Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985. „Sjáðu til, þarna sérðu róttu taktana," sagði Albert við Guðmund J. Kvenfólk er ekki algeng sjón á skákmóti. Frá vinstri Svana Samúels- dóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Ólöf Þráinsdóttir. Bjöm Björnsson, prófessor í guðfræðideild, til vinstri í góðra vina hópi. DV-myndir KAE. „Larsen malar þetta” Menn eru mjög famir að velta fyrir sér hver fari með sigur af hólmi nú þegar farið er að síga á seinni hluta skákmótsins. Á göngunum á Hótel Loftleiðum í gær var vart um annað talað. Það var greinilegt að Bent Larsen hafði þar flest atkvæði. „Larsen malar þetta,” sagði maður sem sagðist oft hafa reynst sannspár um þetta efni. Spassky var í öðru sæti. „Mér virðist hann í toppformi. Hann á eftir að hafa þetta,” sagði einn íbygginn á svip. Okkar menn komu og inn i dæmið. „Margeir vinnur þetta. Sjáiði bara til,” sagði maður við annan og sá tók undir. Hvað um það. Flestir voru sam- mála því að þessir þrír myndu raða sér í efstu sætin. -kþ 77/ mikib að vinna Margir hafa velt þvi fyrir sér hvað skákmenn þeir sem taka þátt í afmælismóti Skáksambands Islands fái fyrir sinn snúð. Allir tólf þátttakendumir fá frítt fæöi og uppihald á meöan á dvöl jþeirra stendur hér, svo og ókeypis flugfar til og frá mótsstaðnum í Reykjavik. Þá fær hver og einn kepp- andi eins konar „startgjald” sem em 200 dollarar eða nálægt 8.300 krónum íslenskum. En þá eru það verðlaunin. Þeir sem verða í fimm efstu sætunum fá vegleg verðlaun. Fyrstu verðlaun eru 2.500 dollarar eða rúmar hundraö þúsund krónur. önnur verð- laun eru 1.800 dollarar eða tæpar 75.000 krónur. Þriðju verðlaun em 1.200 dollarar eða tæpar 50.000 krónur. Fjórðu verölaun eru 800 doll- arar eða um 33.200 krónur og fimmtu verðlaun 600 dollarar eða um 24.900 krónur. Þá má ekki gleyma því að menn á borð við Boris Spassky, Bent Larsen og Vlastimil Hort em menn á heims- mælikvarða og skákin er þeirra at- vinna. Þeir taka ekki þátt í mótum á borð við afmælismótið nema þiggja sérstök laun fyrir. Samkvæmt upp- lýsingum DV munu það ekki vera nein venjuleg mánaðarlaun. Að lokum má geta þess að kostnaðaráætlun Skáksambands Is- lands vegna móts þessa mun vera um ein og hálf milljón. -KÞ ÞESSIR VORU AUmargir fylgdust með sjöttu umferð skákmótsins & Hótel Loftleiðum I gær. Þeirra á meðal voru Magnós Vignir Pótursson knattspyrnudómarf, Páil Jóns- son i Polaris, Magnús Ólafsson ritstjóri, Ingvar Ásmundsson skólastjóri, Haraldur Blöndal Itígfræöingur, Sigurður Þór Salvarsson blaðamaður, Arni NJálsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, Tómas Árnason seðlabankastjóri, Gunnar Jónsson lögfræðingur., Baldur Óskars- son, fyrrverandl framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, Eggert Þorleifsson kvikmyndaleikari, Hallgrimur Thorsteins- son blaðamaður, Böðbar Böðvarsson byggingameistari, Jóhannes Stefánsson skákmeistari, Jón Baldursson bridge- maður, Sigurgelr Gislason skákmeistari, Gunnar Gunnlaugsson læknir, Ólafur Magnússon, starfsmaður Orkustofnunar, Elvar Guðmundsson skákmeistari, Leó Jóhannesson kennari, Björn Björnsson prófessor, Þórir Oddsson vararann- sóknartögregiustjóri, Friðjón Sigurðsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, Sæmundur Guövinsson, blaðafuiltrúi Flugleiða, Hörður Jónsson kokkur, Ásgeir Friðjónsson flkniefnadómari, Einar Guðmundsson prentari, Sæmundur Pálsson lögregluþjónn, Bragi Guðbrands- son félagsmálastjóri, Jónas Bjarnason, forstöðumaöur Rannsóknastohiunar Ssk- iönaðarkis, Afcert Guðmundsson Qármála. ráðherra, Guömundur J. Guðmundsson alþingismaður, Hreinn Vagnsson verk- stæðisforstjóri, Magnús Páisson, starfs- maður Orkustofriunar, Guölaug Þor- stelnsdóttir bankastarfsmaður, Ólöf Þráinsdóttir, landsiiðsmaður i skák, Andri Hrólfsson, verkstjóri hjá Flugleið- um, Sigmundur Böövarsson lögfræðingur, Helgi Samúelsson verkfræðingur, Áskell Örn Kárason sálfræöingur, Árni Ármann Árnason lögfræöinemi og Trausti Björns- son kennari. AfmælismótSÍ: Kemst Margeir upp að hlið Larsens? —á möguleika á sínum fjórða vinningi í röð Hart var barist í sjöttu umferö af- mælismóts Skáksambands Islands á Hótel Loftleiöum í gærkvöldi. Skák Jóhanns Hjartarsonar og Sovét- mannsins Jusupov var skák kvölds- ins þar sem Jóhann teygöi sig of langt í vinningstilraunum og tapaöi. Þá vakti sérstaka athygli að Mar- geir Pétursson stendur betur í biö- skák viö Curt Hansen frá Danmörku og fari svo aö Margeiri takist aö vinna skákina þegar hún veröur tefld áfram kl. 13.00 í dag þá hefur Mar- geir unnið fjórar skákir í röð og er oröinn efstur í mótinu svo fremi Lar- sen vinni ekki örlítið hagstæðari biöskákgegnHort. Jóhann—Jusupov, 0:1 Eftir byrjunina í eftirfarandi skák nær Jóhann talsverðu fnunkvæöi en teygir sig síðan of langt í tímahrak- inu undir lok setunnar þegar honum tekst ekki aö f inna rakinn vinning. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Arthúr Jusupov (Sovót- rikjunum) Bogo indversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 06 3. Rf3 b6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 a5 6. Bg2 0-0 7. 0-0 bað 8. Re5 Ha7 9. Bxb4 axb4 10. a3 d6 ?l 11. axb4l dxe5 12. dxe5 Rg4 13. b5 Rxe5 14. b3 De7 15. Dd4 f6 16. bxa6 HdB 17. De3 Hxo6 18. Rc3 Hxal 19. Hxa1 Rbc6 20. Rb5 Rb4 Hvítur hefur náö nokkru frum- kvæöi eftir byrjunina. Svartur leitar hér eftir mótspili. Einnig kom til greina að leika: 20. - Ra5 21. Ha7I Hdl + 22. Bfl Hd7 23. Ha8 + Annar góður leikur var strax 23. De4 23. - Kf7 24. De4 g6 25. Bh3 Vert er aö gefa gaum aö framrás- inni25.h4 25. - Rbc6 26. Hc8 f5 27. De3 Kg7 28. Dc3 Kh6l? Athyglisverður kóngsleikur. Sovét- maöurinn beinlínis kaliar á liösmenn hvíts til stórsóknar en treystir á aö vamir svarts muni halda og ekki sist aö Jóhann var er hér var komið sögu oröinn ansi timanaumur. 29. Bf1?l Ýmsum þótti þetta kynlegur biskupsleikur. Jóhann vill geta leikiö h peöinu strax fram. Hann gat að isjálfsögðu fengið þráleik meö De3 iDc3, þó fannst ýmsum best að leika; ;29. Dcl+ Kg7 30. Dal. Og hvítur ihefurpressu. svartur að bakka meö 32. — Df7 því eftir 32. — Rg4? vinnur hvítur mann með miilileik: 33. Hxg4 Dxc3 34. Hxh4+ o.sv.frv. SKAKSAMBAND ÍSLANDS 60 4RfV 29. — g5 30. h4l? Jóhann leggur allt á eitt spii. 30. — gxh4 31. Hg8 Því miöur reyndist þessi staða ekki vinnast á hvítt. Svartur á vöm. 31. - Df632. De3 + ? Onákvæmni. Eftir 32. f4 verður Skák ÁsgeirÞ. Árnason 32. - Kh5 33. f4 Rg4 34. Df3 Ra7 35. Hg5+ Kh6 36. gxh4? Síðasti möguleiki hvíts var 36. e4 og enn eru úrslitin ekki séö fyrir. 38. - Hdll 37. e4 Da1 38. exf5 exf5 39. h5c640. De2?cxb5 og hvítur gafst upp. Margeir—Curt, biðskák Snemma þessarar skákar neyddist Daninn ungi til þess aö gefa skipta- mun en fékk biskupsparið og peö fyr- ir. Að flestra áliti voru þaö nægar bætur en hann virtist ekki fyllilega gera sig ánægöan með jafna mögu- leika, heldur fór í vafasamt hróks- flan út á kóngsvænginn og að því loknu varð hann manni undir. 1 biö- stöðunni hefur hann þó tvö peö upp i. Biöstaðan er annars þessi og lék Curt Hansen biðleik meö svörtu mönnunum. Karl-Jón L., 1/2:1/2 Báðir keppendur töpuöu sínum skákum í umferðinni á undan og Jón L. reyndar tveimur síöustu þannig að ekki væri óeölilegt að þeir semdu um skiptan hlut aö þessu sinni á óteflda skák. Helgi—Guðmundur, 1/2:1/2 Guömundur byggöi upp trausta vöm og þrátt fyrir miklar vinnings- tilraunir Helga brugöust vamir Guð- mundar ekki. Lokastaðan var stein- dautt jafntefli meö drottningum og tveimur léttum mönnum inn á. Spassky—Van der Wiel, 1/2:1/2 Greinilegt var á Spassky aö hann ætlaði aö vinna þessa skák. Hann sat nær ailan tímann viö borðiö og hvessti brýmar framan í skákboröið. Upp kom staöa þar sem Spassky réð lögum og lofum og haföi skapaö veikingar á drottningarvæng Hollendingsins. Heimsmeistarinn fyrrverandi áttaði sig síðan ekki fyllilega á uppskiptaleið sem Hollendingurinn fann sem tryggöi honum jafntefli. Larsen—Hort, biðskák Larsen sýndi aö nýju í gærkveldi hversu mikill fengur hann er fyrir is- lenska skákáhugamenn. Hann barðist allan timann til þess aö reyna aö búa eitthvaö til úr stööu sem allan tímann var í jafnvægi og flestir skákmenn heföu gefið Hort jafntefli. Eftir fjömtíu leiki fór skákin í biö og hefur Larsen er hér er komiö sögu eitthvaö rýmra tafl. Biö- staöan er þessi og lék Larsen biðleik meö hvítu. Sjöunda umferö mótsins verður tefld í dag kl. 17.00 en á morgun eiga keppendur frí. -ÁÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.