Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBROAR1985.
Peningamarkaður B Andlát
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar tii
þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað
innistæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikuingar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
Innistæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 31% og ársávöxtun 31%.
Sérbók fær strax 3C%nafnvexti 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innistæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu
mánuði. Ársávöxtun getur orðið 37.31%
Innistæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs-
ávöxtun sé innistæða óhreyfð. Vextir eru
færðir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft i tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 36%
nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaöarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega,
30. júni og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir hún umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 2.1% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu, Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuöinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess timabils
það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Só
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Utvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg-
ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum
sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án'
verðtryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð.
Verslunarbtnkinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil
á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí—
september, október—desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast viö mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gild_a. Hún er nú ýmist
,á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
Sé lagt inn á miöju tímabili og innistæöa
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
: uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
i fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir
Ireiknast þá 24%, án verðtryggíngar.
íbúðalánareikningur er óbundinn og meö
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshiutfall 150—200%
miðað við sparnaö með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Otlán eru með hæstu vöxtum bankans á 1
hverjum tima. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartimabil. Sú
ákvörðun er endurskoöuð tvisvar á ári.
Sparisjóðlr: Vextir á Trompreikningi eru
stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4 —
6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12
mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út
af reikningi á einhverju vaxtatímabilinu,
standa vextir þess næsta tímabil. Sé
innistæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi
er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6
mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem
betri reynist.
Rikissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin i 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserisiegá á tímabilinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eru 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfaniegum -vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggö spariskírteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viöskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti timi að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstima og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftiraðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um lífeyrissjóð eöa safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
IMafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en naf nvextirnir.
Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innistæðan í lok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í
því tilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innistæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
seinni sex mánuðina. Lokatalan verður
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
I febrúar, eins og var í janúar, geta gilt
tvenns konar dráttarvextir. Annars vegar
3,75% á mánuði og 45% á ári. Mánaðarvextir
falla þá að fullu á skuld á eindaga. Hins vegar
geta gilt dagvextir. Eiga þeir að gilda ein-
göngu frá og með 1. mars.
Dagvextir eru reiknaðir hjá Seðla-
bankanum fyrirfram vegna hvers mánaðar. I
febrúar miðast þeir við 39% á heilu ári eða
3,25% á mánuði. Vextir á dag veröa þá
0,10833%. Dagvextir eru gjaldfærðir á skuldir
mánaðarlega. Strax á öðrum mánuði frá ein-
daga koma því til vaxtavextir. Ársávöxtun
febrúarvaxtanna verður þannig 46,8%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala fyrir febrúar 1985 er 1050
stig. Hún var 1006 stig í janúar. Miðað er við
100íjúní1979.
Byggingarvisitalan fyrir fyrsta ársfjórðung
1985 er 185 stig en var 168 stig síðasta árs-
fjórðung 1984. Miðað er við 100 í janúar 1983.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%)
innlAn med SÉHKJÖBUM SJA sérlista ll l j iiliilillíllll li
innlAn úverdtryggð
SPARISJÖOSBÆKUR óbundri mstaðs 24.0 24,0 24,0 24,0 24,0 24,0 24.0 24.0 24.0 24,0
SPARIREIKNINGAR 3p mánaóa uppsogn 270 28,8 27.0 27,0 27,0 27.0 27.0 273) 27.0 27,0
6 mánaða uppsögn 36,0 39.2 30,0 31,5 36,0 31.5 315 30.0 31.5
12 mánaða uppsogn 32,0 34,6 32,0 31.5 323)
18 mánaóa uppsögn 37D 40.4 373)
SPARNAOUR LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mánuði 27.0 27,0 27,0 27.0 273I 27.0 27,0
Sparað 6 mán. og meta 31.5 30.0 27.0 27.0 315 30.0 30.0
INNLÁNSSKlRTEINI T16 mánaða 32.0 34.6 30,0 31.5 31.5 31.5 323) 31.5
TÉKKAREIKNINGAR Avisanaraámingar 22,0 223) 18.0 19,0 19,0 19.0 19.0 19.0 18.0
Hlaupareðirangar 19,0 16,0 18,0 19,0 19,0 12.0 19.0 19.0 18.0
innlAn verotryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 4.0 4.0 2.5 0,0 2.5 1.0 2.7S 1.0 1.0
6 mánaða uppsögn 6.5 6,5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 2.0 3.5
innlAn gengistryggð
GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikjadolarar 9.5 9.5 7.25 8.0 7.5 7.0 7.5 7.0 8.0
Starkigspund 10,0 9.5 10.0 8.5 10.0 8.0 10.0 8.0 8.5
Vestur þýsk mörk 4.0 4.0 4.0 43) 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Darjkar krónur 10,0 9.5 10,0 8.5 10.0 8.5 10.0 8.5 8.5
DtlAn úverdtryggð
ALMENNIR VlXLAR llorvextx) 31,0 31,0 31,0 31,0 31,0 31.0 31,0 31,0 31.0
VKiSKIPTAVlXLAR (lorvextwl 32J) 32,0 32.0 32,0 32.0 32.0 323) 32.0 32.0
ALMENN SKULOABRÉF 34,0 34,0 34,0 34,0 34.0 34.0 34.0 34.0 34.0
VKJSKIPTASKULOABRÉF 35,0 35,0 35.0 35.0 35.0 35.0
HLAUPAREIKNINGAR Yfrdráttur 323) 323) 32,0 32,0 32,0 32.0 32,0 32.0 32.0
utlAn verðtryggð
SKULOABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Langri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLAN til franiieiðslu
VEGNA INNANLANDSSOLU 24,0 24,0 24,0 24,0 24.0 24.0 24,0 24.0 24.0
VEGNA ÚTFLUTNINGS SOR raikramyTTt 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0
Guðlaug Jósafsdóttir Kvaranlést
12. febr. sl. Hún fæddist á Breiöabóls-
stað á Skógarströnd 6. október 1895.
Foreldrar hennar voru séra Jósef
Hjörleifsson og Lilja Metta Kristín
Olafsdóttir. Guðlaug giftist Gunnari
Andrew Jóhannessyni en þau slitu
samvistum. Þau eignuðust fimm böm
saman. Utför Guðlaugar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Laufey Ólafsdóttir lést 9. febrúar sl.
Hún var fædd 17. maí 1902 að Dranga-
stekk við Vopnafjörð. Foreldrar
hennar voru hjónin Olafur Oddsson og
Oddný Runólfsdóttir. Eftirlifandi
eiginmaður Laufeyjar er Sveinbjöm
Sigurðsson. Þau hjónin eignuðust sjö
böm en tvö þeirra létust mjög ung. Ut-
för Laufeyjar verður gerð frá Háteigs-
kirkjuídagkl. 13.30.
Finnbogi Einarsson, fyrrum bóndi i
Neðri-Prestshúsum í Mýrdal,andaðist
17. febrúar á dvalarheimilinu Ljós-
heimum, Selfossi.
Jón Guðlerfur Ólafsson, yfirfisk-
matsmaður í Vestmannaeyjum, and-
aðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja
laugardaginn 16. febrúar.
Ámi Bergmann Þórðarson, Borgar-
holtsbraut 63, Kópavogi, lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans að kvöldi
17. febrúar.
Ingiveig Eyjólfsdóttir, Karlagötu 11,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 20. febrúar
kl. 13.30.
Ingibjörg Óskarsdóttir, Laugarnes-
vegill6, erlátin.
Inga Th. Mathiesen, Hjallabraut 15,
Hafnarfiröi, lést í Borgarspítalanum
17. febrúar.
Guðrún C. Jensen, Langholtsvegi
105, lést á gjörgæsludeild Land-
spítalans þann 16. febrúar.
Hafdis Halldórsdóttir, Tjarnargötu
33 Keflavik, lést af slysförum þann 16.
febrúar.
Maria M. Guðmundsdóttir frá Jóns-
nesi, fv. húsvörður Kvennaskólans í
Reykjavík, Skúlagötu 68 Reykjavík,
lést aðfaranótt 16. febrúar i Land-
spítalanum.
Brœðurnir Fannar Karl og Brynjar
Freyr, Stekkjarhvammi 40 Hafnar-
firði, létust af slysförum aðfaranótt sl.
laugardags. Utför þeirra fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
20. febrúar nk. kl. 15.
Kristjón Nikulásson, áður Laugalæk
17, andaðist að Hrafnistu sunnudaginn
17. febrúar.
Rannveig Jónsdóttir, Hvaleyrar-
braut 5 Hafnarfirði, lést á Elliheim-
ilinu Grund laugardaginn 16. febrúar.
Ingveldur Fjeldsted Hjartardóttir,
Kringlumýri 6 Akureyri, lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8.
febrúar sl. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjörtur Hjartarson, fyrrv.
kaupmaður, Espigerði 4 Reykjavík,
lést í Landspitalanum að kvöldi
föstudagsins 15. febrúar 1985.
Bóður Guðmundsson, sem lést 14.
þ.m., verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar
kl. 10.30.
Minningarathöfn um Einar Guttorms-
son, fyrrverandi yfirlækni í Vest-
mannaeyjum, verður gerð frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 20. febrúar
kl. 13.30. Jarðarförin fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laug-
ardaginn 23. febrúar kl. 14.
Fundir
Kvenfélagið
Seltjörn
heldur aðalfund þriöjudaginn 19. febrúar kl.
20.30 í félagsheimilinu. Bingó og upplestur.
Veitingar: pottréttur.
Stjómin
Kvenfélag
Bœjarleiða
heldur fund þriöjudaginn 19. febrúar kl. 20.30 í
safnaöarheimili Langholtskirkju, félagsvist
veröur spiluð.
Tilkynningar
Kvenfélag Óháða safnaðar-
ins
Félagsvist verður í Kirkjubæ miðvikudaginn
20. febrúar kl. 20.30. Góö verðlaun, takiö
gesti meö.
Félagsvist í safnaðar-
heimilinu Borgum
verður spiluö miðvikudaginn 20. febrúar kl.
20.30.
Þjónustudeildin.
Dagvistun aldraðra
Á öskudaginn er merkjasala Rauða
krossins. Aö þessu sinni mun Reykjavíkur-
deildin selja bæöi merki, öskupoka og gesta-
þraut. AUur ágóði fer til frekari uppbygging-
ar á þjónustu viö aldraða.
Nú þegar rekur deildin, ásamt SlBS og
Samtökum aldraðra, dagvistun að Ármúla 34.
Er ætlunin, um leið og nægjanlegir fjármunir
hafa safnast, að koma upp nýju dagvistunar-
heimili. Fljótlega eftir að starfsemin í
Ármúlanum hófst kom í ljós brýn þörf fyrir
fleiri heimili þar sem aldraðir gætu notiö aö-
hlynningar daglangt, tvo eða fleiri daga
vikunnar. I Múlabæ, Armúla 34, er opið alla
virka daga frá kl. 8 á morgnana til kl. 17 á
daginn. Sérstök bifreið sækir þá sem ekki
geta séð sér fyrir fari sjálfir. Boðið er upp á
sjúkraþjálfun, böð, hand- og fótsnyrtingu á-
samt föndri ýmiss konar.
Ekki er hægt að anna eftirspum og er nú
þegar langur biðlisti.
Trúnaðarbréf
afhent
Hinn 8. febrúar sl. afhenti Tómas Á. Tómas-
son sendiherra Jean stórhertoga af
Lúxemborg trúnaöarbréf sitt sem sendiherra
tslands í Lúxemborg meö aösetur í Brussel.
Aðalfundur Stjórnunar-
félags íslands
Aðalfundur Stjórhunarfélags Islands verður
haldinn í Víkíngasal Hótels Loftleiða
fimmtudaginn 21.febrúar nk. og hefst kl.
12.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnurmál.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Þráinn
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Utflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins, flytja erindi.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum
SFI.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu
Stjómunarféiagsms í síma 82930.
Bandalag jafnaðarmanna
Talsmenn Bandalags jafnaðarmanna munu
næstu vikur og mánuði leggja áherslu á að ná
til fólks. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast
stefnu B.J. og ræða við talsmenn þess geta
haft samband við skrífstofuna í síma 21833. Á
þennan hátt er fólki á vinnustöðum og í
allskyns klúbbum og félögum , gefinn kostur
að fá bandalagsmenn á fundi.
Kennsla fyrir
dönskumœlandi börn
Félag dönskukennara mun nú i vetur eins og
siðastliðið ár skipuleggja kennslu fyrír
dönskumælandi böm á aldrinum 7—11 ára.
Reynt verður að halda við og styrkja þá kunn-
áttu sem nemendur kunna að hafa úr
dönskum skólum þannig að um eðlilegt fram-
hald af fyrra dönskunámi þeirra verði að
ræða. Stjóm félagsins hefur fengið til starfans
Sigurlinu Sveinbjamardóttur námsstjóra
sem kennt hefur um nokkurt skeið á grunn-
skólastigi í Danmörku.
Kennslan fer fram í samvinnu við Náms-
flokka Reykjavikur og verður í húsakynnum
þeirra í Miðbæjarskólanum. Hún hefst nú í
febrúar og verður á miðvikudögum kl. 17—
18.20.
Nánari upplýsingar í síma 12992 og 14106.
IMýir ritstjórar
Æskunnar
Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason hafa ver-
ið ráðnir ritstjórar bama- og unglingablaðs-
ins Æskunnar. Karl mun jafnframt hafa um-
sjón með bókaútgáf u Æskunnar.
Eðvarð og Karl taka við ritstjórastarfinu
af Grími Engilberts sem gegnt hefur þvi í
meira en aldarfjórðung eða i 28 ár. Enginn
forvera Grims hefur gegnt starfinu jafnlengi.
Fyrirhugað er að gera ýmsar breytingar á
Æskunni bæði hvað efnisval og umbrot
varðar. Nokkir nýir þáttahöfundar kona til
starfa og munu ritstjórarair leggja áherslu á
að vera í sem bestum tengslum við böm og
unglinga og taka mið af óskum þeirra um efni
blaðsins. Sérstök ritnefnd skipuð bömum
verður sett á laggirnar til að vera ráðgefandi
um efnisval.
Æskan hóf göngu sína árið 1897. Hún
hefur komið út síðan að undanskildum árun-
um 1909 og 1918 og er elsta bama- og unglinga-
blaðið sem gefið er út hér á landi. — Otgef-
andi er Stórstúka Islands.
Amnesty International:
Pyntingar er hægt að
stöðval
5.-9. febrúar 1980: Læknisráð ríkisins í
Brasiliu sakar yfirmann læknisfræði-
stofnunarinnar í Sao Paolo, dr. Shibata, um
aö gefa út tvö fölsk vottorð þess efnis að einn
fangi hafi svipt sig lífi og um að annar hafi
ekki verið pyntaður. Dr. Shibata var tekinn af
læknaskrá i október sama ár.
13. febrúar 1981: José Arregui Izaquirre,
þrítugur Baski, deyr í einangrunarvarðhaldi
lögreglunnar í Madrid á Spáni. Líkskoðun
leiðir í ljós að hann hafi veriö illa pyntaður.
Yfir réttarhöld þann 29. nóv. 1983 eru tveir
lögregluforingjar sýknaðir af því að vera
valdir að dauða hans.
5. febrúar 1982: Neil Agett, sem var hvítur
starfsmaður verkalýðsfélags blökkumanna,
finnst hengdur í klefa sinum i aðalstöðvum
lögreglunnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku
samkvæmt heimildum öryggislögreglunnar
þar. Agett haföi sagst hafa verið pyntaður og
styður framburður annarra fanga, sem fram
kom við rannsókn málsins, þær staðhæfingar.
Niöurstaða rannsóknarinnar var að Agett
hefði svipt sig lífi.
Spánn og Suður-Afríka eru i hópi að
minnsta kosti 98 ríkja þar sem pyntingar hafa
verið stundaðar af stjórnvöldum eða látnar
viðgangast á síðustu árum. Nú stendur yfir
alþjóðlegt átak Amnesty International gegn
pyntingum undir kjörorðinu Pyntingar er
hægtað stöðva!
60 ára afmæli
á í dag, 19. febrúar, Maria L. Eðvarðs-
dóttir.húsfreyja og kennari í Hrisdal i
Miklaholtshreppi. Hún ætlar að taka á
móti gestum nk. laugardag, 23.
febrúar, á heimili sínu og bónda síns,
Kristjáns Sigurðssonar.
80 ára afmæli
á í dag, þriðjudaginn 19. febrúar,
Einar Guðmundsson, þjóðsagnarit-
ari.