Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRÚAR1985. Menningarverðlaun DV1984: SAMBAND USTA VID UPPLÝST AN ALMENNING Menningarverðlaun DV voru afhent í gær við hádegisverð í Þingholti, Hótel Hoiti. Að venju voru viðstaddir dómncfndarmenu, fulltrúar samtaka listamanna og starfsmenn DV, auk verðlaunahafa. Áður en afhending vcrðlauna hófst flutti Aðalsteinn Ingólfsson, sem hefur haft veg og vanda af Menningarverðlaunum DV frá upphafi, eða í sjö ár, stutt ávarp. Sagði hann m.a.: Agæta samkoma. Eg hygg að mér sé óhætt að segja, að flestir þeir sem hingað eru komnir, listamenn, listumfjaliendur og blaða- menn, fáist við miðlun. Listafólkið miðlar hugmyndum, tilfinningum og handverki, sem við hinir höfum að starfi aö fjalla um, koma til skila eða skapa umræðu um, allt eftir efnum og ástæðum. Því eins og ég hef áöur sagt, á þessum sama vettvangi, er varla hægt að halda því fram að listaverk festi sig í sessi, verði partur af menningarheildinni, fyrr en um þau hefur verið hugsað, skrifað og rætt — ekki endilega í þessari röð. En vegna hinna stórstígu framfara sem orðiö hafa á síðustu áratugum, aöallega í tækni og vísindum, þá búum við einnig í þjóðfélagi sérhæfingar. Slíka sérhæfingu er að finna í listinni sem annars staöar, og stendur hún oft og iðulega ofangreindri miðlun fyrir þrifum. I versta falli getur sérhæfingin orðið ti) sundrungar í menningarsam- félaginu. Listamaður talar þá til lítils hóps innvígðra sem síðan ræöa málin sín á meðal. Aðrir fá ekki aðgang aö þvígylliboði. Satt best að segja veit ég ekki hvort og hvemig spoma má við sh'kri þróun. Þó verður mér stundum hugsað tii úr- ræða hins þekkta sagnfræðings Amolds Toynbee, og vil ég nota tæki- færið og viðra þau hér. Toynbee kvað rétt og sjálfsagt af hverjum og einum að sérhæfa sig sem best. En hann mælti einnig með því aö hver sér- fræðingur gerðist einnig f jölfræðingur, með staögóða þekkingu á grundvallar- atriðum í mörgum öðrum greinum en sinni eigin. Sá sérfræðingur skyldi síðan vera reiðubúinn aö miðla sér- þekkingu sinni með þeim hætti að aðrir fjölfræðingar, sem við skulum einfald- lega kalla „hinn upplýsta almenning”, heföu bæði gagn og gaman af. Þannig gæti hann orðiö aö betri manneskju og nýtilegri þjóðfélagsþegn. Ef ég má gerast svo djarfur að staö- færa þessar hugmyndir Toynbees, þá mætti segja sem svo aö hverjum og einum okkar sem hér erum staddir, væri engin vorkunn að kunna deili á „myndbyggingu” í myndlist, „fléttu” í bókmenntum, „áttund” í tónhst, „myndskeiði” í kvikmynd, þó svo aö við værum ekki öll tilbúin að skilgreina dýpri rök þessara hstgreina. Samtímis gætum viö verið frámunalega vel aö okkur í annarri og ahs óskyldri grein, t.d. landbúnaöarmálum, og reiðubúin til upplýsingar um þau við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Vera má aö Tonybee kariinn ofmeti fróðleiksfýsn okkar flestallra, enda skrifaði hann sjálfur veraldarsögu og fór létt meö. Og ekki hefur hann haft spumir af vinnuálagi hér uppi á Islandi. Eins er víst að margur sér- fræðingurinn telji alls ekki í sínum verkahring aö miöla fróðleik til þeirr- ar marghöfða skepnu, almúgans. Þá vil ég benda á þá nágranna okkar sem aUt of sjaldan er vísað tU nú til dags, þ.e. Frakka. Franskir „menningarvitar”, sem og hstamenn þar í landi, hafa aldrei taliö fyrir neðan virðingu sína að skrifa fyrir upplýstan almenning svoköUuð „æuvres de vulgarisation”, afsakið framburðinn — í þeim tilgangi að upplýsa hann enn frekar og fjölga honum. I þessu hug- taki þeirra, „vúlgarisasjón”, felst því alls engin lítUsvirðing. Helstu mannvitsbrekkur í Frakk- landi hafa gengiö til slikra verka og unnið af bestu samvisku. Um leið hafa sumar þeirra skapaö mörg þau verk sín sem lengst hafa lifaö. Þessir vísu menn hafa tahö skyldu sína að halda sambandi viö upplýstan almenning. Afgangurinn af heiminum gæti tekiö sér þennan hugsunarhátt Frakka til fyrirmyndar. Það er sjálfsögðu kurteisi í þessu sambandi að láta Toyn- bee hka hafa síðasta orðið, í frjálslegri þýðingu minni; „Þegar ekki rikir lengur trúnaðarsamband mihi menningarvita og upplýsts almenn- ings, ber það vott um að alvarlegur menningarsjúkdómur er að hreiðra i um sig í samfélaginu. Ekkert þjóðfélag {hefur efni á að láta slíkan sjúkdóm i breiðast út. Fái hann aö- gera þaö óhindraður, hlýtur það að leiða til for- myrkvunar samf élagsins.” Góðir gestir. Mér hefði fundist póetískt réttlæti að mega afhenda ein- hverja af þessum „eðlu steinum” Ofeigs Björnssonar, sem hér eru á bak við mig. En leikreglur okkar gera ekki ráð fyrir slíku réttlæti. Því vil ég biðja formann bókmenntanefndar, Matthías Viðar Sæmundsson, að útdeha fyrsta steininum. Byggingarllst: Bygging vel felld að eldri byggð — ávarp Páls V. Bjamasonar, formanns dómnefndar í byggingarlist Maria Sigurðardóttir tekur við leiklistarverðlaunum fyrir hönd Alþýðuleik- hússins úr hendi Páls B. Baldvinssonar, formanns dómnefndar um leiklist. DV mynd-GVA Sagt hefur veriö aö byggingariistin sé móðir hstanna, en hvort fulltrúar annarra listgreina sætta sig við þá fullyröingu, skal ósagt látiö. Víst er um það að hún gegnir stærra hlutverki í okkar daglega lífi en flestar aðrar hst- greinar. Við lifum og hrærumst í henni alla daga með kostum hennar og löstum. Gleðjumst yfir fegurð hennar ef tími gefst í önnum dagsins og for- mælum henni þar sem hún fer á skiön við feguröarskyn okkar eða þarfir. Mat okkar á byggingarhst er ein- stakhngsbundið, svo sem á öðrum list- greinum. Svo er einnig ummat okkar á því hvað sé byggingarhst og hvaö ekki. Þannig eru ekki ahir á eitt sáttir um að stóll, brú eöa biöskýli fahi undir þá skilgreiningu, þó að ég þurfi ekki sann- færingar um slíkt. En í ár ætlum við aö verðlauna bygg- ingu, og ætti þaö aö gleðja efasemdar- menn. Það er þó ekki gert th að þóknast þeim, heldur af sannfæringu um að þarna sé það athyglisverðasta á árinu 1984. Það sem um er að ræöa er nýbygging aö Bankastræti 2. Torfusamtökin hafa með elju unnið ótrúlega mikið starf á nokkrum árum, þrátt fyrir skilningsleysi yfirvalda og bágan fjárhag. Þau hús sem þegar hafa verið byggð eöa endurbyggð eru áþreifanlegur árangur þessa óeigin- gjarna starfs og bera vott um að það er innt af hendi í krafti þeirrar sannfæringar að þessa byggö megi glæða hfi að nýju. Þama hafa margir lagt hönd á plóginn og allir samtaka um að gera húsin sem best úr garði. Þess ber hið nýja hús og umhverfi þess gleggstan vott. Menningarverðlaun DV í byggingar- list hljóta því hönnuðir hússins, þeir Stefán öm Stefánsson arkitekt, Grétar Markússon arkitekt, og hönnuöur um- hverfisins, Einar Sæmundsen lands- lagsarkitekt. Byggingin er aö mati dómne&idar einkar vel fehd að eldri byggð við mjög þröngar aðstæður. Er það mjög virðingarvert þar sem við höfum orðið vitni aö aht of mörgum slysum í því efni. Húsið er í senn nútímalegt og gamaldags. Nútímalegt vegna þess að ekki ér farið á neitt hátt í grafgötur um að húsið er nýtt, byggt upp á módúlkerfi og með frágangi utanhúss og innan, sem vhhr ekki á sér heimildir. Gamaldags að því leyti að | lögun hússins og stærö er bundin af Móhúsinu gamla, sem þar stóð. Byggingin er vel hönnuð í gegn og hlutir þar í góöu samræmi hver við annan, úti sem inni. Samt er gætt hófs í hvívetna og hvergi farið yfir markið og er það einkennandi fyrir verkið. Burðarkerfi er gert sýnilegt víðast hvar og gerir það bygginguna mjög auðvelda aflestrar. Ekki sakar aö geta þess aö smiði hússms er með ágætum. Umhverfi hússins lætur htið yfir sér, en það er oft einkenni góðrar hönnun- ar. Umhverfishönnun var í þessu tilviki með í dæminu frá byrjun og er það mjög nauðsynlegt við hönnun mannvirkja. Með því er ekki einungis tryggt að húsiö fahi vel i landiö, heldur einnig aö það nýtist vel í tengslum við sitt umhverfi. Þess ber að geta hér að lóðaframkvæmdir eru ekki fuhgerðar. Þetta er einróma áht dómnefndar í byggingarlist, en ásamt mér voru í henni Aöalsteinn Ingólfsson og Páll Gunnlaugsson. Vil ég biðja þá Stefán örn Stef- ánsson, Grétar Markússon og Einar Sæmundsen aö veita þessum verð- launum viðtöku. Góðir hálsar. Við þremenningarnir vorum skjót að ráða ráðum okkar um hvaða leikhstar- atburð á hðnu ári við vildum heiðra sérstaklega hér i dag meö þessum verðlaunum. Það er svo að þegar htiö er aftur yfir Uöna tíð, þá stendur í raun haröla fátt upp úr djúpinu; leik- sýningar gleymast, myndvísi leik- stjóra, lýsing og hljóö, jafnvel snotur leikur þohr iUa þátíöina. Ef Utiö er enn lengra aftur, þá má telja á fingrum sínum þessi augnabUk í leikhúsinu sem fylgja áhorfandanum eftir áratuga heimsóknir. LeikUstin er list augnabUksinS, mihi sviös og salar myndast brú, tómarúm er fyUt og gefendur og þiggjendur í þessari einstöku reynslu, sem leikurinn er, eru báöum megin, bæöi í sal og á sviði. Og þegar brúin rís og viö sameinumst, áhorfendur og flytjendur, þá er takmarki leiklist- arinnar náö. Beisk tár Petru Von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur með einvala Uöi leikkvenna undir merkjum Alþýöu- leikhússins hlýtur leikUstarverölaun Dagblaösins Vísis aö þessu sinni. Dómnefndin var samdóma í því áUti aö þessi leiksýning væri efst í hugum okkar frá leiksýningum Uðins árs. Hvers vegna? Verkiö sjálft er afar erfitt í flutningi, það leggur flytjendum á heröar þunga ábyrgö um samhæfðan og agaöan leik, gerir kröfur til skýrrar persónusköpunar í næsta öfgakenndri atburöarás undir fáguöu yfirborði heimsmennsku og kurteisi, þaö gerir kröfur um skýra hugsun leikarans í smæstu atriöum, (ekki sist þar sem Einar Sæmundsen, Grétar Markússon og Stefán úrn Stefánsson taka vifl verðlaunum í byggingarlist af Páli V. Bjarnasyni, formanni dómnefndar um byggingarlist. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.