Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 27
DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRÚAR1985. 39 Menning Menning Menning H/«ðin á sléttunni ÞjóAleikhúsið sýnir RASHOMON eftir Fay og Michael Canin. Byggt á sögum Ryunosuke Akutagewa. Þýðing: Ámi Ibsen. Loikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Sven Lund-Roland. Lýsing: Árni J. Baldvinsson. Nokkrum sinnum á liðnu árhundr- aði hefur Vesturálfa opnað gátt til austurs og hleypt inn birtu og straumum frá Japan. Áhrifin hafa ævinlega fyrst gert vart viö sig á afmörkuðu sviði listanna, ljóðaþýð- ingar Waley opnuðu á sinum tíma fyrir mörgum yndisheima japanskr- ar ljóðlistar, kvikmyndir Kurosawa snilld japanskra starfsbræðra hans, enn er erfitt aö greina hver ruddi braut japanskra fatahönnuða inná vestrænan tískumarkað. Rasho-hliðiö eða Rashomon kom fyrst fyrir augu vestrænna manna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, 1951, hversu langt var liðið frá því Kurosawa lauk myndinni veit ég ekki — hún var fyrsta japanska kvik- myndin sem ég sá — nema hvað hann sló í gegn með þessu meistara- verki. Leikgerðina unnu svo amerísk hjón löngu síðar og geröu það gott, leikurinn var frumsýndur á Broad- way með Claire Bloom og Rod Steiger nýgiftum í aðalhlutverkum. Og nú er þetta sprek úr fjarlægu landi loks rekið á okkar fjörur. Byggingin Leikurinn segir f jórar ólíkar sögur af einum atburði, morði og nauðgun. Mórallinn er sá að sérhvert mál eigi sér margar hliðar, raunar jafnmarg- ar og málsaðila. Og meira en þaö, sérhver vill haga sögunni sér í vil og skirrist hvergi að haga staðreyndum málstaö sínum til ágætis. Ramminn umhverfis þessa f jóra vitnisburði af ofbeldisverkinu er samtal þriggja manna eitt rigningarkvöld í niður- níddu borgarhliði. Þar er sagan rakin uns við komumst til botns í málinu. Þessi bygging gerir það að verkum að leikurinn fer fram á tveim sviöum og tveim tímum, og at- hygli okkar stekkur þar á milli. Leikmyndin Það má helst finna leikmynd Svein Lund-Roland til foráttu, svo glæsileg og falleg sem hún annars er, að þessi stökk verða hálfklunnaleg, einkum milli dómsalarins og lundarins þar sem ódæðið er framið. Svein byggir leikmyndina á tveim gríðarmiklum skermum, fyrst hliöinu sjálfu, svo japönskum pappírsvegg, þar á bak við er bambuslundurinn á hring- sviðinu. Þetta er íburðarmikii leik- mynd og sannkallað augnayndi og Leiklist Páll B. Baldvinsson fallega lýst af Árna Baldvinssyni á sparlegan máta. Það eitt er nægilegt tilefni heimsóknar á þessa sýningu. En gallinn er eftir sem áður augljós og skil ég ekki hvers vegna þessir sómamenn reyndu ekki að breiða yfir hann með ljósaskiptum. Mergurinn málsins Umskipti verða nefnilega í hverri sögu á blessuðu fólkinu sem í þessar raunir ratar, ræningjanum og fómarlömbum, samúræja og konu hans. það er þrautin þyngst fyrir það unga atgervisfólk sem þessi hlutverk skipar. Þau verða í hverri nýrri út- gáfu sögunnar aö hnika til persónu- sköpun sinni, draga fram nýjan flöt á karakternum og gleyma honum svo þegar næsta útgáfa hefst. Fyrstan skal telja Arnór Benónýs- son sem háði frumraun sína á þessu sviði í hlutverki eiginmannsins og fórst það einkar vel úr hendi. Þótti mér hann skapa skörpust skil milli vitnisburðanna, sýna okkur alla fleti eiginmannsins skýra, fyrst og fremst með fasi og það lengst af í kyrrstöðu sem er hreint ekki lítið afrek. Eiginkonu hans lék Tinna Gunnlaugsdóttir og varð að bregða sér í fjóra hami, fyrst beiðandi, svo yfirkomin af skömm, þá fláræðið uppmálað og síðast ekkert nema yfirdrepsskapur og illska. Skilin í þessum fösum voru tæp og óljós, efnið var til staöar í ríkum mæli en hún höndlaöi ekki nægilega að greina þar á milli. Best tókst henni upp í lokaatriðinu þegar gríman er fallin af þessu eigingjarna kvendi og hún leggur spilin á borðið. Guðjón P. Pedersen fór með hlut- verk ræningjans. Hann hefur frá- bært vald á skrokknum á sér, en minna á raddbeitingu sem hamlar honum verulega í leik, tæpitunga og óskýr kveðandi geta jafnvel farið svo illa með annars vel unnið hlutverk að það sé til skaða. Því má ekki gleyma aö röddin er ekki siður tæki leikarans : en skrokkurinn. En áhorfendur á ' frumsýningu létu þaö lítið á sig fá og fögnuðu Guðjóni innilega í leikslok. Þá eru ótaldir nokkrir starfsmenn Þjóðleikhússins sem eru eldri í hett- unni: Gunnar Eyjólfsson sem leikur Kollumakarann sniUdarlega, Hákon Waage í hlutverki prests með sanna og mildUega túlkun, Bessi Bjarnason sem Viðarhöggsmaður — hann fór vel af stað og náði sér prýðilega á strik í leikslok en missti dampinn í leikmiðju — aðrir, Þórunn Magnea, Birgitta Heide og Jón Gunnassson gerðu sitt með ágætum. Fagmennska Það er Haukur J. Gunnarsson sem stýrir þessu fleyi farsæUega í höfn og eins og hans er von og vísa er þessi sýning þokkafuU, fuU af faUegum myndum, hún einkennist af jöfnum leik, er spennandi og víða skemmti- leg, en. .. Vogun vinnur, vogun tapar.. . Eg saknaði meira áræðis, grófari drátta og meiri stUiseringar í leik sem ég held að þetta leikrit þarfnist og ég veit að hann hefur þekkingu tU. Vonandi veit þessi vandaöa sýning á gott ár á stóra sviði Þjóðleikhússins. Offsetprentari Óskum eftir að komast í samband við góðan offsetprentara sem hefur áhuga á að vinna aukavinnu. Sérstök kjör í boði. Leggið nöfn og símanúmer inn á auglýsingadeild DV, Þver- holti 11. H-09999. SKÓVER Úrval VIÐ ÓÐINSTORG af kvenskóm Spariskór — götuskór — leðurstígvél Svo erum við llka með útsölu á mörgum gerðum af skóm. SKOVER VIÐ OÐINSTORG OÐINSGOTU 7, SIMI 14955 SKÓVERSLUN FJÖLSKYLDUNNAR Getum afgreitt með stuttum fyrir vara rafmagns- og dísillyftara: Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna. Dísillyftara, 2,0-30 tonna. Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í annan. Tökum lyftara í umboössölu. Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni. Líttu inn — við gerum þér tilboð. LYFTARASALAN HF., ' Vitastíg 3,. simar 26455 og 12452. Hverfafundir borgarstjóra 1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? Davíð Oddsson borgarstjóri flytur rœðu og svaror fyrirspurnum fundargesta. Á fundinum verða til sýnis líkön og skipulagsuppdrœttir. Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi. Sunnudagur 17. febrúar kl. 14.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarstjóri: Valgarð Briem hrl. Fundarritari: Birgir Ármannsson menntaskólanemi. D/j » m 1w wi /w/w Y* f Fjölmennið á hverfafundi borgarstjóra. Komið sjónarmið- J. w\siý #V C/ i/t%/ i/í i/\J \A/t • um ykkar á framfœri og kynnist umhverfi ykkar betur. 2. fundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.