Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 36
FR ETTASKOTIÐ SIMINIM SEM ALDREI SEFUR Simi ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú óbendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þé i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985. Sveikútúr bönkumyfir lOOþúsund Rúmlega tvitugur maður var hand- tekinn á heimili sínu í fyrrakvöld grunaður um að hafa svikið yfir hundraö þúsund krónur út úr bönkum fyrr umdaginn. 1 gær var sett fram krafa um gæsluvaröhald yfir manninum til 22. febrúar. Svikin eru framin með svipuðum hætti og þau sem óttu sér stað í síðasta mánuði. Opnaði maðurinn ávísana- reikning á nafni annars manns og fékk ávísanahefti. Síðan framseldi hann á- vísanirnar í bönkum, iagði auk þess inn á sparisjóösreikning og tók aftur út. Með þessum hætti hafði hann upp úr krafsinu liðlega hundrað þúsund krónur eins og áður segir. Rannsókn málsins er ó frumstigi. Að sögn rannsóknarlögreglu verður kannað hvort hér er að ræða banka- ræningjann sem mynd birtist af i fjöl- miðlum fyrir skömmu. Þykir aðferð- unum í þessu máli svipa til aðferða þess eftirlýsta. -EH. Eldurí Naustinu Morgunblaðsmenn leituðu langt yfirskammt Tilkynnt var að eldur væri laus í Veitingahúsinu Naustinu rétt fyrir klukkan hálftíu í gærkvöld. Lagði mikinn reyk út úr vegg í eld- húsinu þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Reyndist vera laus eldur inni í veggnum i klæðningu. Nokkrir blaðamenn voru á fundi í næsta herbergi þegar eldurinn braust út. Mátti heyra mikið sírenuvæl. Snaraði blaðamaður Morgunblaösins sér umsvifalaust í símann og lét Moggann samviskusamlega vita að eldur væri laus einhvers staðar í miö- bænum. Stuttu seinna komust Morgun- blaðsmenn að því að samviskusami blaðamaðurinn var einmitt staddur þar sem eldurinn var. Greiölega gekk aö slökkva eldinn. Skemmdir urðu litlar og veitingarekst- urgathaldiðáfram. Lfldegt er talið að kviknað hafi i út frá rafmagnsofni sem stóð við vegginn og haföi verið mikið i notkun þennan dag. — EH; Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLnsTOÐin LOKI Svo viröist sem Húsnmö- isstofnun sjálf þurfí mest á bjergráðalánum eð heMef Alltað ársbið eft- ir húsnæðislánunum —sérvandi þeirra sem keypt hafa eða endurbætt eldri íbúðir „Þetta getur allt saman verið rétt, ég er hins vegar að vona að það skýr- ist jafnvel í næstu viku hvemig úr þessum vanda verður ráðið,” sagði Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar. Hundruð manna, „jafnvel þúsund- að sögn Sigurðar, hafa beðið ír eftir lánum allt upp undir ár. Sér- staklega er það fólk sem keypt hefur eða breytt eldra húsnæði. Fjöldi fólks í þessum vanda hefur haft samband viö DV síðan um helgi. Það hefur lótið i ljós mikla undrun yfir tilkynningum um sérstakar björgunaraðgerðir á.sama tíma og þaö er að drukkna í vanskilum vegna vanefnda Húsnæðisstofnunar. Því hefur verið gefið í skyn að lán væru væntanleg á tilteknum tímum. Ekk- ert hefur staðist. Síðast fengust eng- in svör. Þetta fólk á ekki rétt á björgunar- lánum þar sem eitt skilyrðiö er að al- mennu lánin séu tekin út 1980—1984. Þau lón sem fólkið hefur beðið eftir eru af ýmsum upphæðum. Tveggja til fjögurra manna fjölskylda, sem eignast sína fyrstu íbúð, bíður eftir 290 þúsundum, hafi hún keypt notað. Flestir bíða eftir slikum lánum. Miklu færri biða eftir lánum vegna breytinga og endurbóta. Slík lán geta numið allt að helmingi af nýbygging- arlánum. HERB Formaður Sjálfstæðisflokksins: „Barátta gegn skattahækkunum” „Baráttan næstu vikur verður gegn skattahækkunum og stéttastríði, fyrir skattalækkunum og samvinnu stétt- anna,” sagði Þorsteinn Pálsson á fjöl- mennum fundi sjálfstæðismanna í Valhöll í gærkvöldi. „Um þetta snýst hin pólitíska barátta.” Hann ræddi um stjórnmálaástandiö í dag. Sagði hann að áföilum Alþýðu- bandalagsins að undanfömu þyrftu sjálfstæðismenn að fylgja eftir með snarpari sókn. Tillögur Alþýðuflokks- manna á þingi aö undanfömu kallaði Þorsteinn „flugeldatillögur” og átti sérstaklega viö skattatillögur krat- Samstarflð við Framsóknar- flokkinn sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins að væri með viðunandi hætti og án stórra árekstra. Á næstu vikum réðist hvort hægt væri að nó fram ýmsum kerfis- breytingum sem stuðla eiga að upp- byggingu atvinnulífsins meðal annars. Kosningar taldi Þorsteinn Páisson ekki á næsta leiti ef tækist að vinna úr þeim rammasamningi sem stjórnar- flokkarnir hafa komiö sér saman um. Birgir Isleifur Gunnarsson og Friðrik Sophusson voru einnig frum- mælendur á þessum fundi sjálfstæðis- manna. anna. -ÞG Bæ jarskrifstof urnar á Seltjarnarnesi: Brutu upp peningaskáp Þorsteinn Pélsson í gserkvöldi: Nœstu vikurnar barist gegn skattahœkkun- um og stéttastríði. Brotist var inn i bæjarskrifstofurnar á Seltjarnamesi í nótt. Spörkuðu þjófarnir upp hurð og komust að peningaskáp. Söguðu þeir hjarir af skápnum og stálu innihaldinu. Að sögn bæjarstjóra Seltjamarness í morgun er ekki taliö aö þjófarnir hafi komist yfir mikla fjármuni þar sem farið er með peninga i bankahólf á hverjumdegi. Rannsóknarlögreglumenn eru á staðnum og rannsaka máliö. Handvömm við lántöku til nýbyggingar á Seltjarnamesi: HBL BL0KK A UPPBOBI Allir ibúðareigendur i fjölbýlis- húsinu að Austurströnd 8, Seltjamarnesi, fengu i vikunni til- kynningu frá fógeta um að ibúðir þeirra yrðu seldar á nauðungarupp- boöi vegna vanskila við Húsnæðis- stofnun. Var þar um aö ræða lán sem Byggung haföi sótt um fyrir hönd íbúanna í blokkinni, en láðst að til- kynna þeim um g jalddaga. Forsaga málsins er sú að Byggung sótti um húsnæðismálalán fyrir hönd íbúanna, með gjalddaga 1. ágúst sl. öll skjöl varðandi lántökuna vom hjá byggingaríyrirtækinu. Svo i júní sl. sendi Húsnæðisstofnun tilkynn- ingu um afborgun af láninu i fjöl- býlishúsið. Sú tilkynning komst aldrel til íbúðareigendanna þar sem enginn þeirra var fluttur inn. „Við vlssum aldrei hvaö varð um þessar rukkanir,” sagði Ámi Péturs- sin, einn 29 ibúðareigenda i blokk- inni. „En þær komu aldrei fyrir okkaraugu. Tilkynningamar um nauðungar- uppboðið komu þvi eins og þruma úr heiöskiru lofti. Ibúarnir eru allir að byggja i fyrsta skipti og þekkja þvi ekki þær leikreglur sem gilda hjá Húsnæðisstofnun. Aö visu björgum við okkur undan hamrinum þar sem ekki er um mjög stórar upphæðir að ræða og uppboöiö á ekki að fara fram fyrr en i maí. En við þurfum sjólf- sagt aö grelða aukakostnað sem ella heföi ekki komiö til, svo sem dráttar- vexti og fógetakostnað.” -JSS Fjölbýllshúaifl afl Austuratrflnd 8 mynd GVA í Í i i i \i $ i i \i i 0 / i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.