Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 6
6
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
skóversluim þóRÐAR PÉTURSSONAR
LAUGAVEGI 95, SIMI 13570. KIRKJUSTRÆTI 8, SÍM114181
Sérfræðingar í
einnota vörum.
Besti bar í bænum!
Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf
að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að
sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur.
DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða
hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli
honum fyrir þrifum.
DUNI — kaffistofa í hverjum krók!
STANDBERG H.F.
Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242.
Neytendur Neytendur Neytendui'
Skortir á að fólk
umgangist lyf
með virðingu
— segir Helga Vilhjálmsdóttir,
apótekari í Mosfellssveit
„Símalyfseölar eru neyðarúrræði
lækna til aö hjálpa sjúklingum sem af
einhverjum ástæðum komast ekki til
læknis eöa læknir hefur ekki tíma til aö
heimsækja þá,” sagöi Helga Vil-
hjálmsdóttir apótekari í Mosfells-
apóteki. Hún varö góöfúslega viö
beiðni DV um aö svara nokkrum
spurningum varöandi lyf og lyfsölu-
mál.
„Um útgáfu lyfseðla gilda ákveönar
reglur sem settar eru af heilbrigöis-
málaráöuneytinu. Mun strangari regl-
ur gilda um útgáfu símalyfseöla, sér-
staklega hvaö varðar ávanabindandi
lyf. Apótekin taka afrit af öllum sima-
lyfseölum, sem þau taka við, og geyma
þau í eitt ár.
Sérstakt simalyfseölagjald er tekiö
fyrir hverja lyfjaávísun í síma. Það er
ákveöiö af heilbrigöisráöuneytinu og
er nú kr. 16. Apótekin innheimta lyf-
seölagjöldin fyrir lækna sem gefa út
lyfseöla,” sagöi Helga.
Verð á lyfjum
— Hvemig myndast verö á lyf jum?
„Heilbrigöisráöuneytiö setur sér-
staka lyfjaverðskrá. Hún gildir
óbreytt í þrjá mánuöi í senn. Er hún þá
endurskoðuö m.t.t. gengisbreytinga og
annarra breytinga er kunna aö hafa
oröiö á þessu tímabili, svo sem ný-
skráðra lyfja, breytinga á erlendu eöa
innlendu innkaupsveröi o.fl.
Til þess aö lyfjafyrirttóci, hvort held-
ur þau eru innlend eða erlend, geti
breytt veröi sínu hér á landi þarf sam-
þykki heilbrigðisyfirvalda, samkvæmt
reglugerö um eftirlit meö innkaups-
veröi sérlyf ja.
Islensk sériyf hafa verið skráö á und-
anfömum árum og hafa þau tvímæla-
laust haft áhrif til lækkunar á veröi er-
lendra samkeppnislyf ja.
Sjúkiingar greiöa fast gjald, svo til
óháö því hvort lyfið er dýrt eöa ódýrt. 1
dag er þetta þannig að sé verö erlends
lyfs lægra en 240 kr. greiðir sjúklingur-
inn fullt verö fyrir lyfiö en aldrei hærra
en þessar 240 kr. Sjúkrasamlagið
greiðir þaö sem upp á vantar.
Þetta gildir fyrir allt aö 100—200
daga lyfjaskammt.
Fyrir innlend lyf er þetta gjald 120
kr.
Aldraðir og öryrkjar greiða tilsvar-
andi 100 og 50 kr.
Þó em nokkur lyf sem sjúkrasam-
lagið greiðir ekkert í, svo sem „pillan”
og einstaka vítamin.
Þá eru einnig nokkur lyf gegn
ákveðnum sjúkdómum, svo sem
sykursýki, vissum hjartasjúkdómum,
flogaveiki, asma o.fl., sem sjúkrasam-
lög greiöa aö fullu.
Loks er heimild fyrir því að sjúkra-
samlög greiði að fullu ákveöin lyf í
vissum sjúkdómstilfellum. Þá fær
sjúklingurinn svokallað lyfjakort þar
sem fram kemur um hvaöa lyf er að
ræða.
Einnig er hægt aö sækja um til
Tryggingastofnunar rikisins, að stofn-
un greiöi aö fullu eða aö hluta til ýmis
sjúkragögn, eins og t.d. sprautur, nál-
ar og prófefni fyrir sykursjúka, bleiur
fyrir aldraða og sjúka í heimahúsum
o.fl.
En sem dæmi um verö til sjúklinga
man ég eftir einu tilfelh þar sem hjón
og bam þeirra þurftu öll á penísillíni
aö halda. Þetta voru þrír símalyfseöl-
ar og kostaði þau tæpar 900 kr. meö
öllu og þeim fannst þetta rándýrt.
Þama var um aö ræða erlent lyf sem
kostaöi rúmlega fastagjaldið.
Svo kemur annar sjúklingur sem
þarf á lyfi aö halda sem kannski kostar
5 eða 6 þúsund kr. Hann greiðir einnig
rétt um 300 kr. fyrir sitt lyf ásamt
símalyfseölagjaldi ef um slíkt er að
ræða,” sagöi Helga.
Lyf tekin sem sjálfsögö vara
„Okkur, í neytendasamfélagi nútím-
ans, finnst sjálfsagt aö fá lyf viö öllum
þeim sjúkdómum og kvillum sem hrjá
okkur, hvort sem um er aö ræöa eitt-
hvað alvarlegt eða ekki. Okkur hættir
til að taka lyf sem hverja aöra vöm,
t.d. matvöru.
Þaö verður að hafa hugfast aö Iyf eru
efni sem hafa veruleg áhrif á starfsemi
líkamans. Þess vegna eru geröar mjög
strangar kröfur til alira þátta lyfja-
framleiðslunnar, þar meö talin pökkun
og merking lyfja og afgreiðsla. Eftir-
litinu lýkur þegar sjúklingurinn fær
lyfið í hendur. Eftir þaö er ekki hægt aö
hafa eftirlit með því þótt oft væri þess
full þörf.
Lyfjaskammtamir, sem sjúklingum
er gert að taka, eru ákveönir eftir lang-
vinnar rannsóknir og eru oft einstakl-
ingsbundnir. Ýmsir þættir geta haft
áhrif á verkun lyfja, svo sem sjúkdóm-
ar í meltingarvegi, skert starfsemi
nýma eöa lifrar, notkun annarra lyf ja,
aldur sjúklings og ótal fleiri atriði.
Því er alveg út í hött og getur veriö
beinlínis skaölegt aö sjúklingar séu aö
skiptast á lyfjum, þ.e. gefi hver öörum
af því lyfi sem þeir hafa sjálfir fengiö
hjá eigin lækni.
Mjög áríöandi er aö lyf séu rétt tekin
til þess aö ná sem bestum árangri. Má
nefna sýklalyf sem gefin em í ákveön-
um skömmtum.
Ætlast er til aö sjúklingurinn ljúki
viö skammtinn, jafnvel þótt einkenni
séu horfin. Þannig á ekki að vera
möguleiki á aö neytendur eigi gamla
skammta af fúkalyfjum í meöala-
skápnum sínum, ’ ’ sagði Helga.
— Þegar taka á lyf, t.d. fjórum sinn-
um á sólarhring, hvaö er þá átt viö? Er
ætlast til aö sjúklingurinn vakni á nótt-
unnitil aötakalyfiö?
„Best er aö taka bakteríudrepandi
lyf meö sem jöfnustu millibili en þó aö
hafa svefntímann ótruflaöan. Algeng-
ast er aö slík lyf séu gefin á átta eöa
sex stunda fresti.
Lyf, sem tekin eru á réttan hátt, hafa
svo sannarlega bjargað mannslífum,
linað þjáningar og gert fólki kleift aö
lifa meö ólæknandi sjúkdóma. En ef
sömu lyf eru tekin á röngum forsend-
um geta þau haft óæskileg áhrif, verið
skaöleg og jafnvel lífshættuleg. Þetta á
einnig við lyf sem hægt er að fá án lyf-
seöils”.
— Hvaða lyf er hægt aö fá án lyfseð-
ils?
„Ýmis tiltölulega væg lyf, t.d. viö
hósta, kvefi, magakvillum, verkjum
o.fl. Þessi lyf ber samt aö umgangast
meö varúð á sama hátt og lyfseðils-
skyld lyf. Þau eru góö þegar þau eru
rétt tekin en geta haft óæskilegar
aukaverkanir, séu þau ekki rétt
tekin.”
— Ef sjúklingur veröur var viö auka-
verkanir af lyfjum sem hann átti ekki
von á, hvaö á hann þá aö gera? Það
getur verið erfitt að ná sambandi við
lækni.
„Ef ekki næst í lækni skal sjúklingur-
inn hafa samband við apótekiö. Þar
eru vel menntaðir lyfjafræðingar við
störf og geta þeir oft leyst úr vanda-
málum sem upp koma varðandi notk-
un og meðferð lyf ja.”
Hafa náttúruiyfin
einnig áhrif?
— Hvað finnst þér um hin ýmsu
„náttúrulyf” sem komiö hafa fram á
undanfömum árum og „megrunarlyf”
sem taka á einum tíma fyrir mat með
einu eöa tveimur glösum af vatni?
„Náttúrulyf eru af ýmsum toga.
Menn hafa búiö til lyf úr jurtum frá ör-
ófi alda og enn eru mörg lyf unnin úr
þeim. Jurtir innihalda nefnilega oft
efni sem eru líffræöilega virk.
Hin svokölluöu „náttúrulyf” eru
stundum unnin úr jurtum en þeim eru
oft eignaöir eiginleikar sem þau hafa
ekki. Lækningamáttur „náttúrulyfj-
anna” er fremur bundinn viö trú en
vísindalegar staöreyndir.
Annars er hugtakiö „náttúrulyf”
nokkuö óljóst. Sem dæmi má nefna
svokölluð náttúrleg vítamín og stein-
efni sem seld eru í mjög miklu magni
hér á landi. Þessar vörutegundir eru
alls ekki neitt „náttúrlegri” en sam-
svarandi vítamin og steinefni sem seld
eru í apótekum.
Hvaö varöar „megrunariyfin” tel ég
lítið ef nokkurt gagn í þeim og hef ekki
haft þetta á boðstólum í apótekinu hjá
mér. En ég hef ákveðið að láta undan
og þjóna þar með viöskiptavinum
mínum.
Um gagnsemi slíkra „megrunar-
lyfja”, ja, það eru til ótal efni sem
bólgna út í maganum og ef þau eru
tekin meö vatni nokkru fyrir mat
dregur þaö’eflaustúr matarlystinni, en
e.t.v. væri nóg að drekka vatnið,”
sagöi Helga.
„Þaö sem mér finnst skorta á er aö
fólk beri meiri virðingu fyrir lyfjum en
oft viröist vera gert. Það er ekkert lyf
sem er „bara svona eitthvert lyf ”.
Lyf hafa áhrif á líkamsstarfsemina
og þaö liggur óhemju vinna á bak viö
hverja eina litla töflu sem framleidd
er.”
— Er eitthvert lyf „besta lyfiö” sem
framleitt hefur verið?
„Já, a.m.k. ef dæma má eftir langlífi
þess. Aspirín, en það er virka efnið i
magnýl, virðist standast samkeppni
annarra lyf ja meö svipaöa verkun. En
það er alls ekki laust við aukaverkanir
og verður því að umgangast það meö
sömu varúö og önnur lyf,” sagöi Helga
Vilhjálmsdóttir apótekari.
-A.BJ.