Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
Skattskýrslur
inn fyrir
10. febrúar
Nú þegar er vogur nðnast afl brúarstœðhu beggja vegna Skjðtfandafljóts. Gæsavatnaleifl myndi Iflta
styttast ef byggð yrfli brú neðan upptakakvislanna.
Verður Skjálfandaf Ijót brú-
að neðan upptakakvíslanna?
Nú fer aö nálgast sá tími sem fólk
þarf að fara að huga að skattskýrslum
sínum. Einstaklingar, sem ekki hafa
meö höndum atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, þurfa að skila skatt-
framtölum eigi síðar en 10. febrúar
næstkomandi. Atvinnureksndur hafa
skilafrest til 15. mars. Loks er skila-
frestur fyrir félög eöa lögaðila til 31.
maí næstkomandi.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
reglum frá síöasta framtalsári, meðal
annars fyrir þá sem látið hafa af störf-
um fyrir aldurs sakir á árinu 1984. Er
meginreglan sú að hafi viðkomandi ná-
kvæmlega tólf starfsmánuöi á árinu
’84 hefur hann hámark 800.000 krónur
af nettó-launatekjmn sínum, eftirlaun-
um og lífeyrisgreiðslum skattfrjálsar.
En hafi hann td. látið af störfum á
miðju ári 1984 eru mest 400.000 krónur
af launum fengnum á því ári skatt-
frjálsar. Um laun sem viðkomandi hef-
ur fengið fyrir seinni sex mánuði árs-
ins 1983 gildir helmingareglan sem
fyrr. Láti viðkomandi af störfum á
þessu ári ákvarðast upphæð skatt-
frjálsu teknanna af breytingu á skatt-
vísitölu.
Þáhefursúbreytingorðiðað nettó-
aukning í fjárfestingum er nú frádrátt-
arbær til skatts. Nemur það allt að
25.000 krónum á einstakling en 50.000 á
hjón.
Það skal tekið fram að meö skatt-
framtölum í ár fylgja sérstök eyðublöð
fyrir þau atriði sem breytingar hafa
orðið á frá síðasta ári. Þar er að finna
nákvæmar leiðbeiningar fyrir skatt-
greiðendur.
Að þessu sinni eru send út samtals
146.957 eyðublöð til skattframtals. Þar
af fara 128.219 til fólks 16 ára og eldri.
12.042 fara til bama fæddra 1969 eða
síðar. Loks eru eyðublöð send til 6.696
lögaöila eða félaga. -JSS
Uppi eru hugmyndir um að brúa
Skjálfandafljót á Gæsavatnaleið. Slys-
ið sem varð í Rjúpnabrekkukvísl sl.
sumar hefði trúlega ekki oröið ef sú
brú hefði verið komin þá.
Baldur Sigurösson á Akureyri er
manna kúnnugastur á þessum slóðum.
Hann hefur allt frá 1972 stundaö ferðir
á snjóbílum á Vatnajökul frá nágrenni
Gæsavatna. Fyrir nokkrum árum
hafði hann samband við Vegagerö rík-
isins vegna hugmynda sinna um brúar-
gerð yfir Skjálfandafljót rétt neðan við
stað þar sem allar upptakakvíslir þess
hafa sameinast. Þar er þröngt gljúfur
og nægði að setja 15 metra brú yfir
fljótið.
1 bréfi sem Baldur sendi Matthíasi
Bjarnasyni samgönguráöherra 7.
janúar sl. rekur hann þetta mál. Hann
segist þar hafa haft samband við Vega-
gerðina aftur í sumar vegna þessa. Þá
hefði komið fram að Vegagerðin ætti
um 15 metra langa brú sem væri ekki
notuð og gæti hugsanlega hentað á um-
ræddum staö. Kostnaður við brúar-
geröina ætti því aö verða sáralítill. Tel-
ur Baldur brýnt.að sem fyrst veröi
reynt að minnka hættuna af þessum
viðsjárverða farartálma sem upptaka-
kvíslir Skjálfandafljóts eru mismun-
andi vönu ferðafólki,” eins og segir í
bréfi Baldurs til ráðherra.
JBH/Akureyri.
Homafjöröur:
Vörubíll fauk
á hliðina
Frá Júlíu Imsland, Hornafirði:
Stór vöruflutningabíll frá Búlands-
tindi á Djúpavogi fauk á hliðina á
veginum milli Almannaskarðs og
Hafnarífyrradag.
Bílstjórinn slapp alveg ómeiddur.
Bíllinn er að mestu óskemmdur. Mikil
snjókoma og hálka var um þetta leyti.
Á þessum slóðum geta komið feikilega
snarpar vindhviður og hafa nokkrir
bílar fokið út af á þessum slóðum áður.
-EH.
Selfoss:
Brúðubíllinn
íheimsókn
Brúöubíllinn í Reykjavik kom í
fyrradag til Selfoss og skemmti böm-
um á dagheimilunum í Selfossbíói,
bæði fyrir og eftir hádegi. Viöstödd
voru um tvö hundruð böm frá tveggja
tilsexára.
Börnin ljómuðu af gleði yfir að sjá
brúðuleikinn og vilja að Brúðubíllinn
verði alltaf á Selfossi.
Regina Thorarensen
Sclfossi,
NIS5AN CHERRY
NISSAN CHERRY fer ekki bara vel með þá sem sitja í framsætunum. i CHERRY eru öryggisbelti
fyrir fimm og farþegarnir í aftursætinu sitja líka þægilega og hafa gott rými.
Auðvitað er CHERRY með framhjóladrifi og hæð undir lægsta punkt er 17,5 cm. Bensíneyðslan er
aðeins 4,7 I á hundraðið á 90 km/klst. og þó eru hestöfl þessarar stórskemmtilegu vélar 84.
Engum bíl í verðflokki NISSAN CHERRY fylgja jafnmargir aukahlutir.
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að NISSAN er mest seldi japanski bíllinn í Evrópu.
Verð frá kr. 316.000.
20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé bíllinn greiddur upp innan mánaðar.
Tökum flesta notaða bila upp i nýja.
Munið bílasýningar ökkar allar helgar kl. 14—17.
INGVAR HELGASON HF
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.