Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985.
Rútustríð geisar
enn á Suðurlandi
Deilan um akstur skólabíla meö
nemendur Fjölbrautaskólans á Sel-
fossi er ennþá óleyst. Skólanefndin
hefur gert tillögur til lausnar.
„Sennilega veröur þeim hafnað,”
sagði Hjörtur Þórarinsson, formaður
skólanefndar.
Aksturinn var boöinn út síðastliðið
sumar. Skólanefndin tók tilboöi Sér-
leyfisbíla Selfoss. Þegar skólinn
hófst um haustið hélt Kristján Jóns-
son, sérleyfishafi í Hveragerði,
áfram að aka nemendum úr Þorláks-
höfn, ölfusi og Hveragerði í Fjöl-
brautaskólann. Rútur Sérleyfisbíla
Selfoss óku því nær tómar þessar
leiðir fyrir áramót. Nemendur kusu
að láta heimamenn aka sér í skól-
ann.
Skólanefndin hafði á grundvelli til-
boðsins samið við Sérleyfisbíla Sel-
foss um aksturínn fram á vor. Skóla-
nefndin ákvað hins vegar að segja
fyrirtækinu upp samningum frá ára-
mótum.
Vegna samningsrofsins á skóla-
nefndin yfir höföi sér skaðabótakröfu
frá Sérleyfisbílum Selfoss sem aka
nú aðeins nemendum frá Eyrar-
bakka og Stokkseyri.
Fyrir aksturinn greiða nemendur
gjald sem samsvarar strætisvagna-
fargjaldi í Reykjavík. Kostnaö að
öðru leyti greiða ríkissjóður og sjóðir
sveitarfélaga í héraðinu.
Hveragerðishreppur og ölfus-
hreppur styðja Kristján Jónsson.
Austurleið nýtur stuönings Rangár-
vallahrepps og Hvolhrepps. Selfoss-
bær styður Sérleyfisbíla Selfoss.
Sáttatillaga skólanefndar er á þá
leið að Sérleyfisbílarnir aki nemend-
um fram á vor en þar eftir verði það
heimaaöila að ákveða hver annist
aksturinn úr þeirra byggðarlagi. Það
verði hins vegar skólanefndar og
menntamálaráðuneytisins að
ákveða hvað greitt skuli fyrir akstur-
inn.
-KMU.
Flugumferð-
arstjóri og
flugstjóri
ákærðir?
„Þetta mál er í gaumgæfilegri at-
hugun,” sagöi Pétur Guðgeirsson, full-
trúi hjá ríkissaksóknara, um atvik sem
varð í lofti ekki Jangt frá Keflavíkur-
flugvelii þann 6. september síöastlið-
inn.
Embætti ríkissaksóknara er að at-
huga hvort ástæða sé til að ákæra flug-
stjóra Flugleiöaþotu, flugumferðar-
stjóra eða aðra vegna þess að ekki
munaöi nema nokkrum metrum að
tvær Flugleiðaþotur, með alls 403
menn innanborðs, rækjust saman.
Boeing 727 þota fór í loftið aðeins
einni mínútu á eftir DC—8 þotu. Bo-
eing-þotan klifraði hraðar og náði
DC—8 þotunni á nokkrum mínútum.
Bar flugmönnum saman um að þotum-
ar hefðu verið mjög nálægt hvor ann-
arri og árekstrarhættan verið mjög
mikil.
I skýrslu loftferðaeftirlits Flugmála-
stjórnar kemur fram að það er talin
meðverkandi orsök hvernig mál þróuð-
ust að flugstjóri Boeing-þotunnar
skyldi ekki breyta um stefnu þrátt
fyrir að hann hafi haft orð á því hvert
stefndi tveimur og hálfri mínútu fyrir
atvikið.
Ennfremur kemur fram í skýrslunni
að flugumferðarstjóri hafi fullvissaö
flugmennina um að lágmarksaðskiln-
aði væri haldið þegar þær í raun voru
mjög nálægt hvor annarri og hættu-
ástand fyrirsjáanlegt.
Þaö er álit rannsóknamefndarinnar
aö óhóflegt vinnuálag flugumferðar-
stjóra og uppsöfnuð þreyta hafi að
verulegu leyti ráðið viðbrögðum hans.
DV hefur birt útdrátt úr samtali flug-
stjóranna við flugumferðarstjórann.
Þar kemur fram að Boeing-flugstjór-
inn og flugumferðarstjórinn lentu í
orðasennu eftir flugtak þegar stefndi í
árekstur. -KMU.
~-iiiiÉrí-
,^S
r
Hvítir mðvar taka stefnuna á haf út. Hvert skal halda? Er þetta flug án fyrirheits? Eitt er víst afl Seltjarnarnesifl
verður á sínum stafl þegar hópurinn snýr aftur til lands. DV-mynd Bjarnleifur.
Hvers vegna orkuspáin brást:
MUN MINNIRAFHITUN
Miklu minni rafhitun húsnæðis en
orkuspámefnd áætlaöi er megin-
skýring þess að orkuspáin reyndist
röng. Rafmagnsnotkunin 1984 varð
250 gigavattstundum minni en
nefndin spáöi. Sú spá var að vísu
gerð 1981 og lækkuö um 50 gígavatt-
stundir strax 1982.
Orkuspárnefnd hefur gefið út
skýringar á fráviki rafmagns-
notkunar síðustu ár frá spám
hennar. Eins og fyrr segir telur
nefndin minni rafhitun húsnæðis
aðalskýringuna, þar sem ýmist hafi
verið dregið minna úr olíunotkun,
hitaveita aukin meira eða hús minna
hituð en ráð var fyrir gert.
Þetta metur nefndin 60% af
þessum 250 gígavattstunda mun.
10% til viðbótar segir nefndin stafa
af minni aukningu á rafmagns-
notkun á heimilum en ráð var fyrir
gert. 30% em siöan sögð eiga rætur í
minni rafmagnsnotkun í atvinnu-
lífinuenætlaðvar.
Orkuspárnefnd mun í vor skila
nýrriorkuspá.
Loðnukvótinn enn aukinn um 220 þúsund tonn:
STEFNIR í NÝTT MET-
ÁR í LODNUVEIÐUNUM
Veiðikvóti okkar af loðnu á yfir-
standandi vertíð hefur verið aukinn
um 220 þúsund tonn. Um áramót voru
eftir 170 þúsund tonn af kvótanum eins
og hann hafði þá veriö ákveðinn. Nú
þegar liggja fyrir tillögur Hafrann-
sóknastofnunar um að byrjað verði
með miklu hærri kvóta í haust en í
fyrrahaust.
Það eru þannig 390 þúsund tonn sem
heimilað hefur verið að veiða af loðnu
frá áramótum. Nú í lok janúar vom
eftir af því magni um 260 þúsund tonn.
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að
byrjunarkvóti næsta haust verði 500
þúsund tonn. Þar af munu Norðmenn
fá 168 þiísund tonn. Okkar hlutur
verður þannig 332 þúsund tonn.
A síðasta hausti var byrjunarkvót-
inn 300 þúsund tonn, þar af til Norð-
manna 105 þúsund tonn. Horfur vegna
næstu loðnuvertíðar eru því mun betri
en vom fyrir þessa vertíð sem nú
stendur.
Eins og fyrr segir er loðnukvótinn
frá áramótum 390 þúsund tonn eftir
síöustu viðbót. Enn er eftir aö kanna
svæði út af vestanverðu Norðurlandi
og Vestfjörðum. Aukning er enn hugs-
anleg. Á fyrstu mánuðum síöasta árs
fengust um 440 þúsund tonn. Með þeim
byrjunarkvóta, sem lagður er til fyrir
haustið og í samræmi við líklegt fram-
hald, má reikna með nýju metári í
loönuveiðunum.
Loðnuveiöin 1984 varð alls um 867
þúsund tonn. Metið er þó frá 1978, 967
þúsund tonn. 1979 fengust 964 þúsund
tonn. Árið í fyrra varð þannig þriðja
mesta loönuár Islandssögunnar.
Samkvæmt heimildum DV hefur tek-
ist aö selja allt loðnumjöl sem unnist
hefur þótt veröið hefði mátt vera
betra. Nokkrar lýsisbirgðir hafa safn-
ast og mun beðið lags með sölu á þeim,
jafnveltilvors.
HERB
Hákon Halldórsson,
formaður
Júdósambandsins:
„Undirstrikarhug
almennings
til Bjama”
„Eg varð fyrir vonbrigðum með
val íþróttamanns ársins. I minum
huga átti Bjarni aö veröa númer eitt.
Þessi skoðanakönnun sýnir svart á
hvítu að fleiri eru sömu skoðunar og
ég,” sagði Hákon Halldórsson, for-
maður Júdósambandsins, í samtali
viö DV um úrslit skoöanakönnunar
DV.
„A hitt er að líta að val þetta er
algerlega íþróttafréttamannanna og
ég er ekki að segja aö þeir hafi ekki
haft rétt fyrir sér. Ásgeir Sigur-
vinsson er vissulega vel að titlinum
kominn þótt ég heföi haft Bjarna
númer eitt.
Arangur Bjama á ólympíu-
leikunum þykir mér meiri og betri en
það að verða meistari með sínu
félagsliði. Þá var Bjarni sæmdur af-
reksmaður ISI, kosinn maður ársins
á DV og svo kemur skoðanakönnunin
í kjölfariö. Undirstrikar hún þaö að
Bjarni hefði verið kosinn íþrótta-
maður ársins af öllum öðrum en
íþróttafréttamönnum,” sagði Hákon
Halldórsson. -KÞ
Ellert B. Schram,
formaðurKSÍ:
„Alltaf skiptar
skoðanirum
svonakjör”
„Sem betur fer eigum við Islend-
ingar marga frábæra íþróttamenn
sem verðskulda að vera kjömir
íþróttamenn ársins. Um slíkt kjör
hljóta alltaf að vera skiptar skoðanir
þegar margir eru kallaöir. Kjör As-
geirs Sigurvinssonar dregur ekki úr
því stórkostlega afreki sem Bjarni
Friðriksson vann á ólympíuleikun-
um í fyrra,” sagði Ellert B. Schram,
formaöurKSl.
Það er ekki óeölilegt að maður sem
vinnur til verðlauna á ólympíu-
leikum sé ofarlega á blaði. Eg minni
á aö Bjami var kjörinn maður ársins
hjá DV. Kjör íþróttamanns ársins er
hins vegar í höndum íþróttafrétta-
ritara fjölmiðlanna og þeir völdu
Ásgeir. Hann varð Þýskalands-
meistari í fyrra, var kjörinn besti
leikmaöur Bundesligunnar og komst
í hóp bestu knattspyrnumanna
heims. Það er ekki h'tið afrek miðaö
við að þar er um að ræða útbreidd-
ustu og vinsælustu íþróttagreinina.
Skoðanakönnun DV leiðir hins vegar
hugann að því hvort ekki sé rétt aö
íþróttamaður ársins sé kjörinn
almennri kosningu en ekki af
þröngum hópi manna,” sagði Ellert
B. Schram.
Kæran í
athugun
Kæra forráðamanna Sjómanna-
blaðsins Víkings á hendur Frjálsu
framtaki, vegna auglýsingar á
Sjávarfréttum, er nú í athugun hjá
Verðlagsstofnun.
Eins og DV hefur greint frá
auglýsti útgáfufyrirtækiö Frjálst
framtak blað sitt, Sjávarfréttir,
með þessum hætti: „Sjávarfréttir.
Fjómm sinnum útbreiddari en
nokkurt annað blað á sviöi sjávar-
útvegs.” Þessa auglýsingu töldu
forráðamenn Sjómannablaðsins
Víkings ósanna. Þeir töldu hana
brjóta í bága við lög um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti. Kærðu þeir málið
til Verðlagsstofnunar.
Sigríður Haraldsdóttir hjá Verð-
lagsstofnun sagði að fyrirspum
hefði verið send til Frjáls fram-
taks. Væri óskað skýringa á þeirri
fullyrðingu, sem fram kæmi í
auglýsingunni. Hefði forráða-
mönnum útgáfufyrirtækisins verið
gefinn hálfs mánaðar frestur til að
svara fyrirspuminni. -JSS