Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ífc • Phll Thompson. Thompson til Sheff. Utd. Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Phll Thompson, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið til reynslu hjá Sheffield United í tvo mánuði og ljóst er að hann mun ganga til llðs við félagið. „Það er frábært að vera hjá þessu llði og það getur ekkert breytt þelrri ákvörðun minnl að leika með Sheffield United,” sagði Phii Thomp- son. -SK. Fairclough til Man. City? Frá Sigurbirni Aðalsteinssynl, frétta- manni DV í Engiandl: Varamaðurinn heimsfrægi, David Fairclough, sem varð helmsfrægur fyrir að skora alltaf mörk þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Liver- pool, er ná lfklega að gera samning við eitthvert llð í Englandi. Fairclough hefur undanfarið leikið með svissneska liðinu Luzem en undanfama daga hefur hann verið til reynslu hjá Manchester City. Hann átti að leika tvo æfingaleiki með varaliði Man. City gegn Sheffield Utd. en ekkert varð af því vegna þess að leyfi frá Luzern barst ekki í tæka tíð. Reikn- að er með að Fairclough fari til Nor- wich til reynslu ef Man. City hefur ekki áhuga. Ken Brown, stjóri Norwich, sagði í gær að koma kappans til Nor- wich yröi mikill fengur fyrir lið sitt. -SK. Parkes áf ram hjáWestHam Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- mannl DV í Englandl: Phil Parkes, markvörður hjá West Ham, hefur skrifað undir nýjan samn- ing við liðið. Gildir hann til 1988 en þá verður Parkes 38 ára gamall. Parkes hefur ekki enn komist í aðal- lið West Ham í vetur. Tom McAllister hefur leikið mjög vel í markinu og haldið Parkes fyrir utan liðið. -SK. Liverpool leikur ágóðaleik - gegn Mönchengladbach Forráðamenn v-þýska félagsins Borussia Mönchengladbach tilkynntu í gær að félaglð mundi leika ágóðaleik við Evrópumelstara Liverpool í sumar. Ágóðlnn af leiknum rennur til fjölskyldna þeirra 18 meðllma hljóm- sveitar breska flughersins sem dóu sl. mánudag á hraðbraut 30 km fyrir norðan Miinchen — brunnu til bana þegar rútan sem hermennirnir voru i lenti í árekstri við tankbifreið. • Þess má geta að „Gladbach” og Liverpool léku tU úrslita í Evrópu- keppnl meistaraliða 1977 í Róm. Þann leikvannLiverpool, 3—1. -SOS „Algjör klassi” sagði Páll Ólafsson „Þetta var algjör klassi, að vinna sjáifa ólympiumeistarana með sjö marka mun. Við náðum mjög góðri byrjun og baráttan var mikil i llðinu,” sagði Páll Úlafsson í samtali við DV i gær- kvöldl. „Við náðum upp mjög öflugum varaar- og sóknarieik og það fór mjög mikið úthald hjó Júgóslöv- um í aö minnka muninn eftir að við vorum komnir í 6—1. Þeir sprungu síðan í síðari hálfleik. Dómaramir voru sanngjarnari en í gær. Dómgæsla þeirra bitn- aði þó ekki eins mikiö á Júgóslöv- um í kvöld og hún gerði á okkur í Vestmannaeyjum. Viö lékum eins og við gerum best i kvöld og áhorfendur voru í einu orði sagt frábærir,” sagði Páll Olafsson. -SK. • PáU Ólafsson var óstöðvandl. Júgósiavar réðu ekkert vlð þennan snaggaralega leikmann eins og sést á myndinni. PáU snýr tvo Júgóslava af sér og skorar örugglega. DV-mynd Brynjar Gauti. íslendingar greiddu Júgóslövum rothögg! PALU VAR DNNIHEIMII Palli var svo sannarlega einn í heiminum (um tíma) þegar íslendingar unnu frækilegan sigur, 2Ú— 13, yfir ólympíumeisturum Júgóslava í Laugardals- höllinni í gærkvöldi í leik sem bauð upp á allt sem handknattleikur getur boðið upp á; glæsilega mark- vörslu, falleg mörk, æsispennandi augnablik, slags- mál og einstaklingsframtak — og er þá átt við glæsi- legt framtak Páls Ólafssonar sem var maðurinn á bak við hinn glæsilega sigur. Páll Ólafsson átti snilldarleik þegar íslendingar unnu fr yfir Júgóslövum. Einar Þorvarðarson varði eins og I Páll fór hreint á kostum og þá sér- staklega þegar staðan var 15—11 fyrir Island og 15 mín. til leiksloka. Þessi keppnisharði leikmaður skoraði þá þrjú glæsileg mörk með gegnumbrot- um og átti línusendingu sem gaf víta- kast og mark. Já, Páll var hreint óstöðvandi og staðan var oröin 18—11 fyrir Island. Páll fiskaði síðan vitakast sem Kristján Arason skoraði úr 19—12. Þetta var nokkuð sem ólympíumeist- aramir þoldu ekki, létu skapiö hlaupa meö sig í gönur þegar á móti blés og áttu áhorfendur stóran þátt í því að þeir léku eins og villimenn um tíma. Þá létu þeir dönsku dómarana fara í taugarnar á sér. Það var allt komið á suðupunkt — mótspyma Islendinga sló Júgóslava út af laginu og þegar 3 mín. voru til leiksloka trylltist einn Júgó- slavinn, Cvetkovic, gjörsamlega þegar Stærsti ósigur JúgóslavaílOár Ósigurinn hjá Júgóslövum í gær- kvöldi er stærsti ósigur Júgóslava í handknattleik í tiu ár. Ekkert mlnna. Þá má geta þess að lið ólympiumelst- aranna hafði ekkl fyrir leikinn í gær- kvöldi tapað leik í eltt og hálft ár en þá töpuðu Júgóslavar fyrir Rússum með elnu marki. Sigur islenska iiðsins i gærkvöldi var fyrsti sigur okkar gegn Júgóslavíu. -SK. hann lenti i samstuði við Þorbjörn Jensson. Cvetkovic og Þorbjörn fengu að kæla sig, Þorbjöm í 2 mín. en Cvet- kovic var útilokaður. Fékk að sjá rauöa spjaldiö. Hann froðufelldi af reiði og steytti hnefa framan í Þor- bjöm. Staðan var 19—12 þegar þetta átti sér staö og allt komið á suðupunkt. Þegar staðan var 19—13 gerði Brynjar Kvaran sér lítið fyrir og varði vítakast er hann leysti Einar Þorvarðarson af hólmi og varði síðan tvö línuskot á stuttum tíma. Já, það var kátt I Höll- inni þegar Þorbjörn Jensson gull- tryggði sigur Islands, 20—13, eftir línu- sendingu Sigurðar Gunnarssonar. Áhorfendur og leikmenn íslenska liösins stigu trylltan stríösdans á f jöl- um Hallarinnar en æstir Júgóslavar létu sig hverfa til búningsklefa vankað- ir eftir rothöggið sem Islendingar greiddu þeim. Byrjuðu eins og heimsmeistarar Það var geysileg stemmning í Laugardalshöllinni þegar leikurinn hófst og strákamir okkar byrjuðu eins og heimsmeistarar. Einar Þorvarðar- son var öruggur í markinu fyrir aftan hreyfanlega vöm og sóknarieikur Islands yfirvegaður og markviss. Staðan 3—0 þegar Júgóslavar komast fyrst á blað á 7. mín. og síðan bang, bang, bang — 6—1 á 11. mín. Stórkost- 1 • Dönsku dómararnir höfðu nóg að gera. Hór sjóst þeir Eliasen og Thoma- sen vísa einum tritilóðum Júgóslava af leikvelli. DV-mynd Brynjar Gauti. legur leikkafli, sex mörk úr sjö sókn- um. Gamla gryfjan Þegar stemmningin var mest kom smábakfall — sjö sóknir runnu út í sandinn og Júgóslavar minnka muninn 16—4. Þeir léku þá 3—3 vörn sem setti Islendinga út af laginu. Bjami Guð- mundsson skoraði, 7—4, á 21. mín. og síðan koma níu langar minútur. Júgó- slavar jöfnuðu, 7—7, en Kristján Ara- son átti lokaorðið í hálfleiknum þegar hann skoraði, 8—7, beint úr aukakasti — fram hjá hinum hávöxnu leikmönn- um Júgóslavíu. Það voru ákveðnir leikmenn Islands sem mættu til leiks í seinni hálfleik — komust 110—7 og síðan 12—8,14—10 og það var svo þegar staðan var 14—11 sem þáttur Páls Olafssonar hófst, eins ogfyrrsegir. Islenska liðið lék mjög vel á köflum gegn Júgóslövum — leikmenn Iiðsins voru ákveðnir og þeir gáfust aldrei upp. Einar Þorvarðarson átti snilldar- leik í markinu — varði alls 12 skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Brynjar Kvaran varöi fjögur skot þannig að þeir félagar vörðu alls 16 skot sem segir að 34% af sóknum Júgóslava hafi stöðvast á þeim. Frábær árangur. L Það var eríitt að ná sambandi við Júgósla vana eftir landsleikinn I gærkvöldi. Leikmenn liðsins voru eins og llðin lík og vildu ekkert við blaðamenn tala. Greinilegt að slíka flenglngu hafa þeir ekki fengið lengi. Þegar þess var farið á leit við þá að rabba um leiklnn að honum loknum sneru þelr upp á slg og sögðu að það væri þjálfarans að íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.