Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1985, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. FEBRÚAR1985. 7 Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Brellumyndir á Berlínarhátíð Laufey Guöjónsdóttir, Berlín: Hér hófst hin árlega kvikmyndahátíð á föstudaginn. Þetta er þrítugasta og fimmta Berlinarhátíðin og að þessu sinni keppa 24 myndir frá 19 löndum um gullbjöminn. Aðeins ein mynd frá Norðurlöndunum komst í keppnina í ár. Það er mynd Svíans Tage Danielsson „Ronja Rövardottir” sem byggir á sögu Astrids Lindgren með sama nafni. Af öðrum myndum í keppninni má nefna hina umdeildu Godards „ Je vous salue Marie”, „Les Enfants” eftir Margarite Duras (báðar frá Frakklandi). Fulltrúar Vestur-Þýska- lands eru Egon Gunther með „Mor- enga” og Christian Ziwer með „Der Tod des Weissen Pfherde”. Frá Banda- ríkjunum koma tvær myndir „Places of the Heart” gerð af Robert Benton með Sally Fields í aðalhlutverki og „Mrs. Soffel” eftir Gillian Armstrong, en í þeirri mynd fer Diane Keaton með aðalhlutverkið. Frá Bretlandi koma „1919” eftir Hugh Brody og „Weather- by” eftir David Hare með Vanesssu Redgrave í aðalhlutverki. Að auki eru myndir frá Tékkó- slóvakíu, Japan, Sviss, Kóreu, Grikklandi, Ungver jalandi, Tyrklandi, Spáni, Italiu, Austur-Þýskalandi og Rússlandi. Þema hátíðarinnar eru brellumynd- ir (special effects) og eru af því tilefni sýndar 160 slikar myndir, þar á meðal Mary Poppins, King Kong, og hin nýja „2010” gerð af Bandaríkjamanninum Peter Hyams. Alls eru 300 kvikmyndir sýndar á há- tíðinni og aðrar 300 á kaupstefnunni sem rekin er í tenglsum við kvik- myndahátíðina. Engin íslensk mynd er með, hvorki á hátíðinni né á kaupstefnunni. King Kong sr msðal brsllumynda, ssm sýndar eru á kvikmyndahátiðinni i Bsrlin, þar ssm tnknibrellur I kvikmyndagsrð eru efstar á baugi. — Þassi sviðsmynd sr af Isikkonunni Jessicu Lange i greipum risa- apans. Með því að sökkva Bslgrano tókst Bretum að skáka argentínska flotanum úr leik við Falklandseyjar, en flugher Argentinu sökkti þó tveim breskum herskipum. Belgranomálið afgreitt í gær Stjórn Margrétar Thatcher felldi með yfirgnæfandi meirihluta í neðri málstofu breska þingsins í gær ályktun stjórnarandstæðinga um að ráðherrar hefðu brugðist skyldu sinni gagnvart þinginu með því að leyna þingheim staðreyndum og blekkja hann. Töluverður hiti komst í umræðumar um argentinska herskipið Belgrano sem breskur kafbátur sökkti í upphafi Falklandseyjastríðsins. Michael Heseltine varnarmálaráðherra bar á móti því að reynt hefði verið að dylja þingið sannleikann um árásina á her- skipið. I atkvæðagreiðslu um málið naut stjórnin meirihluta 148 þingmanna fleiri en stjórnarandstaðan. I umræðunum reyndi stjómarand- staöan ekki að bera brigður á að árásin á herskipið hefði verið nauðsynleg og eðlileg hernaðaraðgerö því að vemdun breska herliðsins þar suður frá hefði þurft að ganga fyrir. — Hesel- tine hafði sagt að eftir aö Belgrano var sökkt heföi argentínski flotinn veriö nánast úr leik. Skákeinvígið næst í London? Háværar raddir krefjast þess að hið endurtekna heimsmeistaraeinvígi í skák verði haldið í London en ekki Moskvu. Margir telja að ekki sé hægt að tryggja jafnan hlut beggja keppenda nema teflt sé utan Sovétrikj- anna. Grunur leikur á að sovéska skák- sambandið sé vilhallt Karpov. Skáksambandið á líka í miklum f jár- hagslegum örðugleikum vegna kostn- aðar við hiö fimm mánaöa langa ein- vígi sem aflýst var um helgina. Erlendur gjaldeyrir sem það fengi ef einvígið, sem á að byrja 1. september, yrði haldið utan Sovétríkjanna myndi hugsanlega bjarga fjárhag þess. Mikiö er deilt í skákheiminum um raunverulegt ástand heimsmeistarans Karpovs. Hann vakti mikinn ófögnuð sumra þegar hann sagffist vera í góðu formi og reiðubúinn að halda áfram taflinu. Sérstaklega kom sú yfirlýsing illa við Campomanes sem gflýsti keppninni vegna heilsufars keppenda. Reglur einvígisins verða settar á FIDE-þingi í ágúst. Athugið! Við tökum gamlar Husqvarna saumavélar upp í nýjar. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200 H) Husqvarna - mest selda saumavélin á íslandi SPARIÐ - SAUMIÐ SJÁLF MEÐ HUSQVARNA Verð frá kr. 12.000,-^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.