Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Qupperneq 15
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. 15 með hinum nýja sið koma bisness-út- varp meö miklum auglýsingum, popp- útvarp með fréttatiningi inn á milli eða hvað? Allt verður að borga sig — meiri peninga, peninga. Nú þótti heittrúuðum hugsjóna- mönnum og frelsisboðendum mál aö láta til skarar skríða. Allt klárt þegar Ragnhildur kallaði i bátana með út- varpslagafrumvarpið afgreitt og frelsið innsiglað. Var fremstur í flokki frdsismanna Olafur Hauksson, ritstjóri Samúeis. Fyrir nokkrum árum boðaði Ölafur rit- stjóri í blaði sinu: „Hyllir undir útvarp Samúel”. Loks var hin stóra stund runnin upp. En hvað skeður? Olafur nær ekki kosningu í stjóm útvarpsfé- lagsins. Stóreignamenn tóku öll völd og lögðu á borð með sér 4—5 milljónir. „Stórfyrirtæki „stálu” islenska út- varpsfélaginu” (DV). Það gleöur gamlan útvarpsnotanda (neytenda á nút.máli) hversu fjár- hagur Utvarps/Sjónvarps hefur batnaö í seinni tiö. Enginn barlómur lengur og um 50 millj. komnar í rás 2, fastráöinn fréttamaður í Khöfn þó annar sé þar fyrir, þrír morgunpóstar (að nokkru plötusnúðar) og þrir kvöid- póstar. — Undirritaður er ekki mjög dómbær á rás 2. Hefur nokkrum sinnum heyrt rás þessa í rútum, en þar tilheyrir að hafa útvarp á fullu eöa vel það, og mun þetta eiga að vera döprum, en hamingjusömum far- þegum til upplyftingar. Er við hæfi aö í hvert sinn hefji rás 2 útvarp með lagi og söng rásarstjórans „A puttanum” og endi á „Ég fer í fríið” — og veri það frí sem lengst. Stór áfmgi „Þetta er „afar stór áfangi”,” er haft eftir fv. útvarpsstjóra við hátíð- lega athöfn er rás 2 tók til starfa. Njóti hann nú vel og lengi eftir farssdt starf. — En sumir menn kunna aldrei gott aö meta og hafa vérið að hnjóöa i „óskabarnið” i lesendabréfum vegna lélegs málfars svokallaðra stjómenda. Þingmenn sumir eru heldur ekki ánægðir; kalla þó ekki allt ömmu sína. M.a. komst Eiður Guðnason útvarps- HARALDUR GUÐNASON, FYRRV. BÓKAVÚRÐUR, VESTMANNAEYJUM ráðsmaður svo að orði í þingræðu: „Nú á undanfömum vikum og mánuöum með tilkomu annarrar útvarpsrásar, rásar 2, sem svo hefur verið nefnd, hefur að nokkm keyrt um þverbak Og mönnum sýnist að nú væri mælirinn fullur, þar sem ambögurnar hafa óspart riðið húsum.” Annars sýnist sæmilega séö fyrir rokki, poppi og þungarokki og mdda- rokki á rás 1, svo nokkuö sé nefnt af „hljómlistinni”. Sumir segjast spila ruddarokkið með blöðrupoppsivafi. Þessi glaðningur Ríkisútvarps er ætl- aður unga fólkinu. Mikil er umhyggjan fyrir þeim ungu í landinu og er það veL Það fer minna fyrir efni handa hinum öldruðu, enda ekki hæfir i skoðana- kannanir Rikisútvarpsins. Þar væri þá heist að nefna kvöldvökurnar, sem hafa þó sett ofan síðan þær vom einu sinni í viku og þá lengi. — Morgunþætti vil ég leggja niður. Þulir sjái um morgunútvarp eins og áður var. Enn síður mundi ég sakna siðdegisþátta. Mörg samtölin litið áhugaverð og verða leiðigjörn: Vanda- mál þar og hér, fyrirtæki í vanda, afla- brestur, vantar styrki o.s.frv. En það er fróðlegt að vita hvað Ljónin leggja sér til munns á sælkerakvöldum og um „tóna hafsins” í Nausti. — Að lokum: Eru „okkar menn” æviráðnir? Um sjónvarp vil ég fátt segja. En merkilegt finnst mér hvaö hægt er að velja leiðinlegar kvikmyndir oft. Jóla- myndin best þó sænsk sé. Augiýsingar í jólakauptíö eru náttúrlega plága sem við eigum að umbera vegna Mammons. En þeir sem hrella okkur svo herfilega eiga að borga helmingi meira. „A döfinni” er eiginlega ókeypis auglýsingar. En hverjir fá nú næst viðurkenning- arbréf frá útvarpsráði fyrir bestu aug- lýsingarnar? Kannski hinar „frá- bæm” og „smekklegu” auglýsingar ríkissjóðs verði fyrir valinu, Háskóla- happdrættið eða e.t.v. innheimtudeild sjónvarps. Eða hringleikahús barn- anna? Norska sjónvarpið er næsta yfirhell- ingin að sögn. Um þá uppákomu er ekkiannaöaðsegjaenþetta: „Frestur eráillu bestur”. Um leið og komnar verða hér 10—15 „frjáisar” útvarps/sjónvarpsstöðvar, hver með 5—10 þús. poppplötur, hvemig eigum við þá að njóta herleg- heitanna? Kannski 20 á toppnum á hverri rás? Nú em 3 RUV-rásir, hver ofaníannarri (sjónvarpmeðtalið). Þá höfum við fengið nýjan útvarps- stjóra. Veri hann velkominn. Okkur er sagt að valinn hafi veriö hæfasti um- sækjandinn og hafi þó hinir verið hæfir. Ekki er aö efa aö Markús örn sé hæfur en hitt vefst fyrir manni hvemig ráðherra veit fyrirfram hver er gæf- astur meðal hæfra. Og svo hitt, að M.Ö.A. skyldi sækjast eftir því að verða yfirstjómandi einokunarstofn- unar — að hans dómi. Löngu er vitað að ráðningar í hin æðstu embætti svokölluð eru pólitísk- ar. Ráðherrar vilja sjáifsagt skipa hæfa menn í embætti en fyrst og síðast þarf flokksskírteinið að vera klárt og kvitt I samstjómum ræður kvótaskipting- in, shr. bankastjórar nýráðnir. Fyrst og síðast: Otvarpsráð burt, póiitisku varðhundana, kosnir eftir kvótaáalþingi. Haraldur Guðnason. VIÐ RÝMUM VEGNA FLUTNINGA TEPPABÚDIN SÍÐUMÚLA 31 GERIMAX GERIMAX NÝTT blAtt GERIMAX inniheldur 25% meira gegn þreytu og streitu. GERIMAX GERIMAX GINSENG auk dagskammts af vítamínum og málmsöltum. örvar hugsun og eykur orku. GERIMAX gerir gott. Fœst í apótekum. J Nauðungaruppboð annað og sföasta á hluta f Lindargötu 12, þingl. eign Baldurs Hólmgeirs- sonar og Þuriöar Vilhelmsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Árna G. Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 4. febrúar 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. SMÁMJGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og söíum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaðstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. OpiÖ: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst.ohað dagbiað ER SMÁAUGLÝSINGABLADID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.