Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985.
15
Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
Tölvufræðslan:
MARKMID-
0 ER MIKIL
OCHAGNÝT
Mikil þekking
á stuttum tíma
„Eftir þetta námskeið á maður að
átta sig vel á því til hvers tölvur eru
notaðar. Að okkar mati er þetta besta
blandan á svo stuttum tíma.
Markmiðið er mikil og hagnýt þekking
á stuttum tíma.
Við höfum einnig lagt geysilega
vinnu í að gera góð og aðgengileg
námsgögn.”
Eftir að hafa verið einu sinni á nám-
skeiði þá fá allir sem hyggjast halda
áfram 20 prósent afslátt.
önnur námskeið
Það eru mörg námskeið önnur sem
eru haidin hjá Tölvufræðslunni. Þar
eru haldin mörg námskeið fyrir sér-
fræðihópa. Það eru námskeið fyrir:
lækna, verkfræðinga og kennara.
Og eftir grunnnámskeiðiö er hægt að
velja um fjölmörg framhaldsnámskeið
á því sviði sem áhuginn beinist að.
ÞEKKING
„Tölvur eiga eftir að hafa meiri
áhrif en þær hafa núna. Þær eru undir-
staða þess aö lifskjör batni. Nú hefur
aðeins verið stigið fyrsta skrefið. Siðan
kemur aukin tölvutækni i sambandi við
sjálfstýringarbúnað,” segir Ellert
Olafsson, framkvæmdastjóri Tölvu-
fræðslunnar.
Það sem Ellert á við, þegar hann
talar um sjálfstýribúnað, er það sem
oft er kallað „róbotar” eða vélmenni.
Menn hafa oft ímyndað sér að vél-
mennin eigi eftir að taka völdin og
ímyndað sér þessi vélmenni í manns-
mynd. Ellert segir að reyndar sé þessi
tölvustýring þegar hafin á mörgum
sviöum í atvinnulífinu. Rennibekkjum,
sögum og mörgu fleira er nú þegar
stjómað af tölvum eða vélmennum.
Áhersla á hagnýtt nám
En víkjum nú að skólanum sjálfum.
Skólastjóri þar er dr. Kristján
Ingvarsson verkfræðingur. Auk hans
vinna fjölmargir við kennslu á nám-
skeiðum skólans, m.a. 10 verkfræðing-
ar.
Hjá Tölvufræðslunni er boðið upp á
fjölmörg námskeið af ýmsu tagi.
Við spyrjum fyrst um byrjendanám-
skeiðið.
„Við leggjum áherslu á að það sé
hagnýtt nám og að þeir sem eru á þess-
um námskeiðum geti nýtt sér það í
starfinu,” segir Ellert.
Byrjendanámskeiðin fara fram á
kvöldin í fjögur skipti i hálfan mánuð.
Þennan hálfa mánuð sem námskeiðið
stendur yfir geta þátttakendur komið
allan timann í skólann og æft sig við
tölvumar, sér að kostnaðarlausu.
Fyrsta kvöldið fer i almenna kynn-
ingu á tölvum. Þar er skyggnst inn í
tölvumar og hvernig hver hluti þeirra
starfar og hvaða not eru af þeim.
í kennslustund hjá Tölvufræðslunni.
Nsesta kvöld er síðan fjallað um þaö
hvemig tölvurnar em mataðar. Til
þess að þær geti starfað verður að láta
þær vinna eftir ákveðnu forriti. Á nám-
skeiöinu fá þátttakendur nasasjón af
einu forritunarmáli sem nefnist Basic.
En flestir ættu nú að vita að til eru fjöl-
mörg slík mál.
Þriðja kvöldið er síðan fjallað ítar-
lega um ritvinnslu. Það er einmitt rit-
vinnsla sem getur komið allmörgum
að gagni í sambandi við notkun á
tölvum.
„Þið blaðamenn ættuð aö reyna að
nýta ykkur það meira,” segir Ellert.
Fjórða kvöldið er síðan reynt að
skyggnast inn í það sem nefnt er töflu-
reiknar. Það fyrirbæri er í raun risa-
vaxin tafla þar sem hægt er að setja
upp allt á milli himins og jarðar.
Launagreiðslur geta verið í slíkri töflu
svo eitthvað sé nefnt.
Hvert kvöld er kennt í þrjár klukku-
stundir og greiða menn fyrir þetta 3600
krónur.
Er þörfin fyrir hendi?
Ellert segir að það að læra að þekkja
tölvur geti hjálpað mörgum i starfi. Á
þessu sviði hefur átt sér stað bylting og
allir sem hafa einhverja þekkingu á
tölvum tryggja stöðu sina sem starfs-
kraftar.
„Það er ekki á neinu sviði sem hægt
er að læra eins mikið á skömmum tíma
og á tölvusviðinu, ” segir Ellert.
Hjá Tölvufræðslunni er eitt nám-
skeið sem f jallar um heimilistölvur og
reyndar annað sem er einungis ætlað
fyrir unglinga.
Ellert segir aö hugtökin heimilis-
tölva og einkatölva séu ekki alveg ljós.
Hann telur að það eigi eftir að verða
miklar breytingar í sambandi við nota-
gildi tölva á heimilum þegar tölvunet
Pósts og síma kemur í gagnið. Þá geta
tölvueigendur haft samband við aðrar
tölvur. Fengið upplýsingar í tölvu-
bönkum og sent öðrum upplýsingar.
AFH.
Framsýn:
KRAKKARNIR VIUA HAFA
„AKSJÓN” í KENNSLUNNI
Nemanda leiöbeint á tölvu hjá Stjórnunarfólaginu.
Stjórnunarfélagið:
SINNUM ÞORFUM
ATVINNULÍFSINS
„Það hafa allir tvímælalaust mikil not
af því að fara á tölvunámskeið. öll
endurmenntun er að aukast með vax-
andi tækni á öllum sviðum,” segir
Diðrik Eiríksson, framkvæmdastjóri
tölvuskólans Framsýnar, er hann er
spurður um notagildi tölvunámskeiða.
Það er mikið um að vera hjá Fram-
sýn og mörg námskeið í boði. Hægt er
að velja um að taka grunnnámskeið
annaðhvort á kvöldin eða daginn. Það
stendur yfir í f jóra daga þegar það er
tekið á daginn. Á kvöldin eru það 6
skipti og í hvert skipti er kennt í þrjár
kennslustundir. Bæði námskeiöin
standa yfir í hálfan mánuö. Fyrir þetta
eru síðan greiddar 4500 krónur. Innifal-
in eru öll námsgögn og kaffi eins og
hver getur í sig látið. Þegar nám-
skeiðinu lýkur fá svo allir viður-
kenningarskjal. Á meðan námskeiðið
stendur yfir geta svo allir komiö og
fengið að æfa sig á tölvunum.
Á þessum grunnnámskeiðum er
farið í öll undirstöðuatriði. Þar má
nefna ritvinnslu, Basic, upplýsinga-
skrá og margt fleira.
40 námskeið
Hjá Framsýn er hægt að velja um 40
námskeið af ýmsum tegundum. Þetta
eru námskeið sem haldin eru fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
„Hér er allt i fullum gangi frá niu til
ellefu á kvöldin,” segir sjálfur skóla-
stjórinn sem er Eiríkur Þorbjömsson.
Hjá Framsýn er námskeið fyrir
unglinga á aldrinum 12—16 ára. Fyrir
þeim er mikill áhugi.
„Já, þau eru alltaf i gangi hjá okkur.
Það er reynt að taka mið af því að
verið er að kenna unglingum. Þarfir
þeirra eru nokkuð á annan veg en hjá
þeim fullorðnu sem eru að læra hér.
Krakkamir vilja hafa „aksjón” í
kennslunni. Þeir eru einnig mjög
áhugasamir. Aður en þeir byrja eru
þeir svo spenntir að þeir eru byrjaðir
aö hringja hingað viku fyrr tÚ aö
athuga hvort þetta sé nú ekki allt rétt
með hvenær þeir eigi að byrja,” segir
Eiríkur. Hann segir að yfirleitt séu
þetta krakkar sem eiga eða hafa
aðgang að tölvum. Oft séu þaraa
krakkar sem hafa náð mjög miklum
árangri í notkun tölva. Fyrir þá sem
eru áhugasamir er oft hægt að búa til
forrit i tengslum viö námsefnið.
En hvað um heimilistölvumar? Er
þetta ekki bara ein gerviþörfin til
viðbótar sem er verið að þrengja inn á
fólk?
„Staðreyndin er oft sú að heimilis-
tölvurnar eru notaöar á heimilum
fyrstu þrjá mánuðina í að spila tölvu-
leiki. Eftir það fer áhuginn að dvína og
eftir 5 mánuöi er tölvan komin upp í
skáp. Það er ekki fyrr en krakkarnir á
heimilinu fara aö hafa áhuga á að gera
eitthvað sjálf á tölvuna aö hún er tekin
niður úr skáp aftur. Þau geta búið til
ýmis forrit svo sem yfir plötusafniö
eða í sambandi við stærðfræðina í
skólanum.
Þó svo að krakkarnir séu einungis í
tölvuleikjum er það staðreynd að það
skerpir hugann og eykur viðbragðs-
flýti þeirra,” segir Eiríkur, skólastjóri
skólans. -APH.
„Það segir sig sjálft að ef menn
kaupa sér tölvur þá veröa þeir að læra
á þær. Okkar stefna er sú aö kenna
fólki á þær tölvur sem það starfar við
og á þau forrit sem það notar.
Þaö er mitt mat að of mikiö sé gert
úr því að hægt sé að læra á tölvur. Það
er í raun nær ógemingur að læra á tölv-
ur. Hins vegar er hægt að læra á það
kerfi sem unnið er við hverja stund-
ina,” segir Friðrik Sigurðsson, for-
stoðumaður tölvufræðslunnar hjá
Stjómunarfélaginu.
Stjórnunarfélagið er stofnaö af
mörgum fyrirtækjum og tilgangur
þess er að sinna þörfum þessara fyrir-
tækja og reyndar annarra á sviði
endurmenntunar. Þar tekur tölvu-
sviðiö stóran skerf.
Friðrik segir að líklega hafi verið
gert of mikið úr því að allir þurfi að
fara á svokölluö grunnnámskeið. Ef
einhver kaupir sér tölvu til að vinna
við ritvinnslu er mikilvægast að hann
læri að nota tölvuna til hlítar á þvi
sviði.
En það getur verið ágætt að fara á
grunnnámskeið til að afla sér undir-
stöðuþekkingar og skyggnast inn í upp-
byggingu tölvunnar.
Grunnnámskeið eru haldin hjá
Stjómunarfélaginu og kosta þau 4500
krónur íslenskar.
„Það er yfirlýst stefna hjá okkur að
sinna þörfum atvinnulífsins,” segir
Friðrik.
Hann segir að algengt sé að fyrirtæki
fjárfesti í tölvum og þá verður að
kenna starfsfólkinu hjá viðkomandi
fyrirtæki á tölvumar. Stjómunarfé-
lagiö sér um aö útbúa og aðlaga nám-
skeið þörf um slíkra hópa.
Hjá Stjómunarfélaginu er valinn
maður í hverju rúmi eins og hjá hinum
tölvuskólunum.
APH.