Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
Minningar
frá Melaveílinum
Nú er búiö aö loka Melavellinum.
Veriö er að ræsa jarðýtumar sem
eiga eftir aö fjarlægja öll verksum-
merki um aö nokkum tíma hafi verið
völlur þarna á melunum.
Bráöum verður þarna
ekkert sem minnir á Melavöllinn.
Bráöum veröa margir sem ekkert
vita um tilveru vallarins. Þá rölta
gamlir menn meö ungviðið upp á
bíiastæðið við Bókhlöðuna og segja:
Hérna var Melavöllurinn. Hér var
mikið líf og fjör. Þá var sko gaman
aðveraungur.
Einn þeirra, sem gæti sagt þetta,
er Brynjóifur Ingólfsson. Hann á
margar endurminningar frá Mela-
vellinum. Hann var mikili hlaupari
og seinna var hahn m.a. formaður
Frjálsíþróttasambands Islands í sex
ár, 1954 -3960.
Auk þess sem endurminningar
Brynjólfs eru geymdar í huga hans
hefur hann safnað ijósmyndum frá
íþróttalífinu sem var með mestum
blóma hér á landi.
Brynjólfur er frá Seyðisfirði en
flutti, vegna háskólanáms, til
Reykjavíkur 1941. Fljótlega gerðist
hann KR-ingur og hefur verið þaö
síöan. Hann æfði stíft á meðan hann
stundaöi nám í lögfræði við Háskóla
Islands. Eftir prófið hóf hann störf
hjá samgönguráðuneytinu og
starfaði þar í 37 ár. I 22 ár af þeim
var hann ráðiuieytisstjóri. ,,Eg er
ekkert gefinn fyrir að skípta um
starf,” segir Brynjóifur, „starfið var
fjöibreytt og nóg aðgera."
Það var reyndar 1940 sem Brynj-
ólfur byrjaði að keppa. Það var
keppni á milli Akureyringa og Sigl-
firðinga. Hann vann bæöi 100 og 400
metra hlaupin. Eftir það fékk hann
óstöövandi áhuga á hlaupum. I þessu
nefnir hann mörg nöfn frá þessum
gullaldartímum frjálsra íþrótta.
Þeir sem eru ungir í dag þekkja
ekki þessi nöfn.
Þcgar Brynjólfur er spurður að því
hver hafi verið þjálfari á þessum
tíma nefnir hann nokkur nöfn sem
ættuaðvera kunn.
„Það var Benni Jak. sem var þjálf-
ari í KR. Hann var mjög vel að sér,
ógleymanlegur og fínn ræðumaöur.
Svo var Georg Bergfors þjálfari hjá
IR 1946. Hann var Svíi. Guðmundur
Þórarinsson varð síðar þjálfari hjá
IR.”
En Brynjólfur segir að það hafi
ekki skipt höfuömáli hjá hvaða félagi
þessir þjálfarar voru. Þeir leið-
beindu Öllum og hjálpuðu, sama úr
hvaða félagi þeir voru. Þaö eru fleiri
nöfn sem koma upp í huga Brynjólfs.
„Svo sem Olafur Guðmundsson
(langi) úr IR, Sigurgeir Ársælsson,
Ármanni, lengi ósigrandi hlaupari
hér, óg blökkumaðurinn frá
Trinidad. Hann var síðar besti
spretthlaupari heims á OL 1952
(keppti fyrir Breta). Hann dvaldi hér
á vegum IR1948.
Á síðari hluta fjórða áratugar
aldarinnar er mér efst í huga,
Kjartan Jóhannsson, eða réttara
sagt bak Kjartans Jóhannssonar, IR,
því þau ár sá ég venjulega á bak hins
sigursæla brautryðjanda hér á landi
í millivegalengdum. Ekki má heldur
gleyma Victor Drygall, USA,
hermanninum, sem þegar fyrir stríð
var orðinn með bestu þolhlaupurum í
heimalandi sínu. Hann var hér árið
1945 og vann jafnan bæði 5000 metra
og 3000 metra hlaupin,” segir Brynj-
ólfur og lætur hugann reika tU Mela-
vaUarins sem nú verður bráðum
strokaðurútaflandakortinu. APH.
BrynjóHur Ingólf sson flettlr f gognum myndasaf nið sitt.
hlaupi vann hann reyndar afreksem
hann náði aldrei aftur. Hann hljóp
100 metrana á 11,2. „Það var nefni-
lega bæði þjófstart og meðvindur.”
A Húsavík, nokkru seinna, hljóp
hann 100 metrana á 10,8. Þetta var
ótrúlegt afrek sem Brynjólfur gat
ekkitrúaö.
„Ég stóð fyrir því aö mæla upp
völlinn. Hann reyndist vera aðeins
Uðlega90metrar.”
Keppt um hverja helgi
„Það var keppt um hverja helgi á
MelaveUinum. Ef ekki voru frjálsar
þá var það fólbolti. Og það komu aUt-
af margir tU að horfa á,” segir
Brynjólfur.
En hvað hefur gerst? Hvers vegna
mætir fólk ekki á frjálsíþróttamót nú
á tímum? Hefur áhuginn dofnað?
„Astæðan er einfóld. Nú eru komnar
fleiri greinar sem keppa um hyUi
fóUfsins.”
Brynjólfur hefur aUtaf verið KR-
ingur. Hvað finnst honum um stöðu
KR-ídag.
„KR er nú aðeins fótbolti með
Ellert og Bjama Fel í fararbroddi.
„Þjóðaríþróttin” er nú enska knatt-
spyman.
Það var draumur Erlends O.
Péturssonar, sem Ufði fyrir KR, að
félagið yrði sem best í öUum fþrótt-
um. Það er mikil skömm að því að
KR er nú feUið niður í aðra deild í
frjálsum,” segir Brynjólfur, „KR-
ingar unnu allsherjarmótið í nær 20
ár.”
Svo það er ljóst að KR má muna
fífU sinn fegri á sviði frjálsra íþrótta.
EnaUter breytingum háð.
Mörg nöfn, en aðeins
örfá skulu nefnd
Þegar spjaUaö er viö Brynjólf
Tómas Árnason, ungur að aldri og
efnilegur íþróttamaður. Hann þótti
góður i spjótkasti.
Erlendur Ó. Pétursson, formaður
KR.
Frá hlaupi kvenna á þessum árum. Áhorfendur eru spenntir og fagna mikið. Eitthvað virðist Örn Clausen setur met i 110 metra grindahlaupi á Melavellinum 1949.
klæðnaðurinn hafa breyst frá þessum árum.
Sigurvegarar KR á allsherjarmótinu 1944. Fyrsta röð f.v.: Finnbogi Guðmundsson, Georg L.
Sveinsson, Indriði Jónsson, Helgi Guðmundsson, Jens Magnússon, Sigurlaugur Þorkelsson.
önnur röð: Haraldur Matthiasson, formaður frjálsiþróttadeildar KR, Svavar Pálsson, Jón M.
Jónsson, Haraldur Bjömsson, Gunnar Huseby, Þór Þormar, Hjálmar Kjartansson, Jón F.
Hjartar. Þriðja röð: Brynjólfur Ingólfsson, Óskar Guðmundsson, Jóhann Bernhard, Skúli Guð-
mundsson, Bragi Friðriksson,' Páll Halldórsson, Brynjólfur Jónsson og Erlendur Ó. Pétursson,
formaður KR.
Hér eru sigurvegararnir i allsherjarmótinu 1942 sem voru KR-ingar. Fremri röð frá vinstri: Jón
F. Hjartar, Sverrir Emilsson, Gunnar Huseby, með farandgripinn besta íþróttafélag íslands,
Anton B. Björnsson, Indriði Jónsson og Helgi Guðmundsson. Aftari röð f.v.: Rögnvaldur
Gunnlaugsson, Brynjólfur Ingólfsson, Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson, Vilhjálmur
Guðmundsson, Óskar Guðmundsson, Svavar Pálsson, Björgvin F. Magnússon og faðir hans,
Magnús Guðbjörnsson.