Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRUAR1985.
Frjálst.óháð dagblað
útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustiori: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON,
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Algreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
. Áskriftarvarð á mánuði 330 kr. Verð I lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Enn sigrar Framsókn
Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um ný út-
varpslög á þann hátt, að tveir þingmenn þeirra hafa kom-
ið sér saman um breytingar á upphaflegu frumvarpi og
gert það að enn meiri moðsuðu en áður. Frumvarpið var
slæmt fyrir og er eftir breytingarnar orðið enn verra.
Frelsið, sem frumvarpið átti í orði kveðnu að auka, er
skert verulega í nýju útgáfunni. Settar eru inn greinar,
sem miða að eflingu Ríkisútvarpsins og aðrar, sem tor-
velda frjálsan útvarpsrekstur. Ljóst má vera, að í enn
einu málinu hefur stefna Framsóknarflokksins sigrað.
Upprunalega frumvarpið var spor í þá átt að auka
frelsið í útvarpsmálum. Það var að vísu mjög varfærnis-
legt, enda samið af nefnd allra flokka sem eins konar
málamiðlun milli einokunarsinna og frjálsræðissinna.
Enginn var í rauninni sáttur við þessa málamiðlun.
Ölafur Þórðarson og Halldór Blöndal alþingismenn
hafa nú komið sér saman um nýja málamiðlun, sem er
meiri moðsuða en hin fyrri. Eina skýra línan í
breytingum þeirra er, að dregið er úr því frelsi, sem
upphaflega var markmiðið með starfi hinnar svokölluðu
útvarpslaganefndar.
Frumvarpið felur í sér, að frjálsar útvarpsstöðvar eru
skyldaðar til að greiða sérstakt leyfisgjald, svo og öll
önnur opinber gjöld, svo sem tekju- og eignaskatt, útsvar
og aðstöðugjald, en Ríkisútvarpið á að sleppa við öll þessi
opinberu gjöld.
Frumvarpið felur í sér, að frjálsar útvarpsstöðvar eru
skyldaðar til að láta hluta af tekjum sínum renna til Sin-
fóníuhljómsveitarinnar til að létta undir með Ríkisút-
varpinu, sem á að fá að sitja áfram að bæði afnota-
gjöldum og auglýsingatekjum.
Frumvanpið felur í sér, að afnotagjöldum Ríkisút-
varpsins er breytt í skatt. Það á að skylda þjóðina til að
greiða rekstur Ríkisútvarpsins, þótt margir mundu
fremur kjósa að láta sinn hluta renna til frjálsra útvarps-
stöðva. Fólk fær ekki að velja.
Frumvarpið felur í sér, að auka á rekstur Ríkisútvarps-
ins á ýmsan hátt, til dæmis með staðbundnu útvarpi og
staðbundinni dagskrárgerð. Augljóst er, að þessi ákvæði
eiga að draga úr líkirni á, að staðbundið útvarp annarra
aðila verði að veruleika.
Allar þessar breytingar og aðrar miða að því að hindra
frelsið á borði, þótt annað sé haft í orði. Sjónarmið fram-
sóknarmanna hafa gersigrað í hinni nýju málamiðlun og
ekkert tillit er tekið til þeirra, sem vildu færa frumvarpið
fremur í aukna frjálsræðisátt.
Enn sem komið er felst aðeins í þessu sigur Ölafs
Þórðarsonar á Halldóri Blöndal. Alþingi getur enn gripið
í taumana og breytt frumvarpinu, bæði til að auka frelsið
og til að stöðva ákvæðin um útþenslu Ríkisútvarpsins.
Vonandi ber það gæfu til slíks.
Satt að segja væri bezt, að hin nýja útgáfa útvarpslaga-
frumvarpsins fengi að daga uppi á Alþingi. Það er
óskapnaður, sem tryggir, að Islendingar verði áfram
eftirbátar annarra þjóða í útvarpsefnum. Frjálsræðis-
öflin geta þá alténd haldið áfram baráttunni.
Einhvem tíma munu þessi öfl eignast stuðningsmenn á
Alþingi, menn sem láta ekki Framsóknarflokkinn beygja
sig 1 hverju málinu á fætur öðru. Meira frelsi í framtíðinni
er mikilvægara en næstum ekkert frelsi strax.
Þrýstingurinn mun vaxa og færa okkur betri lög, þótt
síðar verði.
Island er aö sumu leyti
einkennilega sett, því landsmenn
viröast ekki lengur eiga allt sitt
undir sól og regni, eins og áður var
sagt. Harðindi og rosi í útlöndum
hittir okkur líka. Frostiö í Brasilíu
bitnar á uppáhellingi okkar og kaffi,
frost í Florida hækkar aldinsafa og
frost á meginlandi Evrópu hækkar
verö á olíuvörum á Islandi, aö ekki sé
nú talaö um ósköpin sem ganga á
þegar okkur tekst að veiða meira, þá
verður nær samstundis verðfall á
þeirri gjaldvöru landsins. Og nú er
útlit fyrir það að kennarar gangi út
úr skólunum vegna þrenginga og
þegar þetta er ritað vofir yfir
verkfall á fiskiskipunum, en lang-
vinnt verkfall getur eyðilagt tvær
vertíðir: Loðnuvertíðina, með til-
heyrandi loðnufrystingu, sem er
eftir, og svo er það vetrarvertíðin við
Suðurland, sem lengi hefur verið
uppistaöan í þjóðartekjum okkar svo
lengi sem menn muna.
Bensinmaðurinn var líka svart-
sýnn, því nú óttast margir um sinn
hag á samlagssvæðinu, vinnan
virðist vera að fara suöur ásamt
hamingjunni.
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÚFUNDUR
Táknrænt dæmi fyrir þetta eru
Suðumesin, einkum Keflavík og
Njarðvík, sem á mótorbátaöldinni,
eða áður en byrjað var fyrir alvöru
að fjárfesta í ofsjónum og þangi,
voru einhverjar þýðingarmestu ver-
stöðvar þessa lands. Lokað var fyrir
fjármagn til þessara staða, þeir
Suðurnesjamenn fengu einvörðungu
í stað skipa að kaupa einhverja ryð-
skratta og rúff frá svonefndri
„landsbyggð” er fékk ný skip með
teppum út í hom og ryksugu, auk
annars munaðar.
Niðurlæging Suðumesja er því
miður lifandi dæmi um mistök sem
eiga sér stað, þegar menn elska kjör-
dæmin sín meira en landiö.
Enginn vafi er á því, að nú hlýtur
röðin að vera komin aö Suður-
nesjum, eða SV-kjálkanum og þar
með Reykjavík og Hafnarfirði, að
átak verði gert í atvinnu þar og betra
er að gjöra svo áður en allir verða
búnir að gleyma fiski.
Þótt margt hafi farið úrskeiöis í
svokallaðri byggðastefnu, heppn-
aðist margt líka, og þeir sem sigldu á
ströndina fyrir þrem áratugum og
f jórum sjá talsveröan mun, að fleiri
hamrar hafa verið á lofti en hamar
fógetans.
Greindur maður úr Grindavík
sagði í sjónvarpinu að miða ætti verð
á gjaldeyri við útflutningsatvinnu-
vegina, en ekki ætti að hafa gjald-
eyri á stöðugri útsölu fyrir inn-
flutningsverslunina. Þetta hygg ég
að sé raunhæf viðmiöun, einkum ef
hugmyndir sjálfstæðismanna og
ríkisstjórnarinnar um að „Búvöru-
framleiöslan verði felld að innan-
landsmarkaði” og stefnt verði að því
að „útflutningsbætur verði að mestu
lagðar niður” (voru 611 milljónir
1984).
Gerir Sjálfstæðisflokkurinn ráð
fyrir að um 1000 bændur geti fengiö
uppreisn æru eða losnað undan oki
Framleiösluráös landbúnaðarins og
haft í staðinn atvinnu af nýjum bú-
greinum, sem framleiða fyrir
markaö, en ekki fyrir ríkissjóð.
Enn var beðið eftir Godot á brúsa-
pallinum á Seifossi, þegar við ókum
heimleiðis frá hinum fullgildu at-
kvæðum.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.
Beðið eftir Godot
En hvað um það, sjaldan mun hafa
verið fegurra á heiðum en á laugar-
dag. Fjöllin voru komin í hreint og
drifhvít mjöll glitraði í köldu sól-
skini, milli þess sem élin gengu yfir.
Á samlagssvæðinu hafði á hinn
bóginn snjóað mun minna, þar til
síðari hluta dagsins, og skriðuhnoðr-
inn stóð upp í gegnum þunna
mjöllina eins og sveðjujurt. Hvítar
vatnaliljur flutu niður ölfusá.
Bensínmaðurinn var á því að þetta
væri fallegt, en þaö hefði nú reynst
fremur öröugt aö lifa á fegurð við
bensíndæluna til þessa, og svo held varpsins hér og sovéski kommún-
ég að allt sé að fara til andskotans — istaflokkurinn.
eða suður, því ef meiningin er að tJtvarpið sagði aðeins frá þessu í
drekka þá mjólk sem í landinu er ^rr' kvöldfréttum og fréttastofan
framleidd, þá er Mjólkurbú §al haldið áfram með kjarnorku-
Flóamanna úr sögunni, sagði hann. áætlanir Arkins, þarsemmáliðsnýst
Aflvélar fyrir Undanrennumusterið 11111 Það hvort Arkin hafi falsað þrjár
eru nú að koma til landsins, og þegar áætlanir um kjarnorkuvopn, eða
það hefur verið tekið í notkun förum fjórar: Stórfrétt eins og það hvort
við að bíða eftir Godot eins og þeir í nýsjálensk kafbátaleitarflugvél
Borgarnesi, en það eina sem fengi að lenda á Hawan komst aftur
mjólkurhofið þar fær ekki er mjólk, a * alla fréttatima sem ég heyrði
og þrátt fyrir merkar tilraimir með a laugardag í utvarpinu. Erlendar
dýfur og grautarmaskínur er það stöövar, t.d. BBC, voru með skák-
öllum ljóst að hamingja þessi flutti hneykslið í fréttum a.m.k. fram á
frá Borgarnesi á Bitruháls, og þá er sunnudag.
ekkert arðbært eftir þar nema Kasparov samþykkti frestun,
sláturhúsið og skólinn. sa§öi stalínistinn í Sundhöllinni, en
Það var greinilegt aö honum var alUr vita að hvergi í víöri veröld eru
mikið niðri fyrir, sem varla er nema mótmæli gyðinga tekin eins há-
von, því ef ekki tekst að halda uppi tíðlega og í Kreml. Mótmælin eru
hamingju á Suðurlandi, þá eru ekki aöeins tekin til greina, heldur
Islendingar illa settir, vægast sagt. eru húsnæðismál gyðinga oft „lag-
Um helgina voru mörg mál á dag- f*rð” í leiöinni. Um það þekkjum við
skrá — og ekki á dagskrá, en þar er mer§ dæmi.
meðalannarsáttviðtaugalækningar
Campomanesar, forseta Alþjóða I Vandinn a ^
skáksambandsins, sem með því að Suðursnesjum
fresta einvíginu hefur gripið til En um það hafa fleiri áhyggjur á
örþrifaráða til þess að koma í veg íslandi en bensínmaðurinn, og
fyrir að gyðingurinn Kasparov geti ástæðan er einföld; ekki hefur tekist
unnið félaga Karpov í tafli. að auka framleiöni og atvinnuupp-
„Skákheimurinn mun ekki sætta sig bygging hefur oft mistekist hrapal-
viö þessi úrslit,” er haft eftir lega, enda tökum við framsóknar-
Kasparov og mun það rétt vera, því menn ekki síður en aðrir yfirleitt
engir munu hafa fallist á þessar draumóra fram yfir staðreyndir,
málalyktir nema fréttastofa út- semerukaldariinnvortis.
Kasparov
samþykkti
frestunina
Jónas Kristjánsson.