Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
Umdeildar hraflahindranir á Vesturgötu. DV-mynd KAE
Umferðarnefnd fjall-
ar um strætóstríðið
Jónas Kristjánsson ritstjóri i rœðustóli. Til vinstn á myndinni er
Magnús Ólafsson, ritstjóri NT, og Eínar Davíðsson timavörður.
DV-mynd KAE
Strætóstríð þaö sem upp er komið
vegna hraðahindrana á Vesturgötu
var tekið fyrir á fundi Umferðarnefnd-
ar Reykjavíkurborgar í gær. Þar var
ákveðið að nefndarmenn skyldu kynna
sér máliö fram til næsta fundar, mið-
vikudaginn 30. janúar nk.
Vagnstjórar SVR neita enn aö aka
Vesturgötuna vegna hraðahindrana.
Þess í stað ekur leið 2 nú um Mýrar-
götu.
Vagnstjóramir höfðu afhent Um-
feröarnefnd borgarstjóra, svo og for-
stjóra SVR, mótmælabréf. Þar segir
meðal annars að vagnstjórarnir telji
hindranirnar ekki þjóna þeim tilgangi
sem ætlaður hafi veriö í upphafi. Hins
vegar skapi þær vissa hættu í umferð-
inni. Til dæmis veröi að aka strætis-
vögnunum á öfugum vegarhelmingi að
gatnamótum. Sé þar um að ræöa brot á
umferðarlögum.
Allir vagnstjórarnir á leiö 2 skrifuðu
undir mótmælaskjalið. Það var lagt
fram á fundi Umf erðarnefndar í gær.
Sveinn Björnsson, forstjóri SVR:
„ÖKUM EKKIUM
VESTURGÖTUNA”
Dagblaðaumræða
á JC-fundi
Ritstjóramir Jónas Kristjánsson,
DV, og Magnús Olafcson, NT, voru
gestir á félagsfundi JC Borgar sem
haldinn var sl. þriðjudagskvöld í
veitingahúsinu Uxanum. Fluttu þeir
framsöguræður um málefnin Er þörf
fyrir tvö síðdegisblöð? og Af hverju
njóta blööin ekki trausts almenn-
ings? Að framsögu lokinni svöruöu
ritstjóramir margvislegum fyrir-
spurnum fundarmanna.
Umræðan fór vel fram eða eins og
fundarstjóri oröaði það er hann
þakkaði þeim félögum fyrir kom-
una: „Við bjuggumst við að þið
mynduð rífast eins og óðir hundar.”
-ÞJV
meðan hindranimar eru óbreyttar
Olíuverðið:
Hækkunin úr sögunni?
„Við sjáum okkur ekki fært aö láta
strætisvagnana aka Vesturgötu meðan
hraðahindranirnar þarstanda óbreytt-
ar,” sagði Sveinn Bjömsson, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur, er DV
ræddi við hann.
Sveinn sagði að hraðahindranirnar
neyddu ekki aðeins vagnstjóra tii aö
aka á öfugum vegarhelmingi. Þær
væru svo þröngar aö vagnamir hefðu
rispast og skemmst við það aö fara í
gegnum þær. Væri útilokað fyrir vagn-
ana að komast þar fram hjá. Nefndi
Sveinn dæmi um aö bíl frá iðnfyrirtæki
heföi verið lagt í götuna meðan gos-
drykkir heföu veriö losaöir af honum.
Strætisvagn hefði mátt bíöa í sex
mínútur þar sem hann heföi ekki kom-
istframhjá.
,,Svo virðist sem minni bílum sé ék-
ið á miklum hraða milli hindrananna,”
sagði Sveinn. „Utkoman er því sú að
þær bitna fyrst og fremst á al-
menningsvögnunum.
Hingað hefur hringt fjöldi fólks úr
vesturbænum sem vissi ekki að til
stæði að setja hindranirnar upp,”
sagði Sveinn. „Það hefur lýst megnri
óánægju með þær. Fólkið saknar líka
vagnanna sem nú ganga ekki lengur
umVesturgötuna.
Hindranirnar hafa veriö mikill
höfuöverkur fyrir okkur. Ef engin
breyting verður á þessum málum
liggur beinast við aö taka ákvörðun um
nýja akstursleið vagnanna. Eg vona þó
í lengstu lög að ekki þurfi til þess að
koma.”
-JSS
Ákveðið hefur verið að fresta
ákvörðun um hækkun á verði olíu
fram í næstu viku. Kristján Ragnars-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, sagð-
ist í samtali viö DV gera ráð fyrir að
krafa olíufélaganna félli alveg niður.
„Það var aldrei nein forsenda fyrir
þessari hækkun,” sagöi Kristján.
„Lækkunin á verði olíu erlendis
vegur upp á móti hækkuninni á gengi
dollars. Olía er því ekki dýrari í inn-
kaupum nú en verið hefur. Það sem
olíufélögin eru að biðja um eru
hraðari greiðslur inn á innkaupa-
jöfnunarreikning. Til þess vilja þeir
hækkun á álagningu. Álagningin var
lækkuð 21. nóv. í haust og það eru
engar forsendur fyrir að breyta því
nú.”
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Olíufélagsins, sagðist „enga trú hafa
á að þetta mál verði saltað. Það
liggur fyrir hvað olía kostar eriendis
og gengið er að lækka. Til að mæta
því verður aö hækka olíuverðiö hér á
landi. Það er auðvitað álitamál hvað
á að greiða skuldina á innkaupajöfn-
unarreikningi niður á skömmum
tíma. Hún hefði aldrei orðið til ef
oh'uverðið hefði fengið að hækka eöli-
lega.”
-GK
í dag mællr Dagfari_____________I dag mælir Dagfari____________í dag mælir Pagfari
Prédikað í slúðurdálkum
Það fór eins og Dagfari spáöi að
NT hefur gengið Óháða söfnuðinum á
hönd. Prestur safnaðarins hefur tek-
ið að sér slúðurdálka blaösins og
samkvæmt nýjustu og áreiðanleg-
ustu upplýsingum Þjóðviljans verð-
ur klerkur dubbaður upp í ritstjóra-
stöðu með útmánuðum. Er þetta
væntanlega gert í hagræðingarskyni,
tU að elga innangengt í vígöa mold
þegar blaðið geispar golunni.
Fróðlegt er að lesa hvað þeim í
Óháða söfnuðinum er hugleiknast á
mUIi þess sem prédikanirnar eru
samdar fyrir guðsþjónusturnar.
Nema slúðrið í NT sé lesið upp í pré-
dikunarstólnum: Það vita þeir einir
sem hlýða bæði á boðskap prestsins í
NT og á safnaðarfundum.
Það sem stendur hjarta þessa
guðsmanns næst er að úthúða hinum
svokallaða „fjölmiðlarisa”, tsfUm,
fyrir það að ógna frelsinu með því að
vUja standa þannig að rekstri sinum
að hann beri sig. Það er nefnUega
talið ógn við frelsið að fyrirtækiö vUji
hagnast. Manni skilst að það gangi
að frelsinu dauðu. Þessar áhyggjur
slúðurdálkaprestsins stafa af því að
isfilm, eins og reyndar þelr aðrir
sem hyggja á sjónvarps- og hljóð-
varpsrekstur, hafa áhuga á auglýs-
ingum í dagskrám sínum. Þetta fær
svo mikið á guðsmanninn að hann
grípur tU kristilegra nafnbóta og
uppnefnir aðstandendur ísfilm sem
„gróðapunga og braskara”. Munu
þetta einkum vera kveðjur til Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sem
er einn stærsti hluthafinn i tsfilm, og
sannast hér sem endranær í guðsriki
að „Iaun heimsins eru vanþakklæti”.
Varla þarf að taka fram að það eru
„gróðapungarnir” í SÍS sem hafa
haldið blessuðum Tímanum á lífi
þangað til NT gekk í Óháða söfnuð-
inn.
Ekki er það heldur ósennUegt að
slúðurdálkahöfundur NT láti gamm-
inn geisa í fagnaðarerindum sínum
þegar hann veit sem er að nú þarf NT
ekki lengur á SÍS að halda. Það er
kominn annar bjargvættur tU sög-
unnar. Það gerðist sem sagt á að-
ventunni að Seölabankinn gaukaöi
að NT litlum tólf mUljónum króna,
samkvæmt upplýsingum Helgar-
póstsins. Þetta litUræöi er auðvitað
veitt í þágu frelsis og þess boðskapar
að það sé ljótt að græða. Það sé hins
vegar miklu betra og réttlátara að
Óháðum söfnuðum og stjórnmála-
flokkum, sem enginn nennir að
sinna, sé rétt hjálparhönd með opin-
beru fé — bakdyramegin.
Lánveitingar Seðlabankans eru
því rausnarlegri sem viðkomandi
biað er minna og ómerkUegra og
ekki dugar minna en tólf mUIjónir
króna þegar i hlut á blað sem ekki er
lesið og aUs ckki keypt.
Satt að segja er maður hálf-
undrandi á þvi að NT skuU vera að
bisa við að birta auglýsingar á síðum
sínum þegar þaö er slík ógnun við
frelsið eins og guðsmaðurinn hefur
fundið út.
Það er auðvitað ljótt að græða og
það eru allt saman gróðapungar sem
vUja reka fyrirtæki með hagnaði.
Þetta hefur NT haldið i heiðri með
myndarlegum taprekstri og þetta
hefur hinn guðs útvaldi leiðtogi
Óháða safnaðarins bent á og þarf þá
ekki frekar vitnanna við. Ekki fer
presturinn að fara með ósannindi á
almannafæri. Og þar sem Seðla-
bankinn er bæði guðhræddur og
frelsisunnandi hleypur hann undir
bagga þegar dagblöð eins og NT
þurfa á skotsUfri að halda tU að sann-
kristinn boðskapur komist til skUa.
Svo ekki sé talað um hversu þægi-
legra það er fyrir Seðlabankann að ■
eiga hauk í horni þegar bera þarf
blak af þeirri almáttugu stofnun,
sem hefur komist næst himnaríki í
hcUagleikanum, að NT og prestinum
ólöstuðum. Dagfari.