Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 7
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Helga Vilhjðlmsdóttir afgreiðir sjðlf lyf lyfjafræðingum i Mosfellsapóteki. með tveimur öðrum Athugun Verðlagsstof nunar: Enn er verðmerk- ingum ábótavant I nóvember sl. og aftur nú í febrúar geröi Verölagsstofnun sérstaka athugun á verðmerkingum í verslunum- og hjá þjónustuaðilum á höfuöborgarsvæðinu og nokkrum stöðum úti á landi. Sérstakar regl- ur eru um það hvemig að verðmerkingum skal staðið á vörum og þjónustu bæði innan dyra, í sýningargluggum og víöar. Hins vegar hefur viljað brenna við að verðmerkingum sé ábótavant þannig að Verðlagsstofnun hefur talið þörf á að brýna seljendur til að bæta þær. Athugun þeirri sem áður er getið var ætlað að varpa ljósi á hvemig verðmerkingu væri háttaö og þeim sem ekki verðmerktu var gefin áminning um að bæta sig. 1 mars- mánuöi er áætlað að gera þriðju og jafnframt síðustu heildarathugunina á verðmerkingum að þessu sinni. Mega þeir seljendur vöru og þjónustu sem ekki hafa bætt sitt ráð eiga von á frekari aðgerðum í kjölfar þeirrar athugunar. Helstu niðurstöður athugananna, sem gerðar voru í nóvember og febrúar, voru þessar: 1. Um 90% bakaría upplýstu um ein- ingarverð á söiuvörum en aðeins um 15% þeirra upplýstu Flost bakarí upplýstu um eininga- verð á söluvörum en aðeins um 15% jteirra upplýstu saman- burðarverð, þ.e. verð á hverju kilói. samanburðarverð (þ.e. verð pr. kg) sem þó hefur verið skylt að upplýsa á öllum brauðum í meira en eitt ár. 2. Verðmerkingum í gluggum sk. sérvöruverslana var ábótavant í 40—50% tilvika. 3. Verðmerking innan dyra var ónóg í30%verslana. 4. Verðupplýsingar, sem sjá mátti utan dyra.voru hjá um 45% mat- sölustaöa en aðeins einn staður var ekki með verðupplýsingar innan dyra. 5. Þrír fjórðu hlutar allra hársnyrti- stofa (rakara- og hár- greiöslustofur) voru ekki með verðupplýsingar sem sjást utan dyra sem þeim þó ber og 15% voru ekki með verðupplýsingar innan dyra. Það er sjálfsögð þjónusta seljenda við væntanlega viðskiptavini og aðra aö upplýsa þá meö sem gleggstum hætti um verð á vöru og þjónustu, ekki sist á tímum aukins frjálsræðis i verðlagningu. Hvetur Verðlags- stofnun seljendur til að sinna skyldu sinni til að firra neytendur óþarfa óþægindum og neytendur til að beita sér fyrir því aö sjálfsögðum reglum um verðmerkingu sé framfylgt. NÝTT LAKK OG LYKTARLAUST KÓPAL FLOS og KÓPAL JAPANLAKK Nýja KÓPAL-lakkið frá Málningu hf. hefur heldur betur slegið í gegn, enda má segja að það hafi ákveðna kosti, sem ekki sé hægt að líta frcimhjá í vali á áferðafallegu lakki: KÓPAL lakkið fæst bæði gljáandi, (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumatt (KÓPAL FLOS). KÓPAL-lakkið gerir þér kleift að lcikka án þess að menga andrúmsloftið og valda heimilisfólkinu berjandi höfuðverki. Kópal lakkið er lyktcirlaust. Þú lakkar svo að segja hvað sem er - og skolar síðan úr áhöldunum með vatni. Betra getur það varla verið. Engir svartir klútar en skínandi kopar Allir kannast viö svörtu klútana og hendumar þegar verið er að fægja kopar- og messinghluti. Hægt er að losna við þetta óþrifalega starf með því að búa til eftirfarandi blöndu og nota í staðinn fyrir heföbundinn fægi- löe. Blandiösaman: 1 bolla hveiti, 1 bolla vatni, 1 bolla ediki, 1 tsk salti, 1 tsk. sítrónusýru. Þetta er allt hrist vel saman og borið á koparhlutina. Síðan eru hlutirnir skolaðir í heitu vatni, e.t.v. burstaðir með mjúkum bursta og þurrkaðir með þurrum klút. Koparinn verður skinandi fallegur og engir svartir klútar eða fingur. A. BJ. .rr AKBCtú**1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.