Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Vörn
í sókn
Fundahöld Jóns Baldvins
Hannlbalssonar úti á lands-
byggðlnni hafa af ýmsum
ástæðum vakið mikla eftir-
tekt og umræðu. Er nú svo
komið að farið er að kalla
samkomurnar þær arna
„iandsfundi” Jóns Baidvins.
Ekki meira um það.
En fyrir einhverjum vikum
var formaðurinn með fund á
Neskaupstað. Svo sem nærri
má geta dundu á honum ýms-
ar pilur, sumar oddhvassari
en aðrar. Meðal annars
ræddu fundarmenn um laun
þingmanna. Vildu einhverjir
meina að þau væru hneyksl-
anlega há.
Jón Baldvin sneri vörn i
sókn og spurði hann á móti
hvaö Neskaupstaðabúar
grelddu frammámönnum í
plássinu. Þvældist þá upp úr
einhverjum að bæjarstjórinn
þægi 100 þúsund krónur og
Jón Bafcfvin Hanniba/sson.
framkvæmdastjóri sUdar-
verksmiðjunnar um 120 þús-
und. Sumsé forsetalaun.
Hlægir þetta Austfirðinga
mjög um þessar mundlr.
Hægfara
bréf ;
Hinar ýmsu leiðir innanborg-
ar virðast stundum seinfarn-
ar þótt ekkl séu þær aö sama
skapi langar.
Maður einn póstlagði bréf í
póstútibúinu í Ármúla á
föstudegi. Átti það að sendast
í pósthólf aðalpósthúss. Bjóst
maðurinn við að bréfið yrði
komið á áfangastaö fljótlega
eftir helgina.
En það var aldeUis ekki. Á
miðvikudag var ekki farið að
bóla á bréfinu sem menn
töldu nú týnt. Það var ekki
fyrr en á fimmtudegl sem það
skUaði sér í pósthólfið og
hafði þá verið tæpa viku á
leiðinni í bæinn.
t umræddu bréfi var væn
ávisun. Viðtakandinn varð
aUs hugar feginn, enda farinn
að óttast vcrulega um afdrif
hennar.
Þar verður
fjör
Forráðamenn Þórskaffis
ætla að fara af stað með tals-
verð hátíðahöld á næstunni.
Verður um að ræða svokaU-
aðar ferðahátíðir. Sú fyrsta
þessarar tegundar verður
haldin næstkomandi sunnu-
dagskvöld.
Guóiaugur Tryggvi Karlsson.
Víst hafa feröa- og kynning-
arkvöld aUs konar verið haid-
in hér á landi i gegnum tíðina.
Ofannefnd ferðahátíð er þvi
ekkert nýmæU i ferða- og
skemmtiiðnaði. Hins vegar
telst hún svolitið sérstök fyrir
þær sakir að þangað verður
boðið öUum forstjórum ferða-
skrifstofa, forráðamönnum
flugfélaganna og ferðamála-
frömuðum öðrum. Hafa í
þessu skyni verið sendir út
um lOOboðsmiðar.
Það verður Guðlaugur
Tryggvi Karlsson sem sér um
að stjórna hátíðinnl og haida
friðinn á sunnudagskvöidið
næstkomandi.
Snobb-
hill
Sum íbúðahverfi þykja
fínni en önnur. Þetta er ekki
bara lenska á höfuðborgar-
svæöinu heldur einnig úti á
iandl.
Nú mun tU dæmis ýmsa far-
ið að klæja á HvolsveUi. Þar
stendur tU að úthluta lóðum í
hæðunum við rætur Hvois-
fjaUs. Þykir þetta mikíð gós-
eniand, aUt að því sjálfvaUð
undir híbýii góðborgaranna á
staðnum.
Þrátt fyrir að úthlutun hafi
enn ekki farið fram hefur
þessu væntaniega íbúða-
hverfi þegar verið gefið nafn.
Gengur það undir heitinu
Snobb-hUl meðal óbreyttra.
Segja hinir sömu að ströng
skUyrði verði sett þelm sem
þarna vUja byggja. Verði
þeir að vera i góðum áinum
og sæmUega menntaðir. Þá
þurfi þeir að geta rakið ættir
sinar tU einhverra stórmenna
sögunnar, helst Gunnars á
Hlíðarenda eða Hallgerðar
langbrókar. Ekki vitum vér
þó hvort ættartafla þarf aö
fylgja umsóknum.
Sjátfsagt mál
Gunna var önnum kafln i
eldhúsinu þegar nágranna-
konan geystist inn á mitt gólf
hjáhennL
„É-ég sá manninn þinn á
ströndinni í dag, Gunna,”
másaði hún. „Hann var með
annarri konu.”
„Hvað heldur þú eiginlega
að maður á hans aldri taki
með sér á svoleiðls stað?”
svaraði frú Guðrún yfirveg-
uð. „Fötu og skóflu eða
hvað...?”
Umsján:
Jóhenna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir
1 TÓNABÍÓ — RAUÐ DÖGUN
FOTBOLTAHETJA VERÐUR
SKÆRUUÐAFORINGI
Tónabíó: Red Dawn.
Leikstjóri: John Milius.
Handrit: Kovin Reynolds og John Milius.
Aðalhlutverk: Patrick Swayze, C. Thomas
Howell og Lea Thompson.
Valdajafnvægið í heiminum hefur
raskast. Kommúnistar bíða eftir
hagstæðu veðri tU að ráðast inn í
Bandaríkin. NATO er í upplausn.
Friðarhreyfingin hefur náð meiri-
hluta á þingi í Þýskalandi og ÖU
kjamorkuvopn hafa veriö flutt frá
Vestur-Evrópu. Flest ríki Mið-Amer-
iku hafa orðið kommúnisma að bráð.
Bylting stendur yfir í Mexíkó. Kúba
og Nicaragua eru orðin hernaðarleg
stórveldi. Sovétmenn hafa náð yfir-
tökum í heiminum. Þá gerist það
einn septembermorgun að faUhlífa-
hermönnum rignir niður úr skýjun-
um. Innrásarliðiö kemur aö sunnan,
frá Karíbahafi. Her Sovétmanna
sækir fram úr norðvestri, yfir Alaska
ogKanada.
Sögusviðið er litiU bær í Bandarík j-
unum. Gömul fótboltahetja, Jed
Ecert, flýr tU fjaUa ásamt nokkrum
skólastrákum. Hugmyndin er að
leynast þar þangað tU hersveitir
kommúnista haf a verið yfirbugaðar.
Brátt slást í förina tvær yngis-
meyjar, svo og flugmaður úr banda-
ríska hemum sem hefur verið skot-
inn niður. Hópurinn tekur brátt upp
skæruhernað gegn óvininum og
verður vel ágengt. Eftir frammi-
stöðu þeirra að dæma þurfa Banda-
ríkjamenn vart að þjálfa hermenn
sína. Hertækni virðist þeim í blóö
borin. Skólakrökkunum, tólf að tölu,
tekst að gera svo mikinn usla hjá
hersveitum kommanna að vart má á
milli sjá hvor aöUinn er sterkari.
Rússarnir eru líka ósköp vitgrannir
og svifaseinir. Seint og um síðir
kemur einhverjum ráðsnjöllum í liði
þeirra til hugar aö ráðast gegn
krökkunum.
n
Red Dawn er spennandi á köflum.
Hugmyndin er ekki svo galin en út-
færð á bamalegan hátt. Innrásarher-
inn er samansafn af hjólbeinóttum
stirðbusum. Virðast allir í þeim her
hafa gáfnavisitölu á við góriUuapa.
Rússamir fara í skoðunarferðir upp
um fjöll og firnindi til að taka ljós-
myndir hver af öðrum og eyða
tímanum í kvennafar. Auðveldir
andstæðingar það.
Þá heyrum við lítið af því hvernig
Bandaríkjaher gengur í baráttunni
við innrásarUðið. Þrátt fyrir að fjöldi
útvarpsstöðva starfi um gjörvöU
Bandaríkin virðist engum koma til
hugar í þessum litla bæ að fylgjast
meö þeim f jölmiðli.
Það er Utið um myndina aö segja
annað en það að hún er sæmilegasta
afþreying. Þó líkist sagan meira frá-
sögn af skátaútilegu en atburðarás
heimsstyrjaldar.
Elin Hirst.
★ ★ ★ ★ Frábær
★ ★ ★ Góð
★ ★ Miðlungs ★ Léleg
0 Afleit
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Selfoss:
Fegrunarlyf og skrautskrift
Eg hef sagt frá því áður hve ÖU þjón-
usta á Selfossi er góö. Og nýju fyrir-
tækin sem bætast við vilja sýna konum
enn fullkomnari þjónustu. A síðast-
liðnu ári bættust við tvö fyrirtæki á Sel-
fossi. Snyrtihúsið þar sem Þórhildur
Karlsdóttir veitir fullkomna þjónustu
og gefur sínu viðskiptafólki smáglas
með góðri lykt og annað glas sem fegr-
arfólk.
Ernnig var sett upp blómabúð sem
hlaut nafnið Eyrarrós. Þar fást alls
konar tækifærisgjafir og þjónusta þar
er frábær. Þá fá viðskiptavinir skraut-
ritaö kort með gjöfum þeim er þeir
kaupa þama.
Svona á verslunarþjónusta að vera.
Og mættu margar blómaverslanir
taka sér Eyrarrós til fyrir myndar.
Hafið það hugfast að smáu verkin
vinna þau stóru og auka söluna. Aður-
greind fyrirtæki, sem tóku til starfa á
síðasta ári, eru á Ey rarvegi á Selfossi.
Regína/-EIR.
Sinf óníutónleikar í kvöld
Efnisskrá sinfóníutónleika, sem
haldnir verða í Háskólabíói i kvöld,
verður úr ýmsum óperum, sungin og
leikin. Hinn víðfrægi tenórsöngvari,
Nicolai Gedda, sem syngja átti með
hljómsveitinni að þessu sinni, for-
fallaðist skyndilega en í hans stað
kemur ungur ítalskur tenórsöngvari,
Pietro Ballo.
Pietro Ballo kom fyrst fram 1979 í
Treviso-óperunni og söng þá aöal-
hlutverkiö í Don Pasquale eftir Doni-
zetti. Síðan hef ur hann víða sungið og
á síðustu árum í Scalaóperunni í
Mílanó, Glyndeboumeóperunni í
Bretlandi og við Ríkisóperurnar í
Vín og Búdapest.
-óbg.
VÖRULYFTARAR
V-þýskir kostagripir sem endast
Hrmgið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga.
G/obus/
Lágmúla 5 — Pósthólf 555 — 105 Reykjavík.
Getum afgreitt með stuttum fyrir-
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5^4 tonna.
Disillyftara, 2,0-30 tonna.
Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum Iyftara í umboðssölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastig 3, simar 26455 og 12452.
TIL SÚLU HILLMAN
MINXÁRG. 1959
ekinn aðeins 36.000 mílur, bíllinn er sem nýr.
Upplýsingar í símum 11589 og 73422.