Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. Skoðanakönnun DV: BJARNITALINN ÍÞRÓTTAMAÐ- UR ÁRSINS Landsmenn hafa mikiö deilt um það að undanförnu hver helst verðskuldi titilinn „iþróttamaður ársins” 1984. Þessi deiia hefur gengiö fram og aftur í' lesendabréfum og greinum blaöa. Svo vel vill til að við eigum um þessar mundir marga frábæra íþróttamenn, svo að valið er vandasamt. Iþróttafréttamenn kusu Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumann „íþróttamann ársins”. Bjarni Friðriksson júdómaöur varð þar í öðru sæti. Asgeir stóð sig meö afbrigöum vel á árinu og Þjóðverjar kusu hann besta knattspymumann Vestur- Þýskalands. Bjami vann til brons- verðlauna í sínum þyngdarflokki á ólympíuleikunum í Los Angeles, sem var mikill sigur fyrir Island. DV valdi Bjarna „mann ársins 1984”. DV fýsti að vita, hver landsmönnum fyndist eiga titilinn „íþróttamaður árs- ins”. Því var spurt í skoöanakönnun blaðsins um siöustu helgi: Hver verðskuldar helst að þínum dómi titil- inn íþróttamaður ársins 1984 ? Utkoman varð að B jarni Friöriksson hlaut langflest atkvæði, 237 af 600 manna úrtaki eða 39,5%. Ásgeir kom næstur með 149 atkvæði eða 24,8%. I þriðja sæti varð Guðlaugur Friðþórs- son, Vestmannaeyingurinn sem barg sér á frækilegu sundi þegar bátur hans sökk. Vafalaust hefðu mun fleiri kosið Guðlaug, hefði þeim ekki fundist afrek hans vera utan þess sviðs sem mælt er við val „íþróttamanns ársins”. Guölaugur fékk í könnuninni 25 atkvæði. Næstur kemur lyftingamaðurinn sterki Jón Páll Sigmarsson með 12 atkvæði. Síöan spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson og Jónas Oskarsson sem vann til verðlauna á ólympíuleikum fatlaðra. Þeir fengu 5 atkvæði hvor. Handknattleiksmaðurinn Kristján Arason fékk 3 atkvæði og skíðamaður- inn Einar Olafsson, Isafirði, fékk eitt. Oákveðnir voru aðeins 16,2 prósent og 11% færðust undan að svara spuming- unni. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu hlaut Bjarni stuðning 54,2 af hundraði en Asgeir 34,1 af hundraði. Ortakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. -HH. Niðurstöður skoöanakönnunarinnar urðu þess- ar: Bjarni Friðriksson 237 eða 39,5% Ásgeir Sigurvinsson 149 eða 24,8% Guðlaugur Friöþórsson 25 eða 4,2% Jón Póll Sigmarsson 12eöa 2% Einar Vilhjólmsson 5 eða 0,8% Jónas Úskarsson 5 eða 0,8% Kristjón Arason 3 eða 0,5% Einar Ólafsson 1 eða 0,2% Óókveðnir 97 eða 16,2% Svara ekki 66 eða 11% Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöð- urnar þessar: Bjarni 54,2% EinarV. 1,1% Asgeir 34,1% Jónas 1,1% Guölaugur 5,7% Kristjón 0,7% Jón Póll 2,7% Einar Ól. 0,2% Ummæli folks 1 könnuninni: „Margir góðir afreksmenn” „Þó að Ásgeir eigi allt gott skilið, þá hefði ég valið Bjarna,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu, þegar hann svaraði spumingunni í skoðanakönnun DV. „Gh'mukappinn, sem varð þriðji á ólympíuleikunum,” sagði kona í sveit. .JBjarni, þótt ég sé ekkert á móti Ás- geiri,” sagði kona á Reykjavíkursvæð- inu. .^g er lítið inni í iþróttum en held samt að Bjarni eigi að fá þetta,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Við höfum aldrei átt svona marga góöa af- reksmenn á einu ári, en Bjami verð- skuldar titilinn,” sagði karl úti á landi. „Bjarni á hiklaust sh'kan titil eftir frammistöðuna á ólympíuleikunum," sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg treysti íþróttafréttamönnum til að velja íþróttamann ársins,” sagði karl á Akureyri. ,,Allt í iagi með As- geir,” sagði kona á Akureyri. ,,Ásgeir er tvímælalaust okkar mesti íþrótta- maður,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Eg er sammála því að velja Ásgeir Sigurvinsson,” sagöi karl í sveit. , ,Ákvörðunin er tekin og menn eiga að standa saman um hana,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. ,,Ásgeir átti titilinn fyllilega skilið,” sagði karl úti á landi. „Þótt blessunin hann As- geir spih í útlöndum er hann mjög vel að titlinum kominn,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Jónas Oskarsson, sem hlaut silfur á ólympíuleikum fatlaðra,” sagði karl úti á landi. „Þeir áttu báðir skilið titil- inn, Asgeir og Bjami,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Þeir í handbolt- anum vom voða duglegir,” sagði kona í sveit. ,,Sundið hjá Guðlaugi var mesta afrekið,” sagði karl í sveit. „Enginn vafi, Guðlaugur úr Vest- mannaeyjum. Eg er formaöur ung- mennafélagsins í minni sveit og við höfum rætt þetta. Þar vora menn sam- mála um að þetta stórafrek Guðlaugs væri mesta afrek ársins og það sem lengst verði munað,” sagöi karl í sveit. „Afrekið hans Guðlaugs er svo lang- mest að það tekur engu tali,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. -HH. „EINTAL SÁLARINNAR” Þjóðleikhúsið — Litla sviðið GERTRUDE STEIN GERTRUDE STEIN GER- TRUDE STEIN eftir Marty Martin. Þýðandi: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Tónlist: Guöni Franzson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningur: Guðrún Erla Geirsdótt- ir. Á síðustu og verstu tímum, þegar hið dæmigerða í örlögum mann- skepnunnar er ekki lengur tahð boð- legt fyrir þann þrönga hóp þjóðanna sem sækir leikhús að staðaldri, hefur það færst í vöxt að frægar og al- ræmdar persónur úr raunveruieikan- um eru gripnar út úr sínu sögulega samhengi og þeim slengt inná svið, ekki beint i þágu skopgervinga og yfirborðskenndrar ádeilu, nei, fyrst og fremst í þágu grunnhygginnar rannsóknar á lífi og starfi sniliing- anna. Þetta gengur oft vel, þegar viðfangsefnið er velþekkt úr lista- og bókmenntasögukúrsum sem allir verða að sækja, komist þeir eitthvað áfram í skóla. Tjekov, Colette, Joyce, Rimbraud, ramba um leik- sviðin í ævisögulegum verkum, sem flest eru sneydd neista af skáldgáfu en mörg kunnáttulega samin. Er skemmst að minnast sýningar Egg- leikhússins á leik Áma Ibsen — Skjaldbakan kemst þangað lika. Ævisöguaðferðin Pat Carroll heitir amerísk leik- kona sem einkum hefur starfað í næt- urklúbbum vestur £ Ameríku. Hún hefur langa reynslu af einleiknum sem formi, oft við herfilegar aðstæð- ur. Henni hugkvæmist að láta ungan gaur frá Texas semja fýrir sig ein- leik sem byggir á lífshlaupi Gertrade Stein, skáldkonu sem er fræg án þess að vera lesin, viðurkennd án þess að vera virt að verðleikum. Árangur þessa er leikurinn um Stein með þrí- teknunafni hennar. Þjóðleikhúsið hefur nú orðið við áskorun ungs leikstjóra, Andrésar Halga Bachmann í hlutverki skáldkonunnar Gertrude Stein é litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Helga er eini leikarinn í þessari einrœðu skáldkonunnar. DV-mynd Jóhanna Ólafsdóttir. Sigurvinssonar, og látið hann setja þennan Stein-einleik á svið með Helgu Bachmann i hlutverkinu. Um þetta leikverk hefur Andrési og sam- verkafólki tekist að smiða hina snotrastu umgerð, þar er allt fellt og slétt og eíga aðstandendur hrós skil- ið. Megingallinn er bara sá að leikur Martins er hvorki skemmtileg mann- lýsing né djúp, athygli manns er dreift á dreif frá þáttum leiksins sem ætla má að verði bitastæðir: sam- Leiklist Páll B. Baldvinsson bandi Stein við bróður sinn, ástkonu og uppáhaldsmálara; þess í stað hljómar látlaust fyrir eyrum áhorf- andans nafnaruna, lengst af á kúb- istaklíkunni í París, og svo örvingl- uðum Könum sem leituðu fótfestu i París á millistríðsárunum. Athyglin hverfur því sem dögg fyrir sólu er líða tekur á leikinn, bæði fyrir Stein og hennar slekti, og þráðum sem höf- undurinn er vandræðalega að tvinna samaníleikslok. Bachmann Heigu er lagt á herðar að gæða þessa persónu lífi. Margt og mikið er til af lýsingum á Stein, mörgum og ólíkum þáttum í skapgerð hennar, grímum sem hún setti upp gagnvart umhverfinu. Það var tU þess tekið þegar Pat Carroll lék Stein fyrst hversu hláturmild Gertrade væri orðin. Hún, þessi alvöragefna og húmorslausa kona! En þá voru dregnar fram sögur af hláturmildri keUu og skemmtun. Mér býður í grun að Pat Carroll hafi búið að reynslu sinni úr næturklúbbalífi við flutning þessa þáttar. Framtextinn gerir enga grein fyrir látbragði, tóni og fasi, öllu er hvolft á breitt bak leikar- ans, en Helga hefur litla reynslu af því að standa ein frammi fyrir drakknum næturklúbbi og fara með spaug. Hún er hádramatisk leik- kona, alljafna verið sett í samskonar manngeröir og sárasjaldan í skop- hlutverk. Henni reynist gersamlega um megn að skapa úr hlutverkinu persónu sem hrífur áhorfanda með sér, skýrir fyrir honum leyniþræði þess lifs sem alla ævi þráir tignun og athygli, enda er hlutverkið ekki þannig skrifað. Það vær til of mikils mælst að gera úr þessu yfirborði djúp, þessari sprænu móðu. Hún reynir að skila gamansemi og tví- ræðni textans og sumir gestanna á frumsýningunni virtust meta það vel, meira skrið fór hún á svo freyddi í vanþóknun sinni á stríðsvélunum og vel tókst henni margsinnis að koma til skila taumlausri sjálfsdýrkun Gertrude. Vonbrigði Sýningin í gærkvöld olli því nokkr- um vonbrigðum, verkefnið var erfitt, sýnilega var alúðlega að þvi unniö, en unnið fyrir gýg — það var heldur ekki í fyrsta sinn sem Stein — sú tröllkona — tryllti menn og leiddi í villur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.