu höfða mál gegn Bandaríkja- stjórn til að fá að glugga í skjöl sem kunna að sýna að Bandaríkin hjálpuöu dauðabúðalækninum Josef Mengele að komast undan réttvísinni. Stofnunin hefur komist yíir skjöl sem gefa til kynna að Bandaríkjamenn hafi handtekið Mengele í Vín 1947. Þau segja einnig aö Mengele hafi 15 árum síðar sótt um vegabréfsáritun til Kan- ada undir fölsku nafni. Mengele er einn alræmdasti striðs- glæpamaður nasistatímans í Þýska- landi. Hann var þekktur sem „engill dauðans” vegna hlutdeildar sinnar í aö deyða gyðinga í dauðabúðum. Hann er nú talinn hafa aösetur i Suð- ur-Ameríku, sennilega Paraguay. Hann er 73 ára ef hann er ennþá á lífi. Bandaríkjamenn neita aö afhenda umrædd skjöl vegna þess að þau varði öryggi Bandarfkjanna. Springer-strákurinn kominn f ram: Var honum rænt? Hinn íhaldssamil útgafandi, Axel Springar. Var sonarsyni hans rsent? Allir dóu Allir þeir 21 sem voru um borð í bandarískri herflutningavél sem hrapaði í Karíbahafið nálægt ströndum Hondúras í fyrradag lét- ust, aö sögn bandaríska sendi- ráðsins í Hondúras. Talsmaður sendiráðsins sagði að vélin hefði fundist um 400 metra frá ströndu. Enn er ekki vitaö um orsök slyssins. Sonarsonur vestur-þýska milljarða- mæringsins og blaðakóngsins kom fram ómeiddur í gær án þess að lausnargjald hefði verið greitt, aö sögn lögreglu í Sviss. Sven Axel Springer gaf sig fram við lögreglu á flugvellinum í Ziirich. Hann var vel á sig kominn en þreyttur. Fyrir þremur dögum hvarf hann frá einka- skóla í suðurhluta Sviss. Hinn 19 ára gamli sonur íhaldssama blaöakóngsins Axels Springer sagði að sér hefði verið rænt á sunnudagsnótt. En lögregla sagði að Springer yrði yfirhejTður í dag. Hún viidi ekki segja hvort hún teldi að um mannrán hefði veriðaðræða. Springer bjó í bænum Zuoz, nálægt ítölsku landamærunum. Hann fór aö heimsækja annan nemanda rétt fyrir miðnætti á sunnudag. Síðan heyrðist ekkert til hans. Á þriðjudag fékk móðir hans átta upphringingar. Henni var sagt að syni hennar hefði verið rænt. Spiluð var fyrir hana segulbandsupptaka með rödd Sven Axels. I gær var svo hringt í Springer útgáf- una í Hamburg og lausnargjaMs krafist. Springer var hótað lífláti yrði lög- reglu eða blöðum gert viðvart. Nokkur blöð fréttu þó af málinu og birtu frétt- ina. Áhersla lögð á bættar samgöngur Fjármálaráðherrar Norðurlanda sögðu í gær í Helsinki að þeir myndu leggja til við ríkisstjórnir sínar að þær tækju þátt í sérstökum sameiginlegum efnahagsaðgerðum. Meðai tillagna þeirra er 300 milljón dollara pakki sem Norræni fjárfesting- abankinn fjármagnar, til aö bæta vega- og járnbrautarsamgöngur milli Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og til að laga vegi í Finnlandi sem liggja til helstu ferjustaða. Tillögur ráðherranna munu fara fyr- ir Norðuriandaráð þegar það kemur saman í Reykjavik í mars. Eftir fundinn i Helsinki sögðust ráð- herramir ætla að leggja til að höfuð- stóll Norræna iðnaöarsjóðsins yrði aukinn, einnig yrði gripið til aðgerða varðandi sameiginlegt vinnuafl Norð- urlandanna og áhersla yrði lögö á að styðja við útflutning landanna. Magnús og Jóhann skemmta af sinni alkunnu snilld. Veitingahúsið NAUST, sími 17759. Nú kveðjum við Rúnar meistarakokk að sinni og hefur hann sett þennan skemmtilega matseðil saman sem á eftir að kitla bragðlaukana hjá mörgum. Fisksúpa að hætti Rúnars. -0- Bl. sjávarréttir úr Breiðafirði. -0- Hörpuskelfiskur eftir kenjum kokksins. -0- Fylltur skarkoli að hætti Búðinga. — 0 — Kryddlegnar gellur úr Jökuldjúpi. -0 - Kryddlegin lambasteik að hætti Bárðar Snæfellsáss. -0- Sigrlðarterta hin meiri. Einhell vandaöar vönir VÖRUTRILLUR KR. 1.256,00 VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 1.443,00 Skeljungsbúðin SiÖumúla33 símar81722 og 38125 nffHHTI vandaðaðar vörur Rafsuðuvélar Handhægar gerðir eru fyrirliggandi gott verð Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 íTTffTBTi vandaðaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margargerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.