Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Norðuriandaráðsþing sett í dag Þing Noröurlandaráðs, það 33. t röðinni, varður sett i dag i Þjóðleikhúsinu. Karin Söder hefur verið forseti ráðsins sl. ár. í dag verður Páll Pétursson kosinn forseti til eins árs. Tæplega átta hundruð manns koma hingað til íslands vegna þingsins, sem mun vera fjölmennasti hópur manna í kringum Norðurlandaráðsþing hingað til. í gœr kom hópur þátttakenda til landsins og tóku blaðamenn DV nokkra þeirra tali á Keflavíkurflugvelli. Viðtölin fara hór á eftir. -ÞG/APH. Lennart Bodström, utanríkisráð- herra Sviþjóðar. Lennart Bodström, utanríkisráðherra Svíþjóðar: „Sá engan kafbát” „Nei, ég sá engan kafbát á leiðinni hingað. Ég hef bara séð kafbáta þar sem þeir eiga að vera,” sagði Lennart Bodström, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, er hann var spurður hvort hann hefði séð kafbáta á leiðinni. Bins og kunnugt er hefur hann átt í vök að verjast vegna ummæla um kafbáta við strendurSvíþjóðar. — Hefur Norðurlandaráð enn einhverju hlutverki að gegna? „Það er áhugavert að þegar ég hef verið á ferðum í Austur-Asíu hef ég oröið var við áhuga manna þar á að stofna samtök landa, sem þar liggja. Þar er mikill áhugi fyrir því að kynnast starfsemi og uppbyggingu Norður- landaráðs. Ég hef reynt að útskýra fyrir mönnum þar að norrænt sam- starf hefur þróast frá grunni í gegnum að fólk hittist, félög og samtök. Stjórnmálasamstarfið hefur síðan komið eftir á og vaxið án nokkurrar þvingunar.” — Hvert er stóra máhð, að þínu mati, á þessu þingi? „Það er erfitt fyrir mig að dæma um það, því hér verða til umfjöllunar fjölmörg mikilvæg málefni. Það mál sem ég kem til með að fylgjast sér- staklega með er samstarf Norðurland- anna á sviði þróunarhjálpar. Við höfum átt mjög gott samstarf á því sviði, sérstaklega í sambandi við Afríkulöndin.” -aph. Anker Jörgensen, formadur danska Jafnaðarmanna- flokksins: Engin afskiptasemi af innanríkis- málum héma „Um þetta hef ég það að segja að þegar systur- eða bróðurflokkur minn á Islandi hefur svo ekki verður um villst skipt um skoðun í þessu máli, þá finnst mér sjálfsagt að ég taki þátt í málinu þó að aðrir flokkar eöa hópar standi bak við það. Einnig er ég sömu skoöunar í þessu málefni. Hins vegar er það svo að milU líkra flokka er það óskrifuð regla að maður eigi ekki að ganga þvert hvor á annars stefnu,” sagði Anker Jörgensen, fv._ forsætisráðherra, um viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna þátt- töku hans á fundi hér á landi um kjarn- orkuvopnalaust ísland. Anker átti aö vera einn ræðumanna á þessum fundi, sem haldinn var í gær. Hann komst reyndar ekki á hann vegna seinkunar á flugi, Jón Baldvin, flokksbróðir Ank- ers, telur þetta vera óskiljanlega af- skiptasemi af innanríkismálum Islend- inga. — Jón Baldvin segir þetta vera óskiljanlega afskiptasemi í þér? „Ég verð að segja aö ég tel þetta ekki vera afskiptasemi. Ég hef gengið út frá því að verkalýðshreyfingin standi á bak viö þau sjónarmið sem átti að túlka á þessum fundi.” — En ætlar þú að hitta Jón Baldvin aðmáU? „Ja, ég geri ráö fyrir að ég komist ekki hjá því. Ég hef reyndar engar sér- stakar óskir þess efnis, en býst við því að ég ræði við hann.” APH. Anker Jörgensen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Dan- mörku. Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar: „Tímamóta- þing” „Þetta Norðurlandaráðsþing verður mjög þýðingarmikið,” sagði Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, við komuna til Islands í gær. Þetta er í sjöunda eða áttunda skiptið sem Olof Palme kemur til Islands. Síðast var hann hér á ferð í desember. „Ég býst við að þingið núna marki tímamót fyrir norræna sam- vinnu,” sagði forsætisráðherrann ennfremur. Þau málefni sem verða efst á baugi eru atvinnu- og efnahags- þróun á Norðurlöndunum. Olof Palme fer héðan aftur í fyrra- málið. -ÞG. flokksins í Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandaráðs. Jo Benkow, þingmaður norska Hægriflokksins: Munum ræða um sjávar- útvegsmál „Ég tel aö Norðurlandaþing sé mikil- vægur fundarstaöur fyrir þá stjórn- málamenn sem eru í forystu á Norður- löndum. Nú getur þaö haft mikla þýðingu fyrir okkur Norömenn að hitta Islend- inga. Við höfum margt að tala saman um, ekki síst málefni i tengslum við sjávarútvegsstefnu landa okkar. Þetta atriði þingsins verðum við þvi að vona að sé jákvætt aukahlutverk þess,” sagöi Jo Benkow, formaður norsku fulltrúanna á Norðurlandaþingi. Hann er einnig fyrrverandi formaöur Hægri- flokksins þar. Hann sagði að umræðan um sjávar- útvegsmál ætti ekki heima á þinginu sjálfu. Hins vegar væri það ljóst að hlutaðeigandi aðilar ættu eftir að hitt- ast. „Við getum útskýrt okkar sjónarmið og það er mun betra að hittast augliti til auglitis.” — Svo þú ætlar að ræða niður- greiðslu til sjávarútvegsins í Noregi? „Ég ætla að minnsta kosti að kynna mér þessi mál á islandi. En um hvað þessar umræöur verða hef ég enga skoðunáennþá.” APH. Rolf Presthus, fjármálaráðherra Noregs. Rolf Presthus, fjármálaráðherra Noregs: Stærsta skref í tugi ára „Mikilvægasta málið á þessu þingi verður líklega umræðan um samstarf Noröurlandanna á sviði efnahagsmála sem fjármálaráðherrar Norðurland- anna samþykktu á fundi sínum í Helsingfors í janúar. Ef þetta á eftir að fá jákvæða um- fjöllun á þinginu tel ég að þetta eigi eftir aö verða eitt það stærsta þróunar- skref í norrænni samvinnu sem hefur verið stigið í tugi ára,” sagði Rolf Presthus, fjármálaráðherra Noregs, um hvað væri mikilvægasta málefni þings Norðurlandaráðs að þessu sinni. — Hyggst þú hitta fjármála- ráöherra okkar, Albert Guðmundsson, aðmáli? „Já, það er ljóst að þegar ég er á íslandi, þá mun ég hitta Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, sem ég reyndar þekki frá öðrum norrænum fundum sem við höfum setið.” -APH. Kalevi Sorsa, forsœtisráðherra Finnlands. DV-mynd GVA. Kalevi Sorsa: forsætisráðherra Finnlands: Opnar leiðir fyrir Finnland „Norðurlandaráð gegnir mikilvægu hlutverki fyrir okkur Finna,” sagði Kalevi Sorsa, forsætisráöherra Finn- lands, er hann var spuröur hvort Finn- land nyti góðs af samstarfi Norður- landanna. „Ég tel að Norðurlandaráð geti opn- að leiðina að umheiminum bæði að öðrum iönríkjum og að þróunarlöndun- um. Frá okkar bæjardyrum séð tel ég að þetta samstarf geti opnað marga möguleika fyrir Finnland.” — Hvað telur þú vera eitt af mikil- vægustu málum komandi þings? „Eitt af stóru málunum fyrir okkur er samstarfið við löndin á þurrkasvæð- um Afríku. Við leggjum mikla áherslu á þaö mál. Svo eru það að sjálfsögðu fjölmörg önnur mál sem eru mikilvæg.” APH. Antti Tuuri rithöfundur, bókmenntaverðlauna- hafi Norðurlandaráðs: „Það verður stórstund” „Ég tók dóttur mína Hönnu með í þetta skiptið til Islands,” sagði Antti Tuuri, finnski rithöfundurinn á Kefla- víkurflugvelli í gær. Hann var greini- lega ekki aö koma til tslands í fyrsta skipti því hann nefndi marga staði sem hann ætlar að sýna dóttur sinni. Meðal annars stendur til að þau fljúgi til Vest- mannaeyja. „Það verður stór stund,” svaraði Antti Tuuri, aðspurður um athöfnina ,í Antti Tuuri rithöfundur. Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Þá mun hann taka á móti bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bók sína Ostbotten. „Það verður ánægjulegt að taka á móti verðlaunum hér,” sagði hann. Fyrsta bók Antti Tuuri í íslenskri þýðingu er væntanleg á markaðinn á þessu ári. -ÞG Karin Södar, fráfarandi forseti Norðurlandaráðs. Karin Söder, forseti Norðurlandaráðs: „Gaman að vera komin aftur til ísiands” Karin Söder, forseti Norðurlands- ráðs, var tekin tali á Keflavíkurflug- velli í gær. Sérstök leiguflugvél kom rétt eftir hádegi í gær með 180 Svía sem sitja Norðurlandaráðsþing, flestir fram á föstudag. „Þingið hér í Reykjavík verður afar mikilvægt og það er gaman að vera komin eina ferðina enn til Islands,” sagði Karin Söder, forseti ráðsins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún nefndi þýðingarmikil mál sem til um- ræðu verða á þinginu, svo sem sam- göngu- og viðskiptamál, sem að hennar mati eru þýðingarmikil. Karin Söder mun dvelja hér fram á föstudagskvöld, en þinginu verður slitið um miðjan dag á föstudag. -ÞG Christian Christensen, umhverfismálaráðherra Danmerkur: „Mikilvægar umræður um hðfuðmálin tvö” „Ég vænti mikilvægra umræöna um höfuðmálin tvö sem verða hér til um-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.