Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. 13 Kjallarinn GUÐRÚN HELGADÓTTIR ALÞINGISMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS þessum sökum, og hefur þar með orðið af þeim eina kosti, sem hann átti á eigin húsnæði. Oftast er um að ræða láglaunakonur, sem eru einar um að vinna fyrir fjölskyldum sínum og er lifsnauðsyn að komast i varanlegt hús- næði, sem viðráðanlegt væri fjárhag þeirra. Það átakanlega er, að bankamlr eru ekki eins kröfuharðir og lifeyris- sjóðirnir um veð, og sýnist þar skjóta skökku við. Bankarnir lánuðu e.t.v. þessu fólki gegn veði í íbúð í verka- mannabústaðabyggingu. En þau lán eru íbúðakaupandanum miklum mun erfiðari og krefjast ábyrgöarmanna, sem margir eiga í erfiðleikum með að fá. Og það er hart til þess að vita, að bankarnir treysti betur skilvísi við- skiptamanna sinna en lífeyrissjóðirnir sínum eigin sjóðsfélögum, sem sjóðinn eiga. Eg tel, að stjórnir lífeyrissjóða landsins ættu að huga aö þessu hið fyrsta og reyna að leysá þennan hnút. Það er auðvitaö ósæmilegt með öllu, aö réttur sjóðsfélaga til láns falli niður, ef hann er svo lánsamur að fá viðráðan- legt húsnæði hjá Byggingasjóði verka- manna. Ef bankar landsins geta lánaö gegn veði í slíkri íbúð, ættu lífeyris- sjóðirnir svo sannarlega að vera færir um það. Mér er ljóst að breyta þarf lögum og reglum þeirra, en þá verður að gera þaö. Og almennt ættu stjórn- endur lífeyrissjóða að huga oftar aö því en þeir virðast gera fyrir hverja sjóðirnir eru og hverjir eiga þá. Líf- eyrissjóðir landsmanna eiga ekki að vera sjálfvirkt peningakerfi, heldur mikilvægur þáttur í lífskjörum laun- þeganna, sem sjóösins hafa aflaö. Og hafi lífeyrissjóöirnir efni á aö kaupa tölvu fyrir tugi milljóna eins og fréttir herma nú, ætti þessi breyting á veð- kröfum ekki aö vera óviðráðanleg. 22.1.1985. Guðrún Helgadóttlr. Blöndalir gegn Búseta Merkilegur mannflokkur — Blön- dalir. Rétt eftir að fyrsta húsnæðis- samvinnufélagið var stofnað hér á landi tóku aö birtast langhundar i Morgunblaöinu eftir dr. Pétur Blöndal, formann Húseigendafélags- ins og Sambands lífeyrissjóða og forstjóra Kaupþings. Þar voru allir varaðir sterklega við þvi sem Pétur kallaði „draumabúsetu”. Næst var komið að þingmanninum, Halldóri Blöndal, sem varði öllum kröftum sínum við lok síðasta þings til aö útiloka lánarétt Búseta í nýjum húsnæðislögum og nú hefur lög- fræðingurinn og dálkahöfundurinn, Haraldur Blöndal, bæst í hóp and- mælenda með grein i DV 25. jan. sl. Undir meinlausri fyrirsögn er reynt að koma sem flestum höggum á búsetahreyfinguna. I upphafi og endi er snobbað fyrir Dagsbrúnar- mönnum en ónotum hreytt í náms- fólk sem ofan á öll námslánin ætli nú aö komast yfir ódýr lán fyrir hús- næði. Búsetar hafi notað „sam- vinnu”nafnið til að komast inn á Framsóknarflokkinn og Alexander Stefánssyni er líkt viö Sölva Helga- son. Sem betur fer hafi verkalýðs- hreyfingin og Sjálfstæðisflokkurinn snúist gegn Búseta. I Búseta sé svo fyrst og fremst menntafólk sem nenni ekki að vinna sér fyrir eigin húsnæöi og hafi fundið þarna leið til að komast bakdyra- megin inn i lánakerfiö og misnota það. Þjóöin (Dagsbrúnarmenn) verðisvolátin borga. Já allt er þá þrennt er og mikið leggja þeir þremenningar á sig til að gera húsnæðissamvinnufélögin tor- tryggileg og útiloka réttindi þeim til handa. Fram að þessu hefur dálka- höfundurinn, Haraldur Blöndal, ein- beitt sér að því að ver ja stefnu Reag- ans í Mið-Ameríku og berjast gegn klámi í ríkisf jölmiðlunum og nú bæt- ist Búseti á sakaskrána. Látum nú útrætt um Blöndali. 18 mánaðarlaun 1974 — 50 mánaðarlaun 1984 Kj&mi húsnæðisvandans i dag er sá að f jármögnunin er í molum. Áður var þessi vandi falinn með óverðtryggðum lánum samfara vísi- tölutryggðum launum og mikilli verðbólgu. Nú eru lán verðtryggð en launin ekki og tekjur fólks fara minnkandi. Arið 1974 þurfti 18 meðalmánaðar- laun til að eignast 3ja herbergja íbúð. Árið 1984 þurfti 50 mánaöar- laun til. Ariö 1974 þurfti i raun aðeins að greiða 55% byggingarkostnaöar- ins. 10 árum siðar var þessi rauntala 123%. Þessi dæmi segja allt sem segjaþarf. Hið opinbera húsnæðislánakerfi á nú i harðri samkeppni um allt f jár- magn. Frjálsa vaxtastefnan sér m.a. fyrir því. Það fé sem kemur frá líf- eyrissjóðunum dugar nú varla lengur fyrir endurgreiöslum og vöxtum til þeirra. Það fé sem kemur ekki rennur þess í stað skipulagslítið til sjóðfélaga og fjárfestinga hjá fyrir- tækjum. Bankakerfið hefur engar formlegar skyldur til aö fjármagna byggingu eöa kaup á ibúðarhúsnæði og spariform eins og skyldusparn- aður er nú orðið baggi. Þá gengur stöðugt verr að fjár- magna verkamannabústaöakerfiö þar sem ört vaxandi hluti fjár- magnsins fer til endursölu á verka- mannabústöðum. Einstaklingar fá svo lán úr byggingarsjóöi ríkisins til villubygginga og margsinnis er lánað út á sama húsið, kannski nokkrum sinnum á áratug vegna tíðra eignaskipta. I raun rúllar þetta kerfi áfram á yfirdrætti í Seðla- bankanum og erlendu lánsfé. A leigumarkaðnum er svo ástandiö þannig að framboö íbúða fer stöðugt minnkandi því að betur borgar sig að ávaxta fé á annan hátt og leiga hadtkar stjórnlaust. Samkvæmt áliti Húseigendafélagsins þyrfti mán- aðarleiga fyrir íbúö, að verðmæti 2 milljónir króna, að vera 35 þúsund kr. Mannlíf í fjötrum Á rústum þessa kerfis standa svo í dag þúsundir fólks sem eygja enga leið til að tryggja sér öruggt hús- næði. Þar á meöal eru stærstu ár- gangar Islandssögunnar — unga fólkið sem fæddist á árunum 1957— ’64, og nú er hafið ár æskunnar sem hefur það m.a. aö markmiði að vinna að húsnæðismálum ungs fólks. Þetta ástand allt brýtur svo niður fólk, andlega og líkamlega, í stórum stíl. Efnahagslegar áhyggjur eru kannski stærsta sálarmein fólks í dag. Streita fer vaxandi, hjónaskiln- uöum f jölgandi og ofbeldi veður uppi meðal barna. Tíðni sjálfsvíga vex REYNIR INGIBJARTSSON, STARFSMAÐUR BÚSETA óhugnanlega og fjöldi fólks er stofn- anamatur. I ótrúlega mörgum til- fellum eru húsnæðismál rót vandans. Þetta verður hins vegar ekki mælt i tölum. Að eignast húsnæði er herskylda Islendinga sagði glöggur gestur fyrir skömmu. Nú er þessi „herskylda” ekki lengur stuttur en strangur timi heldur æviklafi, því fjöldinn hefur ekki undan að borga lánin. Eftir stendur „draumurinn” að eignast eigiðhúsnæði. Það þarf uppskurð Þaö er við þessar döpru kringum- stæður sem fyrstu húsnæðissam- vinnufélögin eru stofnuð hér á landi. Þar gildir sá sígildi sannleikur að það þarf samtök til að ráða við mik- inn vanda. Þetta alþjóðlega félags- form um eign á húsnæði kemur ótrúlega seint til Islands. Þar veldur einkumþrennt: Samvinnuhreyfing og verkalýðs- hreyfing gerast ekki bakhjarlar þessa forms eins og víðast annars staðar. I öðru lagi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn gert einkaeign á húsnæöi að trúaratriði og ráðið stefnunni m.a. með langvarandi stjórn Reykjavíkurborgar. I þriðja lagi er það svo hin mikla verðbólga sl. fjóra áratugi sem hefur brotið niöur allar félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Tilurð Búseta hefur svo sannarlega komið af stað sjúkdóms- greiningu á húsnæðismálunum hér á landi. Nú er að vinda sér í uppskurð- inn og vonandi verður þá bati fram- undan. Húsnæðissamvinnufélögin eru val- kostur fyrir þá sem geta ekki eða vilja ekki eiga sitt húsnæði að fullu en vilja ekki búa við öryggisleysi og neyðarkjör leigumarkaðarins. Þetta er millileið sem sameinar ýmsa kosti eignar og leigu. Menn kaupa sér ótímabundinn umráðarétt yfir húsnæði gegn ákveðinni greiðslu í upphafi og siðan greiðslu fjár- magnskostnaðar á löngum tíma. Fé- lagið er eignaraðili en félagsmenn- irnir eiga félagið og stjórna því. Hver íbúð er f jármögnuð aöeins einu sinni. Þetta er því hagkvæmasti og væntanlega einnig öruggasti kostur- inn fyrir húsnæðislánakerfið. Nýtt fjármögnunarkerfi — meira fjármagn I dag þarf fyrst og fremst að stokka upp fjármögnunarkerfið og efla þaö. Til þess þarf kjark, sty rk og skilning stjórnvalda. Búseti hefur lagt til að gerður verði heildar- samningur við alla lífeyrissjóðina um fjármögnun byggingarsjóðanna gegn raunavöxtun til lengri tíma. Þá verði lögð bindiskylda á bankakerfið um fjármagn til húsnæðis og fast- eignagjöld og skattar af eldra húsnæði verði hækkaðir. Ríkisvaldið lækki svo fjármagnskostnað með niðurgreiðslum á vöxtum. Ef ekki verður gripið til slikra ráðstafana fljótlega mun neyð, örvænting og landflótti verða hlut- skipti þúsunda. Unga fólkið mun sitja uppi með húsnæöisvandann og öll erlendu lánin. Gegn þessum ósköpum er Búseti stofnaður til að berjast. Þetta eru samtök þúsunda um frelsi, öryggi og félagslega samhjálp í húsnæðis- málum. Alllr hafa rétt til öruggs húsnæðis og fyrir því verður barist þrátt fyrir alla BLÖNDALI. Reynlr Inglbjartsson. ÁKÆRDU TAKA TIL MÁLS maður sem hefur talsverð áhrif á vinnustað sínum og beitir þeim. Stjórnir höfðu forgöngu Stjórnir starfsmannafélaganna hafa látið einstaka starfsmenn undirrita yfirlýsingar um að viökomandi hafi gengið út þegar stjórnimar heimtuðu ólögmæta lokun útvarpsins. Þessar undirskriftir skipta engu máli. Akærumar eru byggðar á því að það vom stjómir félaganna sem höfðu for- göngu um hið meinta ólögmæta athæfi — fullyrtu það við óbreytta félaga að hér væri um löglega aðgerð að ræöa og í þeirri trú gengu margir út; má raunar benda á 108 gr. almennra hegningarlaga í þessu sambandi, en þar segir að hafi mannsöfnuður hindrað opinberan starfsmann i aö gegna skyldustörfum sínum skuli refsa forgöngumönnum og leiðtogum upp- hlaupsins með þyngri refsingu. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að ákæra einungis stjómarmennina — hitt er lítUmannlegt af stjómarmönnum að reyna nú að skýla sér á bak við óbreytta starfsmenn sem áttu hvorki hugmyndina að hinu meinta broti eða höfðu forgöngu um framkvæmdina. Því má svo bæta við að ögmundur Jónasson hefur haft nokkra mánuði til þess að fara i mál við ríkissjóð og krefja hann um greiöslu fyrir þann tíma sem ólöglega var haft af honum kaup í októbermánuði. Hann getur höfðað þetta mál bæði í eigin nafni og starfsmannafélagsins. Hann getur einnig óskaö eftir þvi að BSRB höfði máUð. Það segir sína sögu að ekkert af þessu hefur ögmundur gert. Hins vegar kýs hann aö beita ofbeldi tU þess að knýj a fram vU ja sinn. Það er ttla komiö, þegar menn sUta í sundur lögin, — þá slíta þeir og sundur friðinn — þá er lýðræðinu hætt. Varadagskrárstjórinn setti kom fram í útvarpsþætti sl. sunnudags- kvöld. Þar lýsti hann því að trúnaðar- brestur væri miUi útvarpsráðs og starfsmanna Rfkisútvarpsins. Ekki út- skýrði hann þennan trúnaðarbrest nánar. Aldrei hefur þessi trúnaðar- brestur borist útvarpsráösmönnum, svo að mér sé kunnugt, af lestri fundargerða útvarpsráðs eða á þeim fundum sem ég hef setið sem vara- maður. Hins vegar veit ég að einn af starfs- mönnum útvarpsins hefur sérstaklega óskað eftir því að þurfa ekki að eiga erindi sín undir núverandi varadags- skrárstjóra — þar er trúnaðarbrestur. Eg veit líka til þess að varadagskrár- stjórinn var fyrir nokkrum misserum inntur eftir því hvort haft hefði verið samband við tiltekna menn vegna dag- skrárgerðar. Hann kvað svo vera. Það reyndist rangt. Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.