Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. Menning Menning Menning Laugavegi 97 og Drafnarfelli 12. TILBOÐ Stórkostleg verðlækkun á unglinga- og fullorðinsúlp- um frá Don Cano. Verð áður kr. 4.115,- Verð nú kr. 2.750,- Póstkröfusími 17015. Verið velkomin. donc Otrúlegt úrval af gullfallegum eðalvögnum Range Rover érg. ‘84, BMW 745i turboórg. '81, blár, 4ra dyra, 8 cyl., 5 grænsans., 4ra dyra, 6 gíra, útvarp og kassetta, cyl., útvarp og kassetta. ekinn 5.000 km. Sem nýr Bí|| m/öllu. Verð kr. bíll. Verð kr. 1.350.000. 1.200.000. Skipti á ódýrari. Skipti á ódýrari. Einnig Range Rover árg. '82, grár, 4ra dyra, 8 cyl., útvarp og kassetta. Verð kr. 1.250.000. Skipti á ódýrari. Audi Quattro turbo órg. '81, blár, 5 cyl., 5 gíra, útvarp og kassetta. Sá fallegasti norðan Alpa. Fiat Uno 56 árg. '84, drapplitur, ekinn 10.000, útvarp og kassetta. Verð kr. 270.000. Skipti á ódýrari. - Toyota Hilux árg. '80, rauður, 6 cyl., útvarp og kassetta, ný vetrardekk. Toppbíll. Verð kr. 550.000. Skipti á ódýrari. Opið laugardag kl. 10-19. M. Banz 240 D árg. '83, hvitur, ekinn 8.000 km, 4 cyl. Fallegureinkabíll. Verð kr. 890.000. Skipti á ódýr- ari. f Mazda 628 2,0 GLX órg. '83, . grásans., ekinn 30.000, 4ra dyra, útvarp og kassetta, vetrar- og sumardekk. Verð kr, 420.000. BÍLASALAN BLIK Skeifunni 8 Sími68-64-77. Lengi hefi ég verið að vonast eftir skáldverki frá Áma Larssyni. Því Upprelsnin í graslnu (AB 1972) var alveg óvenjugóð fyrsta bók skálds. Því hafa ýmsir kunningjar mínir ekki viljað trúa, og ekki viljað lesa Ama, blindaðir af fordómum gegn honum vegna blaöagreina hans, sem oft voru stórorðari en málefnalegt tilefni virtist til. En hvað segja blaðagreinar um skáldgáfu höfund- ar? Nú sendir Ami loksins skáldverk frá sér, eftir tíu ára hlé. Og þá koma tvær bækur samtimis. Orð elta fugla (69 bls.) geymir 59 ljóð, en Góðvon- arhöfuð (59 bls.) 42. Orð elta fugla skiptist í þrjá kafla, en Góðvonarhöf- uð í tvo. Sú skipting fer nokkuð eftir einkennum ljóðanna, eins og skipan þeirra i tvær bækur, fremur en i eina þykka. En það er kannski meðfram til að hafa þetta á við venjulegar bækur að fyrirferð og verði. I Góð- vonarhöfði eru fimm myndir eftir son skáldsins. Þær eru af nýlistar- tagi og stinga i stúf við ljóðin að minu mati. I. k. i Orð elta fugla sprettur upp af auðnum Islands. Nokkur kvæða- heiti: Yfir ströndinni,. Landslag, A hálendinu, I jöklatjaldi, Kyrrðin, Sól- ey, Rof. Hér ríkir þögn, einvera tal- andans, kyrrð eða hæg hreyfing, grá birta. Tómleikinn er áleitinn, og hvaö eftir annað talaö um hvítnandi bein. Ymislegt er hér ágætlega gert, t.d. ljóðiö „Kvika”, þar sem nokkuö skarpar myndir úr náttúrunni sýna tilfinningar talandans: brim hljómandl þungi brjóst mitt hnfgur ogris brotnar á klettum laus undan því sem hann hefur mátt þola Eitt besta dæmið um þessi vinnu- brögö Árna finnst mér vera ljóöið Birtan í húsinu minnlngar eru auð herbergi sem ég forðast að f ara lnn i eftlr megnl herbergi full af of sterkri blrtu rökkur þægindi á ganginum flíkur á snögum kommóðan iskrar þegar skúffurnar eru dregnar fram vatn úr krana rennandi í tóman járnvask létt fótatak í stiganum lætur kunnug- lega hurð opnast grannur skuggi fellur á vegginn vonandi hefur spegillinn ekki gleymt að tæmast h jarta mltt öruggur geymslustaður eins og nálapúðlnn á efrl hillunni við gluggann Bókmenntir örn Ólafsson. Hér eru aöeins sýndir hinir smæstu hlutir, einkennandi hijóð hversdags- ins og umgangur, allt sem nefnt er vinnur vel saman, ekkert rýfur þessa mynd, og því er hún sterk, seiðandi. sígarettupakki innnn seillngar fötin á hrislum flaskan í skugga steins enginn veit hvernig hann befur komist þangað enginn veit hvað hann er að gera þarna Ljóðin í IR. hluta eru af ýmsu tagi. M.a. lýsir skáldið vinnubrögðum sínum í ljóöinu „Veiðiskapur”(...) niðurádjúp umhverfis held ég áfram að slaka trolli sjónhendinga Það er margt misjafnt sem kemur upp í trollinu. I Góðvonarhöfði eykst fjölbreytnin enn, því auk náttúru- mynda og borgarminninga, sem í hinni bókinni, koma nú dægurflugur margar. Þær eru oft haglega og smekklega gerðar, en ekkert meir. Eg nefni sem dæmi „Fylgd”, „Hús- næðisleit”, „Skrjóðar”, "Einstæð- lngar” og Morgunn, ég spyr: erþetta allt og sumt hamingjan sanna að komastfyrir í þröngum rakspegll á mánudagsmorgni hlusta á bitið sarga drauma sloka í sig köldu vatni Tvær Ijóðabækur og sorgin breiðir úr logandi vænghafi sinu slepplr jörðinni hefur sig til flugs Þessu nær Arni vel víðar, í fáum orðum, t.d. í „Á hálendinu”: (...) himinn jökulhetta þögul dagurinn grár og bjartur hjarta í ævilangri leit að áfanga stað En oft á tíðum er ekkert sem gríp- ur imyndunarafl lesandans slikum tökum, og ljóðið liður áhrifalaust hjá. Þaö er kannski ekki tiltökumál, svona innan um og saman viö (dæmi i Góðvonarhöfði: „Að fæðast”, „Ut- sýnl”, „Hrúga”). En stundum finnst mér skáldið missa tökin á þessu, orð- in ieita út og suður. Hugrennlnga- tengslin verða þá svo hversdagsleg að útkoman verður lágkúra. 1 „Rof” tengist t.d. uppblástur landslns venjulegum kaffitima, en tll hvers? vindur rjátlar irofabarði hálfétnum brúnkökubita á veisiuborði landsins (...) II. kafli þessarar bókar finnst mér miklu betri. Hann sprettur upp af bemsku- og æskuminningum I borg. Oft eru þessar myndir næsta mann- auöar, ásýnd hlutanna talar um mannlífið, t.d. „Við sundin blá”. (...) þar sem s jór gutlar vlð manngerðan f jörukamb efstáhrúgu útjaskaður dívan elnstæður gormur hringar slg upp í loftið „Slikt skáld sem Árni er ó afl gera harflar kröfur til sjálfs sín, því hann stenst þœr svo ótvírætt." Svipaða aðferð notar Ámi víða, t.d. í „Mamma ég og heimsveldi”. I fyrsta Ijóði kaflans: „Á hæð fyrir utan borgina” heldur hann mikilli fjar- lægð frá efninu, borgin vex eins og náttúrufyrirbæri væri, sem gróður breiðist yfir jökulöldur, því fylgja til- teknar breytingar á fuglalifi, girðingastaurar fúna, en þvottur fer að blakta í golunni. Og auga sjáand- ans beinist aö einni mannverunni i þessari húsaþyrpingu, manni sem hleypur um og hrópar upp stórtiðindi í lifi sínu. Hér sýnir Arni hvað eftir annaö aðdáanleg tök á skáld- skapnum. Eg nefni t.d. „Sumardagur”, „Vá”, „Fólkið hér og þar”. Stundum eru skemmtiiega tvíræðir orðaleikir, t.d. í „Hitaveitu- tankaríöskjuhlíð” • (...) ímiðjum hliðum liggur iðinn gagnrýnandi milli gæsalappa Eg birti þetta dæmi, því þetta höfð- ar sjálfsagt til einhverra lesenda. Enn eru nokkrir textar svo sem „Sylvía” (þ.e. S. Kristel í Emman- uelle), „Innbrot”, „Samtal viðtrúð” sem eru bara greinaskrif, að mínu viti. Þau finnst mér spilla ljóðabók, einkum þegar þau renna út í skrúð- mælgieinsogí„Tildómstóla” (...) þegar ég tala gerist ég sekur vegna þess ég þekki ekki sannleikann vegna þess ég þekki ekkl gleðina en rifbein min eru spenntir bogar þandir að bresti af því ég á mér draum um sannleika af því ég á mér draum um gleði og h jarta mitt slær heitt íhinuhvita skýi ‘ Nú má auðvitaö segja: fyrst góð kvæði eru i bókunum, gerir þá nokkuð til þótt annað fljóti með? Og það ber aö virða við Arna nokkra til- hneigingu til aðgreiningar, dægur- flugurnar eru flestar í Góðvonar- höfðl, þótt t.d. „Einnota karlmaður” hafi slopplö yfir í hina. En mér sýn- ast bara gallarnir nokkuð þeir sömu og á fyrri ljóöabók hans.Lelkfang vindanna (1974), þótt framfarir hafi orðið miklar. Arni verður síst af öllu sakaður um einhæfni. Og honum tekst oft mjög vel upp, og einmitt þess vegna er gremjulegt að sjá hann láta vaða á súðum. Slíkt skáld sem Arni er á að gera harðar kröfur til sjálfs sín, því hann stenst þær svo ótvirætt. P.S. Eg kem á framfæri leiðrétt- ingu á tveimur prentvillum. I Orð elta fugla, bls. 7,3.1.a.n. á að vera: í hrjóstrugri auðninni I Góðravonarhöfði, bls. 18, ll.l.a.n. á að vera: spurningar mínar eru öskur ný- fæddra barna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.