Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBROAR1985. IHITT LEIKHÚSID - LITLA HRYLLINGSBÚÐIN: | - AFBRAGÐS SÖNGUR Að hlusta á söngleikjatónlist án þess aö hafa séö söngleikinn á sviði er eins og aö boröa skyr án þess aö hafa rjóma út á. Tónlistin í söngleikjum er svo stór hluti leiksins aö léleg tónlist getur skemmt sjálft leikritiö. Aftur á móti getur góö tónlist aðeins bætt textann þegar þessu er öfugt fariö. Undirritaður hefur enn sem komiö er ekki séö Litlu hryllingsbúöina á sviöi, en eftir aö hafa hlustað á tónlistina úr söngleiknum er ekki laust viö aö áhugi hafi aukist á aö s já þennan gamanleik. Það eru átján lög í Litlu hryllings- búðinni sem hafa verið gefin út á plast. Fljótlega við hlustun veröur maöur var viö hvaö það hlýtur aö vera ööru- vísi aö hlusta á þessa tónlist flutta á sviði í samræmi viö texta leiksins heldur en aö hlusta á lögin ein sér. Lögin eru flest í heföbundnum söng- leikjastíl. Ef þaö eru einhver sérkenni á þeim þá er það helst aö ákveöinn rokkfílingur er yfir lögunum í heild. Þaö er lítið um aö sérhvert lag skeri sig úr heildinni. öll lögin eru frekar einföld að upp- byggingu og venjast fljótt. Ekki finnst mér lögin neitt yfirmáta spennandi tónlistarlega séð. Textamir eru aftur á móti smellnir og sýnir Megas á sér nýja hlið meö textaþýðingum sinum. Sannarlega vel farið meö íslenskt nútímamál. Flutningur laganna er mjög góöur, sérstaklega söngurinn. Þaö eru aðeins tveir flytjendur sem hafa aö baki ein- hverja reynslu sem söngvarar, Björg- vin Halldórsson og Þórhallur Sigurösson. Flutningur þeirra er góður eins og við mátti búast. Þaö sem kemur mest á óvart er flutningur leikaranna á lögunum. Hafa þeir að því er ég best veit lítið gert aö því aö syngja opinberlega. Söngur þeirra er mjög atvinnumannslegur og gefa þeir ekki hinum reyndu songv- urum eftir. Sérstaklega finnst mér Edda Heiðrún Backman komast vel frá þeim lögum sem hún syngur ein og meö öörum. Litla hryllingsbúðin er í heild ágæt hlustun, þótt það hljóti aö vera skemmtilegra að hlusta á plötuna eftir aðhafaséðsöngleikinn. -HK. EVERY MAN HAS A WOMAN - YMSIR FLYTJENDUR: Lög Yoko Ono í nýjum fötum Ég held aö afskaplega fáir hafi miklar mætur á Yoko Ono sem laga- smið og einhvem veginn hef ég þaö á tilfinningunni aö aödáendum Lennons heitins hafi veriö það nokkur pina að fá einlægt stóran skammt af lögum kerlingar meö hverri plötu frá hendi Lennons. Sjálfur haföi Lennon óbilandi trú á konu sinni og kepptist viö aö hrósa henni; þaö dugöi þó ekki til þess aö hún hlyti almenna viöurkenningu fyrir lög sín. Má vera að þessi plata breyti tals- verðu um skoöanir fólks á Yoko Ono BLUEBELLS - SISTERS: Ólíkár systur en efnilegar Þaö er með öllu óskiljanlegt á stundum meö hverjum hætti plötur berast hingaö til lands. Sumar plötur eru komnar hér á sama tíma og þær eru gefnar út, eftir öörum þarf aö bíöa lon og don og þegar þær loks koma er næsta breiðskífa sömu flytjenda jafnvel í burðarliönum. Þetta á til dæmis viö Bluebells og fyrstu plötu þeirra: Sisters, sem nýlega barst til landsins en kom út fyrir mörgum mónuöum í Bretlandi. En betra er seint en aldrei! Meö því jókvæða hugarfari er happadrýgst að bera strax lof á þessa plötu. Hún ber aldurinn vel. 1 flestra augum er þessi skoska þljómsveit í hópi nýliða frá Bretlandseyjum, sló sér upp á tveimur lögum af þessari plötu síðastliöiö haust, fyrst meö laginu: I’m Faling og síöan: Young At Heart. En raunar er Bluebells búin aö starfa óslitið frá árinu 1981 imdir forystu Roberts Hodgens. Hann semur bróður- partinn af lögunum, syngur og leikur á hljóðfærið sem allt snýst um: gitarinn. Hann hefur líka hlustað grannt á Aztec Camera. Framan af átti hljómsveitin þvi erfitt uppdráttar jafnvel þó færustu menn legðu henni lið eins og til dæmis Elvis Costello. Hann stjómaöi upptökum á nokkrum lögum Bluebells á árinu 1982 og á þessari plötu er lag frá þeim tíma er Costello var viö stjómvölinn: WillShe Always Be Wait- ing. Fleiri gömul lög er hér aö finna, lagiö Cath sem valið var sem þriöja lag á smáskífu af þessari plötu ekki alls fyrir löngu kom fyrst út á smáskifu Ífebrúarl983. Hljómsveitin hefur fariö í gegnum talsverðar mannabreytingar frá því elsta lagiö á þessari plötu var tekið upp Nyjarli: þlötur þar til það nýjasta var hljóöritað, — og þær breytingar í liði eru vel merkjan- legar í tónlistinni. Raunar má líta svo á aö hljómsveitin sé aö byrja feril sinn meö nokkurs konar safnplötu og vin- sælu lögin tvö sem fyrr eru nefnd sýna alls ekki hljómsveitina eins og hún er i dag. Meðan andi sjöunda áratugarins svífur yfir vötnunum í eldri lögunum em nýju lögin ólíkt nútimalegri og við gætum því átt von á mjög ólíkri plötu frá Bluebells á þessu ári, — jafnvel eitthvað í ætt viö tónlist Alarm. Meðan beöið er eftir þeirri plötu má eiga margar ánægjustundir meö Systrum og sérstaklega er mér hug- leikin lögin: Syracuse University og I’m Falling. -Gsal. sem lagasmið, að minnsta kosti þarf enginn aö fara í grafgötur um þaö aö hún samdi mörg ágætislög. Hún var hins vegar sjálf á dálitið annarri bylgjulengd en obbi rokkunnenda þegar hún söng sjálf og útsetti eftir fréttirnar fyrir Duran Duran aðdáendurna: John og Andy Taylor úr flokknuro fríða eru í þann veginn að ýta úr vör spánýrri smáskífu ásamt sÖngvaranum Robert Palmer og trymblinum úr Chic, Tony Thompson. Lagið heitir Some Like it Hot og hljómsveitina kalla þeir: The Power Station. Breiðskifa frá henni er vsentanleg og hljóð- meistari verður forstjóri Chic, Bernard Edwards. Taylorarair segja að þetta verði besta dansplata allra tíma. . . Rétt er og skylt að taka fram að Durau Duran er fyrir þetta hliðarspor og líður eftir atvikum vel. . .Og svo slæmu fréttirnar: ferðaskrif- stofur hér heima hafa ekki getað svarað kalli ykkar um ferð á hljómleika á þessu ári en við vitum að Duran Duran verður á hljómleikum í Japan í sumar (litil sárabót í þeim fréttum) ásamt Stevie Wonder, Culture Club, Bob Dylan, Yoko Ono og fleirum. Þetta verða risastórir friðar- tónleikar haldnir í tUefni af því að fjörutiu ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjaraorkusprengj- um á japönsku borg- irnar Hiroshima og Nagasaki. Stefnt er að því að tuttugu frægir flytjendur komi fram og sjónvarpaö verði frá hijómleikunum um heim allan; áhorfenduur ættu því að geta orðið eitthvað um 650 milljónlr manna. . . Og hinu snotra hjartalagi popp- aranna virðist engin takmörk sett: Band-Aid hópurinn færir út kvíaraar; þrjár stór- stjörnur bandarískar, Michael Jackson, Lionel Richie og Stevíe Wonder, eigin höfði; hér hafa aftur á móti ýmsir nafntogaðir rokkarar að því er best er vitað fengið frjálsar hendur viö túlkun á lögum Yoko, — og viti menn: þetta er allra áheyrilegasta tónlist! Því er haldiö fram og skal ekki vefengt að John Lennon hafi átt hugmyndina aö þessari plötu og með því viljað sýna heiminum hversu mikið væri í Yoko spunnið. Hann syngur sjálfur titillag plötunnar: Every Man Has A Woman og sonur þeirra ungur; Sean, syngur líka eitt laganna. Aörir flytjendur eru: Elvis Costello, Eddie Money, Rosannae Cash, Trio, Spirit Choir, Roberta Flack, Altemating Boxes og sá sem mest á mæöir: Harry Nilsson. Hann syngur þrjú af tólf lögum og túlkar þau á aödáunarverðan hátt, einkanlega lagið Loneliness. Annaö lag sem má hlusta á endalaust án þess aö fá leiða er Walking On Thin Ice með Elvis Costello og the Attractions. Lagiö var mjög áhrifamikið i túlkun Yoko og átti raunar aö vera á a-hlið næstu smáskífu þegar Lennon féll frá. En Costello gerir þetta lag að hreinustu perlu og Yoko að frábæru tónskáldi! I stuttu máli: mjög áhugaverð plata sem sýnir nýja hlið á Yoko Ono eöa eins og auglýsing fyrir plötuna gæti hljómaö: Kastið burt fordómunum og hlustið á bestu lög Yoko Ono í flutningi úrvals rokkara. -Gsal. Aid hljómleikarair sem talað hefur verið um era á dagskrá í sumar. Þá er að koma út á mánudaginn næsta 90 minútna langt myndband með nokkrum af bestu skon- rokkum til þessa og beltir: Video-Aid. Ágóðinn rennur auðvitaö óskiptur til Eþíópiu. . . Og fleiri styrktarhljóm-. leikar: Bronski Beat er með hijómleika í kvöld til stuðn- ings námamöonum, New Order spiiar í þágu atvlnnu- lausra, Wah treður upp á hljómleikum í Liverpool gegn heróínneyslu og þar verður 36 stunda trommumaraþon einnegin og ýmsar hljóm- sveitir efna til hljómleika um næstu heigi í naíni Nelson Mandela. . . Ný smáskífa frá Bowie er komin út með lagi úr kvikmyndinni The Falcon and the Snowman, lagið heitir: This is Not America. .. Búlð í biii.. . -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.