Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
13
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
fréttakvóta að þeir hafa ekki haft tíma
til annars en að éta upp eftir þeim
'pessa löggiltu skoðun, standa nú gap-
andi eins og þorskar á þurru landi
þegar í ljós kemur að allur þeirra
fréttaflutningur í heilt ár var bara rugl
— þjónusta við stjómvöld, sem vildu
telja landsmönnum trú um, að skert
lifskjör séu afleiðing óviðráðanlegra
ytri aöstæðna. I stað þess að taka al-
mennilega við sér, þegar í ljós kom
þáttur fjölmiðlanna í blekkingarleikn-
um og afhjúpa ósannindavaöalinn
eftirminnilega, hegðuðu fréttamenn
sér eins og tveir væru tígulkóngarnir í
spilunum — skömmuöust sín og þögðu.
Til umhugsunar
Þessar óvæntu niðurstöður af upp-
gjöri ársins 1984 ættu að vekja menn til
umhugsunar. 1 heilt ár hefur verið
haldiö að fólki skýringum á erfið-
leikum þjóðarbús og versnandi lífs-
afkomu, sem reynast svo vera rangar.
Aðskiljanlegustu stofnanir þjóðfélags-
ins, þ.á.m. hinir upplýstu fjölmiðlar,
hafa verið notaðar í því skyni.
Erfið lífskjör verða hins vegar ekki
skýrð með aflabresti og verðfalli á
afurðum undirstöðuatvinnugreinar-
innar því slíkt hefur ekki orðið. Skýr-
ingin er annars vegar margra ára
óstjórn í landinu og hins vegar feikilegt
misrétti í afkomumálum og misskipt-
ing lífsins gæöa milli þjóöfélagshópa.
Stór hluti landsmanna hefur fullar
hendur fjár og veitir sér hvaðeina, sem
hugurinn girnist. Þessi hluti tekur
engan þátt í erfiöleikum þjóðarbúsins
né í kostnaöinum við að reka það.
Með því að skipta um stjómarstefnu
og gera alla landsmenn jafna fyrir
lögum og skyldum samfélagsins
þannig að ein og sama þjóðin byggi
þetta land má vinna bug á þeim vand-
kvæðum, sem þjakað hafa þjóðarbúið.
Ábyrgu aðilarnir ættu að snúa sér sem
fyrst að slíkum viðfangsefnum en láta
þá, sem sjóinn sækja, um að ákvaröa
aflann.
Átta tímar á dag
i fimmtíu og fimm daga
Það nálgast aö vera alger ósvífni
hvemig reikningar fyrir umfram-
skref eru lagðir fyrir símnotendur. Á
reikningnum stendur einungis:
Skrefafjöldi skv. teljara.. .
Þetta er álíka og við færum í mat-
vöruverzlun og fengjum kvittun fyrir
því sem við keyptum og á nótunni
stæðieinungis: Vörur!
Þegar ég fékk síðasta símareikn-
ing datt mér í hug að reikna ofurh'tið
út í sambandi við skrefin. Teljarinn
„minn” segir að ég hafi notað 4447
umframskref mánuðina sept.—nóv.
300 skref eru innifalin í fastagjald-
inu. Hvert skref umfram það kostar
1,67 kr., þannig að ég þarf að greiða
nærri 7000 kr. fyrir umframskref.
Hvert skyldi ég nú hafa hringt?
Þetta eru mörg skref og miklir
peningar. Það þýðir ekkert fyrir mig
að mótmæla þessum reikningi. Eina
sem ég get fengiö nánar úthstaö er,
að hægt er að segja mér hve mörg
skref komu á hvem mánuð fyrir sig.
Ekki hvert var hringt. Ekki hvort
þetta voru innanbæjarsímtöl allt
saman, — þá væri það nefnilega ein-
hver annar sem notaði símann minn
enég.
Það er ekki fræðilegur möguleiki á
aö ég hafi getað talað svona mörg
símtöl á ekki lengri tíma. Þá er eftir
sá möguleiki að þarna séu mörg sim-
töl til útlanda, sem vel má vera, — en
þá vil ég gjarnan vita hve lengi var
talað og sömuleiðis hvert var hringt.
Margir dagar
Reiknum með því að öll skrefin
hafi verið fullar 6 mínútur, sem þau
geta auðvitað aldrei orðið. Síma-
fyrirtækið svindlar nefnilega á okkur
endalaust meö því að við getum
komið „inn í skrefið” þegar ekki eru
eftir nema kannski fáeinar sekúndur
af þeim sex mínútum sem skrefið
telst vera. Ef þú talar í símann fyrir
tvö „skref” þá þurfa þau ekki endi-
lega að vera 12 mínútur. Þau geta
alveg eins verið 6 mín. og 59 sekúnd-
ur!
En ef við gerum ráð fyrir að
skrefafjöldinn minn hafi allur veriö
„heil skref”, þ.e. 6 mín., að öll
simtöhn hafi verið innanbæjar, þá
sýnir símareikningurinn minn að ég
hafi talað samfleytt í 8 klst. á dag í
55,58 daga í síma. Þetta er auðvitaö
fáránlegt, þar sem ég var í fullri
vinnu þennan tima (8 tima á dag) og
aðeins heima á k völdin!
Hins vegar er þetta ekki nema eins
og hálftíma samtal við USA. Hver
mínúta kostar 78 kr. eða 46,7 skref.
Þetta ætti hins vegar að upplýsast
á reikningnum. I mínu tilfelli er
þetta kannski ekki svo alvarlegt,
vegna þess að á heimili mínu er
aöeins fulloröiö fólk. Það getur hins
vegar verið erfitt að kyngja svona
háum og óútskýrðum símareikningi
þar sem eru unglingar á heimilinu,
að ekki sé talað um utanaðkomandi
fólk, sem hefur aðgang að símanum
eins og t.d. leigjendur eða „bama-
píur”.
Dýr tæki
P&S hefur borið fyrir sig að tæki til
þess að geta gefið út fullkomna síma-
reikninga séu svo dýr að það væri
ekki hægt að kaupa þau!
P&S var ekki að hugsa um hvað
tækin kostuðu þegar „skrefatalning-
unni” var skellt á, þrátt fyrir að fær-
ustu reiknimeistarar væru búnir að
reikna út að það tæki P&S að mig
J minnir 100 ár að fá verð tækjanna inn
í auknum símtölum og gjöldum.
Þetta fór allt á annan veg. Fólk
notaði símann miklu minna eftir að
skrefatalningin var komin á, þannig
að tekjurnar urðu minni en búist var
við.
Það er einnig svolitið vafasamt að
selja fólki símtæki sem er dýrara en
önnur sambærileg vegna einhverra
fylgi- eða aukahluta, en geta svo ekki
um að af „tæknilegum” ástæðum sé
ekki hægt að nota aukabúnaöinn,
þannig að hægt hefði verið aö komast
af meöódýrari sima i upphafi.
IANNA BJARNASON
BLAÐAMAÐUR
Þaö er mesti munur aö búið skuli
vera að taka símtækin úr „hnapp-
heldunni”, þ.e. að raftækjaverzlanir
skuli nú geta haft slíkan vaming á
boðstólum. Þeir sem eldri eru muna
eflaust eftir útvarpseinkasölunni
sem hér var í eina tíð. — Unga fólkið
í dag heldur að maður sé kominn á
,,raup”-aldurinn þegar minnst er á
að hér hafi verið einkasala á út-
varpstækjum.
Þaö er meiri opinbera forsjáin alla
tið.
Það er kominn tími til að P&S láti
verða af því að útvega sér þær græj-
ur sem þarf til að geta gefið út
mannsæmandi símareikninga.
Ánnars held ég endilega að þessi
tæki séu til. I það minnsta eru síma-
reikningar þeirra sem á hótelum gista
eitthvaðíréttaátt.
Á alvörusímareikningum, eins og í
Bandaríkjunum, eru upplýsingar
um: dagsetningu, hvert hringt er,
hve lengi er talað og hvað símtalið
kostar. Það fer ekkert milli mála á
þeim reikningum.
Anna Bjarnason.
„Það er mesti munur afl búifl skuli vera afl taka símtækin úr
„hnappheldunni", þ.e. afl raftækjaverzlanir skuli nú geta haft slikan
varning é boðstóium."
• ,.Þá er eftir sá möguleiki að
þarna séu mörg símtöl til
útlanda, sem vel má vera, — en þá
vil ég gjarnan vita hve lengi var
talað og sömuleiðis hvert var
hringt."
BIÐSTAÐA TIL VORS?
in sitji nánast aögerðalaus fram yfir
kosningar. Það þarf þó alls ekki að
verða svo. Vera kann að ríkisstjórnin
nái samstöðu um framvindu efnahags-
mála. Tæplega verður hún þó á þann
veg að öllum liki. Utlitið í þeim málum
er ekki svo bjart að nýjar ráðstafanir
verði öllum gleöiefni. Því er hætt við að
ólga verði í þjóðfélaginu þegar þær
verða kynntar og við það mun and-
stæðingum stjórnarinnar innan flokks-
ins vaxa ásmegin að einhverju leyti,
enda þótt þar muni vafalítið einnig
finnast menn sem verða ánægðir með
það ef stjómin tekur á sig rögg.
Þá er ótalinn þriðji möguleikinn,
sem er sá að óeining vaxi innan ríkis-
stjórnarinnar vegna aðgerða eða aö-
gerðaleysis einstakra ráðherra. Sú
óánægja getur vissulega orðið það
mikil að stjórnarslit og kosningar blasi
við fyrir landsfundinn. Líklega myndi
það hvað helst þjappa Sjálfstæðis-
flokknum saman.
Alls staðar
lausir endar
Satt best að segja virðist víöa vera
tilefni til árekstra og auðvelt aö gera
ágreining ef menn vilja. Slíkt er til að
mynda ávallt auðvelt um ríkisfjármál
þegar svo árar sem nú, enda auðvelt
að sýna fram á miklu meiri þörf fyrir
fjármagn en nokkur leið er að sinna og
einnig meiri eyðslu einstakra ráðu-
neyta en þjóðin hefur efni á. Sjávarút-
vegurinn á í geysilegum erfiðleikum og
óvíst hvemig tekst að leysa þær vinnu--
deilur sem þar virðast í uppsiglingu.
Sívaxandi óánægju gætir með þenslu
bankakerfisins í landinu og þær raddir
verða æ háværari meðal almennings
sem kref jast niðurskurðar þar og telja
hann eiga að koma samfara vaxta-
lækkun sem gæti orðið til þess að draga
úr verðbólgunni, sem nú æðir áfram að
nýju. Landbúnaöarstefnan virðist í
mikilli hættu þar sem framleiðsla er
aftur að aukast umfram þarfir og
ósennilegt að verölagi á landbúnaðar-
afurðum verði haldið uppi til framleið-
enda ef svo fer sem horfir. Stuðningur
við nýjar búgreinar virðist mjög tilvilj-
anakenndur og fulltrúar hinna hefö-
bundnu búgreina passa býsna vel upp
á kjötkatlana sina á kostnað hinna.
Orkumálin virðast komin í algeran
hnút og sú gífurlega verðhækkun á
orku undanfarin ár, sem bæði ein-
staklingar og fyrirtæki stynja undan,
mun vafah'tið verða mjög til umræðu á
næstunni. Þar mun næða um ýmis höf-
uð. Endurbætur í heilbrigðis- og trygg-
ingakerfinu svo og menntamálum,
sem menn vonuðust til að birtust í betri
nýtingu f járveitinga, virðast láta á sér
standa. Aðgerðir í húsnæðismálum
virðast tilviljanakenndar og fara frem-
ur eftir hávaða einstakra hópa en að
þar sé um skipulagða stefnu að ræða.
Vallgrónir kerfiskallar standa þvers-
um í vegi fyrir einföldun og endubótum
í stjórnkerfi, dauðhræddir um að
missa eitthvaö af áhrifum og völdum.
Þetta er ekki fögur lýsing en því mið-
ur sönn í öllum megindráttum. Þegar
þannig er ástatt er ekki von til þess að
þjóðin standi á öndinni af hrifningu
yfir aðgerðum landsfeðra, enda þótt
þeir verði á engan hátt sakaðir um allt
það sem miður fer. Þar verður bæði að
leita skýringa í aðgerðum forvera
þeirra í embættum og sífelldrar kröfu-
hörku hinna ýmsu stétta og hagsmuna-
hópa þjóöfélagsins sem eiga það eitt
sameiginlegt að æpa í sífellu: „Ekki
ég, bara ekki ég’,’ þegar nauðsynlegar
aðgeröir koma til greina. En semsé:
Ríkisstjómin er búin að ákveða aö
þreyja þorrann og góuna og það er þó
alltaf nokkuð...
Magnús Bjamfreðsson.
• „Vera kann að ríkisstjórnin nái
samstöðu um framvindu efna-
hagsmála. Tæplega verður hún þó á
þann veg að öllum líki."