Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 1
Uppsetning ratsjárstöðva á íslandi:
Ómissandi þáttur
i vamarkerfinu
— segir yf irmaður Atlantshaf sf lota Bandarík janna
Óskar Magnússon, DV,
Washington:
„Frestun á uppsetningu ratsjár-
stööva á íslandi mun veikja varnir
tslands og hafa afgerandi áhrif á
möguleikana á að verja flutninga-
leiðir á Norður-Atlantshafinu.”
Þetta sagði MacDonald, yfirmaður
Atlantshafsflota Bandaríkjanna og
NATO, við yfirheyrslu hjá þingnefnd
hér í Washington nú fyrir helgina.
Tilefni yfirheyrslunnar hjá þing-
nefndinni var afgreiðsla fjárlaga,
sem nú stendur yfir hjá þinginu.
Yfirmenn stofnana og verkefna eru
nú hver á fætur öörum kvaddir fyrir
þingnefndir til að gera grein fyrir
væntanlegum fjárveitingum. Þessar
yfirheyrslur eru mjög hvassar og
mönnum hvergi hlíft við bein-
skeyttum spurningum.
MacDonald sagði ennfremur að
uppsetning nýrra ratstjárstöðva
væri ómissandi þáttur í því heildar-
verkefni að styrkja varnir á Norður-
Atlantshafi. Almennt sagði
MacDonald um uppsetningu ratsjár-
stöðva að þær auki mjög eftirlits-
möguleika og vamir á flutninga-
leiðum á Norðursjónum og Norður-
Atlantshafinu.
Fjárveitingu til þessa verkefnis
var frestað á síðasta fjárlagaári.
„Fjárveiting er nú bráðnauðsyn-
leg til að ná áætlun á nýjan leik,”
sagði MacDonald. -Þ6G.
Norðurlandaráðsþing sett í dag:
Noröuriandatoppamir
streyma til landsins
Fjöldi gesta á þing Noröurlandaráðs kom til landsins í gœr. Þar á meðal Svante Lundkvist, utanríkisráðherrann Lennart Bodström og forsætis-
180 Svíar með Sterling flugvélinni sem hér er í baksýn. Nokkrir sænskir ráðherrann Olof Plame.
ráðherrar sjást hér á leið frá borði. Þeir eru landbúnaðarráðherrann -ÞG/DV-mynd GVA.
— sjá nánar bls. 2 og 3
Tíuspor
í tunguna
-sjabls.25
Ársútgjöld
vísitölufjöl-
skyldunnar
744þúsundkr.
— sjá bls. 5
•
Spriklandi
laxarí
Færeyjum
— sjá bls.24
Óðinn, Guð
ogHrafn
Gunnlaugsson
— sjá bls.38
Villikettir
valdadeilum
— sjá bls. 51
•
Stjómmáia-
menní
hjólastólum
— sjá bls.4
Innfluttar
kartöflurá
veitingahúsum
— sjá bls. 22
15 innbrot
um helgina
Lögreglumenn á höfuð-
borgarsvæðinu áttu annríkt
við að sinna innbrotsmálum
um helgina. I Reykjavík og
Kópavogi var brotist inn á 15
stöðum, þar af var brotist inn
á tvö barnaheimili í Kópa-
vogi, Barnaheimilið við
Bjarnhólastíg og leikvöll við
Hábraut. Miklar skenundir
voru unnar á barnaheimilinu
þannig að þaö er ekki starf-
hæft. -ÓEF.