Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Dýrtspaug Óskar Magnússon, Washington: Gömul kona í Bandaríkjunum fékk fyrir stuttu dæmdar 400 þús- und krónur fyrir aö „halda aö hún væri að deyja”. Gamla konan var farþegi í flug- vél þegar farþegi nokkur spaug- samur tók sig til og spjallaði í há- talarakerfi véiarinnar. Hann sagði svo frá aö vélin mundi fljótlega neyöast til aö magalenda. Viö þetta varö gamla konan óttaslegin og taldi æviskeiö sitt senn á enda runnið. Vélin lenti heilu og höldnu með eðlilegum hætti. I ljós kom aö um glens og grín hafi verið aö ræða. Gamla konan losnaöi hins vegar ekki viö flughræðsluna sem haföi gripið hana og þurfti að leita til sálfræðings. Bætumar sem hún fékk eru þvi eins konar miskabætur vegna flughræöslunnar. Konan var talin eiga 1 prósent sök á hvernig komið var, grínarinn 19 prósent en fiugfélagiö 80 prósent fyrir að láta nokkuö þessu líkt viö- gangast. HótelBorg Hótel Færeyjar hefur fengiö nýtt nafn og nýjan eiganda. Hótelið heitir nú Hótel Borg. Það var Færeyingur, Jákup Joensen, sem keypti hóteliö. Kaupverð var 50 milljónir danskra króna eöa um 175 milljónir íslenskra króna. Jaruzelskilofar Pólski forsætisráöherrann Wojci- ech Jaruzelski er nú staddur í Ind- landi. Sú ferö var ekki tímasett eins og best var á kosið. Rétt áöur en hann lenti í Delhí komu upp ásakanir um að Pólver jar heföu átt hlut aö njósnamálinu mikla sem þarlendir eru nú að fletta ofan af. Jaruzelski lofaöi fréttamcnnum að hann myndi láta rannsaka hvort einhverjir Pólverjar gætu hafa tengst málinu en þvertók fyrir aö ríkisstjóm hans væri flækt í málið. Daudirútígeim Bandaríkjastjóm hefur nú gefið græna ljósið á áætlun um að senda öskuleifar látinna manna upp i himingeiminn. Bandarískt fyrirtæki hyggst skjóta upp meö eldflaug leifum 10.330 manna eftir um tvö ár. Flaugin á aö bera litlar öskukrukk- ur upp í um 3000 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar er talið aö þær sveimi umhverfis jöröina í 63 milljónir ára, gróflega reiknað. Kostnaöurinn viö aö komast þannig upp í himingeiminn i ösku- líki verður 3.900 dollarar, eöa um 160.000 íslenskar krónur, á mann. Fyrirtækið vonast til að senda um 10 eldflaugar með ösku út í geiminn á ári. Þaö hyggst stofna útibú í Englandi, Irlandi og Japan. ísraelartygja sigburt Israelsmenn em nú að búa sig undir aö draga heri sina til baka frá Sídon í Líbanon. A mánudag skutu þeir mann til bana þegar her- menn þeirra létu vélbyssuskothriö dynja á vegi í borginni. Þeir eyði- lögðu tvö hús sem þeir sögöu að sprengiefni heföi verið í. Israels- menn segjast ætla aö vera famir frá Sidon á mánudag. Libanskar öryggissveitir eru reiðubúnar að taka viö stjórn svæöanna af Israelsmönnum. Skartgriparán Grímuklæddir vopnaðir ræningj- ar höföu á brott meö sér skartgripi að verömæti um 1/2 milljón sterl- ingspund frá verkstæði Cartier- verslunarinnar í London í gær. Þegar verkstæðisformaðurinn mætti til starfa i gærmorgun biöu hans tveir menn vopnaðir járn- stöng og baseballkylfu og neyddu hann til þess aö opna peningaskáp- inn. Perle aðstoðarvarnarmálaráðherra: BANDAMENN VERÐA LÍKA AÐ TAKA AHÆTTll — kjarnavopnaáætlanir einnig til um Spán og Azoreyjar? Talsmaður vamarmálaráðuneytis- ins í Bandaríkjunum sagöi í gær að fjögur bandaiagsríki Bandaríkjanna hefðu verið látin vita um áætlanir um að senda til þeirra kjarnorkusprengjur á hættutimum. Ríkin eru Island, Kanada, Bermúda og Puerto Rico. Talsmaðurinn, Michael Burck, vildi þó ekki opinberlega viðurkenna að Arkin-skjalið væri ófalsað. Það er skjal sem kjamavopnasérfræðingur- inn William Arkin sýndi rikisstjórnum landanna á síðasta árí og olli miklum deilumhérálandi Burch sagði um þann gjöming Atk- ins: „Þetta virðist vera tilraun til að spilla fyrir NATO og bandamönnum okkar.” Burch svaraði ekki ásökuninni um að Bandaríkjamenn hefðu ekki látiö viðkomandi ríkisstjómir vita um áætl- anirnar, sem hafa veríð í gildi síðan 1975. ,,Ég trúi því að stjórnimar séu ánægöar með skipulag okkar varðandi Bandaríkjaher og bandalagið.” Aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandarík janna, Richard Perle, sagði í gær að stjórnin heföi áhyggjur af hreyfingunni gegn kjamavopnum meðal bandalagsríkja. Hann sagði að ef bandamenn Bandarikjanna vildu njóta varna þeirra þá ættu þeir að taka sömu áhættu á að lenda i stríði og Bandaríkj amenn. „Satt að segja skil ég ekki hvernig við getum til frambúðar beðið Banda- ríkjamenn að þola áhættuna á stríöi til að verja bandamenn sem síðan vilja ekki hafa neitt meö okkur að gera þeg- ar um viðkvæm kjamavopn er að ræða,”sagöiPerle. 1 gær komu einnig fréttir um að samskonar áætlanir um flutning kjamavopna og til em um Island, væm einnig til um Spán, .portúgöisku Azor- eyjarnar, Filippseyjar, og bresku eyj- una Diego Garcia í Indiandshafi. Stjóm Spánar lýsti því yf ir að hún vissi ekkert um slíkar áætlanir og ef þær yrðu framkvæmdar væri það brot á varnarsamningnum við Bandaríkin. Víetnamar berja á khmerunum Herflokkar Víetnama hafa náð á sitt vald vígi skæmliða rauðu khmer- anna í Phnom Malai-fjalli í norðvest- urhluta Kampútseu, eftir því sem njósnarar Thailandshers hafa orðið áskynja. Skæmliðarnir munu hafa látið undan síga lengra inn i iandið og tiu þúsund manna lið þeirra er sagt hafa sloppið án nokkurs afhroðs. Eftir stórsókn Víetnama á hendur skæmliðunum í Kampútseu í vetur stendur ekki annaö ósigrað af aöal- bækistöðvum skæmliða en mála- myndahöfuðstöðvar Sihanúks prins í Phum Thamai, þar sem hann veitti móttöku sendiherrum ýmissa landa i siöustu viku. Þær eru nær óvarðar skammt frá landamærum Thailands en leiðin að þeim þétt stráö jarö- sprengjum. v* ^Oa. ÆmmmsMrnm SÝNING * J AIWA Það er engum ofsögum sagt um útlit, endingu og gæði AIWA hljómtækjanna. AIWA er stóra stjarnan í hljómtækjum í dag. AIWA HLJÓMUR FRAMTÍÐARINIMAR D \> * i KdQIO ARMULA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVIK SÍMAR. 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.