Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Side 8
8 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd TREHOLT GÆTIFENGIÐ 20 ÁRA FANGELSI Jón Einar Guðjónsson, Osló: Ame Treholt getur fengið frá 19 mánaða til 20 ára fangelsi ef hann verður dæmdur fyrir þær njósnir sem hann er ákærður fyrir að hafa stundað. 1 gær birti ríkissaksóknari í Noregi aðeins hluta úr ákæruskjalinu sem lagt verður fram í réttarhöldunum gegn' Arne Treholt. Það sem vakti mesta athygli í gær Treholtsréttarhöldin íkapalsjónvarpi: Fjöl- miðla- sirkus Jón Einar Guðjónsson, Osló: Þegar hafa fleiri en 100 blaða- menn sótt um aö fá að vera við- staddir réttarhöldin yfir Arne Treholt. Meðal þeirra er fréttarit- ari TASS. Greinilegt er að Moskvu- herrar vilj a fá að fylg jast vel með. Vandamál er hins vegar að réttarsalurinn í Osló Tinghus tekur ekki nema 90 manns. Verður því að vinsa einhverja úr. Dómararnir óska eftir að öryggislögreglan fái að velja þá sem fái aðgangskort inn í réttarsalinn. Þetta telja norsku blaöamannasamtökin fráleitt. Norska ríkisútvarpiö ætlar sér að fylgjast vel með. Það hefur tekið á leigu hús við hliðina á dómshúsinu. Þar er nú verið að innrétta upp- tökuherbergi fyrir sjónvarp og út- varp. Til að sem flestir geti fylgst með réttarhöldunum er ætlunin aö sýna réttarhöldin í beinni útsendingu í kapalsjónvarpi í nálægum sölum. Rúmur þriðjungur þeirra fjöl- miðlamanna sem sótt hafa um aðgang að réttarsalnum kemur frá erlendum f jölmiðlum. var að ríkissaksóknarinn lofar aö öll ákæruatriði muni vera gerö opinber í upphafi réttarhaldanna 25. febrúar. Aður höfðu margir búist við að hluta ákærunnar yrði haldið leyndum fyrir fjölmiðlum. Lögfræðingur Treholts sagði í gær- kvöld að þessi ákvörðun ríkissaksókn- ara í gærkvöld væri mjög ánægjuleg. I sama streng tóku þekktustu laga- prófessorar Noregs. Þeir bentu á að hætta væri á að fólk liti svo á að Treholt væri þegar dæmdur. Réttar- höldin væru nánast sýndarmennska. Til að sýna að Treholt fái réttláta meðferð sé mikilvægt að eins mikið og mögulegt er af réttarhöldunum fari framfyrir opnum dyrum. Fréttatilkynning ríkissaksóknara í gær staðfestir að Treholt málið er umfangsmesta njósnamál Noregssög- unnar. Hann er ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin síðastliðin 10 ár, frá 1974 til 1984. Hann er ákæröur fyrir að hafa gefið Sovétmönnum upplýsingar sem honum var trúað fyrir í störfum sinum. Og einnig fyrir að láta af hendi upplýsingar sem hann aflaði sér utan vinnutíma. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa gefið Irökum upplýsingar á árunum 1981 til 1983. ÞRIÐJUNGUR GEGN SAMN- INGIVIÐ SPÁN Stjórnarandstöðuflokkur sósíal- ista á Gíbraltar segist hafa safnað undirskriftum rúmlega þriðjungs Gíbraltarbúa gegn fyrirhuguðum samningi við Spán. Samningurinn, sem Bretar hafa gert við Spán- verja, kveður á um að Spánn opni landamærin við Gíbraltar og endi þannig umsátursástand um kletta- eyjuna sem hefur varað í 16 ár. I staðinn lofa Bretar að taka upp við- ræður um hver skuh hafa eignar- rétt yfir eyjunni. Jose Bossano, leiðtogi sósíalista, sagði að 9.426 manns hefðu undir- ritað mótmælaskjal gegn samn- ingnum. Á Gíbraltar búa um 25.000 manns. Samningurinn á aö ganga í gildi næsta þriðjudag. Varar við árás Gervihnötturinn sem geimskutl- an Discovery er nú að koma á braut um jörðu með mikilli leynd er líklega sérhannaður til að vara Bandaríkjamenn við líklegri kjam- orkuárás Sovétmanna. Sérfræðingar segja aðhnötturinn geti greint eðli þeirra skeytasend- inga sem fara fram milli Moskvu og stjómstöðva hersins. Hann gæti til dæmis greint þaö ef óvenjumikið er um skeytasendingar sem gætu verið fyrirboðar yfirvofandi árás- ar. Eins ef senditækin eru stillt á bygljulengdir sem búið er að taka frá til notkunar á stríðstímum. Þetta skýrir ef til vill hvers vegna slík ógurleg leynd hvílir yfir þessum hnetti. Spar- neytnir Ford- bílar Ford-bílaframleiðendurnir kynntu núna í vikunni tvo nýja bíla af meðal- stærð sem þeir vonast til að muni veita öðrum bandarískum og japönskum bilaframleiðendum samkeppni í meiri spameytni og þó vel rúmir. Segja þeir að Ford Taurus og Mer- cury Sable, sem báðir eru framdrifs- bilar og hafa verið í hönnun síðustu fimm árin, verði 25% spameytnari en þær árgerðir sem nú eru á götunni. Koma þeir í bílaverslanir síðar á þessu ári þar vestanhafs og munu kosta í Bandaríkjunum 8.200 dollara til 12.200 dollara eftir því hve mikið af aukahlut- um er keypt með þeim. Ford vonast til þess að nýju bílamir höfði til ungra fjölskyldumanna jafnt sem eldri, sem eru raunar stærri við- skiptahópurinn að öllu jöfnu. Treholt i vörslu lögreglumanna í Noregi. Hluti ákœrunnar gegn honum var birtur í dag. Miklar deilur um DEW-ratsjárstððvar Erling Aspelund, New York: Miklar deilur eiga sér nú stað á kanadíska þinginu um stjömustriös- áætlun Reagan-stjórnarinnar. Undanfama daga hefur stjóm Brians Mulroney forsætisráðherra verið ásökuð um að vilja ekki viöur- kenna eða leiða hjá sér þann mögu- leika að Kanadamenn verði látnir taka þátt í áætluninni. I gær bað John Tumer fyrrum for- sætisráðherra varnarmálaráðherrann John Coates um annaðhvort að stað- festa eða vísa á bug blaðafregnum þess efnis að væntanlegur samningur Kanada og Bandaríkjanna um aö endurnýja DEW ratsjárkeðjuna, sem teygir sig yfir Alaska, Norður-Kanada og Grænland, gæti leitt til þess í framtíðinni að Kanada ætti hlut að stjörnustríðsáætlun. „Við eigum í samningum um viðvörunarkerfi, ekki vopnakerfi,” svaraði Coates reiðilega. „Þetta er ekki hluti af stjörnustriðs- áætluninni.” Vamarmálaráðherrann var þá spurður hvort hann vissi í raun og vem hvað Bandaríkjamenn ætluðu sér. Svaraði hann því til aö slík spurning væri sér móögandi og ásakaði Tumer um „að reyna að rugla og hræða kana- dískuþjóðina.” Axworthy lávarður, þingmaður Frjálslynda flokksins, hélt því fram í ræðu á þinginu í gær að Bandaríkja- menn undirbyggju nú stórfelldar breytingar á hemaðarstöðu sinni á norðurslóöum. Hann spurði hvernig stjórnin hygðist bregðast við þessu og hvatti til þess að samningur um endurnýjun DEW- kerfisins yrði ekki undirritaður fyrr en meira væri vitað um hvað sh'k endur- nýjun kostaði og hvað hún hefði í för meðsér. Undanfarið hefur verið rætt um að endumýjunin muni kosta 1,2 milljarða Bandarikjadala og að Kanada og Bandaríkin myndu skipta þessu jafnt með sér en samkvæmt varnarsamn- ingi Kanada og Bandaríkjanna eiga Kanadamenn aðeins að greiöa 10 prósent af útgjöldum við sameiginleg- ar vamir landanna tveggja. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÖLL HÚSGÖGN Á HÁLFVIRÐI í Mjög gott úrval af reyrhúsgögnum á>rtrið Auöbrekku 9, Kópavogi sími 46460 Sendum í póstkröfu opið laugardaga frá 10- Sunnudaga frá 14—16 Sendum í póstkröfu. -16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.